Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Safnið er opið í sumar
Árleg flughelgi 25. og 26. júní
Upplýsingar á www.flugsafn.is
MIKILL vöxtur er í útflutningi
ferskra fiskflaka og þá einkum og
sér í lagi frá Norður- og Austur-
landi. Þannig voru flutt út frá þess-
um landshlutum um 300 tonn árið
2001, 2,6% af heildarútflutningi, en í
fyrra, 2004, rúmlega 4.000 tonn sem
eru tæplega 23% af heildarútflutn-
ingi. Það sem af er þessu ári hefur
útflutningur enn aukist og talið að
svo muni verða áfram næstu miss-
eri. Magnið er mest úr Eyjafirði.
Þetta kom fram í máli Njáls
Trausta Friðbertssonar, viðskipta-
fræðings og flugumferðarstjóra, á
fundi um millilandaflug frá Norður-
og Austurlandi til Evrópu. Rann-
sóknastofnun Háskólans á Akureyri
vann að þessu verkefni, en Kaup-
félag Eyfirðinga kostaði það.
Benti Njáll Trausti, sem vann
skýrsluna, á að mikill og vaxandi
fragtflutningur væri í heiminum öll-
um og það sama gilti um Ísland.
Nefndi hann að milli áranna 2003 og
2004 hefði magnið farið úr 13 þús-
und tonnum í 17 þúsund tonn, sem
flutt voru út frá landinu. Mest er
flutt út til Bretlands og Belgíu, en
markaður vex hröðum skrefum í
Frakklandi.
Aðalsteinn Helgason hjá Sam-
herja sagði að á vegum fyrirtæk-
isins væri flogið út með afurðir um
300 sinnum á ári, til að hægt væri
að þjónusta viðskiptavini ytra með
ferskan fisk þyrfti helst að fljúga
með vörur út 6 sinnum í viku. Gæði
vörunnar skiptu mestu sem og einn-
ig að geta alltaf afgreitt hana. Að-
alsteinn sagði að því fylgdi mikill
kostnaður að flytja fiskinn suður til
Keflavíkur frá Eyjafirði „og við er-
um áhugamenn um að geta sent
okkar vörur beint héðan frá Akur-
eyri“, sagði hann. Hægt væri að
hugsa sér að flytja fiskinn út að
hluta til með farþegavélum.
Helsti galli er of stutt flug-
braut og flugstöð í minna lagi
Njáll Trausti fjallaði um hugs-
anlegt millilandaflug frá Norður- og
Austurlandi í erindi sem hann hélt á
fundinum og sagði að á svæðinu
milli Hrútafjarðar og Djúpavogs
byggju um 46 þúsund manns, þ.e.
þeir sem eflaust myndu nýta sér
beint flug til útlanda frá þessum
svæðum.
Hann fór yfir helstu atriði varð-
andi þá flugvelli sem til staðar eru
og nefndi m.a. að gjörbreyting hefði
orðið á Akureyrarflugvelli hvað
varðar tækjabúnað og aðbúnað all-
an, en vissulega væri flugstöðin full-
lítil, annaði um 400 manns á hverj-
um tíma. Brautin er nú 1.940 metra
löng og 45 metra breið, en að því er
fram kom í máli Njáls Trausta er
lykilatriði að lengja brautina til suð-
urs, um 460 metra. Helsti gallinn
við flugvöllinn væri sá að brautin
væri of stutt.
Fram kemur í skýrslunni að er-
lendum ferðamönnum hefur fjölgað
umtalsvert á síðastliðnum árum,
fjórföldun hefur orðið á komum frá
árinu 1983 og þá eru Íslendingar
mun meira á ferðinni en áður var,
„það er bara hluti af velmeguninni“,
sagði Njáll Trausti og benti á að um
30 þúsund manns færu um Kefla-
víkurflugvöll í hverjum mánuði.
Varpaði hann fram hugmynd um
svonefnd þríhyrningsflug, þ.e. að
ferðamenn hefðu val um hvaðan
þeir héldu og hvar þeir lentu, það
þyrfti ekki að vera sami staðurinn í
öllum tilvikum. „Okkar stærsti
möguleiki felst í að slíkt fyrirkomu-
lag komist á,“ sagði Njáll Trausti.
„Okkar markmið ætti að vera að
skoða vandlega hvort hægt er að
koma því á, taka lítil skref í einu.“
Ásbjörn Björgvinsson, formaður
stjórnar Markaðsskrifstofu ferða-
mála, sagði það mikið hagsmunamál
að koma á millilandaflugi frá Akur-
eyrarflugvelli, það myndi styrkja
ferðaþjónustu og atvinnulíf almennt
og þar með byggðarlögin. Benedikt
Sigurðarson, formaður stjórnar
KEA, sagði flöskuhálsinn vera flug-
brautina, afar mikilvægt væri að
hún yrði lengd og kvaðst hann von-
ast til að samgönguráðherra myndi
láta í sér heyra varðandi það mál
innan tíðar.
Arngrímur Jóhannsson flugstjóri
benti á að mikill fastur kostnaður
fylgdi rekstri flugvéla og nefndi
dæmi, þannig að margt þyrfti að
ganga upp ef dæmið í heild sinni
ætti að ganga upp. Tvennt kæmi þó
einkum til greina, að stofna félag
heimamanna, staðsett í bænum en
t.d. í samvinnu við önnur félög og
væri í sjálfu sér ekkert því til fyrir-
stöðu. Hinn kosturinn væri að reka
slíkt félag einhvers staðar í útlönd-
um.
Möguleikar á farþega- og fraktflugi milli Akureyrarflugvallar og Evrópu
Lykilatriði að
lengja flugbraut-
ina til suðurs
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Mikill áhugi Greinilegt er að Akureyringar og nágrannar þeirra eru
áhugasamir um millilandaflug úr heimabyggð, þeir streymdu til fundar um
málefnið sem haldinn var í gær.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Millilandaflug Njáll Trausti Frið-
bertsson kynnir niðurstöður rann-
sóknar sinnar um hugsanlegt milli-
landaflug um Akureyrarflugvöll.
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
AKUREYRI
FYRSTA opna húsið og lautarferð í
lundinn verður nú á Jónsmessunni,
fimmtudaginn 23. júní í Freyjulundi
í Arnarneshreppi og stendur yfir frá
kl. 17 til 21. Aðalheiður S. Eysteins-
dóttir og Jón Laxdal hafa hreiðrað
um sig með listastarfsemi í Freyju-
lundi, gömlu félagsheimili rétt norð-
an Akureyrar, en þar hafa þau unnið
að miklum breytingum og endur-
bótum. Þau bjóða nú gestum heim,
að koma við og fá súpu, en nefna að
gott væri ef gestir legðu með sér
lítilræði á matarborð og drykki. Til
skemmtunar og hugarhægðar verð-
ur boðið upp á ljóðalestur, lista-
smiðju fyrir börn og fullorðna þar
sem afrakstrinum verður boðin þátt-
taka í verki sem Aðalheiður er að
vinna fyrir sýningu í Hafnarhúsinu í
Reykjavík í júlí. Umfram allt er
meiningin að eiga notalega stund
saman og eru allir velkomnir.
Lautarferð í lundinn
ARCTIC Open golfmótið hefst á Jað-
arsvelli á Akureyri í dag, miðvikudag-
inn 22. júní og stendur fram á laugar-
dag, 25. júní.
Arctic Open er alþjóðlegt golfmót
sem hefur verið haldið frá árinu 1986
og hafa á þriðja þúsund innlendir og
erlendir gestir látið drauminn rætast
og tekið þátt í mótinu. Í ár eru yfir
160 þátttakendur skráðir til leiks, þar
af um 40 útlendingar frá 6 löndum.
Keppendur eru sammála um að það
sé einstök upplifun að spila golf í
blóðrauðu sólarlagi um miðnæturbil
svo nærri heimskautsbaugi.
Opnunarhátíð verður í kvöld, en á
morgun og föstudag verða leiknar
samtals 36 holur þegar hallar degi og
fram yfir miðnættið. Leikið er eftir
Stableford punktakerfi með og án
forgjafar auk þess sem verðlaun eru
veitt fyrir besta árangur í kvenna- og
öldungaflokki án forgjafar. Samhliða
leik er spiluð liðakeppni. Fjórir eru
saman í liði og valið er í liðin af handa-
hófi. Á lokahófi mótsins á laugardags-
kvöld mun Friðrik V. Karlsson mat-
reiðslumeistari töfra fram tólf rétti
sem unnir eru úr hráefnum frá sjáv-
arútvegs- og matvælafyrirtækjum á
Eyjafjarðarsvæðinu.
Um 160 þátttak-
endur á Arctic Open
„ÉG minnkaði ekkert frekar lær-
dóminn með árunum, en einkunn-
irnar fóru hækkandi,“ segir Helga
Valborg Steinarsdóttir, Dux
Scholae Menntaskólans á Ak-
ureyri. Hún fékk 10 í öllum próf-
um, bæði á haust- og vorönn og
lauk stúdentsprófi með einkunnina
9,66, sem er meðaleinkunn hennar
öll fjögur námsárin við skólann.
Það eru um eða yfir 60 próf.
Helga Valborg var á málabraut
og segir að ef menn séu á réttri
braut, séu að læra það sem þeir
hafi mestan áhuga á, þá gangi jafn-
an betur. „Ég hef mikinn áhuga á
tungumálum og bókmenntum,“
segir hún og kemur þá ekki á óvart
að Helga Valborg hefur skráð sig í
ensku og almenna bókmenntafræði
við Háskóla Íslands næsta haust.
Í sumar vinnur hún við af-
greiðslustörf í Pennanum á Akur-
eyri og líkar vel, en hún hefur unn-
ið þar með námi við Mennta-
skólann undanfarin ár. „Þetta er
mjög skemmtilegt, það er ástæðan
fyrir því að ég sótti um vinnuna,
túristarnir streyma í búðina og
maður heldur kunnáttunni við,
heldur í það minnsta áfram að
telja.“
Í ágúst liggur svo leiðin á þýsku-
námskeið í Heidelberg, á vegum
Göthe-stofnunarinnar, áður en hún
tekur til við enskuna og bókmennt-
irnar í háskólanum.
Helga Valborg var í tónlistar-
námi, lærði á fiðlu til 18 ára aldurs.
Þá var hún virk í starfi skátahreyf-
ingarinnar og var m.a. sveitarfor-
ingi um tíma. Æfði líka hlaup og
lyfti lóðum. „Þetta er svona smám
saman að lognast út af, það er ekki
hægt að gera allt,“ segir hún.
En hverju þakkar hún helst góð-
an námsárangur, að fá 10 á öllum
prófum í fjórða bekk hefur að því
er vísustu menn við MA telja eins-
dæmi. „Það er fyrst og fremst að
vera vel skipulagður, skipuleggja
tímann vel, þá er hægt að komast
yfir margt,“ segir hún og bætir við
að vissulega hafi hún verið heima
að læra þegar hana langaði að gera
eitthvað allt annað, „en þannig er
nú bara lífið“. Hún segir það líka
sitt lán að hafa gaman af því að
læra tungumál, og þó öll verkefni
séu ekki jafn skemmtileg þá hafi
hún reynt að láta sér lynda við
þau.
Þá hafi hún ævinlega gengið að
aðstoð við námi vísri ef á þurfti að
halda. Sama hvert leitað var, til
foreldranna, Birnu Arnþórsdóttur
og Steinars Magnússonar, afa og
ömmu, eða kennaranna við mála-
deildina, „sem elska starfið sitt og
elska að hjálpa manni, það er mikil
hvatning til að kafa dýpra í náms-
efnið“.
Helga Valborg tók þátt í starfi
Birtingar, samtaka ungs fólks sem
vöktu athygli fyrir skelegga fram-
göngu á liðnu vori, en að öðru leyti
tók hún ekki mikinn þátt í félagslífi
skólans, „þó nóg væri í boði,“ eins
og hún sagði.
Hún telur fullvíst að hún fari til
framhaldsnáms að loknu háskóla-
námi. „Svo langar mann mikið að
koma til Frakklands og Spánar,
þegar maður hefur lært tungu-
málið er gott að dvelja í landinu
um tíma svo maður glutri ekki nið-
ur kunnáttunni,“ segir hún og er
þegar farin að hlakka til Þýska-
landsfararinnar síðla sumars.
Helga Valborg Steinarsdóttir dúx Menntaskólans á Akureyri fékk 10 á öllum prófum á skólaárinu
Hægt að gera margt með
því að skipuleggja tímann
Svör við öllu Helga Valborg Steinarsdóttir sem fékk 10 á öllum prófum í
vetur við MA nýtir þekkinguna í sumarstarfi sínu hjá Pennanum Bókvali.
Morgunblaðið/Sverrir Páll
Stafli Helga Valborg nýtur aðstoðar Sigurlaugar Önnu Gunnarsdóttur að-
stoðarskólameistara og Jón Már Héðinsson skólameistari fylgist með.
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
Morgunblaðið/Margrét Þóra