Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í
slenskar konur eru falleg-
astar í heimi. Íslenskir
karlmenn sterkastir. Ís-
lenska vatnið það besta.
Íslensku fornsögurnar
einstakar. Íslensk fyrirtæki í
mestri útrás. Íslenskir íþrótta-
menn frábærir. Íslenskt þing það
elsta í heimi. Íslenskir rithöf-
undar flestir miðað við höfðatölu.
Íslensku Júróvisjónlögin best –
sigrinum er bara alltaf stolið af
okkur. Við erum mest og best,
flottust og fallegust. Við erum rík
þjóð á blússandi uppleið. Ísland –
best í heimi.
Íslenska þjóðin hefur tröllatrú
á sjálfri sér og það er stórfínt.
Meðvituð um eigið ágæti og í
bjargfastri trú um að við stönd-
um stórum þjóðum hvergi að
baki, verðum við vafalaust fram-
takssamari og sköpunarglaðari
en ella. Við getum allt og við ger-
um allt. Þótt við séum lítil erum
við sjálfstæð þjóð sem hefur vel í
við stórþjóðir heimsins. Við erum
ekki upp á aðra komin og við höf-
um fullt erindi í Öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna, ha, er það ekki?
Við erum lítil en ætlum að „meika
það“.
En stundum kemur babb í bát-
inn. Stundum eigum við ægilega
bágt og verðum skyndilega upp á
aðra komin. Stundum hristum við
fallega hausinn okkar og segj-
umst bara alls ekki geta séð um
okkur sjálf. Þá súpum við hveljur
og fárumst yfir neyðarástandinu
sem skapaðist drægju erlendir
aðilar saman segl sín hér á landi.
„Jú, jú, auðvitað eru breyttir
tímar og engin þörf fyrir herinn
lengur,“ gæti einhver sagt en
annar bætt við í flýti, með titr-
andi röddu og hálfskelkaður:
„En við getum samt ekki misst
hann, því þá yrðu svo margir at-
vinnulausir. Gerirðu þér grein
fyrir því, stúlka, hversu margir
hafa atvinnu af bandaríska hern-
um?“
Já, þegar kemur að herstöðinni
getum við allt í einu ekki meir,
skríðum inn í skelina og verðum
bæði lítil og vandræðaleg.
Færi herinn missti stór hópur
Íslendinga vinnuna. Það er rétt
og það er slæmt. Það er meira að
segja kannski alveg hræðilegt.
Það er hins vegar ekkert sem Ís-
land-best-í-heimi ætti ekki að
geta fundið út úr. Þjóð sem ber
sér á brjóst og talar fjálglega um
sjálfstæði, útrás, nútíma víkinga,
blússandi hagvöxt og ein bestu
lífskjör í heimi, hlýtur að geta
fundið út úr málum sem þessum.
Ef ástæðan fyrir því að við viljum
enn herstöð á Íslandi árið 2005 er
að við græðum svo mikið á henni
og yrðum annars í svo vondum
málum, mætti spyrja hvort hugs-
anagangur ágætu, kappsömu
þjóðarinnar sé ekki kominn eitt-
hvað út af sporinu. Hví skyldi fé
bandarískra skattborgara fara í
að veita Íslandi atvinnu – hlut-
fallslega einnar ríkustu þjóðar í
heimi? Mér þykir fokið í flest
skjól þegar fullvalda ríki álítur
það nauðsynlegt og eðlilegt að
Bandaríkin sjái sér fyrir vinnu.
Nú hef ég þó ekki vikið að því
sem mestu skiptir, sem er nefni-
lega tengsl hersins á Miðnesheiði
við herinn sem ráðist hefur á íbúa
heimsins með tilheyrandi mann-
falli. Tengsl? Ja, þetta er sami
herinn. Vera bandaríska hersins
hér á landi gerir okkur að hluta
af alþjóðlegu herstöðvakerfi
Bandaríkjanna. Þetta er sami her
og myrðir daglega jarðarbúa,
varpar sprengjum og skipuleggur
dráp – líkt og herir almennt gera.
Þetta er jú einn slíkur.
Hér á Íslandi farsældar fróni,
eyjunni sem stærir sig af því að
vera friðsæl og herlaus, er fólk
þjálfað í allskyns æfingum sem
miða að því að drepa annað fólk.
Getum við jesúsað okkur yfir
heimsfréttunum, fordæmt dráp
og talað um friðelskandi þjóð en
um leið horft framhjá því að við
höfum herstöð í túnfætinum
heima?
Vitanlega hefur bandaríski
herinn gert ýmislegt gott hér á
landi. Við eigum honum sem
dæmi frækilegar bjarganir að
þakka. Liðsmenn björgunar-
sveitar hersins hafa komið á vett-
vang á ögurstundu. Rík þjóð á
hins vegar ekki að þurfa að hafa
erlenda herstöð á sínu landi
vegna slíkrar hjálpar – hversu
frábær sem aðstoðin annars er.
Þjóðin á sjálf að sjá um þessi mál
og veita það fé sem til þess þarf.
Á herinn að vera hjálparsamtök
fyrir þjóð sem vill stundum vera
stór og stundum lítil, allt eftir því
hvað henni sjálfri hentar?
Mín kynslóð er alin upp við að
vera hersins á Miðnesheiði sé
jafnsjálfsögð og að höfuðborg Ís-
lands sé Reykjavík. Hún er ekki
vön öðru. Herinn bara er þarna
og um það er ekkert að segja.
Ha, eða hvað? Hvað finnst okkur
eiginlega um þá hugmynd að við
höfum her hér á landi sem pyntað
hefur fanga í Írak og haldið fólki
í búrum við Guantanamo-flóa?
Her sem vinnur margvísleg voða-
verk því það er einmitt það sem
herir gera, hvers lenskir sem þeir
eru?
Við lifum ekki í tómi. Við lifum
í veröld þar sem manndráp –
hversu „göfug“ sem þau eiga að
vera – eru skipulögð rétt utan við
Reykjavíkurborg. Vani gerir að
verkum að fólk lítur ekki gagn-
rýnum augum á hlutina. Vaninn
við veru herstöðvarinnar hefur í
för með sér að menn spyrja ef til
vill aldrei af fullri einlægni hvort
þeir vilja vera hluti af alþjóðlegu
herstöðvakerfi.
Og niðurstaðan? Við eigum að
vera hlutlaus, herlaus þjóð sem
beitir sér fyrir friði í heiminum.
Vilji einhver ráðast á okkur hefur
hann helmingi meiri ástæðu til
þess þegar bandaríska herinn er
hér heima í stofu.
Ísland – herlaust og best í
heimi.
Ísland,
best í heimi
Getum við jesúsað okkur yfir heimsfrétt-
unum, fordæmt dráp og talað um frið-
elskandi þjóð en um leið horft framhjá
því að við höfum herstöð í túnfætinum
heima?
VIÐHORF
Sigríður Víðis Jónsdóttir
sigridurv@mbl.is
ENN er fundað með svikurum í
Alþjóða hvalveiði-
ráðinu. Allt þetta
fundarstand er frekar
hæpið til árangurs. Til
hvers að sitja fundi í
félagsskap – þar sem
vitað er að meirihluti
aðila situr á svikráðum
við minnihlutann?
Ég tel að hval-
veiðibann sé að öllum
líkindum brot á stjórn-
arskrá íslenska lýð-
veldisins og hugs-
anlega einnig brot á
stjórnarskrá fjölda að-
ildarríkja Alþjóða hval-
veiðiráðsins.
Álitaefnið þarf því að fara fyrir
dómstóla hérlendis – sem fyrst. Þeir
sem stunduðu hvalveiðar áður fyrr
geta – hver og einn – látið reyna á
þessi grundvallarákvæði stjórn-
arskrár um atvinnufrelsi fyrir ís-
lenskum dómstólum. Ég tel það einu
raunhæfu leiðina í þessu máli. Ef
slíkt mál myndi vinnast fyrir Hæsta-
rétti kæmi upp gjörbreytt staða fyr-
ir okkur í málinu. Dómstólar hér-
lendis eiga að fá tækifæri til að
kveða upp úr um hvort íslensk
stjórnvöld megi banna hvalveiðar
með þeim hætti sem gert hefur ver-
ið, þegar til grundvall-
ar liggur vísindaleg
ráðgjöf sem mælir með
hvalveiðum. Einhverjir
þeirra lögaðila sem áð-
ur stunduðu hvalveiðar
þurfa þá að hafa bein í
nefinu til að höfða slíkt
mál. Ef enginn hefur
það – þá er niðurstaðan
að engum er í reynd al-
vara í málinu. Þá er
líka allt talið um hval-
veiðar tómt froðu-
snakk.
Yrði látið reyna á
þetta mál fyrir dóm-
stólum, stæðu allir betur að vígi –
bæði stjórnvöld og þeir aðilar sem
hafa áhuga á að stunda hvalveiðar í
atvinnuskyni. Það eru litlar líkur á
að það beri árangur að halda áfram
að funda árlega með svikurum – sem
vitað er að ætla að halda áfram að
svíkja, ljúga og bregða fyrir okkur
fæti – til þess að við getum ekki haf-
ið hvalveiðar. Eiginlega er komin
næg reynsla af því að sitja fundi með
svikurum og loddurum.
Ef slíkt mál um hvalveiðar yrði
höfðað hérlendis og myndi vinnast
fyrir Hæstarétti Íslands, skapast
einnig sá möguleiki að látið yrði
reyna á sömu ákvæði fyrir dóm-
stólum fleiri aðildarríkja – hvort at-
vinnufrelsisákvæði í stjórnarskrám
aðildarríkja yrðu ekki túlkuð með
sama hætti. Atvinnufrelsi er eitt af
grundvallar mannréttindum og
þröngur minnihlutahópur vel skipu-
lagðra grænfriðunga á ekki að fá að
traðka á grundvallar mannrétt-
indum. Ynnust slík mál í fleiri aðild-
arríkjum, myndi það koma upp um-
ræðu um það hvort starfsemi
Alþjóða hvalveiðiráðsins væri brot á
stjórnarskrám aðildarríkja og því
ólögleg starfsemi.
Fundað með svikurum
Kristinn Pétursson fjallar
um hvalveiðar ’Til hvers að sitja fundií félagsskap – þar sem
vitað er að meirihluti að-
ila situr á svikráðum við
minnihlutann?‘
Kristinn
Pétursson
Höfundur er fiskverkandi
á Bakkafirði.
HOLLVINASAMTÖK hafa ver-
ið stofnuð víða um landið í þeim
tilgangi að standa vörð um hags-
muni félagasamtaka eða stofnana.
Eitt slíkt er nú að fagna fimm ára
afmæli sínu með myndarlegu
átaki. Það eru Hollvinasamtök
Fjórðungssjúkrahússins í Nes-
kaupstað, sem stofn-
uð voru í júní árið
2000. Tilgangur stofn-
unar samtakanna var
að íbúar í Neskaup-
stað vildu standa vörð
um bætta þjónustu
sjúkrahússins við alla
íbúa Austurlands. Það
má ekki gleymast að
Fjórðungssjúkrahúsið
í Neskaupstað er
sjúkrahús fyrir allt
Austurland og því
mikilvægt að styrkja
það og efla á allan
hátt.
Á hverju ári hafa Hollvina-
samtökin fært FSN og þar með
Heilbrigðisstofnun Austurlands
myndarlega tækjagjöf. Með stuðn-
ingi fyrirtækja og félagsmanna
hafa markmiðin náðst. Þannig fer
tækjakostur síbatnandi og vit-
undin um mikilvægi stofnunar-
innar fyrir fjórðunginn vex jafn-
framt. Nú þegar umsvif eru svo
mikil í fjórðungnum sem raun ber
vitni er mikilvægt að hægt sé að
bregðast við með góðri heilsu-
gæslu.
Hollvinasamtökin hafa keypt
mjög fullkomið sneiðmyndatæki
fyrir sjúkrahúsið. Það var mark-
mið Hollvinasamtakanna, allt frá
stofnun þeirra fyrir fimm árum, að
keypt yrðu sneiðmyndatæki, en að
það væri orðið að veruleika á ekki
lengri tíma, er auðvitað krafta-
verk. Það er því gaman að geta
sagt að á afmælisári svo ungra
samtaka hafa markmiðin náðst og
tækið er komið í hús. Þar með
sannast samtakamáttur þeirra
sem vilja leggja góðu máli lið. Með
aðstoð lánastofnana og framlagi
fjölmargra einstaklinga og fyrir-
tækja tókst fjár-
mögnun betur en
vænta mátti.
Hollvinasamtökin
hafa einsett sér það
markmið að greiða
tækið niður á næstu
þremur árum. Tækið
hefur þegar sannað
gildi sitt. Nú eru við-
eigandi breytingar
varðandi staðsetningu
tækisins fullgerðar á
húsnæði FSN og í
dag á að afhenda tæk-
ið formlega. Ég vil
hér þakka hinum fjöl-
mörgu sem hafa styrkt verkefnið,
bæði einstaklingum og félaga-
samtökum. Ekki þarf að fara
mörgum orðum um mikilvægi og
gildi þessa tækis fyrir Fjórðungs-
sjúkrahúsið og heilsugæslu á
Austurlandi. Með þessu risaskrefi
er Fjórðungssjúkrahúsið og
heilsugæslan hér komin inn í 21.
öldina. Það segir sig sjálft, að nú
geta sjúklingar, sem annars hafa
þurft að fara suður til Reykjavík-
ur, eða norður til Akureyrar, til
rannsókna, komið á Fjórðungs-
sjúkrahúsið og fengið viðeigandi
greiningu. Í því felst einnig sparn-
aður fyrir einstaklinginn og ekki
síður samfélagið.
Ekki er síður mikilvægt að
læknar í nágrannahéruðum, heima
á heilsugæslustöð, geta nú vegna
aukinna tækniframfara fylgst með
rannsóknum á sínum sjúklingum,
sem sendir eru til greiningar á
Fjórðungssjúkrahúsið. Það er ljóst
að aldrei má láta undan síga í bar-
áttunni fyrir góðu sjúkrahúsi, sem
eykur öryggi búsetu á lands-
byggðinni. Áætlun um fjölda rann-
sókna mun eflaust breytast veru-
lega frá upphaflegu mati, vegna
gerbreyttrar greiningartækni við
sjúkdóma og slys.
Vonandi verða fleiri hollvina-
samtök stofnuð, fyrir önnur
sjúkrahús á landsbyggðinni, sem
standa vörð um þjónustuhlutverk
þeirra. Okkur er ljóst mikilvægi
þess, að hafa góða heilbrigðisþjón-
ustu á landsbyggðinni. Ráðamenn
heilbrigðismála bera vonandi gæfu
til þess að stuðla að því að svo
megi verða.
Annað mikilvægt atriði er
heimasíða Fjórðungssjúkrahússins
í Neskaupstað, sem gefur til
kynna hve öflugt sjúkrahúsið er í
raun. Netfangið er sjukra-
husfsn.is, fyrir þá sem hana vilja
skoða. Heimasíðan er einnig gjöf
Hollvinasamtakanna til stofnunar-
innar. Á heimasíðunni er einnig
hægt að skrá sig í Hollvina-
samtökin. Einnig hægt að finna
upplýsingar ef einhver vill styrkja
átakið. Hollvinasamtökin þurfa að
eflast enn meir með virkri þátt-
töku allra íbúa Austurlands. Því
bendi ég öllum sem áhuga hafa á
að gerast félagar að hægt er að
skrá sig hjá formanni samtakanna
á netfangið: sigurdur.runar-
@kirkjan.is eða í síma 896 9878,
eða 477 1766. Með sterkari Holl-
vinasamtökum munum við auka
styrk okkar og starfa undir kjör-
orðinu: „Hjálpa þú okkur að
hjálpa þér“. Sá er Hollvinur sem í
raun reynist. Hjálpa þú okkur að
hjálpa þér og öllum hinum, sem nú
geta notið góðs af öflugu átaki,
sem í raun aldrei linnir. Verið vel-
komin í samtökin okkar.
Söfnum fyrir sneiðmyndatæki
Sigurður Rúnar Ragnarsson
fjallar um heilbrigðismál ’Okkur er ljóst mikil-vægi þess, að hafa góða
heilbrigðisþjónustu á
landsbyggðinni. ‘
Sigurður Rúnar
Ragnarsson
Höfundur er formaður
Hollvinasamtaka FSN.
Landsins mesta úrval af
yfirhöfnum
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16
Mörkinni 6, sími 588 5518