Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón Tryggvasonfæddist á Meyj- arhóli á Svalbarðs- strönd 5. mars 1925. Hann lést á heimili sínu 14. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Tryggvi Kristjánsson, bóndi og verkamaður, d. 1990, og Jóhanna Valdimarsdóttir, d. 1965. Systkini Jóns eru: Laufey, látin, Friðrika og Kristján. Eiginkona Jóns er Inga K. Skarphéð- insdóttir, f. 19.11. 1932. Foreldr- ar hennar voru Skarphéðinn Jónsson og Stefanía Jóhannsdótt- ir og eru þau bæði látin. Börn Jóns og Ingu eru: 1) Björk, f. 1957, maki Stefán Alfreðsson, f. 1961, dætur þeirra Íris Harpa, f. 1992, og Eva Sóley, f. 1997. 2) Ingibjörg Hanna, f. 1960, synir hennar og Svein- björns Brandssonar, f. 1960, skilin, Jón Ingi, f. 1984, og Arn- ar, f. 1988. Jón flutti með foreldrum sín- um til Akureyrar 1944. Hann vann um langt skeið á sauma- stofu Amaro á Akur- eyri þar til hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Fatagerðina Íris 1968, og starfaði þar allt til er hann lést. Úför Jóns verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi, þú varst frábær. Ég hef verið að hugsa um það hvort þetta geti verið rétt hjá mér og það er það. Ég hefði ekki getað hugsað mér frábærari pabba, góður, hlýr, traust- ur, alltaf til staðar, styðjandi og glað- legur. Pabbi og mamma lögðu grunninn að öllu sem ég kann. Ég man fyrst eft- ir pabba þegar hann var að byggja Summann og ég þá þriggja eða fjög- urra ára, seinna eyddum við fjöl- skyldan öllum helgum í Summanum og pabbi alltaf að dunda eitthvað, aldrei að slappa af. Hann plantaði þarna mörgum trjám og eftir stendur yndislegur skógur. Pabbi og mamma stofnuðu Fata- gerðina Íris árið 1968 og vann hann þar enn þegar hann veiktist. Þegar ég var unglingur fórum við pabbi í söluferðir austur um land með bílinn fullan af sólbolum, komum við í hverju kaupfélagi og sjoppu og seld- um vörur, hlustuðum á Brimkló á leiðinni og þegar ég var orðin 16 ára fannst pabba nú kominn tími til að ég æfði mig að keyra svo það sumarið keyrði ég allan túrinn, enda farin að rata þetta! Þetta var ótrúlega gaman. Pabbi var mjög duglegur, ná- kvæmur og vildi hafa allt í röð og reglu. Þegar ég flutti til Reykjavíkur 20 ára, til að læra, héldum við alltaf góðu símasambandi, pabba fannst ekkert gaman að koma suður. Ég og mínir yndislegu strákar fluttum svo norður aftur 1990 og pabbi og mamma reyndust okkur ómetanleg á þeim tíma og allan tíma eftir það. Pabbi greindist með krabbamein fyrir fimm vikum og það kom mér svo gjörsamlega á óvart því það var eins og ég héldi bara að hann yrði alltaf til staðar fyrir okkur sem pabbi og afi. Hann stoppaði stutt á sjúkrahús- inu, leið best heima. Mamma er líka svo frábær og þarna gátu þau eytt sínum síðustu dögum saman eftir 55 ára samveru. Við fengum aðstoð Heimahlynningar og var það ómet- anlegt. Pabbi var ótrúlega duglegur og sterkur þennan tíma, alltaf í góðu skapi, tók öllu af æðruleysi, fór fram í stofu sunnudaginn áður en hann dó og sat í stólnum sínum smástund og þó orkan væri alveg þrotin gafst hann ekki upp. Við fengum að hafa hann hjá okkur allar stundir og það er svo ómetanlegt fyrir okkur öll því þá höfðum við tækifæri til að kveðja hann svo yndislega. Ég og strákarnir eigum eftir að sakna hans mikið, við vorum svo náin. Við erum mjög þakklát fyrir öll þau góðu ár sem við áttum saman, þakklát fyrir að pabba leið vel fram á síðustu stundu og þakklát fyrir að hann fékk að deyja heima. Elsku mamma, þú ert eins og klett- ur fyrir okkur og mikill missir fyrir þig að pabbi er dáinn en minninguna um hann geymum við innra með okk- ur og það er svo gott hvað sú minning er hlý, góð, glaðleg og yndisleg. Þín dóttir, Ingibjörg. Við elskuðum afa okkar og hann var mjög skemmtilegur maður en hann dó og við fórum að gráta. Hann er komin til guðs og englanna á himn- inum og þar líður honum vel. Þar hitt- ir hann mömmu sína og pabba og fleiri. Takk fyrir allt, elsku afi, við vitum að þú vakir yfir okkur og passar okk- ur. Við söknum afa. Guð passaðu hann. Þínar Eva Sóley og Íris Harpa. Ég vil með fáum orðum minnast móðurbróður míns Jóns Valdemars Tryggvasonar, eða Nonna eins og hann var ávallt kallaður Nonni vann alla sína starfstíð við fataiðnað, byrjaði ungur maður hjá föður mínum í klæðagerðinni Amaro þar sem hann vann við að sníða und- irfatnað ásamt öðrum tilfallandi verk- um, s.s að sækja undirritaðan, þá barn að aldri, sem sótti ansi oft í miðbæinn eða til ömmu og afa í Brekkugötunni, við mismikinn fögn- uð Nonna. Eftir að klæðagerð Amaro var aflögð 1965 stofnaði Nonni sína eigin klæðagerð, Fatagerðina Íris, sem hann rak til dauðadags. Mikið sameyti var á milli fjöl- skyldnanna og margar minningar koma upp í hugann, svo sem öll ferða- lögin um þvert og endilangt landið, margt skemmtilegt skeði í ferðunum okkar, s.s. ógleymanleg viðkoma okk- ar á hótelinu í Búðardal, og þegar móðir mín datt inn í sturtuna er við áðum á Hólmavík og þegar mamma og Fidda dönsuðu villtan dans á ár- bakka austur á Héraði. Nonni fæddist og ólst upp á Meyj- arhóli á Svalbarðsströnd þar til fjöl- skyldan brá búi og fluttist til Akur- eyrar á fimmta áratugnum. Sveitin togaði alla tíð í frænda og á unga aldri hóf hann trjárækt á reit er faðir hans úthlutaði honum, og árið 1962 hóf Nonni ásamt fjölskyldu sinni að reisa sumarhús. Þar var ávallt gott að dvelja við leik og störf. Ég hreifst svo mikið af áhuga frænda míns af uppbyggingu í sveit- inni að ég ákvað tíu árum síðar að feta í fótspor hans og hóf byggingu á sum- arhúsi ásamt plöntun trjáa. Nonni tók af alhug þátt í að aðstoða við það verk, og meðal annars innréttaði hann bú- staðinn, enda frændi einn af þeim mönnum sem kunnu vel til verka og einn af hagleiksmönnum sinnar kyn- slóðar. Kristján bróðir hans var einn- ig mjög liðtækur við framkvæmdina en hann á sumarhús á sömu slóðum. Þegar sumarhúsin voru orðin þrjú þurfti aukið vatn. Þá var hafist handa við að leggja vatnsveitu ofan úr Vaðlaheiði þar sem við komumst í náttúrulega vatnslind. Þetta var tölu- vert mikið verk, því það þurfti að handgrafa bröttustu brekkurnar, koma sér upp miðlunartanki, leggja vatnsrör o.fl. Þarna var frændi í ess- inu sínu eins og ávallt þar sem var verið að framkvæma. Ekki get ég látið hjá líða að minn- ast á hans lífsförunaut, Ingu, sem stóð alla tíð traust við hlið hans. Jafnt heimili sem sumarbústaðurinn stóð öllum opinn þar sem kræsingar voru á borðum, málin skeggrædd og oft glatt á hjalla. Ég kveð þig með trega, kæri frændi, eftir áratuga samleið. Elsku Inga, Björk, Inda og fjöl- skylda, megi góður guð vera með ykkur. Kristján Viðar. Loksins er stríðið búið, elsku Jón minn, og löngum vinnudegi lokið. Þú varst sannur Íslendingur af gamla skólanum þar sem vinnusemi, dugn- aður og nægjusemi voru í fyrirrúmi. Heimilið og vinnustaðurinn voru í sama húsinu. Allt sem gera þurfti gerðir þú sjálfur, byggðir húsið yfir fjölskylduna í Grænumýri 10 og sum- arbústaðinn í Bjarkarlundi, ræktaðir garðinn og gerðir við allt sjálfur svo lengi sem heilsan entist. Trjáræktin var áhugamál þitt og ber skógurinn í Bjarkarlundi þess glöggt vitni. Leti og kæruleysi voru þér ekki að skapi. Þrjóskur varstu og oft á tíðum spar- aðir þú ekki blótsyrðin. Vandvirkni og nákvæmni einkenndu allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Bílarnir þínir, oftast grænir Opel station, voru ævin- lega stífbónaðir og flottir. Ekki eydd- ir þú tímanum í æfingasölum heldur var vinnan þín líkamsrækt. Ramm- íslenskur matur á reglulegum mat- málstímum var venjan í Grænu- mýrinni. Enda varst þú ótrúlega vel á þig kominn jafnt andlega sem líkam- lega allt til síðustu stundar. Líf þitt var ekki varðað prófskír- teinum eða öðrum diplómum heldur varst þú sjálflærður maður sem komst þér og fjölskyldu þinni áfram með dugnaði og ósérhlífni. Það var alltaf gaman að hitta þig og ræða mál- in og veðrið bar að sjálfsögðu oft á góma. Síðasta samtal okkar tengdist einmitt veðrinu en það var um stóra ísjakann sem rak inn á Eyjafjörðinn í vor. Líkt og ísinn sem bráðnar í hafið ert þú horfinn frá okkur en hver veit nema við hittumst aftur síðar. Þakka þér samfylgdina og kynnin, Jón Tryggvason, og vonandi nýtur þú hvíldarinnar hvar sem þú ert. Ég kveð þig með söknuði. Stefán Alfreðsson. Nágranni okkar og vinur, Jón Tryggvason, er látinn. Við kynntumst Jóni og fjölskyldu hans fyrir sex árum þegar við fluttum aftur heim til Akureyrar eftir langa búsetu erlendis. Þá réðst sjö manna fjölskylda inn í friðsælt hverfi á brekkunni, keypti þar hús og hóf miklar framkvæmdir sem fólu í sér mikið jarðrask og fleira sem fæstir íbúar friðsælla svæða óska sér að staðaldri. Það sem olli okkur mestum áhyggjum var að garðurinn við hlið- ina var garðurinn hans Jóns. Sá garð- ur var þekktur fyrir óvenju góða um- hirðu og bar vott um snyrtimennsku þeirra hjóna. Hvernig skyldu þau taka þessu? Oft höfðu skapast ná- grannaerjur af minna tilefni. Örlögin reyndust okkur hliðholl. Jón og Inga voru ekki bara umburð- arlynd í meira lagi heldur líka afar hjálpsöm, tillitssöm og góð við okkur. Skapaðist því fljótt góð vinátta milli okkar. Jón reyndist okkur ómetanleg stoð meðan á framkvæmdunum stóð. Hann var ætíð ráðagóður og þegar einhver verkfæri skorti eins og geng- ur og gerist þá tókst honum oftast að hrista þau fram úr erminni á svip- stundu og bjarga málunum. Þegar svartsýnin náði tökum á okkur, eins og komið gat fyrir, var Jón óðara kominn út til að stappa í okkur stálinu og taka til hendinni. Það gerði hann óspart þrátt fyrir að hann væri ekkert unglamb lengur og oft illa haldinn af gigtarverkjum. Jón naut mikillar virðingar í Grænumýrinni enda hafði hann búið hér frá því að hann byggði húsið sitt fyrir hálfri öld. Hafði hann þar at- vinnustarfsemi eins lengi og heilsan leyfði eða þar til hann varð áttræður nú í mars sl. Hann var afar duglegur að fræða okkur nýbúana um sögu hverfisins, bæði um fyrrverandi og núverandi íbúa þess en á þeim kunni hann góð skil. Þegar einhver álitamál voru til umræðu meðal íbúanna var Jón alltaf í fremstu víglínu. Það var því ekki að tilefnislausu að við Græn- mýringar krýndum hann höfðingja hverfisins á góðri og eftirminnilegri stundu – á sameiginlegri götuhátíð okkar fyrir tveimur árum. Eitt af sameiginlegum verkefnum okkar var að fella aspirnar á lóða- mörkunum. Við fundum alltaf til í hjarta okkar þegar reisuleg ösp féll til jarðar, einkum þegar við felldum þá stóru. Þótt sláttumaðurinn slyngi þyki bæði tilfinningalaus og miskunnar- laus þá hlýtur hann nú á sama hátt að finna svolítið til í hjarta sínu þegar hann er búinn að fella höfðingjann okkar. En kannski var hann ekki svo mis- kunnarlaus þegar á allt er litið, úr því sem komið var. Með þessum orðum kveðjum við góðan nágranna og vin og vottum Ingu og allri fjölskyldunni samúð okkar. Hildur og Sigurður, Grænumýri 12. JÓN TRYGGVASON LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is LEGSTEINAR Helluhrauni 10, 220 Hf. • sími 565 2566 Englasteinar Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og bróðir, HELGI GEIRMUNDSSON, Miðtúni 21, Ísafirði, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju föstu- daginn 24. júní kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á krabbameinsfélagið Sigurvon. Erna Magnúsdóttir, Magnús Geir Helgason, Guðrún Dagný Einarsdóttir, Grétar Helgason, Edda Bangon Khiansanthia, Helgi Helgason, Brynja Helgadóttir, Viðar Örn Sveinbjörnsson, Ómar Helgason, Karen Óladóttir, Jóhann Birkir Helgason, Gabríela Aðalbjörnsdóttir, barnabörn, barnabarnabarn og systkini. ÞORGEIR GESTSSON læknir frá Hæli, sem lést sunnudaginn 19. júní, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtu- daginn 23. júní kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ása Guðmundsdóttir, Guðmundur Þorgeirsson, Bryndís Sigurjónsdóttir, Gestur Þorgeirsson, Sólveig Jónsdóttir, Eiríkur Þorgeirsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar og bróðir, ÞRÖSTUR VALDIMARSSON, Keilufelli 33, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 19. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. júní kl 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Valdimar Kristjánsson, Guðrún Þorgeirsdóttir og systkini. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÓLÍNA JÖRUNDSDÓTTIR, Eikjuvogi 17, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi mánudaginn 20. júní sl. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogs- kirkju þriðjudaginn 28. júní kl. 15.00. Svavar Kristjónsson, Guðný Svavarsdóttir, Sveinn Óttar Gunnarsson, Jörundur Svarvarsson, Sif Matthíasdóttir, Erla Kristín Svavarsdóttir, Smári Ragnarsson, Lilja Steinunn Svavarsdóttir, Bjarni Jónsson, Auður Ólína Svavarsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 166. tölublað (22.06.2005)
https://timarit.is/issue/261857

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

166. tölublað (22.06.2005)

Aðgerðir: