Morgunblaðið - 06.05.2005, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jón Baldur Krist-insson fæddist í
Reykjavík 15. júlí
1923. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Víðihlíð í Grindavík
28. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ragnhildur Stefáns-
dóttir, f. 4.6. 1896, d.
3.3. 1975, og Guð-
mundur Kristinn
Jónsson, f. 2.3. 1896,
d. 29.5. 1964. Systkini
Jóns eru Óli Vilhjálm-
ur, f. 20.1. 1920, d.
1.3. 1937, Loftur
Hlöðver, f. 8.1. 1925, d. 30.12.
1935, Sesselja, f. 2.1. 1928, og
Stefán Jóhann, f. 14.5. 1933.
Jón kvæntist 8. júní 1946 Hall-
dóru Kristínu Björnsdóttur, f.
11.9. 1920. Foreldrar hennar
voru Halldóra Kristín Helga-
dóttir, f. 20.11. 1888, d. 22.12.
1920, og Björn Guðlaugsson, f.
18.1. 1876, d. 18.2. 1943. Fóstur-
foreldrar Halldóru voru Krist-
ján Helgason, f. 23.5. 1880, d.
1940, og Ásta Margrét Ólafs-
dóttir, f. 9.8. 1878, d. 1962. Börn
Jóns og Halldóru eru: 1) Loftur
Hlöðver, f. 1.10. 1946, hann á
fjögur börn og tvö barnabörn. 2)
Kristján Már, f. 2.12. 1948. 3)
Ragnhildur, f. 28.4. 1952, gift
Kristmundi Árnasyni, þau eiga
fimm börn og tíu barnabörn. 4)
Ásta Margrét, f. 6.7. 1953, gift
Sigurði H. Jónssyni, þau eiga
fjögur börn og þrjú barnabörn.
5) Dóra Birna, f. 23.2. 1956, gift
Hermanni Waldorff, þau eiga
tvo syni.
Jón lærði húsa-
smíði á árunum
1943–1947 og lauk
sveinsprófi frá
Iðnskólanum í
Reykjavík 1948.
Sem unglingur
vann hann al-
menna verka-
mannavinnu og
var fjögur sumur
á síld.
Jón og Halldóra
áttu fyrstu árin
heima í Reykjavík
og Kópavogi en
1949 fluttu þau á
Selfoss og bjuggu þar til 1964.
Þá fluttu þau til Keflavíkur og
bjuggu lengst af á Nónvörðu 2.
Jón vann við húsasmíðar til
ársins 1976, en þá gerðist hann
mælingafulltrúi hjá Iðnsveina-
félagi Suðurnesja og var þar til
ársins 1995.
Hann var formaður F.U.F. í
Árnessýslu 1950–1953; formað-
ur Félags byggingariðnaðar-
manna í Árnessýslu 1959–1960;
formaður Trésmiðafélags Suð-
urnesja 1969–1972; formaður
Meistarafélags byggingamanna
á Suðurnesjum frá stofnun 1971
til 1976. Hann sat í stjórn Fram-
sóknarfélags Keflavíkur 1969–
1971, var í stjórn Sálarrann-
sóknafélags Suðurnesja í níu ár,
þar af formaður í fimm ár.
Þá starfaði Jón einnig mikið
með eldri borgurum og var far-
arstjóri í nokkrum ferða þeirra.
Jón Baldur verður jarðsung-
inn frá Keflavíkurkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd hjarta síns
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og skarð þeirra verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orðið sem best lýsir þér.
(Teri Fernandez.)
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Eiginkona og börn.
Elsku afi og langafi, þinn tími er
liðinn hjá okkur, og ég veit að þú
varst tilbúinn að kveðja þennan
heim eftir erfið veikindi. En alltaf
er erfitt að kveðja. Þú varst alltaf
svo hress. Þegar ég og stelpurnar
heimsóttum þig fyrir nokkru varstu
svo hress og gerðir óspart grín. Það
var alltaf svo gott að vera hjá ykkur
ömmu á Nónvörðu þar sem maður
eyddi mörgum stundum á yngri ár-
um. Og seinna langafabörnin sem
kíktu í kaffi því alltaf var nú gott að
gæða sér á kleinum og jólaköku.
Elsku afi, þú varst okkur svo
mikils virði. Við þökkum fyrir allar
góðu stundirnar og kveðjum með
söknuði.
Kveðja.
