Morgunblaðið - 06.05.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 23
MENNING
Restaurant
Pizzeria
Hafnarstræti 15 • 101 Reykjavík • Ísland
Sími 551 3340 • Fax 551 7833 • www.hornið.is
SJÖTUGASTA og níunda starfs-
vetri Karlakórs Reykjavíkur lauk
fyrir skömmu með fernum tón-
leikum í Ými, og
fór yðar útsend-
ur á þá þriðju.
Óneitanlega með
depurð í huga að
nýfengnum
fréttum um að
húsið hefur verið
auglýst til sölu,
enda fimm ára
gamall keilu-
þakssalurinn
þegar talinn með beztu söng-
húsum landsins. Vonandi fær hann
áfram að gegna því hlutverki. Þó
sjálfsagt væri varla nema tímanna
tákn ef húsakynnin ættu eftir að
leggjast undir bingókvöld, flóa-
markaði eða tízkusýningar.
Það væri lítil huggun harmi
gegn, og nánast að núa salti í sár-
ið, að segja að eiginlega er 350
sæta húsið of lítið fyrir voldugan
hljóm KKR, þegar hann tekur á
hinum stærsta sínum með ekta ís-
lenzku karlakórs forte maestoso
svo úthafsbrimið bliknar í sam-
anburði. Það mátti víða heyra í 17
laga dagskrá kvöldsins, er að
mestum hluta samanstóð af hefð-
bundnum karlakórsviðfangsefnum.
Fyrstu átta atriðin voru án undir-
leiks, og þótt engir væru dauðir
punktar mætti til að nefna eitt-
hvað kannski geta Skarphéðins í
brennunni (Helgi Helgason) og
Þér landnemar (Páll Ísólfsson)
meðal fremstu dæma um þá glæsi-
þrótt karlakórshefðar er seint ætl-
ar að ganga sér til húðar meðan
flutningur stendur undir vænt-
ingum. Frábærlega sungið og
hvergi vottur af tónsigi, þó að örl-
aði, líkt og við fyrri tækifæri, á
fullsnöggri dýnamík stjórnandans,
einkum á niðurleið. Gustaði garp-
skap og særoki af Stjána bláa Sig-
fúsar Halldórssonar (úts. Róbert
A. Ottóssonar) með einsöng Stef-
áns Sigurjónssonar og Hreiðars
Pálmasonar, og eftir hlé stór-
mennskubrag af hinu tignarlega
Íslandi Sigfúsar Einarssonar.
Að öðrum einsöngvurum ólöst-
uðum innan raða kórsins skar fal-
legur lýrískur bassi Ásgeirs Ei-
ríkssonar sig úr í Höfðingja
smiðjunnar, rússneskulegu lagi
Björgvins Þ. Valdimarssonar, og
ekki síður eftir hlé í Nótt Árna
Thorsteinssonar. Meðal áhrifa-
mestu laga seinni hlutans mætti
nefna Á brúðarbænum (Ett bond-
bröllop) eftir skánska tónskáldið
August Söderman, er undirr.
kynntist fyrst (og einum of seint) í
norrænu Kontrapunktskeppninni
sællar minningar. Kom nú sem
fyrr á óvart að höfundur skyldi
smíða háfleygt fúgató á jafnver-
aldlegum orðum og „Öl och bränn-
vin“. Hrukku síðan flestir hlust-
endur í kút við hraustlegt
fótastapp kórsins í kóda.
Loks voru tvö kórnúmer úr
Carmina Burana e. Carl Orff. Hið
æskulostafengna Si puer cum pu-
ellula var því miður allt of hratt,
til skaða fyrir bæði rytma og
texta, en miðaldaáfengissálmurinn
In taberna quando sumus náði þó
að smella sæmilega þrátt fyrir
hraðaval í efra kanti. Píanóleikur
Önnu Guðnýjar var hér sem ann-
ars staðar næsta lýtalítill, og í
heild má segja að KKR hafi fylli-
lega efnt væntingar áheyrenda til
þessa réttnefnda flaggskips ís-
lenzkra karlakóra undir lipurri
stjórn Friðriks S. Kristinssonar.
Nema þá helzt þeirra er þyrsti í
tilbreytingu frá hærugrónustu
hefðinni …
Öl og
brennivín!
TÓNLIST
Ýmir
Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur.
Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson. Píanó-
undirleikur: Anna Guðný Guðmunds-
dóttir. Miðvikudaginn 4. maí kl. 20.
Kórtónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Kristinn
Friðrik S.
Kristinsson
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111