Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 41 MENNING MÁLVERK listakonunnar Ríkeyjar Ingi- mundardóttur vann til fyrstu verðlauna í sér- grein olíumálverka á San Diego County- hátíðinni í Del Mar í Kaliforníu sem stendur frá 10. júní til 4. júlí. Gert er ráð fyrir að rúmlega milljón manns sæki þessi hátíðahöld sem eru afar fjölbreytt. Þar á meðal er sýning á fagurlistum. 1.200 listamenn sóttu um að taka þar þátt og 600 voru valdir inn af sérfróðum dómurum. Ríkey sýnir tvö skúlptúrverk og téð málverk. Ríkey vinnur til verðlauna í San Diego Ríkey Ingimundardóttir við verðlaunaverk sitt. TÓNLIST Íslenskar hljómplötur Skandinavia - Skandinavia  Skandinavia, fyrsta hljómplata sam- nefndrar rokksveitar sem skipuð er þeim Elízu Newman, söngkonu, pínaó- og fiðlu- leikara, Martin Maddaford bassaleikara, Dave Colinder trommuleikara og Claire Wakeman gítarleikara. Trommuleikari í þremur laganna er Tom Hooper. Global Warming gefur út. ELÍZA Newman hefur komið víða við frá því hún kom fram á sjónar- sviðið sem Elísa Geirsdóttir í Kol- rössu krókríðandi á Músíktilraunum fyrir rúmum áratug. Kolrassa breyttist í Bellatrix, sem náði býsna góðum árangri ytra þó aldrei hafi sveitinni tekist að ná því sem stefnt var að, og síð- an hefur Elíza mótað sér nýj- an stíl og tekið nýja stefnu, sótt í þyngra rokk í seinni tíð eins og heyra má á fyrstu breiðskífu nýrrar hljóm- sveitar hennar sem kallast Skandin- avia. Fiðla og rafgítar eiga ekki oft samleið í rokki, enda býsna ólík hljóðfæri. Dæmi um rafmagnaðan fiðluleik eru þó nokkur og til að mynda var talsvert um það að tilraunarokksveitir áttunda áratug- arins beittu fiðlu til að gefa tónlist- inni framandlegan blæ, „Curved Air“, „Amon Düül II“, eða „It’s a Beautiful Day“, eða þeir keyrðu á raffiðlu sem sólóhljóðfæri – Jerry Goodman með Mahavishnu Orch- estra og ógleymanlegt er framlag Don „Sugarcane“ Harris til Zappa- skífunnar Weasels Ripped My Flesh. Drifkraftur Skandinaviu er framúrskarandi söngur Elízu og fínn fiðluleikur og kraftmikill gítarleikur Claire Wakeman, sem einnig leikur með Suffrajets. Hrynparið, Martin Maddaford og Dave Collinder, er einnig sérdeildis þétt, sérstaklega er Dave Collinder öflugur trommuleik- ari. Eitt helsta einkenni Kolrössu og síðan Bellatrix var kraftmikill og til- finningaríkur söngur Elízu og geng- ur enn lengra í tónlist Skandianvia þar sem söngurinn er í algjörum for- grunni. Fiðlan er síðan smekklega notuð í laglínum og Claire Wakeman er fantafínn gítarleikari. Veikleiki plötunnar er aftur á móti lagasmíð- arnar, því þó á plötunni séu nokkur fín lög vantar lag eða lög sem ná að grípa mann almennilega. Upphafslagið, „Never Too Late“, er gott lag og mjög vel sungið og önnur góð lög eru „Blue Boy“, sem sver sig í ætt við framsækið súrt rokk fyrri tíma með magnaðri fiðlu- keyrslu og grófu gítarspili, Sól, með mjög hrífandi röddun, „Dark Days“ og „Dog“, lokalag og besta lag skíf- unnar þó í textanum séu klénar lín- ur. Textar plötunnar eru annars misgóðir og sumstaðar málvillur. Helsti galli plötunnar er þó um- slagið, það vekur lítinn áhuga á að heyra það sem á plötunni er og gefur enga hugmynd um það sem á henni er að finna. Þessi frumraun Skandinavia lofar góðu, sveitin er skemmtilega þétt með firnagóðan gítarleikara og Elíza er með bestu rokksöngkonum. Með betri lögum og textum er hún til alls vís. Árni Matthíasson Nýr stíll og stefna Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 166. tölublað (22.06.2005)
https://timarit.is/issue/261857

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

166. tölublað (22.06.2005)

Aðgerðir: