Morgunblaðið - 13.04.2005, Page 45

Morgunblaðið - 13.04.2005, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 45 Skógrækt 2005 Blaðauki með Morgunblaðinu Sumardaginn fyrsta, 21.apríl, fylgir Morgunblaðinu glæsilegur blaðauki um skógrækt á Íslandi. Blaðið er fullt af fróðlegu og spennandi efni, þar á meðal: Leiðbeiningar um ný-skógrækt • 75 ára afmæli Skógræktarfélags Íslands • Fróðleiksmolar um trjárækt • Skógrækt til kolefnisbindingar Staðreyndir um Alaskaöspina • Formenn nokkurra skógræktarfélaga segja frá Auglýsendur, pantið fyrir klukkan 16 mánudaginn 18. apríl Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is MARÍA er ung, ólétt og örvænting- arfull. Þegar henni býðst vinna við að vera burðardýr milli Kólombíu og Bandaríkjanna grípur hún tækifær- ið. Hún flytur heilmörg hylki í maganum en áætlunin fer úr skorðum þegar hún kemur til New York. Þetta er mjög raunsæ mynd og sérlega upplýs- andi um burð- ardýr og hvernig ferlið fer ná- kvæmlega fram. Sýnt er hvernig hylkin eru búin til og þegar aum- ingja María er að rembast við að gleypa þau. Hún sýnir vel hversu örvæntingafull burðardýrin eru í leit að betra lífi, og gefur þannig góða tilfinningu fyrir stemningunni í Suður-Ameríku, þar sem unga fólkið er til í flest til að þurfa ekki að sjá fram á eymd í framtíðinni. Á vissan hátt er myndin líkari leikinni heim- ildarmynd en kvikmynd, svo raunsæ er hún. Það fer minna fyrir dramanu í þeim skilningi að myndin hefur ekki þessa klassísku byggingu með sterk- um hápunktum. Maður finnur þó mikið til með Maríu og hinum burð- ardýrunum og er stöðug undirliggj- andi spenna alla myndina í gegn. Þetta er það sem kallast lítil mynd, en hún er bæði látlaus og áhrifarík. Leikararnir eru leikmenn, sem jafn- vel eykur enn á raunveruleikablæ- inn. Don Fernando leikur t.d sjálfan sig í myndinni, mann sem aðstoðar fólk frá Kólombíu í New York. Mér finnst nafnið á myndinni mjög sterkt en þar er vitnar í kaþólskan sálm og veggspjald myndarinnar sem einnig hefur kirkjulega skír- skotun. Því þótt þetta fólk sé allt af vilja gert að vera kaþólskt og guð- rækið, þá því miður hafa þau ekki annarra kosta völ en að brjóta lög og taka áhættur í leit að betra lífi í ham- ingju. Í leit að betra lífi KVIKMYNDIR Háskólabíó – IFF Leikstjórn og handrit: Joshua Marston. Kvikmyndataka: Jim Denault. Aðal- hlutverk: Catalina Sandino Moreno, Yenny Paola Vega, Guilied Lopez, John Álex Toro og Patricia Rae. 101 mín. BNA/Kólombía 2004. María (Maria full of Grace)  Catalina Sandino Moreno var til- nefnd til Ósk- arsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Maria Full of Grace. Hildur Loftsdóttir Reuters FREGNIR herma að Mel Gibson ætli sér að gera kvik- mynd um ævi Jóhann- esar Páls II páfa. Hefur Gib- son þegar fest lokakafla myndarinnar á filmu, að því er bandaríska götublaðið The New York Post greinir frá. Þá mun Gibson hafa sent mannskap til Rómar til að taka myndir við jarðarför páfa. Gibson er strangtrúaður kaþólikki, og í fyrra frum- sýndi hann umdeilda mynd, Píslarsaga Krists, sem skilaði einhverjum mesta hagnaði sem um getur í Hollywood. Vill gera mynd um ævi páfa Fólk | Mel Gibson TEIKNIMYNDIN Svampur Sveinsson sogaði upp samkeppnina um helgina og er á toppnum á lista yfir mest sóttu myndir helgarinnar hérlendis. Alls hafa um 3.500 manns séð myndina og segist Christof Wehmeier hjá Sambíóunum vera „svampakátur“ með aðsóknina. Aðrar nýjar myndir á lista eru Boogeyman, sem situr í þriðja sæti með aðsókn uppá 1.700 manns, og In Good Company er í fimmta sæti með tæp- lega 1.400 manns. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin á Íslandi, IIFF 2005, setur líka mark sitt á listann. Mótorhjóladagbækurnar eru í fjórða sæti en myndin var opnunarmynd hátíðarinnar. Alls hafa um 2.200 manns lagt leið sína á þessa vegamynd, þar af rúmlega 1.400 um helgina. Til viðbótar er á listanum hátíðarmyndin Der Untergang, sem fjallar um síðustu daga Hitlers. Hún er í sjöunda sæti en um þúsund manns sáu hana um helgina. Kvikmyndir | Svampur Sveinsson sogar upp samkeppnina                      !   "   #$       %&'  (       )* %* +* ,* -* .* /* 0* 1* )2* 52"B5  $   )$ $*+<  $ (0              Teiknimynd á toppnum Fylgst er með skringilegum ævintýrum neðansjávar á staðnum Bikiníbotni í teiknimyndinni um Svamp Sveinsson. Í DAG og annað kvöld mun hljóm- sveitin Morthana troða upp hér- lendis. Um er að ræða jaðardjass- tríó sem leitt er af Íslandsvininum Andrew D’Angelo en með honum í sveitinni eru tveir Norðmenn, þeir Anders Hana gítarleikari og Mort- en Olsen trommuleikari. Þeir fé- lagar hafa verið á tónleika- ferðalagi um Evrópu að undanförnu og ætla að ljúka því hér á landi. D’Angelo hefur verið tíður gestur hér á landi und- anfarin tíu ár eða svo en Hilmar Jensson og Skúli Sverrisson eru vinir hans. Hann segist ánægður með að vera loksins kominn með hljómsveit hingað, en mest hefur hann verið í ýmiss konar sam- starfsverkefnum. Annars gerir hann út frá New York og hefur verið áberandi í hinni mjög svo fjölskrúðugu jaðardjass- og til- raunatónlistarsenu þar í borg. D’Angelo segir að Morthana hafi orðið til fyrir fjórum árum, en þá kynntust meðlimir á djasshátíð í Noregi en Morten og Anders hafa spilað saman bæði í Stav- anger og Ósló, í tilraunadjasssen- unum þar. Ástæðan fyrir hingaðkomu sveitarinnar liggur í því að Morten segist eiga marga íslenska vini sem hann hefur kynnst í Amst- erdam á undanförnum árum. Hann hafi lengi langað til að skoða landið og því hafi þeir kýlt á það að enda tónleikaferðalagið hér á landi. Nýverið kom þá út samnefnd plata með sveitinni á vegum norska fyrirtækisins JazzAway Records. D’Angelo segir þetta fyrstu opinberu útgáfu sveitarinnar en áður hafa komið úr tvær plötur sem meðlimir framleiddu sjálfir. D’Angelo hefur í nógu að snúast í þessari heimsókn. Auk þess að leika með Morthana mun hann spila á föstudaginn með Hilmari Jens- syni í Langholtskirkju auk þess sem hann tekur þátt í útskriftarverk- efni Hildar Guðnadóttur (Rúnk) í Listaháskóla Íslands á laugardag- inn. Tónlist | Morthana í 12 tónum og á Pravda Andrew D’Angelo í heimsókn Morgunblaðið/Sverrir Jaðardjasssveitin Morthana. Andrew D’Angelo er í miðið. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Morthana spilar í 12 Tónum í dag klukkan 17.00 og á Pravda á morg- un klukkan 22.00. Aðgangur er ókeypis á hvora tveggju tónleika.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.