Morgunblaðið - 14.06.2005, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
N iðurskurður í ræstingum áLSH hefur m.a. valdið því aðerfiðara er að ráða viðákveðnar sýkingar innan
spítalans en áður. Stöðugur niður-
skurður hefur verið í ræstingum á
LSH undanfarin ár til að lækka
rekstrarútgjöld. Á sama tíma eykst
mikilvægi góðra þrifa og réttra vinnu-
bragða þeirra sem við þau starfa. Þótt
sýkingavarnir hafi verið bættar þarf
engu að síður að auka þrif og ræst-
ingar á LSH. Fyrirkomulag húsnæðis
spítalans og gamlar byggingar auka á
þennan vanda. Mikilvægt er að fá
fjármuni til að mæta vandanum við
núverandi aðstæður að mati stjórn-
arnefndar sjúkrahússins sem fjallaði
um málið í vetur.
Starfsmönnum í ræstingu hefur
fækkað og eru tvær ástæður fyrir því.
Í fyrsta lagi var hluti af ræstingu
fluttur í verktakastarfsemi með út-
boðum og eru nú um 35% af húsnæði
spítalans ræst af verktökum. Í öðru
lagi ákvað framkvæmdastjórn að
skera niður í ræstingum um 40 millj-
ónir króna um áramótin 2003-2004
þegar spítalinn stóð frammi fyrir mik-
illi hagræðingarkröfu.
Sýkingavarnir eru eitt helsta verk-
efni sjúkrahúsa nútímans. Margir
þættir hafa áhrif á aukna útbreiðslu
þeirra, s.s. húsnæði spítalanna, aldur
sjúklinganna og ónæmi örvera fyrir
algengustu lyfjunum.
Allir á tánum
Nokkrir faraldrar vegna sýkinga
hafa komið upp á LSH á undanförn-
um árum. Ólafur Guðlaugsson, yfir-
læknir sýkingavarnadeildar LSH,
segir Íslendinga þó í óvenjulegri
stöðu hvað varðar ýmsar spítalasýk-
ingar. Sýkingar sem sjúkrahús er-
lendis hafa misst tökin á hafa ekki enn
náð fótfestu hér. „En við þurfum sí-
fellt að vera á tánum hvað þetta varð-
ar,“ segir hann. Mikið er lagt upp úr
eftirliti og skráningu sýkinga á LSH
og í undirbúningi er enn ítarlegri
skráning sýkinga á öllum spítalanum.
Stöðugt er unnið að leiðbeiningum um
sýkingavarnir fyrir starfsfólk og var
sérstakt átak gert í þeim efnum á síð-
asta ári.
Þegar talað er um spítalasýkingar
er átt við sýkingar sem einstaklingur
fær á spítalanum. Ástæðan fyrir al-
gengi spítalasýkinga er að inni á
sjúkrahúsum er sérstakt umhverfi.
Þar koma margir saman og mikil
snerting á sér stað. Margir eru þar
með opin sár og mikil notkun sýkla-
lyfja kallar á þróun baktería. Þá eru á
sjúkrahúsum margir ónæmisbældir
einstaklingar sem eru næmir fyrir
sýkingum. Erlendar rannsóknir hafa
bent til að um 7-10% allra sjúklinga
sem leggjast inn á spítala fái spítala-
sýkingu. Afleiðingar þess geta verið
misjafnar en þær geta valdið varan-
legum skaða og jafnvel kostað fólk líf-
ið. Bakteríur og veirur sem valda sýk-
ingum geta borist manna á milli með
snertingu en einnig með lofti eða
vatni.
Á LSH hafa komið upp faraldrar
vegna Nóróveira, MÓSA og inflú-
ensu. Vitað er að tveir sjúklingar hafa
látist úr legionellu (hermannaveiki)
sl. þrjú ár. Nóróveiran sem veldur
meltingarfærasýkingum er einnig
skæð. Faraldrar af Nóróveirum koma
upp úti í samfélaginu, og eldri ein-
staklingar hafa orðið mikið veikir af
þeim og þurft að leggjast inn á
sjúkrahús vegna þessa. Þegar þangað
er komið skortir oft verulega á ein-
angrunaraðstöðu sem gerir baráttu
við frekari útbreiðslu á sjúkrahúsinu
erfiða. Í rannsókn sem gerð hefur
verið á LSH kemur fram að 10% sjúk-
linga sem fengu nórósýkingu létust af
völdum hennar. Inflúensan veldur ár-
legum faraldri. Dánartíðni, sérstak-
lega hjá öldruðum og þeim sem veikir
eru fyrir, er há.
MÓSAr sjaldgæfir hér
Talsvert hefur borið á MÓSA-sýk-
ingum á LSH og hefur verið glímt við
þrjá faraldra undanfarin ár. Bakterí-
urnar, sem saman eru kallaðar MÓS-
Ar, smitast með snertingu og geta
valdið alvarlegum sýkingum. MÓSA
getur tekið sér bólfestu í nefi manna
og á húð án þess að valda þar ein-
kennum. Bakterían getur hins vegar
valdið sýkingum ef hún kemst í sár,
blóð eða aðra vefi.
Greinst hafa fimmtán MÓSA-til-
felli á Íslandi það sem af er þessu ári
en aðeins þrír hafa sýkst. Enginn hef-
ur sýkst inni á sjálfu sjúkrahúsinu.
Algengast er að fólk beri bakteríurn-
ar hingað til Íslands eftir að hafa legið
á sjúkrahúsum erlendis. Ólafur segir
Ísland í einstakri aðstöðu í heiminum
hvað varðar MÓSA-tilfelli. Bæði í
Evrópu og Bandaríkjunum hafa mörg
sjúkrahús misst tökin á útbreiðslunni.
Ástandið er allt annað og betra hér á
landi og vekur það mikla athygli er-
lendis. „Af einhverjum ástæðum sem
ekki er vitað hverjar eru voru MÓSAr
nær óþekktir á Íslandi fram til ársins
2000,“ segir Ólafur. Árið 2001 kom
hins vegar upp faraldur á Íslandi sem
átti uppruna sinn í útlöndum.
Til að hefta útbreiðslu MÓSA hefur
LSH tekið upp ákveðin vinnubrögð
sem m.a. fela í sér að allir sjúklingar
sem koma inn á sjúkrahúsið frá út-
löndum eru skimaðir fyrir bakterí-
unni. Þá er skimað eftir bakteríunni
hjá öllum þeim sem hafa verið í nánu
samneyti við þann sem sýktur er eða
ber bakteríuna. Ef einstaklingar
reynast jákvæðir er reynt að uppræta
bakteríuna. „Með þessum aðferðum
höfum við getað kveðið í kútinn þessa
faraldra sem hér hafa komið upp,“
segir Ólafur. Eitt helsta áhyggjuefnið
er að sumir stofnar af MÓSA eru
farnir að breiðast út utan sjúkrahúsa í
Bandaríkjunum og víðar en hingað til
hefur smit verið bundið við sjúkrahús.
Enginn hefur látist af völdum MÓSA
hér á landi.
Nóróveirur skæðar
Sýking í meltingarfærum af völd-
um nóróveirunnar hefur reynst skæð
hérlendis undanfarin ár og skortur á
einangrunaraðstöðu háir mjög bar-
áttu gegn henni. Sjö faraldrar af spít-
alasýkingum vegna nóróveira urðu á
níu deildum LSH á síðasta ári. Í þeim
veiktust 79 einstaklingar, bæði sjúk-
lingar og starfsmenn, en mun fleiri
voru með sýkingareinkenni. Veiran
veldur oft niðurgangi og uppköstum
með alvarlegum afleiðingum. Nóró-
veiran var enn skæðari í árslok 2002
en það ár kom fram nýr stofn af henni
sem var mjög smitandi, sérstaklega
inni á sjúkrahúsum. Í þeim faraldri
greindust 214 sjúklingar á LSH og
átta starfsmenn. Veiran smitast með
lofti og því gat sýktur sjúklingur sem
kom inn á LSH og var lagður á fjöl-
býli smitað marga mjög fljótt. Með
ýmsum aðgerðum, t.d. með því að
setja deildir tímabundið í einangrun,
tókst að ráða niðurlögum faraldr-
anna. Dæmi eru um það erlendis frá
að loka hafi þurft heilu sjúkrahúsun-
um vegna nórósýkinga.
