Morgunblaðið - 13.04.2005, Page 33

Morgunblaðið - 13.04.2005, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 33 MINNINGAR Kær frænka mín, Kristín Guðmundsdótt- ir, er látin. Ég var svo lánsöm að kynnast henni náið, um 1980, eftir að ég flutt- ist til Reykjavíkur. Mamma mín, Lovísa Einarsdóttir, og Stína frænka voru systradætur, en mamma taldi sig alltaf eina af þeim systkinum, þar sem þau ólust upp saman á Ferju- bakka í Borgarfirði. Mamma sagði okkur systkinunum margar sögurn- ar frá þeirra æsku, einkum þeim þremur, Imbu, Stínu og Lísu. Vegna fjarlægðar kynntumst við ekki frændfólkinu í Borgarfirðinum í okkar æsku, þar sem við áttum heima á Þernunesi við Reyðarfjörð. En svo mikið var talað um frændfólk- ið að okkur fannst við þekkja það vel. Eftir að við urðum fullorðin hafa flest okkar heimsótt Trönusystkinin nokkrum sinnum og er það okkur eft- irminnilegt. Það var svo gaman að hitta Stínu frænku því hún var alltaf svo kát og fjörug. Ég man að pabbi sagði stundum: „Hún Stína er mjög góð kona, hún er frelsuð sem kallað er.“ Já, Stína frænka var mjög trúuð og átti Jesú í hjarta sínu og gleðin var hennar einkenni. KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Kristín Guð-mundsdóttir frá Ferjubakka fæddist á Gufuá í Borgar- hreppi 19. október 1914. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 31. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 7. apríl. Ég minnist hennar með þökk og virðingu. Guðlaug Þorsteinsdóttir. Ég vil á þessari stundu minnast Stínu frænku sem svo var kölluð á mínu heimili, en hún var móðursystir f.v. konu minnar. Stína frænka var alla tíð tíður gestur á okkar heimili og öll börnin voru mjög hænd að henni á þeim árum, hún var alla tíð hress og kát. Hún færði kátínu og gleði með sér í hvert sinn er hún kom í heimsókn. Stína kom alla tíð af ýms- um tilefnum, s.s. afmælum og ferm- ingu barnanna, svo og jólahátíðum. Alltaf var léttir af að fá Stínu í heim- sókn og var hún alltaf velkomin og kær gestur. Hún hafði gott skopskyn og sagði ýmsa skemmtilega brandara sem allir höfðu gaman af. Kristín var alla tíð mikil trúmanneskja og starf- aði alla tíð mikið fyrir K.F.U.M. og var fjölda mörg ár, matráðskona í Vatnaskógi á sumrin. Á vissum aldri dvöldu börnin mín þar viku tíma, eins og boðið var upp á og nutu þá þess að eiga Stínu að. Oft síðar var farið í veiði í Eyrarvatn, en þá var vanalega vaðið yfir útfallið úr vatninu og labbað yfir til Stínu og fengið eitthvað gott í eldhúsinu hjá henni. Það eru orðin nokkuð mörg ár aft- ur í tímann sem ég er að rifja upp, en samt eflaust öllum börnunum eins og mér í fersku minni. Með þessum minningum vil ég fyr- ir mína hönd og barnanna þakka Stínu frænku fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Guð blessi Stínu og varðveiti minn- ingu hennar. Unnar. ✝ Rannveig Tómas-dóttir fæddist í Reykjavík 31. júlí 1911. Hún lést í Seljahlíð við Hjalla- sel í Reykjavík hinn 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Rannveig Jón- asdóttir, f. 1878, d. 1965, og Tómas Tóm- asson, f. 1876, d. 1933, bæði Vestfirð- ingar. Bróðir Rann- veigar er Tómas Tómasson rakara- meistari, f. 19. mars 19l4, og lifir hann systur sína. Þau systkin voru bæði ógift og barn- laus. Héldu þau heimili með móð- ur sinni þar til hún lést og síðan