Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Vera Drake kl. 5.30 - 8 og 10.30
Maria Full of Grace kl. 6 og 10 b.i. 14 ára
Hole in my Heart kl. 8 b.i. 16 ára
The Education of Shelby Knox kl. 6
La Sierra kl. 8
Hlaut 2
Golden Globe verðlaun
sem besta
gamanmynd ársins.
Geoffrey Rush
sem besti leikari.
The Motorcycle Diaries kl. 10
Don´t Move kl. 5.30 og 10.30 b.i. 16 ára
Life Aquatic with Steve Zissou kl. 5,45 b.i. 12 ára
Life and Death of Peter Sellers kl. 8 og 10.30
Million Dollar Baby kl. 8 b.i. 14 ára
en
Frá framleiðendum
Tryllimögnuð hrollvekja.
Stórkostleg vegamynd sem hefur
farið sigurför um heiminn, fengið lof
gagnrýnedna og fjölda verðlauna.
Penelope cruz
ítölsk verðlaunamynd. Penelope Cruz hlaut
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fyrir
hlutverk sitt í myndinni.
OPNUNARMYND IIFF 2005
3
ÓSKARSTILNEFNINGAR
Og þið sem hélduð að þetta væri bara einhver draugasaga
Magnaður
spennutryllir
MasterCard korthafar fá 2 fyrir 1 tilboð greiði þeir með kortinu
MORGUNBLAÐIÐ fékk nokkra
samstarfs- og samferðamenn Rún-
ars til að tjá sig um afmælisbarnið á
þessum tímamótum.
Ester Ásgeirsdóttir
[Fyrrverandi bassaleikari Kol-
rössu krókríðandi, núverandi bassa-
leikari Singa-
pore Sling]
„Rúnar er yf-
irgengilega við-
kunnanlegur
töffari. Ég man
að eftir tónleika
með Kolrössu í
Reykjavík stóð
maður oft úti á
götu með bass-
ann á bakinu, húkkandi sér aftur far
til Keflavíkur. Þá var hann oft að
keyra til baka eftir tónleika og ég
fékk oft far hjá honum. Það var mjög
skemmtilegt að spjalla við hann. Við
vorum stundum að vinna í Geim-
steini og þá heilsaði hann upp á okk-
ur. Hann var alltaf jafn svalur á því
og áhugasamur um hvað var að ger-
ast hjá krökkunum í Keflavík (hlær).
Hann var líka mjög nettur á því ef
við fórum fram yfir tímann í hljóð-
verinu og svona. Mjög skilnings-
ríkur.
Einu sinni var ég að vinna í Dubl-
in, í hippalegri fatabúð með notuð
föt. Ég var á efri hæðinni og þá
heyrði ég í honum og Maríu niðri.
Þau voru voðalega hrifinn af búðinni
og Rúnar gaf mér nýjustu plötuna
sína, sem þá var Reykjanesbrautin.
Maður er alltaf einhvern veginn vel-
kominn og það stafa af honum hlýir
straumar. Svo hef ég verið að skoða
gamlar upptökur með honum og
hann var þvílíkur massatöffari!“
Björgvin Halldórsson
[Leiðtogi Brimklóar og félagi
Rúnars í Hljómum og Ðe Lónlí Blú
Bojs m.a.]
„Ég var vart
byrjaður í þess-
um bransa þeg-
ar ég kynntist
Rúnari fyrst. Ég
var þá í Flens-
borg og hafði
farið með hlut-
verk í einhverju
leikritinu þar
sem ég notaðist við húfu sem ég fékk
hjá bróður mínum – svokallaðan six-
pensara. Svo var árshátíð um kvöldið
þar sem Hljómar spiluðu og þeir
slógu að sjálfsögðu í gegn. Ég hafði
tekið húfuna með mér á ballið og
Rúnar rekur augun í hana og fer svo
að hann kaupir af mér húfuna en
Rúnar er mikill hatta- og húfukarl.
Næst þegar ég sé þennan sixpensara
er Rúnar með hann utan á umslagi
fjögurra laga plötu með Hljómum
þar sem „Ertu með“ er á meðal laga.
Þá varð lítill strákur úr Hafnarfirði
dálítið montinn.
