Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 11
EGGERT Skúlason, varaformaður Hjarta-
heilla, ætlar sér að hjóla hringinn í kringum
landið á fimmtán dögum en hann leggur af
stað næstkomandi mánudagsmorgun. Hring-
ferð Eggerts er farin í þeim tilgangi að safna
fjármunum fyrir Hjartaheill og um leið að
vekja athygli á baráttumálum samtakanna.
Eggert var hinn kátasti þegar verkefnið var
kynnt á blaðamannafundi í gær og sagðist
hafa lagt töluvert á sig til þess að komast í
gegnum þessa miklu raun. „Ég var 130 kg
um áramótin en þannig sýndi ég ekki gott
fordæmi sem varaformaður samtakanna. Síð-
an í janúar hef ég verið hjá einkaþjálfara allt
að níu sinnum í viku og er nú kominn í gott
form. Þessi ferð verður samfelld hamingja,“
segir Eggert hvergi banginn en hann fékk
hjartaáfall í desember árið 2001.
Margir slást í för
Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar
munu hjóla með Eggerti á leið hans um
landið en hinn kunni atvinnumaður í knatt-
spyrnu, Eiður Smári Guðjohnsen, mun fylgja
honum úr hlaði á mánudaginn en hann er
verndari Hjartaheilla. Eiður segist hafa kom-
ist í kynni við hjartasjúkdóma þegar vinur
hans átti hjartveikt barn.
„Ég sá hversu mikinn kjark og baráttu
þarf til þess að fást við slíkan sjúkdóm og
dáist að því fólki sem slíkt gerir,“ sagði
Eiður Smári.
Eggert segist ekki ætla sér að hjóla í kapp
við þá sem fylgja honum hverju sinni en vilji
einhver af förunautum hans spretta úr spori
geri hann slíkt hið sama. „Kári Stefánsson
mun hjóla með mér einn erfiðasta hluta leið-
arinnar upp Almannaskarð frá Höfn í
Hornafirði. Ég spurði hvort hann vildi ekki
láta sig renna niður einhverja brekku með
mér en hann tók það ekki í mál enda mikill
keppnismaður,“ segir Eggert en hann hefur
jafnframt skorað á Strákana, þá Sveppa,
Audda og Pétur, að hjóla með sér Möðru-
dalsöræfin. Með í för verður kvikmyndatöku-
maður en sýnd verða brot úr ferðinni í Ís-
landi í dag á Stöð 2. Þá hefur tónlistar-
maðurinn Jónsi samið lag sem tileinkað
verður átakinu.
Styrktaraðilar verkefnisins eru Vátrygg-
ingafélag Íslands, Lífís, Lýsing og Öryggis-
miðstöðin. Hægt er að taka þátt í fjársöfn-
uninni með því að hringja í síma 907-2001 og
skuldfærast þá 1.000 kr. af símreikningi við-
komandi sem er ígildi eins kílómetra. Einnig
er hægt að hringja í númerið 907-2003 og
skuldfærast þá 3.000 kr. af símreikningnum.
Bankareikningur söfnunarinnar er 513-14-
606030 kt. 511083-0369.
Eggert Skúlason hjólar hringinn í kringum landið á 15 dögum til styrktar Hjartaheillum
„Þetta verður samfelld hamingja“
Morgunblaðið/Sverrir
Þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Eggert Skúlason og Ásgeir Baldursson, forstöðumaður við-
skiptaþróunar VÍS, voru kátir á kynningarfundinum í gær.
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 11
FRÉTTIR
„NÝLEGAR rannsóknir benda til
þess að hrotuvandinn sé mun um-
fangsmeiri en áður var talið,“ segir
Sigurður Júlíusson, sérfræðingur í
háls-, nef- og eyrnalækningum við
LSH. Að sögn Sigurðar er kæfisvefn
sem fyrirbæri aðeins tiltölulega ný-
lega uppgötvað.
„Gera má ráð fyrir að 5% karl-
manna og 2% kvenna þjáist af kæfi-
svefni sem krefjist meðferðar. Þeir
sem eru með alvarlegan kæfisvefn fá
blásturstæki, en þá er um að ræða
sérstakt tæki sem sjúklingur sefur
með sem blæs lofti niður í öndunar-
veg viðkomandi. Í um þriðjungi til-
fella þolir sjúklingurinn hins vegar
ekki þessa meðferð og þá þarf að
grípa til skurðaðgerða,“ segir Sigurð-
ur og bendir á að með nýrri tækni hafi
mátt gera aðgerðir mun sársauka-
minni og stytta bataferlið verulega.
Segir hann tæknina nýtast best þeim
sjúklingum sem þjást aðeins af hrot-
um eða vægum kæfisvefni.
Kostur að aðgerðirnar eru
framkvæmdar án innlagnar
„Nýja tæknin felst í því að fram-
kvæmd er skurðaðgerð með örbylgju-
tækni, sem merkir miklum mun
minni sársauka fyrir sjúklinginn. Með
örbylgjutækni er skorið í gómbogana,
hluti mjúka gómsins tekinn ásamt
úfnum. Því næst er prjóni stungið í
mjúku vefina og örbylgjum hleypt á,
en örbylgjurnar valda vefjaskemmd
sem leiðir til bólgu sem leiðir svo aft-
ur til örmyndunar. Þetta veldur því að
vefurinn skreppur saman og verður
eftir aðgerð stífari,“ segir Sigurður og
bendir á að einn af helstu kostum þess
að skera með örbylgjuhníf sé að þá
hitnar vefurinn ekki, ólíkt því sem
gerist t.d. þegar notast er við leysi-
tækni. „Þessi nýja aðgerð gerir það
einnig að verkum að vefjaskaðinn,
sem verður við skurðinn eða aðgerð-
ina, er miklu minni en með þeim að-
ferðum sem við höfum hingað til get-
að beitt, þ.e. með hníf og brennslu
með rafmagni.“
Að sögn Sigurðar hafa um 500 Ís-
lendingar farið í skurðaðgerð vegna
kæfisvefns og hrota á síðustu tveimur
áratugum. Þar af áætlar hann að
gerðar hafi verið 200 aðgerðir á kæfi-
svefnssjúklingum með nýju örbylgju-
tækninni á síðasta ári. „Kosturinn við
nýju tæknina er að það er hægt að
gera þetta án innlagnar á stofnun
samanborið við aðstæður áður fyrr
þegar leggja þurfti sjúklinga inn fyrir
uppskurðinn, auk þess sem sjúkling-
ur þurfti að vera heima við í viku eftir
aðgerð til að hvíla sig, enda oft með
mikla verki og ónot eftir aðgerð.
Núna er aðgerðin framkvæmd á stofu
í staðdeyfingu og hverfandi hluti
sjúklinga þarf að taka sér frí frá vinnu
vegna aðgerðarinnar, enda mun
hressari eftir aðgerð en áður var.“
Um 200 Íslendingar hafa farið í örbylgjuskurðaðgerð
Ný tækni til bóta
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
KLETTARNIR við fjöruborðið í Arnarstapa á Snæfells-
nesi eru ægifagrir en oft ansi viðsjárverðir. Við þær að-
stæður er ómetanlegt að fá að njóta aðstoðar frá stöð-
ugum föður sem rétt getur ungri dóttur hjálparhönd.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Prílað með pabba
„VIÐ höfum núna vilyrði fyrir því að
fá framleiðslu- og söluleyfi fyrir alla
Skandinavíu og hugsanlega balt-
nesku löndin líka,“ segir Gestur
Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræð-
ingur, sem ásamt þeim Ásgeiri
Leifssyni hagverkfræðingi og Valdi-
mari K. Jónssyni prófessor standa
að hinu Íslenska loftþrýstifélagi. Fé-
lagið hyggst standa að framleiðslu
og sölu loftknúinna bíla, sem þeir
segja borgarbíla 21. aldarinnar.
