Morgunblaðið - 20.06.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 20.06.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 164. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Myndir í hálfa öld Sigurgeir Jónasson á orðið milljónir mynda úr Eyjum 10 Atvinna | Vorið nýtist til að mála úti  Góð nýting við Trölla- teig  Minnisblað kaupenda Íþróttir | Dagur hættir í landslið- inu  Campbell sigraði á opna bandaríska meistaramótinu VEL á annað þúsund manns minnt- ist þess á baráttufundi á Þingvöllum í gær að níutíu ár voru liðin frá því að konur, sem náð höfðu fertugsaldri öðluðust kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra sagði frá því á́ fundinum að hann hefði í gær undirritað bréf til allra fyrirtækja og stofnana í land- inu, með yfir 25 starfsmenn, þar sem hvatt er til launajafnréttis. Í bréfinu er jafnframt hvatt til þess að skoðað verði hvort hugsan- lega sé fyrir hendi óútskýrður kyn- bundinn launamunur. Með bréfinu fylgir veggspjald, sem ætlast er til að verði hengt upp á áberandi stöðum, þar sem spurt er: Skiptir skeggrótin máli? Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, sagði m.a. í ávarpi sínu að margt hefði áunnist í sögu kvenna síðastliðin níutíu ár. Minna hefði þó miðað en væntingar stóðu til. | Miðopna Morgunblaðið/Sverrir Baráttuhátíð á Þingvöllum ÞÝSKA landsliðið í knattspyrnu kvenna varð í gær Evrópumeistari þegar það vann Noreg, 3:1, í úrslitaleik á Ewood Park í Blackburn í Englandi. Þetta er fjórða Evrópumótið í röð þar sem þýska liðið stendur uppi sem sigurvegari en alls hafa Þjóðverjar hampað Evrópumeistaratitlinum sex sinnum síðan fyrst var keppt um hann. | Íþróttir Reuters Þjóðverjar fögnuðu sigri Reykingabann í Bretlandi? London. AFP. | Breska stjórnin hyggst setja lög um að banna reyk- ingar alfarið á opinberum stöðum, þ. á m. krám og veitingastöðum. Áð- ur hafði verið talið að krár þar sem ekki væri seldur matur yrðu undan- skildar. En niðurstaða Patriciu Hewitt heilbrigðisráðherra mun hafa orðið að auðveldara og ódýr- ara yrði að framfylgja lögunum án slíkra undanþágna. Að sögn blaðsins Observer verður skýrt frá tillögunni í dag en stjórn Tonys Blairs forsætisráðherra skýrði frá því í maí að kynnt yrðu fljótlega lög um reykingabann. Stjórnin hefur fylgst vel með lög- um um víðtækt reykingabann sem sett hafa verið á Írlandi og í Noregi. Þau voru í upphafi umdeild en kannanir hafa sýnt að þau njóta mikilla vinsælda, einkum á Írlandi. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hyggst beita sér af alefli fyrir því að Evrópusambandið afnemi nið- urgreiðslur og annan beinan stuðning við landbúnað í sambandinu fyrir árið 2010, að sögn breska dagblaðsins Guardian. Notar Blair m.a. þá rök- semd að Afríkuríki muni aldrei geta rifið sig upp úr fátæktarbaslinu nema þau geti selt matvæli og fleira á evr- ópskum mörkuðum sem ekki sé búið að loka að mestu með beinum og óbeinum styrkjum til innlendra fram- leiðenda eins og reyndin er nú. Ráðamenn átta helstu iðnríkja heims, G-8-hópsins, hafa samþykkt að auka fjárhagsaðstoð við Afríkulönd, einkum með því að fella niður skuldir þeirra. Breska stjórnin hefur lagt mikla áherslu á aðstoð við Afríku og vill Blair nú að ríkar þjóðir opni mark- aði sína. Leiðtogum ESB mistókst í liðinni viku að ná samkomulagi um fjárlög fyrir sambandið á tímabilinu 2007- 2013 og var styrkjakerfið í landbúnaði sambandsins, sem nefnt er CAP, einn af helstu ásteytingarsteinunum. Blair neitaði að sætta sig við að sérstakur afsláttur sem Bretar hafa fengið á greiðslum í sameiginlega sjóði ESB yrði lagður af og sagði að fyrst yrði að breyta styrkjakerfinu í landbúnaðin- um. Ákveðinn að nýta sér formennskuna Segja bresk blöð að ástæðan fyrir ósveigjanleika Blairs hafi verið að hann sé staðráðinn í að nýta sér for- mennsku Breta í ESB seinni helming ársins til að reka áróður fyrir kerf- isbreytingum. Blair vill að styrkja- kerfið verði stokkað algerlega upp en um 40% allra sameiginlegra útgjalda ESB fara til málaflokksins. Er nú um að ræða liðlega 30 milljarða evra ár- lega, nær 2.500 milljarða króna. Þar af renna 17 milljarðar evra til Frakka. Sir Digby Jones, formaður breska verslunarráðsins, er að sögn Guard- ian sammála stefnu ríkisstjórnarinn- ar. Hann segir það helbera hræsni að tala um fátækt í Afríku en tengja mál- ið ekki við landbúnaðarstyrkina. „Leiðin til að efla viðvarandi hagvöxt, styrkja heilsugæslu og menntun [í Afríku] er að Evrópuríkin leggi CAP á hilluna,“ sagði Jones. Vilja afnema landbúnaðar- styrki ESB Bretar segja styrkjakerfi Evrópu- sambandsins valda fátækt í Afríku AP Afrakstur landbúnaðarstyrkja ESB: Frönsk verðlaunakýr. Eftir Kristján Jónsson kjon@blm.is Beirút. AFP, AP. | Flest benti til þess í gærkvöldi að andstæðingar Sýrlend- inga í Líbanon hefðu unnið mikinn sigur í fjórðu og síðustu hrinu þing- kosninganna sem var í gær. Var talið að þeir hefðu tryggt sér meirihluta á þinginu í Beirút. Kosið var að þessu sinni um 28 sæti í norðanverðu land- inu. „Talningunni er næstum því lokið og tölurnar sýna að þjóðin hefur feng- ið vilja sínum framgengt. Hún hefur sagt að hún vilji breytingar og við hvetjum til breytinga,“ sagði Saad Hariri, sonur Rafiks Hariris, fyrrver- andi forsætisráðherra, er myrtur var fyrr á árinu. Bandalag undir forystu sonarins þurfti að fá 21 af sætunum 28 til að fá þingmeirihluta, 65 sæti, og virðist það hafa tekist. Helsti leiðtogi drúsa, Walid Jum- blatt, er í bandalagi við Hariri og sama er að segja um suma kristna leiðtoga. Öflugasti leiðtogi kristinna, Michel Aoun, hefur hins vegar gert bandalag við flokka sjía-múslíma sem njóta stuðnings Sýrlendinga og klerkastjórnarinnar í Íran. Bandalag Hariris sigraði Andstæðingar Sýrlendinga líklega með meirihluta á þingi Líbanons MARGIR ráku upp stór augu þegar þeir litu styttur bæjarins í gær því þær voru margar hverjar skrýddar bleikum borðum. Að sögn Rósu Er- lingsdóttur, verkefnisstjóra hátíða- haldanna á Þingvöllum í tilefni 19. júní, var það sannkallaður hulduher sem stóð á bak við uppátækið. „Þetta er hópur kvenna sem kallar sig The Pink Guerillas eða Bleiku skærulið- ana sem var á ferð um bæinn í dag- renningu. Við fengum fregnir af þessu austur á Þingvöll með bar- áttukveðjum.“ Spurð hvað hún telji Bleiku skæruliðunum ganga til seg- ist Rósa sannfærð um að verið sé að vísa til þess hversu hægt jafnréttis- baráttunni miði. Segir hún það m.a. endurspeglast í tilfinnanlegum skorti á styttum af merkum kven- skörungum Íslandssögunnar.Morgunblaðið/ÞÖK Hvar eru konurnar? Atvinna og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.