Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LOFTBÍLAR Á ÍSLANDI
Íslenska loftþrýstifélagið hefur
fengið vilyrði fyrir framleiðslu- og
söluleyfi á loftþrýstibílum á Norð-
urlöndunum og hugsanlega einnig
fyrir Eystrasaltslöndin. Telja for-
svarsmenn félagsins raunhæft að
hægt verði að selja á bilinu 200-300
bíla hér á landi eftir fimm ár. Loft-
bílarnir byggjast á gamalli tækni
sem hefur verið þróuð undanfarin 15
ár af frönskum verkfræðingi en
tæknin er umhverfisvæn og orkan er
ódýr.
Von á köldu sumri
Allar líkur eru á köldu sumri um
norðan- og austanvert landið, en
sagan sýnir að í kjölfar hafísvetrar
koma gjarnan köld sumur og þoku-
söm. Kuldann að undanförnu norð-
anlands má þannig að mestu leyti
rekja til hafíssins síðasta vetur úti
fyrir norðanverðum Vestfjörðum,
Norðurlandi og Norðausturlandi.
Útlit er fyrir að hitastigið hækki fyr-
ir norðan á næstu dögum, en óljóst
er hvort það er varanleg breyting á
veðrinu eða ekki.
Blair fær kaldar kveðjur
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, gagnrýndi í gær Evr-
ópuhugsjón Breta. Hann sagði þá
stuðla að afturför í Evrópusamband-
inu í stað framfarar eins og leiðtogar
annarra Evrópuþjóða sæktust eftir.
Olíuverð aldrei hærra
Olíuverð stóð nokkurn veginn í
stað í gær á heimsmörkuðum en það
hefur hækkað mikið síðustu daga og
kostar fatið nú nær 60 dollara.
Geimfar með sólarsegl
Í gær var skotið á loft geimfari
sem knúið er sólarorku. Segja marg-
ir að hér sé um að ræða nýja aðferð
til að sjá geimflaugum fyrir afli á leið
sinni út í geim.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Fréttaskýring 8 Viðhorf 26
Viðskipti 14 Umræðan 26/28
Erlent 16/17 Skák 28
Minn staður 18 Minningar 29/31
Höfuðborgin 19 Myndasögur 36
Akureyri 20 Dagbók 36/39
Suðurnes 21 Leikhús 41
Landið 21 Bíó 42/45
Daglegt líf 22 Ljósvakamiðlar 46
Menning 233 Veður 47
Forystugrein 24 Staksteinar 47
* * *
FRAMSAL sakamanna milli Norð-
urlandanna verður auðveldað til
muna þegar nýr samningur verður
undirritaður, en
drög að samn-
ingnum voru
lögð á fundi
dómsmálaráð-
herra Norður-
landanna í Dan-
mörku í gær.
Stefnt er að því
að samningurinn
verði undirritað-
ur fyrir árslok og öðlist gildi árið
2007.
Með þessum samningi á að auð-
velda til muna framsalið svo hægt
sé að útbúa nokkurskonar norræna
handtökuskipun, segir Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra.
Ísland gerir fyrirvara
Í dag eru til samningar um
framsal sakamanna milli Norður-
landanna, en nýja samningnum er
ætlað að laga eldri samninginn að
kröfum nútímans. „Reglurnar eru
frá 1961 og allar forsendur í al-
þjóðlegum samskiptum hafa breyst
mikið. [...] Með þessu erum við að
færa þessa norrænu samþykkt í
nútímalegt horf,“ segir Björn.
Ríkisstjórn Íslands hefur ákveð-
ið að gera fyrirvara við samninginn
þess efnis að íslenskir ríkisborg-
arar verði ekki framseldir nema
þau brot sem þeir séu sakaðir um
séu refsiverð samkvæmt íslenskum
lögum.
„Við viljum ekki vera skuld-
bundnir til þess að framselja ís-
lenska ríkisborgara fyrir brot sem
ekki eru refsiverð í íslenskum lög-
um,“ segir Björn. „Ég tel að það
verði að vera heimild í íslenskum
lögum til að gera svona samning,
og Alþingi hefur ekki samþykkt lög
sem heimila okkur að framselja ís-
lenska ríkisborgara fyrir brot sem
ekki eru refsiverð á Íslandi.“
Dómsmálaráðherrar á Norðurlöndunum funda
Framsal milli land-
anna auðveldað
Björn Bjarnason
NÚ liggur fyrir að Íslendingar fá
ekki lengur aðstöðu í skála Finna á
myndlistartvíæringnum í Feneyjum.
Alvar Aalto teiknaði skálann á sín-
um tíma, en Finnum þótti hann fljótt
of lítill, og tóku upp samstarf við
Svía og Norðmenn þegar þær þjóðir
byggðu sér nýjan. Síðan, eða í rúm
tuttugu ár, hafa Finnar leigt Íslend-
ingum gamla skálann. Guðmundur
Árnason ráðuneytisstjóri í mennta-
málaráðuneytinu segir að nú þurfi
því að finna út úr því hvernig skapa
megi íslenskum myndlistarmönnum
aðstöðu í Feneyjum frá og með
næsta tvíæringi.
„Það hafa verið viðræður og
bréfaskipti milli ráðuneytisins og yf-
irstjórnar tvíæringsins um það
hvernig við leysum þetta, en málið
er ekki í höfn.“
Guðmundur segir tvo kosti í stöð-
unni. Annars vegar þann, að Íslend-
ingar fái aðstöðu í þeim gömlu bygg-
ingum sem eru á svokölluðu
flotasvæði, eða Arsenale, og hýstu
vopnabúr, kaðlagerð og skipa-
smíðastöð, allt frá miðöldum, en á
því svæði hafa samsýningar tvíær-
ingsins verið haldnar. „Hinn mögu-
leikinn væri sá, að reyna að útvega
lóð fyrir íslenskan skála sem þar
yrði byggður. Menntamálaráðherra
hefur verið þeirrar skoðunar að það
sé æskilegast að fá jarðnæði fyrir
nýjan íslenskan skála, annaðhvort
að Görðum, eða Giardini, ellegar þá
inni á flotastöðvarsvæðinu, þar sem
nú eru uppi vangaveltur um að reisa
nýja skála. Ítalir hafa ákveðið að
reisa sér þar nýjan þjóðarskála, og
Kínverjar eru líka áhugasamir um
að fá að byggja þarna. Svæðið er þó
bæði viðkvæmt og lítið, þannig að úr
vöndu er að ráða. Fleiri þjóðir hafa
einnig sýnt því áhuga að fá að reisa
skála á þessu svæði.“ Guðmundur
segir Íslendinga hafa lagt á það
áherslu í viðræðum við Feneyingana
að þeir fái rými til byggingar eigin
skála. „Fyrsta skrefið er að kanna
hvort við fáum svæði til byggingar,
og á hvaða skilmálum það yrði gert.
En ef það gengur eftir yrði vænt-
anlega efnt til samkeppni milli arki-
tekta um hönnun íslensks skála.“
Áfram verður rætt við yfirstjórn
tvíæringsins að sögn Guðmundar
Árnasonar, en einnig við borgaryf-
irvöld í Feneyjum.
Morgunblaðið/Fríða Björk
Gestir á leið á sýningu Gabríelu Friðriksdóttur í loðna finnska skálanum, sem Íslendingar hafa notað í rúm 20 ár á
Feneyjatvíæringnum. Skálann teiknaði Alvar Aalto. Nú er fyrirhugað að reisa íslenskan skála.
Ráðherra vill byggja
íslenskan skála
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÞETTA kom mér ánægjulega á
óvart,“ segir Þröstur Jóhannsson,
sem á og rekur dansskólann Dansinn
Dance Studios í Hong Kong, en skól-
inn fékk fyrir skemmstu sérleg við-
skiptaverðlaun frá einum stærsta
banka heims, HSBC (Hong Kong and
Shanghai Banking Corporation). Er
dansskólinn þar í hópi tuttugu ann-
arra smárra og meðalstórra fyr-
irtækja sem verðlaunuð voru, en skól-
inn keppti við vel yfir þúsund
fyrirtæki.
Að sögn Þrastar felst í verðlaun-
unum viðurkenning til stjórnenda
fyrir að sýna ábyrgð í verki gagnvart
starfsfólki sem og samfélaginu og
umhverfinu. Nefnir hann í þessu
samhengi að sjálfur hafi hann markað
sér stefnu um að mismuna ekki fólki
við ráðningu. „Þannig ráðum við
gjarnan til okkar fólk sem er eldra en
fertugt, en fólki í þeim aldurshópi
hefur reynst sífellt erfiðara að finna
vinnu í Hong Kong þar sem mjög
óvinsælt er að ráða eldra fólk til
starfa,“ segir Þröstur.
Fjórar vikur urðu níu ár
En dansskólinn er ekki eina fyr-
irtækið sem Þröstur á og rekur í
Hong Kong, því hann á og rekur einn-
ig fataframleiðslu, fataverslun, fram-
leiðir og selur kerti auk þess að reka
ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í
lífvörslu. Spurður hvernig þetta hafi
allt byrjað segist Þröstur hafa farið
utan fyrir níu árum í því skyni að
starfa um nokkurra vikna skeið sem
gestakennari við dansskóla í Hong
Kong, en heima á Íslandi hafði hann
dansað frá tíu ára aldri, orðið Íslands-
meistari í dansi og verið danskennari
hjá Sigurði Hákonarsyni. „Ég kom
hingað sem gestakennari. Ætlaði að
vera í fjórar vikur, en er hérna
ennþá,“ segir Þröstur, en hann hefur
komið sér upp fjölskyldu úti og eign-
aðist sitt fyrsta barn fyrir fjórum
mánuðum, litla stúlku sem nefnd er
Coco Margrét.
Dansskólann Dansinn stofnaði
Þröstur fyrir sex árum og var hann
þá eini kennari skólans. „Reksturinn
vatt hins vegar upp á sig og í dag er
Dansinn stærsti dansskóli í Hong
Kong með um tuttugu danskennara á
sínum snærum sem koma hvaðanæva
úr heiminum,“ segir Þröstur sem
sjálfur er hættur að kenna þó hann
dansi enn sér til skemmtunar og til
þess að halda sér í formi. „Ég hef hins
vegar snúið mér alfarið að rekstr-
inum,“ segir Þröstur og tekur fram
að dansinn og gott gengi skólans hafi
verið grunnurinn að rekstri hinna
fyrirtækjanna. „Þannig má segja að
þetta hafi allt byrjað með cha cha
cha.“
Þröstur Jóhannsson athafnamaður
ásamt unnustu sinni, Sandy Ng.
„Þetta
byrjaði allt
með cha
cha cha“
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
TENGLAR
.....................................................
http://www.dansinn.com/
http://www.iceco.com.hk/
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær rúmlega fertugan mann
í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá
mánuði skilorðsbundna til þriggja
ára, fyrir skjalafals. Maðurinn
greiddi starfsmönnum bílaumboðs
með skuldabréfi að upphæð um 1,3
milljónir króna en hann hafði falsað
undirritun sjálfsskuldar-
ábyrgðarmanns á skuldabréfið.
Maðurinn játaði brot sitt fyrir
dómnum. Hann var dæmdur til þess
að greiða allan sakarkostnað, þar
með talda málsvarnarþóknun skip-
aðs verjanda síns.
Sex mánaða fangelsi fyrir skjalafals