Rúnar var mér mikil fyrirmynd í
Það er kannski ekki tíðindi aðmaður á um sextugt sé ennað rokka, en merkilegt að
hann sé enn að bæta sig, að sumt af
því sem hann hefur gefið út á síð-
ustu árum sé með því besta sem
hann hefur sent frá sér. Svo er því
háttað með G. Rúnar Júlíusson sem
virðist eflast í listsköpuninni með
hverju árinu, en þau urðu sextíu í
morgun.
Liðnir eru fjórir áratugir síðan
þeir Gunnar Þórðarson og Rúnar
Júlíusson settu saman hljómsveit til
að spila bítmúsíkina sem þeir
kynntust í Kananum. Þeir voru að
taka þátt í uppreisn, höfnuðu göml-
um hetjum og fyrirmyndum og
fundu sér nýjar. Rúnar hefur feng-
ist við tónlist síðan, samið lög og
gefið út plötur, spilað með fjölda
hljómsveita, sem sumar voru helstu
og vinsælustu hljómsveitir íslenskr-
ar rokksögu, og er enn að – í dag
kemur út ný plata með Rúnari þar
sem hann flytur eigin lög við undir-
leik reggísveitarinnar góðu
Hjálma.
Það er reyndar einn helsti kostur
Rúnars Júlíussonar að hann hefur
verið ófeiminn að vinna með nánast
hverjum sem er. Það sannaðist svo
eftirminnilega á plötunni Það þarf
fólk eins og þig sem kom út fyrir
þremur árum, en á henni fékk hann
Fálka úr Keflavík og Gáluna, son
sinn, til að útsetja lög hans og spila
inn. Sú plata var fyrirtak, sú besta
sem Rúnar hafði gert lengi, og eins
var platan Trúbrotin 13 sem kom út
á síðasta ári afbragð, innileg og eft-
irminnileg.
Eins og Rúnar benti á í viðtalifyrir allöngu tilheyrir það
æskunni að gefa frat í það sem á
undan er komið, að finnast allt það
hallærislegt sem gamla settið gerði.
Það fór þó svo að þó pönkararnir
kynnu lítt að meta það sem kynslóð
Rúnars hafði gert var hann ein-
hvern veginn utan við þetta. Margir
mundu sögurnar af honum þar sem
hann var að sveifla sér eftir ljósa-
grindum ber að ofan á böllum – mér
þótti það svalt þegar foreldrar mín-
ir komu heim af balli hneykslaðir
yfir hegðuninni á þessum villi-
manni. Hann kunni líka vel að meta
pönkið, lét þau orð falla eitt sinn að
pönkið væri ferskt og frískandi.
Geimsteinn er svo sérkapítuli út-
af fyrir sig, enda verið starfandi
óslitið síðan 1976 og gefið út mikið
af tónlist sem aðrir hafa ekki sinnt,
ekki viljað taka áhættu á að gefa út.
Rúnar hefur aftur á móti gaman af
að taka áhættu og telur það ekki
eftir sér að spila bara aðeins meira
ef útgáfan gengur ekki sem skyldi.
Oftar en ekki hittir hann þó nagl-
ann á höfuðið, gefur út plötur sem
fólk vill heyra, eins og sannast á
einni af bestu plötum síðasta árs,
reggíplötu Hjálma, sem kom út á
síðasta ári og selst hefur vel. Þeir
Hjálmapiltar hafa og verið nánast
heimagangar hjá Rúnari, tíðir gest-
ir í hljóðver Geimsteins sem hann
er með heima. Fleiri tónlistarmenn
af Suðurnesjum hafa stigið fyrstu
skrefin þar, á jarðhæðinni á Skóla-
veginum.
Rúnar Júlíusson er hr. Rokk,
rokkarinn sem ekki eldist og ekki
þreytist, í það minnsta ekki fyrr en
hjartað hægði aðeins á honum um
tíma fyrir nokkrum árum. Rokk-
hjartað sló þó af sama krafti og áð-
ur og slær enn.
Rokkhjartað slær
’Margir mundu sög-urnar af honum þar sem
hann var að sveifla sér
eftir ljósagrindum ber
að ofan á böllum – mér
þótti það svalt þegar
foreldrar mínir komu
heim af balli hneyksl-
aðir yfir hegðuninni á
þessum villimanni. ‘
AF LISTUM
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Rúnar Júlíusson fagnar sextugsafmælinu ásamt vinum og meðspilurum í Stapanum í kvöld – hvar annars staðar?
Ljósmynd/Ólafur K. Magnússon
Myndin er tekin árið 1963, er Hljómar léku á elliheimilinu Grund.