Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 17 ERLENT Teheran. AFP. | Margar íranskar konur óttast nú að harðlínumaðurinn Mahmoud Ahmadinejad muni sigra í síðari umferð forsetakosninganna á föstudag og í kjölfarið muni ýmis réttindi kvenna afnumin. Einkum eru það ungar mennta- konur í höfuðborginni Te- heran sem líst illa á stöðu mála. „Við höfum alltaf áhyggjur. Við höfum aldr- ei verið rólegar. En núna, þegar Ahmadinejad er orðinn valkostur, finnst mér að um sé að ræða hættuástand,“ sagði kvik- myndagerðarkonan Man- iejh Hekamt. Síðustu árin, í forseta- tíð Mohammads Khatam- is, fráfarandi forseta, hef- ur verið slakað á ýmsum hömlum varðandi sam- skipti ungs fólks á al- mannafæri, reglum um klæðaburð kvenna og fleira. Liðsmenn Ahmad- inejads hafa reynt að sefa óttann og fullyrða þeir að réttindi kvenna verði ekki skert á ný. Og forsetaefn- ið hefur reynt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. „Ég tel að konur hafi ýmsa góða eiginleika, til dæmis eru þær ábyrgar og vandvirkar,“ sagði Ahmadinejad. Hann varaði nýlega menn við að tileinka sér „karlrembu“ og sagði rangt að gera falskan grein- armun á kynjunum. En þessar tilraunir hans hafa ekki dugað til að sefa óttann. „Ráðist verð- ur aftur á unga fólkið eins og gerðist á níunda áratugnum vegna þess að stuðningsmenn Ahmadinejads kom- ust til áhrifa um það leyti,“ segir Saeedeh Eslamieh, blaðamaður á miðjublaðinu Shargh. „Ungt fólk sem ver kvöldunum á kaffihúsum mun aft- ur verða að halda sig heima til að forðast aðkast.“ Ahmadinejad hefur kvartað yfir því að á undanförnum ár- um hafi ríkt taumleysi í menningar- málum og sagt að skipulagðir hópar hafi „ýtt undir úrkynjun“. Hann hef- ur heft eftir mætti starfsemi menn- ingarmiðstöðvar Teheran, sem var áður mjög öflug. Meira frelsi núna en áður En frjálsræðið í Íran er meira en á fyrstu árum klerkabyltingarinnar 1979. „Ég tel að við höfum meira frelsi í einkamálum en áður, við get- um valið þá liti sem við viljum sjálf og hann [Ahmadinejad] myndi færa okkur aftur um tvo áratugi hvað snertir frelsi í þessum efnum,“ segir Mahnaz, sem er 29 ára og grafískur hönnuður. Margar konur segjast nú ákveðnar í að kjósa klerkinn Akbar Hashemi Rafsanjani á föstudag þótt hann væri áður talinn harðlínumaður. „Ég kaus ekki í fyrri umferðinni,“ segir Mana, 19 ára danskennari. „En ég ætla núna að kjósa Rafsanjani vegna þess að mér líst betur á hann og skoðanir hans, að minnsta kosti verður ástand- ið ekki verra en núna.“ Önnur ung kona, sem ekki vildi gefa upp nafn sitt, var ásamt ungum vini sínum í skemmtigarði og naut friðsældarinnar þar. Hún þrýsti hönd vinar síns og fullyrti að íranskar kon- ur myndu ekki sætta sig aftur við að frelsi þeirra yrði skert. „Íranska þjóðin er búin að fá nóg af kúgun. Ef Ahmadinejad beitir kúgun verður sprenging,“ sagði hún. „Ef Ahmadinejad beitir kúgun …“ Morgunblaðið/Halla Íranskar konur verða að ganga með slæðu á al- mannafæri. Ung kona í Teheran er hér með nýtískulega, græna slæðu sem hún ber eins aft- arlega á höfðinu og unnt er. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti er lentur í erfiðri klípu vegna þeirrar ákvörðunar sinnar að út- nefna John Bolton, fyrrverandi að- stoðarutanríkisráðherra, sem næsta sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Demó- kratar í öldungadeild Bandaríkja- þings hafa nú tvívegis komið í veg fyrir staðfestingu Boltons í emb- ættið og því eru góð ráð dýr fyrir forsetann, vilji hann halda því til streitu að Bolton verði fulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ. Demókratar hafa haldið uppi málþófi, (e. filibuster) í öldunga- deildinni gegn útnefningu Boltons. Repúblikanar hugðust binda enda á málþófið með sérstakri atkvæða- greiðslu í fyrrakvöld, en höfðu ekki tilskilin atkvæði til þess, að- eins 54 greiddu atkvæði með því að binda enda á málþófið og að út- nefning Boltons yrði send til af- greiðslu. 38 voru á móti. Reglur öldungadeildarinnar kveða á um að atkvæði 60 þing- manna af 100 þurfi til að binda enda á málþóf og voru repúblik- anar raunar fjær því nú að ná til- skildum atkvæðafjölda heldur en í fyrra skiptið, sem málið var borið upp. Samþykktur ef útnefningin fengist borin undir atkvæði Aukinn meirihluta þarf ekki til þegar kemur að útnefningunni sjálfri og í raun er ljóst að Bolton yrði samþykktur í stöðuna, ef út- nefning hans fengist einhvern tím- ann borin upp til atkvæða, þar sem repúblikanar hafa rúman meiri- hluta í öldungadeildinni, eiga þar 55 þingmenn af 100. Bush á nú þrjá kosti í stöðunni, að því er fram kom í bandarískum fjölmiðlum í gær. Hann gæti í fyrsta lagi dregið útnefningu Bolt- ons til baka og útnefnt annan mann í hans stað. Forsetinn gæti í öðru lagi komið til móts við kröfur demókrata, sem neituðu að ljá máls á því að út- nefning Boltons yrði borin upp til atkvæða nema Hvíta húsið gerði opinber gögn um embættisfærslu Boltons í utanríkismálaráðuneyt- inu, en hann var þar aðstoðar- utanríkisráðherra og umdeildur sem slíkur. Í þriðja lagi gæti Bush leitt hjá sér afstöðu Bandaríkjaþings, ein- faldlega sett Bolton í embættið þegar öldungadeildin er farin í sumarleyfi í júlíbyrjun. Myndi slík embættisskipan gilda þar til þing kemur saman að nýju eftir kosn- ingar haustið 2006, þ.e. í janúar 2007. Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins, lýsti því þó yfir í gær að forsetinn vonaðist enn til þess að tilnefning Boltons færi til afgreiðslu í öldungadeildinni. Yrði veikur fulltrúi hjá SÞ Enginn áðurnefndra kosta er góður fyrir Bush, hættan sögð sú að hann virki veikur leiðtogi sem ekki er fær um að ná sínu fram á þingi. Er bent á í þessu sambandi að ánægja með störf forsetans hef- ur farið minnkandi, samkvæmt skoðanakönnunum, og að forsetar eiga jafnan erfitt um vik að ná stefnumálum sínum fram er líða fer á seinna kjörtímabil þeirra. Þá er sagt um þriðja kostinn, að Bolton yrði óhjákvæmilega veikur fulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ ef hann hefði ekki áður hlotið umboð Bandaríkjaþings til að starfa þar. Bush hefur sagt um Bolton – sem hefur í gegnum tíðina látið ýmis ummæli falla um SÞ sem ekki þykja benda til að hann hafi hagsmuni samtakanna mjög í fyrirrúmi – að hann sé réttur mað- ur í sendiherraembættið, það þurfi mann eins og hann á vettvang til að stuðla að þeim umbótum sem þurfi að verða á starfi SÞ. And- stæðingar Boltons segja hann hins vegar hafa komið illa fram við undirmenn sína í utanríkisráðu- neytinu og hann er sakaður um að reyna gjarnan að laga upplýsingar að hugmyndafræðilegum línum. Eru demókratar sagðir trúa því að gögnin, sem Hvíta húsið neitar að gera opinber um embættis- færslu Boltons, leiði einmitt sitt- hvað í þá veru í ljós. Demókratar komu öðru sinni í veg fyrir staðfestingu Johns Boltons sem sendiherra hjá SÞ Bush gæti sett Bolton í embættið tímabundið Reuters John Bolton Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 166. tölublað (22.06.2005)
https://timarit.is/issue/261857

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

166. tölublað (22.06.2005)

Aðgerðir: