Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Ímyndum okkur að árið sé 2400og við grípum niður í sögubókum tuttugustu öldina. Þar ber
ábyggilega tvennt hæst, annars
vegar styrjaldir og hins vegar að þá
hafi börn verið látin sitja kyrr í
skólastofu í tólf ár, segir Ivar
Heckscher, yfirmaður fræðslu-
deildar Cirkus Cirkör í Svíþjóð.
„Þetta hefur aldrei gerst áður og
gerist vonandi aldrei aftur.“
Það er rétt að sitji börn kyrr í
skólastofu allt of lengi hlýtur það
að hafa slæm áhrif, bæði andlega
og líkamlega. Krakkar á skólaaldri
eru fullir orku og þurfa að fá nægi-
lega útrás en í staðinn er þeim skip-
að að sitja og einbeita sér.
Við Waldorfsskólann í Lækjar-
botnum er að finna ýmiss konar
leiktæki þessa dagana enda hefur
sænski sirkusinn, Circus Cirkör,
haldið námskeið þar fyrir krakka
sem vilja kynnast sirkuslistinni.
Haldin hafa verið tvö námskeið
fyrir krakka á aldrinum átta til ell-
efu ára og tólf til sextán ára.
Á námskeiðinu fá krakkarnir að
prófa margt af því sem fer fram í
sirkus og hefur framtakinu verið
vel tekið.
Cirkus Cirkör er heilmikið batt-erí og eflaust alls ekki allir
sem gera sér grein fyrir hversu
viðamikið starf þar er unnið.
Höfuðstöðvarnar eru í Stokkhólmi
og þar er starfræktur skóli fyrir
unglinga á aldrinum sextán til
nítján ára þar sem þeir geta lært
sirkuslistir samhliða hefðbundnu
bóklegu námi. Við útskrift geta
áhugsamir haldið náminu áfram í
sirkusdeild Dansháskólans í Stokk-
hólmi.
Cirkör stendur einnig fyrir
margs konar opnum námskeiðum,
mikið er unnið með fötluðum börn-
um og í kringum 30–40 þúsund
krakkar sækja helgar- eða viku-
námskeið ár hvert.
Á námskeiðunum í Lækj-
arbotnum kenna fimm ungmenni,
sem stundað hafa nám hjá Cirkör,
og eru þau einkar hæf í sirk-
uslistum. Þar á meðal eru sænsk
systkini sem stunda aðallega loft-
fimleika og Bandaríkjamaður sem
er heimsmeistari í „geggli“ á ein-
hjóli.
Þegar blaðamann Morgunblaðs-ins bar að garði í vikunni var
námskeiðið fyrir yngri börnin í full-
um gangi. Sumir krakkarnir voru
að æfa sig á einhjóli, aðrir að
„geggla“ með bolta og enn aðrir
hangandi í rólu.
Guðrún Ísafold Hilmarsdóttir,
átta ára, og Baldur Logi Bjarnason,
næstum því átta ára, spjölluðu við
blaðamann og voru sammála um að
rólan væri skemmtilegust.
„Ég hélt að það væri erfitt í ról-
unni en svo þegar maður byrjar er
það bara skemmtilegt,“ sagði Guð-
rún.
Þau voru bæði ánægð með nám-
skeiðið og hlökkuðu til næsta dags
því þá var meðal annars trampól-
ínhopp á dagskrá.
„Það eina sem er leiðinlegt er að
það er búið að vera svo mikil rign-
ing í dag að við getum ekki verið
úti,“ sagði Baldur Logi.
Heckscher segir markmið nám-skeiðsins vera tvíþætt. Marga
eldri krakkana hefur dreymt um
þátttöku í sirkuslistum og sumir
hafa reynslu í íþróttum og listum.
„Fyrir yngri krakkana er mark-
miðið að þeir skemmti sér og sjái að
þeir geti gert ýmislegt. Börn vantar
sjálfstraust og með hvatningu er
hægt að bæta það,“ segir Heck-
scher.
Honum líkar vel óhefðbundið
skólastarf Waldorfskólans og telur
að það sé ekki hægt að finna betri
kennara en sjálfa náttúruna, en hún
spilar einmitt stórt hlutverk í að-
ferðum skólans. „Það er skrýtið að
víða í heiminum er miklu fjármagni
eytt í að ferja börn úr sveit í borg í
skóla. Af hverju er þetta ekki öfugt
og börn keyrð úr borg út á land í
skóla?“ Spyr Heckscher og virðist
ekki hafa fengið nein svör.
Hann vill ekki líkja sirkus við
íþróttir þótt bæði feli í sér heil-
mikla hreyfingu. „Íþróttir eru
keppnisgrein og ef þú ert ekki best-
ur ertu ekki neitt, gullmedalían er
það eina sem skiptir máli. Í sirkus
berðu þig einungis saman við sjálf-
an þig og ert ætíð að reyna að bæta
þig. Hæfileikar fólks liggja á ýms-
um sviðum og með námskeiðunum
okkar leyfum við krökkum að prófa
sig áfram og finna hvar þeirra
hæfileikar liggja. Það þarf að gefa
krökkum næði til að finna hvað
vekur áhuga þeirra og þá eiga þau
auðvelt með að einbeita sér,“ segir
Heckscher.
