Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 37 DAGBÓK Hið árlega Shellmót 6. flokks karla íknattspyrnu verður haldið í Vest-mannaeyjum dagana 22. til 26. júníog er þetta í 21. fyrsta sinn sem það er haldið. „Upphaflega hét það Tommamótið og hóf göngu sína sumarið 1984 en nafninu var breytt í Shellmótið sjö árum síðar,“ segir Einar Frið- þjófsson, framkvæmdastjóri mótsins. Einar hefur komið að mótshaldinu í sautján ár og segir fjölda gesta þetta árið líklega verða eitthvað í kringum hálft þriðja þúsund. „Leikmenn, þjálfarar og fararstjórar telja eitthvað um ellefu hundruð. Síðan er auðvitað fjöldinn allur af foreldrum sem fylgja börnunum sínum, og auðvitað afar og ömmur og vinir og vandamenn. Þarna er því kominn stór og mynd- arlegur hópur af fólki sem vel verður tekið á móti eins og Vestmannaeyinga er von og vísa,“ segir Einar. Eins og þessar tölur gefa til kynna er skipulag afar mikilvægur þáttur í mótshaldi sem þessu. „Það er mikil vinna í að koma öllu heim og saman svo vel sé en það er gott fólk sem vinnur að þessu og það er auðvitað komin góð reynsla á mótshaldið,“ segir Einar og bætir aðspurður við að dagskráin sé fjölbreytt og ekki snúist allt um fótbolta. „Það er boðið upp á fríar báts- og rútuferðir, það er bæði frítt í sund og á Fiska- og náttúru- gripasafnið og svo verður farið að spranga. Síð- an verða kvöldvökur og til að mynda verður stór grillveisla á laugardagskvöldinu þar sem farið verður í margskonar leiki. Þannig að það verður meira en nóg að gera fyrir strákana og ég á von á því að fullorðna fólkinu komi ekki til með að leiðast; það verður líf og fjör frá morgni til kvölds alla dagana.“ Einn af föstum punktum Shellmótsins er koma stjörnuliðs Ómars Ragnarssonar og á því verður engin breyting í ár: „Ómar hefur komið með liðið sitt á öll mótin nema eitt og ekki minnkar fjörið og sprellið við komu hans,“ segir Einar og hlær. Hann tekur undir með blaðamanni um að slíkt mótshald hafi mikið félagslegt gildi: „Svo sannarlega, þetta hefur heilmikið fé- lagslegt gildi, og ég vil nú einfaldlega kalla þetta stóra og mikla fjölskylduskemmtun – um- fangið er orðið það mikið og þróunin hefur verið á þann veg að það er óhætt að kalla mótið fjöl- skylduskemmtun. Nú, svo skilar þetta sér einn- ig með áþreifanlegum hætti fyrir okkur hér í Vestmannaeyjum. Það eru öll gistirými löngu upppöntuð og þetta er góð vítamínsprauta fyrir bæjarfélagið,“ sagði Einar Friðþjófsson að lok- um. Íþróttir barna | Shellmótið í knattspyrnu haldið í 21. sinn í Vestmannaeyjum Allsherjar fjölskylduskemmtun  Einar Friðþjófsson er framkvæmdastjóri Shellmótsins í knatt- spyrnu, sem fram fer dagana 22. til 26. júní í Vestmannaeyjum. Einar útskifaðist með BA-próf í ensku frá Há- skóla Íslands og starfar sem kennari við Fram- haldsskólann í Vest- mannaeyjum. Einar hefur komið að Shellmótinu með ýms- um hætti allt frá árinu 1988. Hann er giftur Katrínu Freysdóttur og eiga þau þrjú börn sem eru á aldrinum átján ára til þrítugs. Yfirþyrmandi tónlistarnotkun HORFÐI í kvöld á íslenska kvik- mynd. Laxá. Hlakkaði til því ég hafði sjálfur gert myndina „Lax í Laxá“ fyrir ABU 1969, sem hlaut verðlaun í gömlu Tékkó. Hvílík von- brigði. Hver íslenska myndin á fæt- ur annarri er eyðilögð með hljóð- setningu. Síðasta mynd Þorsteins Jóns- sonar var gersamlega rústuð með yfirþyrmandi tónlistarnotkun og sama er að segja um myndina Laxá. Frábærar tökur, alger öræfakyrrð, spegilslétt áin, syndandi fuglar þar sem aðeins ætti að heyrast gjálfrið í ánni og kvak fuglanna er eyðilagt með ískrandi flaututónum og víða í myndinni yfirgnæfir tónlistin mál mannanna sem eru í mynd. Ungu menn, hafið í huga að þögn- in er gulls ígildi þar sem hún á við. Beið eftir kreditlistanum, og sjá: tónlistar-kaflinn var langlengstur. Kveðja, Ásgeir Long. Myndavél týndist í Hveragerði MYNDAVÉL týndist í Hveragerði, líklega hjá fánastöngunum í brekk- unni á leiðinni í sundlaugina. Í myndavélinni var filma með mynd- um af skírn og er hún því eiganda mikils virði. Skilvís finnandi hafi samband við Rut í síma 552 7725 og 699 7725. Vínrautt hjól týndist VÍNRAUTT antikhjól týndist fyrir utan Rangá í Skipasundi fyrir 3 mánuðum. Hjólsins er sárt saknað. Þeir sem vita um hjólið eru beðnir að hafa samband í síma 553 1223. Kíra týndist í Grafarvogi KÍRA er 2ja ára brún- bröndótt, fín- gerð og sér- lega mannelsk læða sem týndist 17. júní sl. Hún gæti hugs- anlega hafa lokast einhvers staðar inni og er fólk beðið að athuga kompur, skúra og bíla. Hennar er sárt saknað. Þeir sem geta gefið upplýsingar hafi samband við Bryn- dísi í síma 587 9368 eða 847 4503. Fundarlaun. Páfagaukur fannst LÍTILL páfagaukur (gári) fannst í Einihlíð í Hafnarfirði 14. júní s.l. Upplýsingar í síma 698 4925. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 90 ÁRA afmæli. Á morgun, 23.júní, er níræð Björg Krist- mundsdóttir, Lindasíðu 4, Akureyri. Hún tekur á móti vinum og vanda- mönnum föstudaginn 24. júní í Húsi aldraðra, Lundargötu 7, Akureyri, milli kl. 15–19. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Í KVÖLD verður Dómkórinn með tónleika í Dómkirkjunni þar sem hann lýkur vetrarstarfinu. Samkvæmt Marteini H. Friðrikssyni stjórnanda kórsins hefur kórinn ávallt haldið tónleika á þessum árstíma, stundun erlendis eða úti á landsbyggðinni, en í kvöld syngur kórinn á heimavelli í Dómkirkjunni. Í fyrri hluta tónleikanna flytur kórinn þjóðlög og madrigala sem að sögn Marteins bera með sér það fjör og þá gleði sem fylgir þessum tíma ársins. Síðan verður flutt verkið Missa cum populo eftir tékkneska tónskáldið Petr Eben. „Tónskáldið, sem er ennþá á lífi, var sem unglingur sendur í fangabúðir nasista. Sú reynsla hefur haft mikil áhrif á tónsmíðar hans. Petr Eben hefur samið mikið af kirkjutónlist sem hefur verið flutt út um allan heim,“ segir Marteinn um tónskáldið og heldur áfram:. „Í tónlistinni og textunum endurspeglast vonin um bætta og betri.“ Flytjendur eru alls um 100 manns, kór, trompet og básúnur, slagverks- hljóðfæri, orgel og einsöngvari. Þá er verkið einnig skrifað með þátttöku safnaðarins eða tónleikagesta í huga og hefur Dómkór- inn fengið nokkra vini auk félaga úr kór Menntaskólans í Reykja- vík til að taka þátt í flutningnum. Auk Dómkórsins syngur Hall- veig Rúnarsdóttir einsöng, Guðný Einarsdóttir leikur á orgel og hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og aðgangseyrir er 1.000 kr. (C) MOTIV-MYND/Jón Svavarsson Sumartónleikar Dómkórsins í Reykjavík BÓKA- og byggðasafn N-Þing- eyinga opnaði sýninguna: „Að koma ull í fat“ 19. júní sl. Á sýningunni eru vettlingar og sokkar sem fengnir hafa verið að láni hjá ýmsum aðilum við Öxar- fjörð auk þess sem dregnir eru fram vettlingar og sokkar í eigu safnsins. „Aðalsérkenni Bóka- og byggða- safns Norður-Þingeyinga er óvenjulega fjölbreytt safn hand- verks, t.d. útsaumur, vefnaður, brúðarbúningar frá 19. öld, verk- færi og útskurður. Hér höfum við stórt ljósmyndasafn frá bæjum og íbúum héraðsins. Er hér merkt safn norrænna bóka, auk bókasafns Helga frá Leirhöfn.“ segir í tilkynn- ingu frá safninu um það sem hægt er að skoða á safninu. Byggðasafnið er opið til 31. ágúst, þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 13–17. Á öðrum tíma eftir sam- komulagi við starfsfólk. Sýningin verður opin til 1. ágúst 2005. Vettlingar og sokkar til sýnis Hálendishand- bókin eftir Pál Ásgeir Ásgeirs- son var fyrst gef- in út 2001. Árið 2004 kom hún út í nýrri og end- urbættri útgáfu og fylgdi geisla- diskur með myndskeiðum af 80 vöðum á há- lendinu. Heimur hf., útgefandi bókarinnar hefur nú látið þýða hana. „Hálendishandbókin hefur þá sér- stöðu meðal leiðsögubóka um Ís- land að þar er lýst jöfnum höndum ökuleiðum, gönguleiðum og áhuga- verðum áfangastöðum á vinsælustu hálendisleiðum á Íslandi. Í bókinni er fjöldi vandaðra ljósmynda eftir fjölda höfunda og kort af einstökum svæðum sem lýst er bæði fyrir öku- menn og göngugarpa,“ segir enn fremur í kynningunni. Bókin heitir á ensku Adventure in Iceland og er í nokkuð styttri útgáfu en íslenska bókin en útlit og upp- setning er óbreytt. Það var Daniel Teague sem þýddi. Handbók ÚT er komin bók- in Saga svína- ræktar á Íslandi frá landnámi til okkar daga eftir Friðrik G. Olgeirs- son sagnfræðing. Saga svína- ræktar á Íslandi skiptist í tíu kafla. „Viðfangsefni þessa rits er saga svínaræktar á Íslandi frá land- námi til okkar daga. Landnámsmenn komu með svín og önnur húsdýr með sér til landsins. Fyrstu aldirnar skipti svínahald töluverðu máli og færð eru fyrir því rök að fyrstu árin meðan landnámsmenn voru að koma sér fyrir í hinu nýja landi hafi svínakjöt verið ein helsta fæða þeirra vegna miklu meiri frjósemi svína en annarra húsdýra.“ segir í kynningu um bókina. Friðrik G. Olgeirsson er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur og Saga svínaræktar er 12. bók höfundar. Bókin er 272 blaðsíður, prýdd um 200 ljósmyndum, teikningum og myndritum. Bókin var unnin í prent- smiðjunni Gutenberg. Bók

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 166. tölublað (22.06.2005)
https://timarit.is/issue/261857

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

166. tölublað (22.06.2005)

Aðgerðir: