Morgunblaðið - 13.04.2005, Side 36

Morgunblaðið - 13.04.2005, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Hótelrekstur á landsbyggðinni Vopnafjarðarhreppur auglýsir rekstur Hótels Tanga á Vopnafirði til leigu. Unnið er að gagngerum endurbótum á hótelinu, sem lokið verður í júní nk. Leitað er eftir aðila, sem er til- búinn að taka að sér spennandi en jafnframt krefjandi rekstur hótels á Vopnafirði. Æskilegt er að umsækjandi hafi rekstrar- menntun eða reynslu á sviði hótels- og veitingareksturs. Allar nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Steins- son, sveitarstjóri, á skrifstofu Vopnafjarðar- hrepps, í síma 473 1300 eða á netfangi steini@vopnafjardarhreppur.is Umsóknum skal skila á skrifstofu Vopnafjarðar- hrepps, Hamrahlíð 15, 690 Vopnafjörður, fyrir 15. apríl nk. Vopnafjarðarhreppur.  á Grenivík. Verður að hafa bíl til umráða Upplýsingar gefur Ólöf Engilberts- dóttir í síma 569 1376.  í Keflavík frá 1. maí-31. ágúst í Túngötu og Hafnargötu í Keflavík. Upplýsingar veitir umboðsmaður Morgunblaðsins í Keflavík, Elinborg Þorsteinsdóttir í símum 421 3463 og 820 3463. Einnig vantar fólk í sumarafleysingar víða í Keflavík.  á Grenivík. Verður að hafa bíl til umráða Upplýsingar gefur Ólöf Engilberts- dóttir í síma 569 1376.  í Þingholtin og Seljahverfi Upplýsingar í síma 569 1116 Ræstingastörf Vantar starfskraft sem fyrst í hálft starf fyrir hádegi við ræstingar á gistiheimili í miðbæn- um. Mjög góð laun og góður andi á vinnu- staðnum. Nánari upplýsingar í síma 861 1836. Fasteignasala — sölumenn Fasteignasala vill ráða tvo vana sölumenn fasteigna. Óskað er eftir sölumönnum sem áhuga hafa á að starfa í góðu umhverfi, þar sem áhersla er lögð á vönduð og góð vinnu- brögð og góðan starfsanda. Vinsamlegast skilið umsókn til auglýsinga- deildar Mbl. eða á box@mbl.is, merktri: „Fasteignir — 16969.“ Raðauglýsingar 569 1111 Tilkynningar Aðalskipulag Svf. Álftaness - breyting Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitar félagsins Álftaness 1993-2013 auglýsist hér með samkvæmt 18. gr. skipulags- og bygging- arlaga nr. 73/1997. Breytingin nær frá mörkum sveitarfélagsins að Garðabæ, vestur fyrir Brekk- uhverfi og Breiðumýri, norður að skólasvæði og Suðurtúni og austur að Norðurnesvegi. Í tillögunni er gert er ráð fyrir að lega Álftanes- vegar, Bessastaðavegar, Norðurnesvegar og Suðurnesvegar á Bessastaðagranda verði áfram í núverandi vegstæði í stað þess að vera færð til suðurs. Miðsvæði, íbúðarsvæði og svæði fyrir verslun og þjónustu norðan við nú- verandi Suðurnesveg breytist í blandaða land- notkun miðsvæðis og íbúðarsvæðis. Miðsvæði sunnan við Suðurnesveg verður skilgreint á sama hátt. Íbúðarsvæði sunnan Suðurnesvegar er fært saman í eina heild. Opið svæði til sér- stakra nota vestan við Breiðumýri stækkar. Lega stíga breytist og þeir eru skilgreindir sem aðal-, útivistar- og reiðstígar. Nýtingarhlutfall á svæðinu breytist auk þess sem nú er gert ráð fyrir að tilgreint nýtingarhlutfall á lóðum á svæðinu verði til leiðbeiningar og viðmiðunar. Skipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrif- stofu Álftaness á Bjarnastöðum frá kl. 08:00— 16:00 alla virka daga frá 14. apríl til og með 27. maí 2005. Þeim sem telja sig eiga hags- muna að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 27. maí 2005. Athugasemdum skal skilað skriflega á bæjar- skrifstofu Álftaness á Bjarnastöðum. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan til- skilins frests, teljast samþykkir henni. Gunnar Valur Gíslason, bæjarstjóri Sveitarfélagið Ölfus Lóðir í Þorlákshöfn Sveitarfélagið Ölfus gengst fyrir kynningar- fundi á lóðum undir parhús, raðhús og einbýl- ishúsum í Þorlákshöfn. Fundurinn er ætlaður einstaklingum, fyrirtækjum og öðrum, sem áhuga hafa á verkefninu. Um er að ræða lóðir í öðrum áfanga Búðahverfis, um 115 íbúðir samtals. Kynningarfundurinn verður í Ráðhúskaffi, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, föstudaginn 15. apríl kl. 13:00. Bæjarstjórinn í Ölfusi, Ólafur Áki Ragnarsson. Mosfellsbær Tillaga að breytingu á deili- skipulagi með Varmá frá Reykjalundarvegi að Húsadal – Lóð Ásgarðs í Mosfellsbæ Á fundi bæjarstjórnar þann 16. mars sl. var samþykkt kynning á tillögu að breytingum á deiliskipulagi með Varmá frá Reykjalund- arvegi að Húsadal - Ásgarðs, í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og bygginga- laga nr. 73/1997. Um er að ræða breytingu á deiliskipulag- inu á landi Ásgarðs, austan við Efra Hvol. Þar er um að ræða breytingu á lóðarmörk- um tveggja lóða og byggingarreitum þeirra svo og breytingu á aðkomuvegi. Allar breytingar eru innan eignamarka Ás- garðs. Deiliskipulag á frístunda- lóð við Silungatjörn, þjóðskrárnr. 9000-2190 Á fundi bæjarstjórnar þann 9. mars 2005 var samþykkt tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundarlóð við Silungatjörn, þjóðskránr. 9000-2190. Skipulagstillagan nær til frístundarlóðar sem er 2,2 ha að stærð og afmarkast af Silungatjörn og lóð fyrir frístundahús til norðurs, opnu óbyggðu svæði til suðurs og vesturs og lóð fyrir frístundahús til austurs. Aðkoma er um slóða frá Múla. Byggingarreitur er í 50 m fjarlægð frá vatn- inu. Tillögurnar verða til sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, að Þverholti 2, fyrstu hæð frá 13. apríl 2005 til 11. maí 2005. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar fyrir 26. maí 2005. Jafnframt má kynna sér tillögunar á heim- asíðu Mosfellsbæjar www.mos.is undir: Framkvæmdir. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögun- um. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ. Félagslíf  Njörður 6005041319 I Lf.  HELGAFELL 6005041319 VI  GLITNIR 6005041319 III I.O.O.F.181854138 I.O.O.F. 9  1854138½  I.O.O.F. 7  185  Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Tilboð/Útboð Útboð OTR-02 Sigöldustöð Viðgerð á malbikskápu Hreinsun og undirbúningur Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í hreinsun og undirbúning fyrir malbiksviðgerðir á Sig- öldustíflu, í samræmi við útboðsgögn OTR-02. Verkið fellst í að hreinsa og undirbúa gallað yfirborð á efsta hluta malbiksþekju Sigöldu- stíflu fyrir malbiksviðgerðir. Verktími er frá byrjun júní næstkomandi og verklok 15. júlí 2005. Útboðsgögn verða seld í móttöku Landsvirkj- unar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 14. apríl 2005 á kr. 1.000 fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, innkaupadeild, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, fyrir kl. 14:00 mánudaginn 2. maí 2005, þar sem þau verða opnuð og lesin upp að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.