Eldri krakkarnir á námskeiðinuí Lækjarbotnum voru svo
ánægðir að þeir kölluðu eftir fram-
haldsnámskeiði. Heckscher brást
vel við því og hefur nú þegar fengið
nokkra kennara til að koma til
landsins í september. Þar að auki
hafa tveir strákar af námskeiðinu
sýnt skólanum í Stokkhólmi mikinn
áhuga og segir Heckscher að það
væri auðvitað gaman að fá Íslend-
inga þangað.
Það var augljóst að krakkarnir
skemmtu sér vel í Lækjarbotnum
og virtust óhrædd við að prófa eitt-
hvað nýtt. Mörg voru ansi góð og
aldrei að vita nema sirkusfólk
framtíðarinnar hafi leynst í hópn-
um.
Heckscher vill beita sér fyrir því
að koma sirkus inn í skólakerfið
hér á landi, líkt og þekkist í Svíþjóð
og Finnlandi. Það hljómar
skemmtilega og eflaust margir sem
komnir eru fram yfir skólaaldurinn
sem hefðu glaðir vilja stunda sirk-
uslist í stað hefðbundinnar leikfimi
á sínum skólaárum. Það er spurn-
ing hvort Circus Cirkör geti ekki
haldið fullorðinsnámskeið á Íslandi
fyrir fólk sem enn er í tengslum við
barnið innra með sér.
Sirkusdraumar rætast í Lækjarbotnum
’Það þarf að gefakrökkum næði til að
finna hvað vekur áhuga
þeirra og þá eiga þau
auðvelt með að einbeita
sér.‘
AF LISTUM
Vala Ósk Bergsveinsdóttir
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Ivar Heckscher yfirmaður fræðsludeildar Cirkus Cirkör.
valaosk@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Það er aldrei að vita nema þessi stúlka sé sirkusmær framtíðarinnar.
stund Danmerkur árið 1940. Kjörin
ríkisarfi Danmerkur þegar hún var
13 ára. Útnefnd drottning árið 1972
og fyrsta konan í æðstu stöðu danska
ríkisins síðan 1412.
Líf þjóðhöfðingjans og listamanns-
ins Margrétar drottningar hefur ver-
ið viðburðaríkt. Í Margréti talar
drottningin um líf sitt af innsæi og
eldmóði; hlutverk sitt, ábyrgð sína og
staðsetningu sjálfrar sín og annarra í
Danmerkursögunni, en stjórnartíð
Margrétar annarrar er þegar orðin
sú lengsta í sögu landsins. Margrét
varð drottning Dana árið 1972 eftir
að Friðrik IX., faðir hennar, lést og
hefur nú drottnað í 33 ár. Í bókinni
segir Margrét meðal annars: „Þrátt
fyrir að mitt líf sé öðruvísi en ann-
arra, er það alveg jafn raunverulegt.
Það er það líf sem fyrir mér lá.““
ENDURMINNINGAR Margrétar
Þórhildar Danadrottningar, sem
komu út í Danmörku í apríl í vor,
munu koma út í íslenskri þýðingu í
október. Bókin ber heitið Margrét og
kemur út hjá forlaginu Töru, en þýð-
andi er Þórdís Bachmann.
Í fréttatilkynningu segir: „Í Mar-
gréti segir Danadrottning opinskátt
frá lífi sínu og Danmerkur á miklum
umbrotatímum. Þetta eru end-
urminningar sem spanna yfir meira
en hálfa öld, persónuleg frásögn um
hamingjusama bernsku, leitandi
æskuár, ást og erfiðleika, hjónaband,
börn, tengdabörn og barnabörn. Um
frændgarð og konungsríki. Og um
trúna og listina, sem skapar tilgang í
tilveruna.
Líf Margrétar drottningar hefur
verið einstakt. Hún er fædd á örlaga-
Associated Press
Margrét Þórhildur Danadrottning.
Ævisaga drottningar á íslensku
TILVERA, stytta gerð af Steinunni
Þórarinsdóttur myndlistarmanni,
mun framvegis standa á skólatorg-
inu fyrir framan aðalinngang
Menntaskólans á Akureyri. Verkið
var gjöf 40 og 50 ára stúdenta frá
skólanum við skólaslit sem fram
fóru 17. júní síðastliðinn og afhjúp-
uðu fulltrúar þeirra, Sverrir Krist-
insson og Njörður P. Njarðvík,
styttuna.
Stytta Steinunnar er af mann-
veru sem situr á bekk á torginu.
Sagði Njörður við afhjúpunina að
gefendur styttunnar væntu þess að
fólk gæti tyllt sér hjá henni í vonum
og vonbrigðum og enginn ætti að
hverfa frá henni hnugginn.
Ljósmynd/Sverrir Páll Erlendsson
Sverrir Kristinsson og Njörður P. Njarðvík , fulltrúar þeirra sem gáfu MA Tilveru eftir Steinunni Þórarinsdóttur.
Að tylla sér hjá Tilveru