Helga, Gunnlaugur,
Ragnhildur, Unnur Ósk
og Borghildur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Við kveðjum þig með söknuði,
elsku afi.
Eyrún Jana
og Elfa Sif.
Jæja, gamli, nú þegar leiðir skilja
um sinn koma margar góðar minn-
ingar upp í huga okkar bræðra. Þú
varst alltaf svo hnyttinn og snöggur
í tilsvörum og kunnir vel að meta
slíkt hið sama frá öðrum, eins og
þegar fjögurra ára snáði sagði við
þig: „Afi, gruglaðu þér út,“ þegar
þú varst að kveðja okkur fjölskyld-
una eftir heimsókn. Þar sem annar
okkar var frekar röskur heyrðust
oft setningar eins og: „Settu hend-
urnar í vasana,“ og „Hvar er lykill-
inn að baðherberginu?“ Alltaf voru
þessar setningar þó vel meintar þó
að mikill fyrirgangur væri í pilti.
Þær voru ófáar næturnar sem við
gistum hjá ykkur ömmu og þótti
það alltaf spennandi, einkum vegna
þess að við fengum að horfa lengur
á sjónvarpið.
Það lýsir þér einstaklega vel, að
þegar við bræðurnir tilkynntum að
við ætluðum í Lögregluskólann
sagðir þú einfaldlega: „Hva, þarf að
fara í skóla til að læra það?“ Þú lást
aldrei á skoðunum þínum og áttir
auðvelt með að gera fólk kjaftstopp
og slá það út af laginu í góðum sam-
ræðum.
Við kveðjum þig með söknuði, en
nú ertu frjáls og ekkert sem hamlar
þér lengur. Þín verður sárt saknað,
ekki aðeins af fjölskyldunni heldur
einnig af allmörgum samferðamönn-
um sem þú hittir á lífsleiðinni. Þú
varst mikil félagsvera og starfaðir í
hinum ýmsu félögum. Það er gaman
að hitta marga af þínum samferða-
mönnum sem enn hæla þér í há-
stert. Það eru ekki allir sem geta
tekið svo gott veganesti með sér á
næsta stað, en þetta lýsir þér svo
vel, elsku afi.
Jón Halldór
og Bjarki Freyr.
Jón var afi minn í föðurætt. Mér
þótti alveg óskaplega vænt um
hann, þótt ég kæmi ekki oft í heim-
sókn, því hann var í Keflavík og ég
svo upptekin í Reykjavík. Ég sakn-
aði oft ömmu minnar og afa þar, en
eins og ég sagði var ég mjög upp-
tekin og þótti mér það mjög leið-
inlegt. Afi var mjög góður maður og
mér fannst svo afalegt (ef það er
eitthvað til sem heitir afalegt) þegar
ég sá hann fara á svalirnar og
reykja vindil með tengdasonum sín-
um og pabba mínum. Ég hreinlega
elskaði þegar ég kom til afa og
ömmu, þá varð ég að fara út á sval-
irnar, og ég elskaði að leika mér þar
með frændsystkinum mínum og
bróður mínum, Nonna. Það var svo
gott að komast til Keflavíkur, til
ömmu og afa. Afi minn hafði mikinn
áhuga á félagsmálum og skák og
kenndi meðal annars pabba mínum,
Lofti Hlöðveri Jónssyni, manngang-
inn. Svo hafði hann mikinn áhuga á
ferðalögum, og gaman fannst þeim
hjónum að landafræði. Mér þótti af-
skaplega vænt um hann afa minn og
ég vona að honum líði vel í himna-
ríki.
Þín sonardóttir
Sigríður Halldóra
Loftsdóttir Löve.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Þínar langafastelpur
Ásta Sóllilja og
Birgitta Rós.
JÓN B.
KRISTINSSON
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma,
HELGA FRIÐRIKA STÍGSDÓTTIR,
Hlíf 1,
Ísafirði,
lést laugardaginn 30. apríl.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
7. maí kl. 14.00.
Rannveig Ragúelsdóttir, Amed Hajo,
Hallfríður Ragúelsdóttir,
Stefán Hagalín Ragúelsson, Berglind Árnadóttir,
Jóna R. Ragúelsdóttir, Ciwan Haco
og barnabörn.
Ástkær sonur minn, faðir okkar, bróðir og
mágur
JOCHUM MAGNÚSSON
lést á Almenna sjúkrahúsinu í Malmö, Svíþjóð,
sunnudaginn 1. maí.
