Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 23 MENNING Restaurant Pizzeria Hafnarstræti 15 • 101 Reykjavík • Ísland Sími 551 3340 • Fax 551 7833 • www.hornið.is SJÖTUGASTA og níunda starfs- vetri Karlakórs Reykjavíkur lauk fyrir skömmu með fernum tón- leikum í Ými, og fór yðar útsend- ur á þá þriðju. Óneitanlega með depurð í huga að nýfengnum fréttum um að húsið hefur verið auglýst til sölu, enda fimm ára gamall keilu- þakssalurinn þegar talinn með beztu söng- húsum landsins. Vonandi fær hann áfram að gegna því hlutverki. Þó sjálfsagt væri varla nema tímanna tákn ef húsakynnin ættu eftir að leggjast undir bingókvöld, flóa- markaði eða tízkusýningar. Það væri lítil huggun harmi gegn, og nánast að núa salti í sár- ið, að segja að eiginlega er 350 sæta húsið of lítið fyrir voldugan hljóm KKR, þegar hann tekur á hinum stærsta sínum með ekta ís- lenzku karlakórs forte maestoso svo úthafsbrimið bliknar í sam- anburði. Það mátti víða heyra í 17 laga dagskrá kvöldsins, er að mestum hluta samanstóð af hefð- bundnum karlakórsviðfangsefnum. Fyrstu átta atriðin voru án undir- leiks, og þótt engir væru dauðir punktar mætti til að nefna eitt- hvað kannski geta Skarphéðins í brennunni (Helgi Helgason) og Þér landnemar (Páll Ísólfsson) meðal fremstu dæma um þá glæsi- þrótt karlakórshefðar er seint ætl- ar að ganga sér til húðar meðan flutningur stendur undir vænt- ingum. Frábærlega sungið og hvergi vottur af tónsigi, þó að örl- aði, líkt og við fyrri tækifæri, á fullsnöggri dýnamík stjórnandans, einkum á niðurleið. Gustaði garp- skap og særoki af Stjána bláa Sig- fúsar Halldórssonar (úts. Róbert A. Ottóssonar) með einsöng Stef- áns Sigurjónssonar og Hreiðars Pálmasonar, og eftir hlé stór- mennskubrag af hinu tignarlega Íslandi Sigfúsar Einarssonar. Að öðrum einsöngvurum ólöst- uðum innan raða kórsins skar fal- legur lýrískur bassi Ásgeirs Ei- ríkssonar sig úr í Höfðingja smiðjunnar, rússneskulegu lagi Björgvins Þ. Valdimarssonar, og ekki síður eftir hlé í Nótt Árna Thorsteinssonar. Meðal áhrifa- mestu laga seinni hlutans mætti nefna Á brúðarbænum (Ett bond- bröllop) eftir skánska tónskáldið August Söderman, er undirr. kynntist fyrst (og einum of seint) í norrænu Kontrapunktskeppninni sællar minningar. Kom nú sem fyrr á óvart að höfundur skyldi smíða háfleygt fúgató á jafnver- aldlegum orðum og „Öl och bränn- vin“. Hrukku síðan flestir hlust- endur í kút við hraustlegt fótastapp kórsins í kóda. Loks voru tvö kórnúmer úr Carmina Burana e. Carl Orff. Hið æskulostafengna Si puer cum pu- ellula var því miður allt of hratt, til skaða fyrir bæði rytma og texta, en miðaldaáfengissálmurinn In taberna quando sumus náði þó að smella sæmilega þrátt fyrir hraðaval í efra kanti. Píanóleikur Önnu Guðnýjar var hér sem ann- ars staðar næsta lýtalítill, og í heild má segja að KKR hafi fylli- lega efnt væntingar áheyrenda til þessa réttnefnda flaggskips ís- lenzkra karlakóra undir lipurri stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Nema þá helzt þeirra er þyrsti í tilbreytingu frá hærugrónustu hefðinni … Öl og brennivín! TÓNLIST Ýmir Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur. Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson. Píanó- undirleikur: Anna Guðný Guðmunds- dóttir. Miðvikudaginn 4. maí kl. 20. Kórtónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Kristinn Friðrik S. Kristinsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.