saman. Rannveig stund- aði nám við Verzlun- arskóla Íslands og lauk þaðan prófi ár- ið 1931. Hjá sendi- kennurum við Há- skóla Íslands lærði Rannveig mörg tungumál. Hún var víðförul og gefnar voru út þrjár bækur um ferðalög hennar erlendis. Alla sína starfsævi vann hún á Hagstofu Íslands. Útför Rannveigar var gerð frá Fossvogskapellu 8. apríl. Löngu áður en ég kynntist Rann- veigu Tómasdóttur hafði ég tekið eftir henni á götum Reykjavíkur. Ég var ung stúlka nýlega komin til borg- arinnar utan af landi þar sem allir þekktu alla svo ég var forvitin og tók vel eftir fólkinu á götunum. Hver var hún þessi svipfallega, virðulega og að mörgu leyti sérstak- lega klædda kona með sérkennilega rauða hárið og fallegu hattana? Einhver sagði mér að hún hefði ferðast mjög mikið, væri fróð um lönd og þjóðir, hefði skrifað bækur. Árin liðu. Þegar ég kynntist manninum mínum og fjölskyldu hans var hún komin þar þessi dul- arfulla kona. Hún reyndist vera frænka, þær tengdamóðir mín og hún þremenningar. Rannveig og Tómas bróðir hennar bjuggu á þessum tíma á Bergþóru- götu 4. Rannveig vann alla sína starfsævi á Hagstofu Íslands. Tómas var rakarameistari og starfrækti rakarastofu í Þingholtsstræti, lengst af í samvinnu við Bjarna Jóhannes- son, Þau systkin voru alltaf hjá tengda- foreldrum mínum, Margréti og Ragnari, þegar tilefni var til veislu- halda og oft þess á milli. Þeim varð öllum vel til vina enda hélt Margrét vel utan um fjölskylduna og frænd- fólkið. Þau kölluðu Rannveigu ávallt Obbu og það leyfði hún mér einnig að gera. Mikið var gaman að kynnast Rannveigu. Hún var hæg og virðuleg í framkomu og einkar hlý. Á ferðum sínum um lönd og álfur tók hún mikið af myndum – lit- skyggnum – og var það ævintýri lík- ast að heimsækja þau systkin, skoða myndirnar á tjaldi og hlusta á hana segja frá enda fór hún á framandi slóðir, t.d. til Kína sem þá var ennþá lengra í burtu en það er í dag. Hún sagði frá því, að hún hefði eitt sinn gist í litlu þorpi og fólkið hefði aldrei séð hvíta manneskju fyrr. Sagðist hafa sofið í rúmi með flugna- neti yfir – himnasæng – og vaknað við það að nokkur andlit voru á glugga ofarlega á veggnum í her- berginu. Þar voru komin börn sem þurftu að skoða þessa sérkennilegu veru betur! Þessu hafði hún mjög gaman af. Hún átti líka hina ótrúleg- ustu muni. Ég man vel eftir útskurði í fílabein og ég hafði aldrei séð kúlu sem var með ótal minni innan í og ultu þær til við hreyfingu, ótrúlegt, já það var allt svo ótrúlegt sem hún sagði frá og sýndi okkur. Ég er ekki frá því að Rannveig eigi stóran þátt í því hversu gaman við hjónin höfum af að ferðast og viljum gjarnan fara á framandi slóðir. Hef oft hugsað til hennar á ferðum okkar. Rannveig átti auðvelt með að segja frá myndrænt, enda flutti hún í útvarp frásagnir af mörgum ferðum sínum. Við hlustun varð allt ljóslif- andi. Í lok bókarinnar Lönd í ljósaskipt- um sem kom út árið 1957 segir hún: „Sá siður hefur löngum verið meðal Íslendinga að förufólk segði tíðindi frá fjarlægum héruðum og svo er enn að nokkru, förufólk nútímans segir frá framandi löndum í útvarp. Þannig eru þessir ferðaþættir til- orðnir. Hugsaðir sem munnleg frá- sögn, en ekki settir saman með það fyrir augum að koma út í bókarformi og bera það eflaust með sér.