Morgunblaðið - 06.05.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 11
FRÉTTIR
w
w
w
.s
ta
si
a.
is
S í m i : 5 6 8 - 1 6 2 6
Stærðir 36-56
2
afsláttur af
öllum vörum
um helgina
%5
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
varaformaður Samfylkingarinnar,
hefði helst kosið að þurfa ekki að
bjóða Össuri Skarphéðinssyni, for-
manni flokksins, byrginn í for-
mannskjöri. Þetta kom fram í máli
hennar á fundi með stuðnings-
mönnum í Borgarleikhúsinu í
fyrrakvöld.
Hún sagði þó að ekkert annað
hefði verið í boði. „Ég vík mér
ekki heldur undan því vegna þess
að ég er þeirrar skoðunar að það
þurfi að gera breytingar á forystu
Samfylkingarinnar. Hún þurfi að
fá nýja ásýnd, annað yfirbragð og
breiðari skírskotun til að við náum
þeim árangri sem að er stefnt.“
Það er margt sem ríkisstjórnin
hefði betur látið ógert, sagði Ingi-
björg, sem sagði að í meira en ára-
tug hafi ríkisstjórnin með atferli
sínu sett mikið mark á pólitíska
menningu og það yrði ekki auðvelt
að vinda ofan af þeim skaða. „Rík-
isstjórnin hefur skapað hér sam-
félag valdstjórnar og misskipting-
ar. Hún hefur klúðrað því tækifæri
sem hún hafði til þess að takast á
við nauðsynlegar breytingar á vel-
ferðarkerfinu, menntakerfinu og
atvinnulífinu. Breytingar sem
hefðu getað skapað hér þróttmikið
samfélag almennra lífsgæða, jöfn-
uðar og jafnréttis.“
„Músarholusjónarmið“
Ingibjörg gagnrýndi ríkisstjórn-
ina harðlega, og sagði hana ekki
hafa sýn í utanríkis- og varna-
málum. Í alþjóðamálum ríkti „hei-
móttarleg músarholusjónarmið“
þar sem litið væri á alþjóðavæð-
inguna sem ógn en ekki tækifæri.
„Hún [ríkisstjórnin] er föst í at-
vinnustefnu gærdagsins og sér
enga aðra kosti en stóriðju sem
byggir á stórvirkjunum í stað þess
að skjóta stoðum undir fjölbreytta
atvinnustarfsemi um land allt.“
Uppgjör að formanns-
kjörinu loknu
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, hefur gert op-
inberan þann kostnað og tekjur
sem framboð hans hefur haft hing-
að til, eins og sagt var frá í Morg-
unblaðinu í vikunni.
Ingibjörg sagði í samtali við
Morgunblaðið að hún mundi ekki
birta þess konar milliuppgjör, þess
gerðist ekki þörf á tveggja mánaða
ferli heldur væri fullnægjandi að
birta uppgjör að formannskjöri
loknu.
Ingibjörg Sólrún fundaði með stuðningsmönnum sínum
Hefði kosið að bjóða
Össuri ekki byrginn
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Torfason
Fullt var út úr dyrum á sumargleði sem stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar stóðu fyrir í Borgarleikhúsinu.