Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 43 DAGBÓK Lyktarskynið. Norður ♠4 ♥D6 ♦108632 ♣ÁD742 Suður ♠ÁD109876 ♥854 ♦ÁK ♣6 Vestur Norður Austur Suður -- Pass Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur leggur af stað með hjartaás, fær kall frá makker sínum, og spilar hjarta áfram. Austur drepur á kónginn og skiptir yfir í smátt tromp. Hvernig myndi lesandinn spila? Það er augljóslega nauðsynlegt að svína í laufi, en spurningin er hvort svína eigi spaðadrottningu strax eða drepa á ás og reyna svo síðar að fella kóng eða gosa annan. Þetta er staða sem reynir á nefið. Spilarar með gott lyktarskyn reyna gjarnan að setja sig í spor andstæðing- anna. Prófum að setjast í sæti austurs: Myndi hann spila trompi frá KGx? Tæplega, því þá er meira freistandi að halda áfram með hjarta og neyða blindan til að trompa. Myndi austur spila trompi frá Kx? Varla, því af sömu ástæðu væri eðlilegt fyrir hann að halda áfram með hjartað. Sem sagt, austur er ekki líklegur til að trompa út frá kóng nema hann sé smátt þriðji. Og það gefur þeirri leið undir fótinn að drepa á spaðaás og reyna síðan að fella gosann annan ef laufsvíningin heppnast. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is HJÁ Vöku- Helgafelli er kom- ið út kvæðasafnið Dáið er alt án drauma og fleiri kvæði eftir Hall- dór Laxness. „Frá unglings- aldri orti Halldór Laxness kvæði af ýmsu tagi, angurvær og skrýtin, trega- full og harmþrungin, galgopaleg og fyndin. Öll eru þau minnisstæð og við mörg þeirra hafa verið samin vinsæl lög. Þessi bók er safn margra þekkt- ustu kvæða Halldórs og þeirra sem orðið hafa þjóðinni mest hjartfólgin,“ segir í kynningu útgefanda. Í bókinni eru 35 kvæði, flest í fullri lengd en fáein stytt. Kvæðin eru hér birt eins og Halldór gekk frá þeim í 5. útgáfu Kvæðakvers árið 1992. Þar gerði hann í eftirmála grein fyrir tilurð allra kvæðanna í kverinu og er þeim sem hér hafa verið valin til birtingar raðað í tímaröð eftir því hvenær þau voru frumort. Elsta kvæðið var ort 1918 en það yngsta er frá 1975. Bókin er 58 bls. Verð: 2.990 kr. Kvæði HJÁ Máli og menn- ingu er komin út bókin Hannes Pétursson: Ljóða- safn. „Hannes Pét- ursson er löngu viðurkenndur sem eitt helsta skáld 20. aldar. Allt frá því hann sendi frá sér Kvæðabók árið 1955, aðeins 23 ára að aldri, hefur þjóðin tekið skáldskap hans fagn- andi. Fá skáld yrkja af jafn miklum hagleik og öryggi, bæði undir hefð- bundnum háttum sem og í frjálsara formi, og bragleikni Hannesar helst í hendur við einstaka myndvísi. Hann- es yrkir um mannlegar tilfinningar í öllum sínum fjölbreytileika, en ekki síst eru það yrkisefni tengd náttúru og sögu Íslands sem hafa gert hann ástsælan með þjóðinni,“ segir í kynn- ingu útgefanda. Í þessari bók er að finna öll ljóð Hannesar auk Kvæðabókar, bæk- urnar Í sumardölum, Stund og staðir, Innlönd, Rímblöð, Óður um Ísland, Heimkynni við sjó, 36 ljóð og Eldhyl, en fyrir þá bók hlaut Hannes Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1993. Njörður P. Njarðvík ritar inngang um ljóð Hannesar. Bókin er 461 bls. Verð: 4.690. kr. Ljóð SÓLEY S. Bender ritstjóri íslenska kaflans í fjölþjóða alfræðiriti um kynlíf, The International Encyclo- pedia of Sexuality, hefur afhent Landsbókaverði, Sigrúnu Klöru Hannesdóttur, eintak af hinu veg- lega riti að gjöf til afnota á Þjóð- arbókhlöðu fyrir fagfólk, fræði- menn, nemendur og aðra sem áhuga hafa á efninu. Fjölþjóða alfræðirit um kynlíf, The International Encyclopedia of Sexuality, undir ritstjórn Roberts T. Francoeur og Raymonds J. Noonan kom fyrst út í New York í fjórum bindum á árunum 1997– 2001. Í hverju bindi fjalla sérfræð- ingar frá nokkrum löndum um við- horf til kynlífs, kynhegðun, kyn- hneigð, kynsjúkdóma, takmörkun barneigna, kynfræðslu, kynlífs- ráðgjöf og meðferð auk þess að greina frá rannsóknum um kynlíf og kynhegðun. Í fjórða bindi ritsins sem kom út árið 2001 var framlag frá sautján löndum og var Ísland eitt af þeim. Ritstjóri íslenska kafl- ans er Sóley S. Bender, dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís- lands. Jafnframt eru Sigrún Júl- íusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands, Þorvaldur Kristinsson, fyrr- verandi formaður Samtakanna ’78 og dr. Guðrún Jónsdóttir, fé- lagsráðgjafi, höfundar að efni í kafl- anum. Á árinu 2004 kom út heildstætt og endurbætt verk, The Continuum Complete International Encyclo- pedia of Sexuality, þeirra 60 landa sem höfðu skrifað kafla í fyrri bindi bókanna. Hægt er að skoða efni bókarinnar á slóðinni www.sexquest.com/ccies/ CCIESreviews.html. Þjóðarbókhlöðu afhent alfræðirit um kynlíf Þorvaldur Kristinsson, Sigrún Júlíusdóttir, Sigrún Klara Hannesdóttir og Sóley S. Bender við afhendingu ritsins í Þjóðarbókhlöðunni á dögunum. Við erum sérfræðingar í útimálningu Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík KÓPAL STEINTEX er frábær málning til notkunar á múr og steinsteypta fleti þar sem krafist er mikils veðrunarþols. KÓPAL STEINTEX er fáanleg í þúsundum lita. Hentar einkar vel til endurmálunar. KÓPAL STEINTEX Hörkutilboð 10 lítrar aðeins 5.990 kr. 4 litir, hvítt, marmarahvítt, hrímhvítt og antikhvítt Útimálning fyrir íslenskar aðstæður Nýtt útilitakort á næsta sölustað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.