Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 31
MINNINGAR
Helgi Hallgrímsson,
húsgagnasmiður, hús-
gagna- og innanhús-
arkitekt og fyrrum yf-
irkennari við Iðnskól-
ann í Reykjavík, hefur
nú kvatt okkur hér á jörð eftir langt
og farsælt líf.
Helgi hóf kennslu við Iðnskólann
árið 1942 en hafði níu árum áður lokið
sveinsprófi í húsgagnasmíði. Hann
stundaði framhaldsnám í Danmörku
og Þýskalandi á árunum 1935 til 1938
og lauk prófi frá Kunsthandværker-
skolen í Kaupmannahöfn.
Hann var virkur í húsgagnahönn-
un og starfrækti teiknistofu á því
sviði um nokkurt árabil. Einnig rak
hann ásamt öðrum húsgagnavinnu-
stofu á stríðsárunum.
Hann var einn af fyrstu húsgagna-
arkitektum okkar og kom með nýjar
hugmyndir inn í húsgagnafram-
leiðslu Íslendinga sem á þessum ár-
um tók stórstígum framförum.
Það var mikið happ fyrir Iðnskól-
ann og iðn- og starfsmenntun hér-
lendis þegar Helgi réðst til starfa við
skólann og kennsluferill hans spann-
aði fjörutíu ár. Síðari áratugina tvo
var hann yfirkennari í tré- og bygg-
ingargreinum. Hann tók einnig virk-
an þátt í skipulagningu, stjórnun og
kennslu í tækniteiknaraskólanum.
Hann var mjög áhugasamur um
fræðslu- og félagsmál starfsmennta-
greina og beitti sér á þeim vettvangi.
Í kennararafélagi skólans var hann
góður liðsmaður og samstarfsmenn
hans gerðu hann að heiðursfélaga
þar.
Helgi var sérlega elskulegur mað-
ur og einstakt prúðmenni í allri fram-
göngu. Gott var að leita til hans og
alltaf var hann fús til að ráða fram úr
vanda þeirra er til hans leituðu. Hann
var góður kennari og miðlaði mikilli
þekkingu sinni af hlýhug og nær-
gætni.
Þegar húsnæði skólans á Skóla-
vörðuholti var stækkað á árunum rétt
fyrir 1970 gafst möguleiki á því að
koma á fót verknámsdeildum í
grunndeild tréiðna og húsgagna-
smíði. Helgi stjórnaði því verki og
naut dyggrar aðstoðar samstarfs-
manna sinna en sá samhenti hópur er
nú allur fallinn frá.
Við félagar Helga úr Iðnskólanum
þökkum fyrir þann tíma sem við
fengum að starfa með honum og vott-
um dóttur og öðrum aðstandendum
samúð okkar.
Samstarfsmenn við Iðn-
skólann í Reykjavík.
HELGI
HALLGRÍMSSON
✝ Helgi Hallgríms-son fæddist á
Patreksfirði 4. nóv-
ember 1911. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Eir 2. júní
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Fossvogskirkju 21.
júní.
Helgi Hallgrímsson,
húsgagna- og innan-
hússarkitekt, hóf
kennslu við Iðnskólann
í Reykjavík árið 1940,
fyrst sem stundakenn-
ari þar sem hann tók við
þeirri kennslu sem
skólastjóri, Helgi Her-
mann Eiríksson, hafði
haft með höndum og frá
árinu 1944 sem einn af
þrem fyrstu fastráðnu
kennurum við skólann.
Hinir voru Sigurður
Skúlason og Eiríkur
Áki Hjálmarsson.
Helgi hafði er hann kom heim frá
námi stofnað teiknistofu, þá fyrstu
sem sérhæfði sig í hönnun húsgagna
og innréttinga, í samvinnu við Þór
Sandholt arkitekt, seinna skólastjóra
Iðnskólans, en hann sá um hönnun
mannvirkja á teiknistofunni.
Helgi var einnig virkur félagi í Iðn-
aðarmannafélaginu í Reykjavík. Einn
þáttur í starfsemi Iðnaðarmanna-
félagsins var og er kynning á hand-
verki og iðnaði. Í því skyni hefur það
staðið fyrir mörgum iðnsýningum,
bæði eitt sér og í samvinnu við aðra,
allt frá árinu 1883. Þátttaka Helga
Hallgrímssonar í störfum Iðnaðar-
mannafélagins hófst með því að hann
ásamt Guðbirni Guðmundssyni og
Jónasi Sólmundssyni tók að sér að sjá
um hluta Iðnaðarmannafélagsins í
mjög yfirgripsmikilli sýningu á veg-
um Reykjavíkurborgar í Þjóðminja-
safninu árið 1949.
Frá því kom Helgi að öllum sýn-
ingum sem Iðnaðarmannafélagið hef-
ur haldið eða tekið þátt í.
Árið 1926 innréttuðu iðnaðarmenn
baðstofu í Iðnaðarmannahúsinu við
Lækjargötu. Hún var glæsilegur
minnisvarði um íslenskt handverk.
Eins og kunnugt er varð eldur laus í
húsinu í júní 1986. Þar gjöreyðilagð-
ist baðstofan.
Borgarráð tók þá ákvörðun að end-
urbyggja húsið eftir brunann og vann
Iðnaðarmannafélagið að uppbygg-
ingunni og gaf m.a. forsögn um upp-
byggingu baðstofunnar. Helgi var
einn af mörgum félögum í Iðnaðar-
mannafélaginu sem lögðu á sig ómet-
anlegt starf við endurbyggingu bað-
stofunnar.
Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík
þakkar Helga störf í þágu félagsins,
störf sem unnin voru bæði af smekk-
vísi og alúð.
F.h. Iðnaðarmannafélagsins í
Reykjavík,
Ásgrímur Jónasson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
DÓRA F. JÓNSDÓTTIR,
Bjarmalandi 13,
Reykjavík,
andaðist á Grensásdeild Landspítalans
fimmtudaginn 16. júní.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 23. júní kl. 13.00.
Sigurður Sigurðsson,
Jón Magni Sigurðsson, Guðjóna Ásgrímsdóttir,
Sigurður Pálmi Sigurðsson, Anna Jóna Lýðsdóttir,
Guðný Dóra Sigurðardóttir, Gísli Rafn Guðfinnsson,
Rannveig Sigurðardóttir, Albert Páll Sigurðsson,
Magndís María Sigurðardóttir, Kjartan Steinsson,
Ágúst Orri Sigurðsson, Gerður Rún Guðlaugsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
MINNU ELÍSU BANG,
Aðalgötu 19
(gamla apótekinu),
Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks.
Aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
BJÖRN GUÐMUNDUR ERLENDSSON
fyrrum bóndi í Skálholti,
Merkilandi 2c,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju föstu-
daginn 24. júní kl. 14.00.
Jarðsett verður í Selfosskirkjugarði.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkrahús Suðurlands.
María Eiríksdóttir,
Kristín Björnsdóttir, Ólafur Sigurðsson,
Jóhanna Björnsdóttir, Jón Rúnar Bjarnason,
Kolbrún Björnsdóttir, Gunnar Már Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð við andlát og útför bróður okkar,
LEIFS EINARSSONAR
frá Geithellum.
Sérstakar þakkir til allra sem önnuðust hann.
Systkini hins látna og fjölskyldur.
Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir og
barnabarn,
ARENT PJETUR EGGERTSSON,
Sindragötu 4,
Ísafirði,
verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugar-
daginn 25. júní kl. 14.00.
Minningarathöfn fer fram í Friðrikskapellu að
Hlíðarenda fimmtudaginn 23. júní kl. 17.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hans, er bent á Umhyggju, félag langveikra barna.
Berglind Sveinsdóttir, Pálmi Ó. Árnason,
Kristrún Sif Gunnarsdóttir,
Jóna Sigurlína Pálmadóttir,
Sveinn Jóhann Pálmason,
Ingibjörg Kristjánsdóttir,
Sveinn Jóhannsson,
Eggert Hjartarson, Gríma Huld Blængsdóttir,
Lára Ósk Eggertsdóttir,
Gunnar Smári Eggertsson,
Laura Claessen.
Nærvera ykkar, hjálpsemi ýmiskonar og kærleikur á sér varla
hliðstæðu.
Sérstakar þakkir til sr. Ólafs Odds Jónssonar, sr. Baldurs Rafns
Sigurðssonar og Richards Woodhead, útfararstjóra, fyrir þeirra
ómetanlega stuðning.
Kæru vinir og samstarfsmenn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Mig skortir orð til að lýsa hve sannir vinir þið eruð í raun.
Glæsilegar kaffiveitingar á útfarardegi bera ykkur gott vitni, tár
og þúsund faðmlög gefa til kynna hve mikils þið mátuð góðan
mann. Ykkur verður seint fullþakkað.
Kæru nemendur, gamlir og nýir. Samverustundin í Kirkjulundi
gleymist seint. Kærleikurinn sem streymir frá ykkur er okkur
meira virði en orð megna að tjá.
Hundruð skeyta og kveðja hvaðanæva úr heiminum lýsa því
betur en annað hvað sorg ykkar og eftirsjá er einlæg.
Einn gamall nemandi orðaði kveðju sína m.a. á þessa leið:
,,Við fráfall Gísla hætti FS hjartað að slá.“ Það er varla hægt að
hljóta fegurri eftirmæli.
Kæru bridgefélagar og veiðifélagar Gísla. Enn og aftur megna
orð lítils. Hjartahlýja ykkar er einstök.
Félagar úr íþróttahreyfingunni í Keflavík. Hugheilar þakkir fyrir
hve fallega þið heiðruðuð minningu Gísla.
Dökkt ský hefur birgt okkur sólarsýn um stund, en það væri í
anda Gísla Torfasonar að við gengjum öll á vit ljóssins á ný,
því lífið heldur áfram.
Guð umvefji ykkur öll kærleika sínum fyrir einstakt hjartaþel.
Fyrir hönd okkar Torfa og fjölskyldu okkar, Magnúsar Torfa-
sonar og fjölskyldu,
Rósa Sigurðardóttir.
Kæru vinir og samferðarmenn
nær og fjær.
Hjartans þakkir til ykkar allra, sem
heiðruðu minningu okkar ástkæra
Gísla Torfasonar og sýndu okkur
samúð og vinarhug við sviplegt
fráfalls hans í maí sl.
Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okk-
ur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar móður okkar, tengdamömmu,
ömmu og langömmu,
RÓSU EINARSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 3-B
á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir alúð og góða
umönnun.
Dagný Guðmundsdóttir, Jón E. Ingólfsson,
Helga Bára Bragadóttir, Karl Elí Þorgeirsson,
Sigurjón G. Bragason, Sigrún Einarsdóttir,
Haukur Bragason, Hanna Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda
í gegnum vefsíðu Morgunblaðs-
ins: mbl.is (smellt á reitinn Morg-
unblaðið í fliparöndinni – þá birt-
ist valkosturinn „Senda inn
minningar/afmæli“ ásamt frekari
upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi
ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið
fram eða grein berst ekki innan
hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist,
enda þótt grein berist áður en
skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Co-
unt).
Minningar-
greinar