Hann segir mögulegt að eftir um
fimm ár verði hægt að selja hér-
lendis á bilinu 200–300 bíla á ári.
„Ég held að það sé ekki óraunhæft,“
segir Gestur og bætir því við að
næsta skref sé að leita eftir íslensk-
um fjárfestum sem eru tilbúnir að
fjárfesta með þeim á Norðurlönd-
unum og þá hugsanlega einnig í balt-
nesku löndunum, en hugmyndir eru
uppi um að reisa verksmiðju þar til
að byrja með. Þeir kynntu tæknina í
gær en eins og fram hefur komið
byggist hún á gömlum grunni sem
nær um öld aftur í tímann. Franskur
verkfræðingur, Guy Négere, hefur
unnið að þróun bílvélar undanfarin
15 ár sem er mikil nýjung á þessu
sviði. Bílnum, sem bæði gengur fyrir
loftþrýstingi og rafmagni, fylgir
engin útblástursmengun, orkan er
ódýr og vistvæn og hægt er að nýta
tæknina í margar aðrar gerðir farar-
tækja s.s. báta.
Ásgeir og Valdimar kynntu sér
tæknina hjá MDI-rannsóknarstof-
unni í Nice í Frakklandi. Valdimar
greindi frá því að Frakkarnir hygð-
ust ekki framleiða bílana sjálfir
heldur selja leyfi til aðila sem myndu
svo reisa staðlaðar verksmiðjur sem
myndu þjóna ákveðnum svæðum,
t.a.m. Norðurlöndunum. Hann sagði
að ein slík verksmiðja kostaði um 12
milljónir evra (um 960 milljónir kr.)
með leyfisgjöldum.
Valdimar benti á að höfuðeinkenni
MDI-bíla væru frábærar tækni-
lausnir fyrir mengunarlaust far-
artæki. Venjulegur loftþrýstibíll á að
geta ekið á bilinu 100–200 kílómetra
á hleðslu, en hámarkshleðsla er mis-
munandi eftir stærð bíla. Aðspurður
um kostnað slíkra bíla segir hann að
þriggja sæta borgarsnattbíll myndi
kosta um eina milljón kr. en sex
sæta fjölskyldubíll myndi vera um
hálfri milljón króna dýrari.
Dýr umferð á
höfuðborgarsvæðinu
Gestur segir að víða í nágranna-
löndum okkar og í Bandaríkjunum
sé mönnum farið að vaxa í augum sá
kostnaður sem fylgi nútíma bifreiða-
eign í dag. „Gróft áætlaður heild-
arkostnaður fyrir „bílismann“ á höf-
uðborgarsvæðinu er um 110
milljarðar á ári, þá er allur slysa-
kostnaður meðtalinn. Þó að ekki sé
hægt að spara nema 10% af þessu þá
eru þetta umtalsverðar fjárhæðir á
ári,“ segir Gestur. Hann segir Ís-
lenska loftþrýstifélagið stofnað til
þess að kynna þá möguleika að nota
vistvæna orku í allar mögulegar vél-
ar, s.s. dagróðrabáta, lyftara, trak-
tora og í rauninni allt mögulegt.
Gestur segir að félagið leggi mikla
áherslu á aukin lífsgæði, þ.e. að
menn geti nýtt tímann til annars en
að vinna myrkranna á milli.
Kynntu farartæki 21. aldarinnar
„Þessi tækni
er hér og nú“
Morgunblaðið/Árni Torfason
Ásgeir Leifsson hagverkfræðingur, einn forráðamanna Loftþrýstifélags-
ins, hélt stutt erindi um þá tækni sem loftþrýstibílar byggjast á.
jonpetur@mbl.is