Morgunblaðið - 14.06.2005, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 14.06.2005, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 49 ÁLFABAKKI AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANSýningatímar ÁLFABAKKI Sjóðheit og sláandi góð hrollvekja með hinni umdeildu djammstelpu, Paris Hilton, Elisha Cuthert úr Girl Next Door og 24 þáttunum og Chad Michael Murray úr One Tree Hill Þáttunum. Stranglega bönnuð innan 16 ára.  A LOT LIKE LOVE kl. 8 - 10 HOUSE OF WAX kl. 8 - 10 Halldóra - Blaðið Mr. and Mrs. Smith Kl. 8 og 10.15 Ice Princess Kl. 8 The Jacket Kl. 10 Debra Messing Dermot Mulroney i t l  Capone XFM  S.K. DV. ashton kutcher RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU amanda peet LEYFÐ ÖLLUM ALDURSHÓPUM Er þetta ást? Er þetta vinátta eða er þetta hvort tveggja. Þetta er mynd sem þú og þín þurfið að sjá.  DV  MBL CRASH kl. 10.30 B.i. 16 THE WEDDING DATE kl. 6-8 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 A LOT LIKE LOVE kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.30 HOUSE OF WAX kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.30 B.i. 16 HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.30 A LOT LIKE LOVE kl. 6 - 8.30 - 10.40 HOUSE OF WAX kl. 6 - 8.30- 10.40 B.i. 16 THE WEDDING DATE kl. 6  11.06. 2005 5 5 0 1 1 5 5 8 2 0 3 11 14 35 37 6 08.06. 2005 6 13 21 32 39 44 9 10 8 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4539-8618-0017-6940 4741-5200-0012-5404 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Í BLAÐI gærdagsins féll niður stjörnugjöf um plötu Bubba Morth- ens …í 6 skrefa fjar- lægð frá Paradís í dómi Arnars Eggerts Thoroddsen. Gagn- rýnandi gefur plöt- unni fjórar stjörnur af fimm og segir m.a. um hana: „Trú- badúrinn Bubbi fær að skína hér og hann sannar, enn og aftur, að í þeim geiranum er hann mikill meistari.“ LEIÐRÉTT Fær fjórar stjörnur NORSKU glysrokkararnir í Wig Wam eru væntanlegir hingað til lands til tónleikahalds 2. júlí næstkomandi. Fyrir þá sem ekki vita er hér um að ræða hljómsveitina sem keppti fyrir hönd Noregs í nýafstaðinni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og lenti þar í 9. sæti. Íslendingar virtust taka vel í tónlist nágrannaþjóð- arinnar en þjóðin gaf Wig Wam 12 stig, eða fullt hús, í keppninni. Lagið sem þeir fluttu í keppninni, „In My Dreams (Come On)“ hefur hljómað víða á öldum ljósvakans og því ættu landsmenn að vera nokkuð vel með á nótunum á tónleikunum sem fram fara á Gauki á Stöng laugardaginn 2. júlí næstkomandi. Tónlist | Norska rokksveitin Wig Wam með tónleika á Íslandi Þakka fyrir stigin tólf Miðasala á tónleika Wig Wam hefjast á miðvikudag á www.- concert.is og í síma 511-2255. Miðaverð er 1.900 krónur í forsölu. STELPURNAR í Destiny’s Child sögðu 16.000 tón- leikagestum í Barcelona um helgina að þær ætli að hætta í haust. Sögðu stelpurnar þetta rétta tímann til að leggja tríóið niður. Í tilkynningu sem þær sendu frá sér í gær kemur fram að þær ætli að einbeita sér að sóló- verkefnum. Síðustu tónleikar Destiny’s Child verða í Van- couver í Kanada 10. september næst- komandi. Destiny’s Child hafa selt yfir 50 milljón geisladiska frá því hljómsveitin komst fyrst á vinsældalista árið 1998. Tríóið hefur unnið til fjölda verðlauna. Þar á með- al hlutu þær Grammy verðlaun fyrir lagið „Say my name“ árið 2000 og sömu verðlaun fyrir lagið „Survivor“ ári síðar. Þær Beyoncé Knowles, Kelly Rowland og Michelle Willams sem mynda tríóið hafa allar unnið að sólóverkefnum samhliða Destiny’s Child. Af þeim hefur Beyoncé gengið best en hún hefur slegið í gegn beggja vegna Atlantsála fyrir tónlist sína og leik í kvik- myndum. Síðasti diskur Destiny’s Child kom út í lok síðasta árs. Hann hét Destiny’s Fulfilled. Diskurinn seldist í 2.7 milljónum eintaka og fór snarlega í fyrsta sæti bandaríska vin- sældarlistans. Tónlist | Stærsta stelpnasveitin Destiny’s Child hætt Ein vinsælasta stúlknasveit heims er að leggja upp laupana. Reuters KK-BANDIÐ er vaknað af dvala og ætlar að halda þrenna tónleika í vikunni, í Reykjavík og í Biskupstungum. Auk þess stendur meiri spilamennska til í sumar hjá fjórmenningunum en bandið er skipað þeim Kristjáni (KK) Kristjánssyni, Þorleifi Guðjónssyni og Kormáki Geir- harðssyni auk þess sem Þor- steinn (Steini) Einarsson úr hljómsveitinni Hjálmum bættist í hópinn á dögunum. KK-band hefur auk þess að undanförnu dvalist í stúdíói við upptökur á plötu sem áætlað er að komi út með haustinu. Það er því í nógu að snúast hjá KK en auk spilamennsku og upp- töku með bandinu lagði hann nýverið lokahönd á plötu með Magnúsi Eiríkssyni. Í samtali við Morgunblaðið sagði KK að plötunnar væri líklega að vænta seinnipart júnímánaðar. Hann sagði ekkert áformað um spilamennsku þeirra Magn- úsar í kjölfarið. „Það getur vel verið að við spilum eitthvað eft- ir að platan kemur út, það verð- ur bara að koma í ljós,“ segir KK. Á síðasta ári hóf KK jafn- framt að vinna að sólóplötu en vegna anna hefur hún ekki enn komið fyrir eyru almennings. „Platan hefur ekki farið neitt en ég veit ekki hvenær ég næ að klára hana,“ segir KK. „Það eru ýmis önnur verkefni sem ég er að sinna þessa dagana en það er mögulegt að hún komi út með haustinu þó það sé enn óvíst.“ Tónlist | KK-band ætlar að spila víða um land í sumar Steini úr Hjálmum í hópinn KK er með mörg járn í eldinum en það eru þrjár plötur væntanlegar frá honum. KK-Band leikur á eftirtöldum stöðum um helgina: 16. júní – Grandrokk á miðnætti, 17. júní – Arnarhóll í Reykjavík kl. 18.55., 18. júní – Úthlíð í Bisk- upstungum kl. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.