Morgunblaðið - 14.06.2005, Síða 21

Morgunblaðið - 14.06.2005, Síða 21
að síður þessi flöskuháls sem hindrar okkur verulega í starfseminni“. Til bráðabirgða í þrjátíu ár Aðspurður um hvar ástandið sé verst hvað varðar þrengsli og að- stöðu þá segir Ingólfur ástandið víða slæmt en sennilega séu rannsóknar- stofur sjúkrahússins og Blóðbankinn verst settar. „Rannsóknarstofurnar eru í hús- næði við Hringbraut, sem er illa farið. Þar áttu þær að vera til bráðabirgða en það eru eflaust ein 25–30 ár liðin síðan. Þá eru rannsóknarstofurnar dreifðar, við erum t.d. með lélegt hús- næði í Ármúla undir hluta þeirra.“ Af fleiri einingum spítalans sem búa við slæmar aðstæður nefnir Ingólfur slysa- og bráðadeildina í Fossvogi. Húsnæðið var tekið í notkun fyrir u.þ.b. 25 árum og hef- ur þjónað vel tilgangi sínum. Að- staðan leyfir hins vegar ekki lengur það mikla álag sem þar er og sam- rýmist ekki nútímakröfum. Lengi hefur staðið til að endurnýja hús- næðið en ekki hafa fengist til þess fjármunir. „Ef allt gengur eftir mun það taka um átta ár héðan í frá að koma slysa- deildinni fyrir í nýju húsi,“ segir Ing- ólfur. „Það er of langur tími til að bíða með lagfæringar á húsnæðinu. Það er orðið of lítið, er óhentugt og mjög þreytt.“ Þá hefur spítalinn óskað eftir því að fá fjárveitingar til að bæta að- stöðu barna- og unglingageðdeildar, BUGL, við Dalbraut með viðbygg- ingu. Það bíður ákvörðunar heil- brigðisráðuneytis og Alþingis. Til lengri tíma litið eru þó áform um að flytja BUGL inn á lóðina við Hring- braut þar sem hún verður í nánum tengslum við Barnaspítalann. Það er þó aftarlega í forgangsröðinni. Búast má við að flutningurinn verði ekki fyrr en eftir 10–15 ár. Húsnæðið við Dagbraut verður þá selt. Ingólfur segir að nú sé að bíða og sjá hvernig hönnuðir sem taka þátt í samkeppni um skipulag Landspít- alalóðarinnar sjá heildarskipulagið fyrir sér. Niðurstaða samkeppninn- ar liggur fyrir í haust. Þá getur spít- alinn ákveðið hvernig best verði staðið að því að flytja starfsemi rannsóknarstofa og Blóðbanka sam- an í nýtt húsnæði og tengja þá starf- semi Lífvísindasetri. Það sama á við um starfsemi BUGL. „Framkvæmastjórnin hefur lagt áherslu á það að húsnæði fyrir rann- sóknarstofur verði mjög framarlega í röðinni, verði byggt samhliða bráða- og slysahlutanum,“ segir Ing- ólfur. „En fyrr rís húsið ekki. Menn verða að hafa þolinmæði þangað til.“ Of lítil hús fyrir tölvur Aðstaða starfsfólks er líka víða mjög bágborin á LSH. Mikil breyt- ing hefur orðið á vinnulagi heilbrigð- isstarfsfólks t.d. hvað varðar vinnu við tölvur síðustu ár. En vakther- bergi á sjúkradeildum voru ekki hönnuð með þetta í huga. Á mörgum stöðum er erfitt eða jafnvel ómögu- legt að koma fyrir tölvum og margir starfsmenn þurfa að vera saman á litlum skrifstofum. Með aukinni dreifstýringu á spítalanum eiga launafulltrúar að fá aðstöðu á deild- unum, en mjög erfitt er að koma því við. Sérstaklega er aðstaðan slæm hvað þetta varðar við Hringbraut. Á litlum skrifstofum hafa oft þrír starfsmenn aðstöðu og aðstaða starfsfólks inni á deildunum sjálfum er einnig þröng og óhentug. „Stundum er sama svæðið notað sem afdrep fyrir aðstandendur, skrifstofurými fyrir starfsfólk og kaffiaðstaða fyrir það,“ segir Lilja Stefánsdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar á skurðlækningasviði, sem fór með blaðamann Morgunblaðsins í skoð- unarferð um skurðsvið sjúkrahúss- ins. „Það er umhugsunarvert fyrir okkur stjórnendurnar hversu mikil áhrif þetta hefur á starfsánægju og kulnun fólks í starfi. Það er álag að komast aldrei frá þessum mikla erli sem er á sjúkradeildunum,“ segir Lilja. Þá er aðstaða fyrir aðstandendur sjúklinga ekki upp á marga fiska nema á nýja Barnaspítalanum þar sem hún er til fyrirmyndar. Á gjör- gæsludeildinni í Fossvogi er einnig ágæt aðstaða fyrir aðstandendur svo dæmi sé tekið. Í rúmgóðu herbergi er hægt að hita mat, hvílast eða horfa á sjónvarpið. Þá bendir Jóhannes M. Gunnars- son lækningaforstjóri á að aðstaða fyrir aðstandendur sjúklinga á fjöl- býlisstofum sé yfir höfuð „hörmu- leg“ og alls ekki í anda þess sem nú- tímamaðurinn krefjist. Kemur niður á kennslu Aðstaða fyrir stúdenta er einnig ófullnægjandi á sjúkrahúsinu. Krist- ján Erlendsson, framkvæmdastjóri kennslu-, vísinda- og þróunar á LSH, segir að klíníski hluti lækna- námsins, þ.e. nám sem felst í því að meðhöndla sjúklinga, gangi „þokka- lega“ við núverandi aðstæður. „En það verður að segjast eins og er að það er engin sérhönnuð aðstaða til þess inni á spítalanum. Læknanem- arnir fá að vera með, þeir sem eru ákafastir fá meira út úr því en aðrir. Því má ekki gleyma að á spítalanum eru einnig við nám hjúkrunarfræð- ingar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og fleiri. Það er ekki auðvelt að koma kennslunni fyrir á litlum sjúkrastofum þar sem jafnvel þrír sjúklingar liggja inni í einu.“ Hann segir ekki hægt að neita því að aðstöðuleysið komi niður á kennslu og rannsóknum á sjúkra- húsinu. „Hvað það gerir það mikið er svolítið erfitt að segja til um. Við er- um með gott kennslulið og góða stúdenta. Þannig að læknanemar, sem koma út úr læknadeildinni hér, eru vel menntaðir. Hjúkrunarfræðin hjá okkur er á háskólastigi sem er ekki víða. Þannig að við stöndum okkur ágætlega í að mennta þetta fólk en við ekkert alltof góðar að- stæður.“ Öll aðstaða fyrir starfsmenn og stúdenta verður mun betri í nýjum spítala en þar til hann verður tilbú- inn er nánast ógerlegt að bæta að- stöðuna fyrir þessa hópa á LSH svo einhverju nemi þar sem vandamálið skapast af þrengslum sem eru við- varandi, að sögn Ingólfs. „Við getum reynt að bæta aðstöð- una í því húsnæði sem við höfum og við höfum gert það. Við byggðum til dæmis ofan á álmu í Fossvogi og fengum þá skrifstofuaðstöðu fyrir tugi manna. En það eru engin áform um byggingar við Hringbrautina fyrr en við sjáum heildarskipulagið fyrir sjúkrahúslóðina í haust.“ Ingólfur telur enga hættu á því að dregið verði úr viðhaldi á sjúkrahús- inu nú þegar nýr spítali er í sjónmáli. Viðhald sé í raun alltof lítið í dag og því af litlu að taka í þeim efnum. Á síðasta ári var fjárveiting til við- haldsframkvæmda 247 milljónir króna og því til viðbótar komu ýmis framlög að upphæð 87 mkr., stærst þeirra var 70 mkr. framlag heilbrigð- isráðuneytisins til flutnings fíkni- meðferðar inn á Hringbrautarlóðina. Af þessari upphæð var varið ríflega 150 mkr. til viðbyggingar við G-álmu í Fossvogi en þar var sett upp nýtt segulómtæki. Þá mun hluti af þeirri viðbyggingu nýtast slysa- og bráða- deild þegar hún verður endurbyggð. Ingólfur bendir á að þegar verið er að tala um viðhald húsnæðis LSH sé ekki eingöngu átt við utanhúsvið- hald. Slíkt sé í raun aðeins lítið brot af því viðhaldi sem húsnæði LSH þarfnist og var til þess varið um 13 milljónum í fyrra. Stærstur hlutinn er til kominn vegna aðlögunar á hús- næði samfara breytingum á starf- semi, t.d. tæknibreytingum. Húsnæðið mótar starfsemina „Þar verður aldrei hægt að láta staðar numið,“ segir Ingólfur um viðhald húsnæðisins. „Starfsemin verður að fá að þróast eðlilega.“ En hefur þróunin verið eðlileg, má spyrja, þegar húsakostur er þröngur og aðstaða víða slæm? „Við höfum viljað að starfsmenn losuðu sig svolítið úr viðjum húsnæð- isins við undirbúning að byggingu nýs spítala því við óttumst að við séum orðin svolítið samdauna að- stæðunum hérna,“ svarar Ingólfur. „Við þurfum að fjarlægjast húsnæð- ið eins og það er í dag til að sjá fyrir okkur hvernig þetta ætti að vera. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 21 Frá því sjúkrahúsin í Reykjavík voru sameinuð í Landspítala-háskólasjúkrahús (LSH) hafa 37 klín- ískar deildir verið fluttar milli eða innan húsa og 15 stoðdeildir, t.d. launadeild, eldhús og bóka- safn. Frá sameiningu hafa 12.185 fermetrar af nýju húsnæði verið teknir í notkun og munar þar mestu um Barnaspítala Hringsins og skrifstofu- húsnæðið Eiríksstaði. Þá var byggt við G-álmu í Fossvogi og skjalasafn tekið í notkun í Vest- urhlíð. Á móti hefur rúmlega 17 þúsund fermetra hús- næði verið lokað og munar þar mestu um Vífils- staði sem spítalinn seldi árið 2003. Þá var hluta húsnæðis LSH í Kópavogi lokað sem og Arn- arholti og Gunnarsholti, þar sem áður var þjón- usta við geðsjúka. LSH hefur því frá árinu 2000 minnkað við sig húsnæði um rúmlega 5.000 fermetra. Í tengslum við flutninga deilda milli og innan húsa hefur mikið verið gert upp, t.d. sjö skurð- stofur og 10 stofur er tilheyra myndgreiningu og geislameðferð. Þá hafa tólf legudeildir verið gerðar upp en þær eru samtals 5.220 fermetrar. Sjö göngudeild- ir sem eru um 2.850 fermetrar að stærð hafa ver- ið gerðar upp. Breytingar og bætur á húsnæði LSH Heilbrigðisráðherra telur æskilegt að hagnaður af hugsanlegri sölu eigna spítalans, t.d. Arnarholts og Vífilsstaðalóðarinnar, verði not- aður til uppbyggingar á LSH. „Reglan er sú að þegar eignir eru seldar rennur andvirðið í rík- issjóð. En ég get ekki leynt því að eins og aðstæður eru á spítalanum tel ég æskilegt að sala eigna sem tengjast honum renni til nýrra fjárfestinga á spít- alanum,“ segir Jón Kristjánsson. Hann segir stefnt að því að halda þeirri fram- kvæmdaáætlun sem sett var fram í skýrslu nefndar um uppbyggingu LSH sem kom út á síðasta ári en þar kemur fram að bygging sjúkrahússins geti hafist á árabilinu 2008-2010. Jón segir ekki möguleika á að flýta framkvæmdunum. Undirbúa þurfi verkefnið af kostgæfni. Verið sé að byggja upp spítala til næstu áratuga. „Þetta er mjög flókin framkvæmd sem við þurfum að vanda til í alla staði.“ Í október verða úrslit í samkeppni um skipulag lóð- ar Landspítalans við Hringbraut tilkynnt. Sjö hönn- unarhópar voru valdir til þátttöku. Að sögn heilbrigð- isráðherra verður væntanlega farið í aðra samkeppni í kjölfarið um hönnun sjúkrahúsbygginganna og nán- ari útfærslu á skipulagi lóðarinnar. Ekki mögulegt að flýta framkvæmdum 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.