Lítið hefur borið á nórósýkingum
undanfarna mánuði. Ólafur segir að
vissulega hafi bættar sýkingavarnir
haft mikið að segja en þó sé líklegra
að faraldsfræði veirunnar hafi breyst.
Ferðalög eru orðin mjög algeng og
fólk leitar mikið á heilbrigðisstofnanir
erlendis, og er útsett fyrir þeim bakt-
eríum og veirum sem þar finnast.
„Einmitt af þeim sökum er gríðarlega
mikilvægt að vera í alþjóðlegu sam-
starfi varðandi þessi mál,“ segir Ólaf-
ur.
Nánast daglega berast sýkinga-
varnadeild kvartanir yfir ræstingu á
LSH. Þegar MÓSA-sýkingar komu
upp á sjúkrahúsinu í byrjun árs
reyndust sýni, sem tekin voru á
sjúkrastofu þar sem sýktir sjúklingar
lágu, innihalda MÓSA eftir að sótt-
hreinsun hafði farið fram. Varð að
loka sjúkrastofunni tólf dögum lengur
en annars hefði þurft. Á meðan lágu
sjúklingar á göngum deildarinnar.
Vantar einangrunaraðstöðu
Sjö sérhæfð einangrunarherbergi
eru á LSH. Öll eru þau í Fossvogi.
Ólafur segir að þau þyrftu að vera
fleiri. „Sjúkrahúsin okkar eru gömul
og henta ekki nógu vel í þá starfsemi
sem fer fram á nútíma sjúkrahúsum.
Fjölbýlin eru barn síns tíma og þykja
afskaplega óheppileg í dag. Almennt
er aðstaðan síðri en hún ætti að vera.“
Einangrunarherbergin eru sér-
staklega útbúin. Hægt er að stilla loft-
þrýsting í sérstöku forherbergi á
þann veg að loftið streymi annað
hvort út eða inn í herbergið, eftir því
hvort verið er að verja sjúklinginn eða
umhverfið.
Á skurðstofunum er loftræstibún-
aður sem skiptir um loft á stofunum
tuttugu sinnum á mínútu. Það minnk-
ar verulega hættuna á sýkingum.
Nýtt sjúkrahús verður sérstaklega
hannað með sýkingavarnir í huga, t.d.
verða þar eingöngu einbýli fyrir sjúk-
linga, en þangað til eru mörg ár og
nauðsynlegt er að efla varnirnar í nú-
verandi húsnæði sem mest. „Það er
erfiðara að hemja sýkingar á sjúkra-
húsi þar sem eru stór fjölbýli,“ segir
Ólafur.
Ólafur segir marga samverkandi
þætti hafa áhrif á aukna tíðni spítala-
sýkinga í heiminum. Ein breytan sé
styttri legutími. Umsetning rúma á
sjúkrahúsum sé því miklu meiri en
áður. Þá hefur aukinn fjöldi aldraðra
áhrif. Sjúklingar inni á sjúkrahúsum
eru almennt veikari en áður því
tækniframfarir gera kleift að halda
lífi í fólki með erfiða sjúkdóma lengur.
Þetta fólk er oft með viðkvæm ónæm-
iskerfi og þar af leiðandi næmt fyrir
sýkingum. Einmitt af þessum sökum
eru sjúkrahús byggð á annan hátt í
dag en áður.
Niðurskurður í þrifum veldur
aukinni sýkingarhættu
’Sýkingavarnir eru eitt helsta verkefni sjúkrahúsa. Stöðugt er unnið að leið-beiningum um sýkingavarnir á LSH og var sérstakt átak gert á síðasta ári.‘
sunna@mbl.is
Hvers vegna deilt er um
stjórnskipulag Landspítalans
fimm árum eftir sameiningu.
Á morgun