Morgunblaðið - 06.05.2005, Side 29

Morgunblaðið - 06.05.2005, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 29 UMRÆÐAN Ármúla 44, sími 553 2035. Hafðu það gott! - Mismunandi stærðir • Allir hlutar STRESSLESS eru vandlega hannaðir til að tryggja þér hámarksþægindi • Sjálfvirk hnakkapúðastilling • Sérstakur mjóbaksstuðningur • Þyngdarstýring • Sterk fjaðrandi stálgrind • Kaldsteyptur svampur • Úrvals nautaleður - yfir 50 litir • Öflug viðargrind - fæst í 6 litum • Borð fyrir fartölvur • Sjálfvirk hnakkapúðastilling veitir bestu mögulegu þægindi - þú velur þína stærð Sjálfvirk hnakkapúðastilling veitir bestu möguleg þægindi ® Sérstakur hæðarstillanlegur hnakkapúði 360° snúningur með fullkomnum stöðugleika MIKIL umræða hefur farið fram síðustu daga um ráðstöfun opinbers fjár til vegaframkvæmda. Í þessari umræðu hefur þeirri einföldun verið beitt að vegir á höfuðborgarsvæðinu nýtist höfuðborgarbúum og aðrir landsbyggðarbúum. Þar sem ég hef stund- að umfangsmiklar rannsóknir á land- fræðilegum ávinningi samgöngubóta og hvernig þær kvíslast um allt landið langar mig að leggja orð í belg og draga fram nýtt sjónarhorn í þess- ari umræðu. Þegar ávinningur af samgöngubót er rak- inn landfræðilega hef- ur tveimur aðferðum aðallega verið beitt. Önnur þeirra felst í því að skilja á milli ávinnings á fjárfestingartímabili og rekstr- artímabili. Hún felst m.a. í því að rekja til hverra fjármagnið rann í viðkomandi vegaframkvæmd. Í því samhengi er mikilvægt hvaðan verktakarnir koma og starfsmenn þeirra sem vinna samgöngubótina. Hin aðferðin sem er algengari felst í því að kanna hver nýtir við- komandi samgöngubót. Búseta þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem nýta sér viðkomandi samgöngu- bætur er lykillinn í þessu tilfelli. Ef við tökum Hvalfjarðargöng sem dæmi, en ég lagði mat á þessa þætti þar, þá féll sáralítill hluti fjár- magns vegna fjárfestingarinnar Vestlendingum í skaut. Þess utan eru Vestlendingar aðeins 40% þeirra sem nýta sér göngin. Þess má geta að höfuðborgarbúar nýta göng- in mest, bæði í atvinnusókn sinni og frístundaiðkun. Að sama skapi nýtir fólk af landsbyggðinni vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu. Vegakerfi landsins er hluti af grunngerð þess. Ein meginorsök fyrir viðvarandi efnahagsstöðnun margra þriðja heims ríkja er skort- ur á grunngerð og telja t.d. ýmsir málsmetandi menn í Þýskalandi, yf- irburði þess lands felast m.a. í öfl- ugu samgöngukerfi. Í framhaldi af þessu má benda á að ef landið hefur ekki öflugt sam- göngukerfi þá verða atvinnuvegir sem fela í sér landnýtingu svipur hjá sjón. Þar má nefna sjávarútveg, ferðaþjónustu, orkufrekan iðnað, ýmsan smáiðnað og landbúnað svo eitthvað sé nefnt. Flest þessara fyr- irtækja er erfitt að starfrækja öðru- vísi en dreift um landið. Ef samgöngukerfið er vanbúið gæti sjávarútvegur ekki haslað sér völl á ferskfiskmörkuðum, okkar verðmætustu fiskmörkuðum, ef ekki væri hægt að koma vörunni á sem stystum tíma í flug svo dæmi sé tek- ið. Áhrif sem þessi hefðu áhrif á staðbundinn hagvöxt höfuðborg- arsvæðisins. Vanbúið samgöngu- kerfi á landsbyggðinni myndi draga úr staðbundnum hagvexti á höf- uðborgarsvæðinu með ýmsum hætti. Það gerði það með beinum hætti vegna lakari afkomu fyr- irtækja á landsbyggð- inni sem eru í eigu höf- uðborgarbúa eða sem höfuðborgarbúar vinna hjá. Það gerði það með óbeinum hætti vegna lakari afkomu fyr- irtækja sem höf- uðborgarbúar þjón- usta. Þetta má taka saman með því að segja að með hverri mínútu sem það er styttra að aka á milli einstakra svæða á landsbyggðinni og höf- uðborgarsvæðisins stækkar mark- aður höfuðborgarsvæðisins. Þetta á einkum við vinnu-, vöru- og þjón- ustumarkað höfuðborgarsvæðisins. Því má segja að höfuðborgarbúar hagnist töluvert á samgöngubótum utan höfuðborgarsvæðisins og koma því höfuðborgarbúum við. Lands- byggðin hagnast líka á samgöngu- bótum á höfuðborgarsvæðinu. Ef menn vilja gera það upp hversu mikið kom í hlut hvers svæðis þarf að rekja það með fyrrgreindum hætti, það er nefnilega ekki nóg að finna staðsetningu vegabótarinnar. Af þessum sökum finnst mér þessi umræða um landfræðilega ráðstöfun opinbers fjármagns á þessum nótum of afmörkuð. Hún er líka of afmörkuð vegna þess að hún snýst um einn málaflokk hins op- inbera. Hvers vegna er ekki litið til þeirra allra og spilin lögð á borðið eins og undirritaður hefur gert til- raun til. Rannsóknina um svæðisbundin áhrif Hvalfjarðarganganna má finna í heild sinni á heimasíðu SSV þróun og ráðgjöf. (http://www.ssv.is) Vegakerfi einstakra landshluta snerta lífskjör allra landsmanna Vífill Karlsson fjallar um vegaframkvæmdir ’Vanbúið samgöngu-kerfi á landsbyggðinni myndi draga úr stað- bundnum hagvexti á höfuðborgarsvæðinu með ýmsum hætti. ‘ Vífill Karlsson Höfundur er dósent við Viðskipta- háskólann á Bifröst og ráðgjafi hjá SSV þróun & ráðgjöf. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.