Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 21
MINNSTAÐUR
Reykjanesbær | „Ég er ánægður með
það. Þá verður ákveðnum áfanga náð.
Við verðum að halda áfram að skapa og
bæta við,“ segir Rúnar Júlíusson, ný-
kjörinn bæjarlistamaður Reykjanes-
bæjar og einn af stofnendum Popp-
minjasafns Íslands í Keflavík, þegar
hann var spurður um áform bæjaryf-
irvalda um að koma safninu fyrir í
framtíðarhúsnæði innan fjögurra ára.
Ný sýning Poppminjasafnsins, Stuð og
friður, hefur verið opnuð í Gryfjunni í
Duushúsum.
Við opnun sýningarinnar sagði Árni
Sigfússon bæjarstjóri frá áformum um
uppbyggingu tónlistarmiðstöðvar við
Stapann en þar á Tónlistarskóli
Reykjanesbæjar að fá aðstöðu sem og
Poppminjasafn Íslands. Lýsti Árni því
yfir að Rúnar Júlíusson yrði fenginn til
að opna Poppminjasafnið í viðeigandi
aðstöðu áður en fjögurra ára kjörtíma-
bili hans sem bæjarlistamanns lyki.
Þeirri yfirlýsingu var fagnað af gestum
við athöfnina.
Hugað að stofnun félags
Nokkrir áhugamenn stofnuðu Popp-
minjasafn Íslands með sýningunni
Bítlabærinn Keflavík á veitingahúsinu
Glóðinni árið 1997. Síðar var Byggða-
safni Reykjanesbæjar falin umsjá með
safninu. Komið var upp heimasíðunni
poppminjasafn.is og nú hefur verið sett
upp sýning um áttunda áratuginn, Stuð
og friður. Þar er sögunni lýst í máli,
myndum og tónlist og jafnframt tíðar-
andanum hérlendis og erlendis.
Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumað-
ur Byggðasafnsins, segir að markmiðið
með sýningunni sé að gera Poppminja-
safnið aftur sýnilegt. Með því sé vonast
til að það vaxi og dafni og verði að ein-
hverju meira. Hún segir að þótt henni
hafi sýnst poppið dafna ágætlega á
milli rokkanna og strokkanna á
byggðasafninu þurfi meira til. Safnið
verði að hafa öflugt tengslanet í tón-
listargeiranum. Segir hún að til tals
hafi komið að stofna sjálfseignarstofn-
un sem myndi vinna með Reykjanesbæ
að uppbyggingu sjálfstæðs Poppminja-
safns. Þannig megi ef til vill skapa
grundvöll til þess að byggja safnið upp.
Rúnar Júlíusson er ánægður með að
Poppminjasafnið sé aftur komið út úr
geymslunni og farið sé að huga að upp-
byggingu þess á ný. Hann vill að hugs-
að verði stórt þegar safnið verður
byggt upp á varanlegum samastað. Það
verði tónlistar- og fræðasetur fyrir
komandi kynslóðir og litið verði til er-
lendra fyrirmynda. Það verði vel
tæknivætt en um leið lifandi og með
nýjustu strauma og stefnur í tónlistinni
á hverjum tíma.
Telur Rúnar að hugmyndin sé í góð-
um farvegi og svona þurfi að vinna
málið skref fyrir skref.
Poppminjasafn Íslands opnar sýningu um áttunda áratuginn
Safnið opnað í nýrri tónlistar-
miðstöð innan fjögurra ára
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Útihátíð Á sýningu Poppminjasafnsins er rakin saga rokksins á áttunda áratugnum
en einnig gefst gestum kostur á að upplifa tíðarandann á þeim árum.
SUÐURNES
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Keflavík | „Ég
geri bara nýja
plötu og nota pen-
inginn og tímann
til þess. Hún kem-
ur út á næsta ári,“
segir Rúnar Júl-
íusson tónlist-
armaður, nýkjör-
inn bæjar-
listamaður
Reykjanesbæjar til
næstu fjögurra
ára. Heiðurs-
nafnbótinni fylgdi
500 þúsund króna
framlag sem lista-
manninum er ætl-
að að nota til að
kynna bæjarbúum
list sína. Rúnar
ætlar að nota það
til að gefa út enn
eina plötuna.
Rúnar hefur ný-
lega gefið út plötu
sem kom út á sex-
tugsafmæli rokk-
arans. Hann segist
vera kominn á
þann aldur að
hann heyri grasið
gróa, hann sé bú-
inn að sá það víða
að hann heyri uppskeruna á öldum ljósvakans. Og Rúnar
Júlíusson segist ekki sjá annað en stöðug gróska sé fram-
undan í tónlistinni.
Hann segist njóta þeirra forréttinda að vinna með ungu
fólki að skapandi tónlistarstarfi. Nefnir að hann hafi unnið
með Hjálmum, björtustu voninni í íslenskri tónlist, að síð-
ustu plötu sinni og segir að það sé ef til vill táknrænt.
Rúnar segist ekki vera búinn að móta næstu plötu en það
sé allt í eðlilegri gerjun.
Notar peningana til
að gera nýja plötu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Rokkarar Ástþór Baldursson aðstoðar
afa sinn, bæjarlistamanninn Rúnar Júl-
íusson, við að halda á verðlaununum.
Húsavík | Sænskir dagar til heiðurs
landkönnuðinum Garðari Svavars-
syni, Náttfara og hans fólki sem sett-
ist að í Þingeyjarsýslu voru settir
formlega í Sjóminjasafninu á Húsa-
vík sl. mánudag. Það var Reinhard
Reynisson bæjarstjóri sem setti há-
tíðina sem mun standa fram á sunnu-
dag og sagði m.a. þessa sænsku daga
dæmi um birtingarform svokallaðrar
menningartengdrar ferðaþjónustu.
Við setninguna fluttu ávarp þeir
Guðni Halldórsson, forstöðumaður
Safnahússins á Húsavík, sem kom
m.a. inn á sífellda nálægð þeirra
Garðars og Náttfara í sínu ávarpi og
Ulf Svenér, sendifulltrúi sænska
sendiráðsins á Íslandi, sem m.a. skil-
aði kveðju frá Nóbel-bænum Karl-
skoga, vinabæ Húsavíkur í Svíþjóð.
Þá fluttu húsvískir tónlistarmenn
tónlistaratriði við athöfnina og
spiluðu m.a. sænsk lög.
Annars er dagskrá Sænskra daga
með ýmsum hætti, m.a. tilboð á
sænskum vörum í verslunum bæj-
arins sem og sænskir réttir á mat-
seðlum veitingahúsanna. Þá verður
uppákoma við Hið íslenska reðasafn í
vikunni og um helgina verður í boði
landnámsferð vestur yfir Skjálfanda
á söguslóðir Náttfara.
Hátíð til heið-
urs Garðari
Svavarssyni
Morgunblaðið/Hafþór
Hátíð í bæ Aðalsteinn Ísfjörð og Sigurður Hallmarsson skemmtu gestum
með harmonikuleik í Sjóminjasafninu. Léku meðal annars sænsk lög.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Seyðisfjörður | Karlinn í
tunglinu, menningardagur
barna er hátíð fyrir börn á öll-
um aldri þó að dagskráin sé
sérstaklega sniðin að áhuga-
sviði leik- og grunnskólabarna.
Hátíðin var haldin á Seyðis-
firði sl. laugardag og á dag-
skrá var m.a. listasmiðja fyrir
börn, skemmtidagskrá og grill
fyrir alla fjölskylduna. Í ár var
smíðaverkstæði með allslags
kubbum og spýtum og gátu
foreldrar og börn dundað sér
við að skapa það sem þeim
datt í hug. Hvalir og fuglar
voru þó þema, þar sem börn-
unum er gefið að senda þau
verk á listasýningu í Reykja-
vík.
Pétur Kristjánsson á heið-
urinn af þessum árlega við-
burði sem er sífellt að verða
vinsælli.
Karlinn í tunglinu vill hvali og fugla
Ljósmynd/EBB
Úr smiðjumó Smáhveli og fuglar skorin út á hátíð barna á Seyðisfirði.
LANDIÐ