Júlía Jónsdóttir,
Sigríður Karen Jochumsdóttir,
Marís Þór Jochumsson,
Jóhanna Júlía Jochumsdóttir,
Margrét Rósa Jochumsdóttir,
Þorvaldur Jakob Jochumsson,
Guðrún Þóra Magnúsdóttir, Sigurður Gizurarson,
Sigrún Magnúsdóttir, Stefán Brynjólfsson,
Valgerður Magnúsdóttir, Sölvi Ragnarsson,
Sigurður Friðrik Magnússon, Hafdís H. Bárudóttir,
tengdabörn og barnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa-
langafi,
HARALDUR EGGERTSSON
rafverktaki,
lést sunnudaginn 24. apríl á Dvalarheimilinu
Fellaskjóli, Grundarfirði. Bálför hans hefur farið
fram í kyrrþey.
Dóra Haraldsdóttir, Móses G. Geirmundsson,
Jónas Haraldsson, Guðný Jónasdóttir,
Lilja Mósesdóttir, Ívar Jónsson,
Hildur Mósesdóttir, Aðalsteinn Gunnarsson,
Ásta Mósesdóttir, Páll Hermannsson,
Dögg Mósesdóttir,
Valgerður Jónasdóttir,
Jónas Þór Jónasson, Kristín Huld Þorvaldsdóttir,
barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, tengdaföður, afa og langafa,
JÖRUNDAR KRISTINSSONAR
skipstjór]ai,
Foldasmára 11,
Kópavogi,
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á
krabbameinsdeild 11E, LSH Hringbraut og á líknardeild LSH Kópavogi
fyrir mjög góða umönnun og mikinn hlýhug.
Auður Waagfjörd Jónsdóttir,
Kristinn Jörundsson, Steinunn Helgadóttir,
Kristín Bára Jörundsdóttir, Eiríkur Mikkaelsson,
Jón Sævar Jörundsson, Rita Sigurgarðsdóttir,
Alda Guðrún Jörundsdóttir, Jóhann G. Hlöðversson,
Anna Sigríður Jörundsdóttir, Bjarni Kr. Jóhannsson,
Jörundur Jörundsson, Áslaug Hreiðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur minn og bróðir okkar,
AÐALSTEINN JANUS SVEINJÓNSSON
Sólheimum 25,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut
miðvikudaginn 4. maí. Jarðarför tilkynnt síðar.
Kolbrún Aðalsteinsdóttir,
Brynjar Örn Sveinjónsson,
Aníta Rut Harðardóttir,
og aðrir aðstandendur.
Ég var skírð í höf-
uðið á frænku minni og
við vorum næstum al-
nöfnur, báðar Björns-
dætur. Þetta olli stund-
um misskilningi þegar
amma mín var að kalla
á aðra okkar því báðar sinntum við
kalli á Önnu. Ég fékk því við-
urnefnið„litla“ og vorum við að-
greindar þannig, Anna og Anna
litla. Við Anna frænka urðum
snemma góðar vinkonur. Hún var
léttlynd og hafði gaman af okkur
systkinunum. Ég man eftir ófáum
skiptunum þegar ég var yngri sem
við lékum okkur saman með
dúkkulísur, spiluðum Svarta-Pétur
ANNA SIGRÍÐUR
BJÖRNSDÓTTIR
✝ Anna SigríðurBjörnsdóttir fædd-
ist á Ytri-Másstöðum í
Skíðadal 14. janúar
1919. Hún lést í Hlíð á
Akureyri 17. apríl síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá Akur-
eyrarkirkju 3. maí.
eða byggðum okkur
spilaborgir. Hún
hafði alltaf tíma fyr-
ir litlu nöfnu sína og
á meðan fjölskylda
mín fór að sinna
hestum var ég í
pössun hjá henni.
Þegar ég var yngri
lék ég á fiðlu og
höfðu þær systurnar
Anna frænka og
amma mín mjög
gaman af því að
hlusta á mig spila.
Ég man eftir því að
einu sinni var Anna
frænka að útskýra fyrir mér hvað
nafnið okkar þýddi, Anna merkir
náð, sagði hún mér. Mér tókst að
misheyra það og fannst það skrýt-
ið að Anna þýddi nál, þá hlyti ég
að verða góð að sauma að minnsta
kosti. Saman eigum við margar
sæluminningar sem ég geymi í
brjósti mér, Guð blessi hana
frænku mína.
Þorgerður Anna.