“ Aðrar bækur Rannveigar eru: Fjarlæg lönd og framandi þjóðir og Andlit Asíu. Ferðalýsingar þessar eru skemmtilegar og fræðandi og gætu orðið hverjum þeim sem leggur leið sína til þessara fjarlægu landa að gagni, þrátt fyrir breytingar í ferðamálum. Það tók t.d. þrjá sólar- hringa að fljúga frá Moskvu til Pek- ing á þeim tíma. Kemur vel fram hversu vel hún hefur kynnt sér menningu og lifn- aðarhætti þeirra þjóða er hún heim- sótti. Rannveig var mikil málamann- eskja og talaði þýsku, ensku, frönsku og dönsku og hefur það komið henni vel á heimshornaflakkinu. Tíminn líður. Því miður höfum við ekki hitt Rannveigu oft undanfarin ár og getum nú séð eftir að hafa ekki náð til hennar áður en hún fór. Svona er nú lífið. Þau systkin eru yndislegar mann- eskjur sem gott var að kynnast og fallegt var þeirra heimili alla tíð. Þau hafa undanfarin ár búið á heimili aldraðra í Seljahlíð við Hjallasel í Reykjavík og ég veit að þau voru ánægð þar og þakklát fyrir allt sem fyrir þau var gert. Við Kristján og fjölskylda Mar- grétar Jónsdóttur og Ragnars Jak- obssonar þökkum henni samfylgdina og vottum Tómasi dýpstu samúð okkar. Guð geymi Rannveigu Tómasdótt- ur og blessuð veri minning hennar. Kristín Möller. RANNVEIG TÓMASDÓTTIR Ástkær frænka okkar, ÓLÖF SIGURBJARNARDÓTTIR frá Laxárholti, Hraunhreppi, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 11. apríl. Inga Sigurjónsdóttir, Selma Sigurjónsdóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Ingigerður Jónsdóttir, Guðrún S. Jónsdóttir. Elsku dóttir okkar og systir, STELLA BJÖRNSDÓTTIR, Rauðahjalla 15, Kópavogi, lést á heimili sínu sunnudaginn 10. apríl. Jarðarför auglýst síðar. Regína Wedholm Gunnarsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Jóna Karen Wedholm Björnsdóttir, Albert Ásvaldsson, Gunnlaugur Björnsson. Elskuleg eiginkona mín, MARGA GUÐMUNDSSON, lést að kvöldi 11. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur Guðmundsson. Elskulegur faðir minn, sonur okkar og sambýlismaður, BJARNI VIBORG ÓLAFSSON, Tjarnargötu 13, Vogum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugar- daginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju laugar- daginn 16. apríl kl. 14.00. Ari Bjarnason, Ólafur Herjólfsson, Ingibjörg Bjarnadóttir, Den Sanatdee. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN BJARNFREÐSSON, Ljósheimum 18, Reykjavík, lést á Vífilsstaðaspítala laugardaginn 9. apríl. Jóhanna Bára Sigurðardóttir, Kolbrún Aðalsteinsdóttir, Sigurjón Ingi Aðalsteinsson og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, GUÐMUNDA GUÐMUNDSDÓTTIR HANSEN frá Hólmavík, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 7. apríl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 19. apríl kl. 13.00. Sigurður Einarsson, Kristín Einarsdóttir, Elsa Hansen og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES Þ. JÓNSSON frá Suðureyri við Súgandafjörð, síðast til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, lést föstudaginn 1. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Áskirkju á morgun, fimmtudaginn 14. apríl, kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Aðalheiður Jóhannesdóttir, Þórður Jóhannesson, Jóhanna Björk Bjarnadóttir, Guðrún Kristín Jóhannesdóttir, María Þrúður Weinberg, Arthur Weinberg, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.