Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 18
Eskifjörður | Þau Hlynur Ö. Kjartansson, Halla M. Viðarsdóttir og Ragnheiður I. Einarsdóttir voru að gróðursetja skrautleg sumarblóm á Eski- firði og reyndu þannig að særa fram sumarblíðu sem mönnum þykir nú tímabært að láti á sér kræla á Austurlandi. Þau eru í bæjarvinnunni og láta vel af sér þrátt fyrir heldur kuldalega úti- vinnuna. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Særa fram sumarblíðu Vinna Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Smíðavellir í Keflavík | Skátafélagið Heiðabúar starfrækja smíðavelli í samstarfi við Reykjanesbæ, eins og undanfarin ár. Smíðavöllurinn verður eins og áður á mal- arvellinum við Hringbraut í Keflavík. Smíðavellirnir verða starfræktir frá 27. júní til 27. júlí, samtals í fimm vikur. Þeir verða opnir frá mánudegi til fimmtudags, frá klukkan 13 til 16. Auk þess að smíða og mála kofa verður ýmislegt brallað á smíða- völlunum, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Heiðabúum. Meðal annars verður efnt til ratleiks og lokahófs.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Göngustígur | Vilji er fyrir því meðal yf- irstjórnenda Fjarðaálsverkefnisins að leggja upplýstan göngustíg milli starfsmanna- þorpsins á Haga og Reyðarfjarðar. Nokkur slysahætta verður þegar íbúar starfs- mannaþorpsins ganga milli þorpanna tveggja og myndi slíkur göngustígur minnka hana. Lagt er til að gera framhald af núver- andi göngustíg á Reyðarfirði. Göngustíg- urinn yrði þá norðan vegar og myndi enda vestan öryggishliðsins við starfsmannaþorp- ið á Haga. Verði þessi tillaga að veruleika er stefnt að því að klára stíginn í síðustu viku ágústmánaðar og lýsinguna stuttu síðar.    Gönguleiðakort | Hólaskóli hefur gefið út gönguleiðakort sem heitir „Gönguleiðir á Tröllaskaga, Heljardalsheiði – Hóla- mannavegur – Hjaltadalsheiði.“ Kortið nær yfir miðjan Tröllaskaga, sem er svæði sem nýtur vaxandi vinsælda sem útivistarsvæði og mun kortið nýtast áhugafólki um útivist, hvort sem ferðast er gangandi eða ríðandi um svæðið. Margar leiðir sem merktar eru inn á kortið eru þekktar reiðleiðir. Alls eru 19 leiðir merktar inn á kortið og meðal þeirra eru gamlar merktar þjóðleiðir til og frá Hólum.    Heimir bátaskipti, seldi gamla sinn og keypti Sómabát úr Grímsey og hefur hann þegar hafið róðra á honum. Þegar ljósmyndari hitti á hann var hann að landa í Húsa- víkurhöfn. Aflinn þann daginn var ríflega eitt tonn. „Ég var við eyj- arnar,“ sagði hann og átti Þeir eru ekki margirkarlarnir semgera út á handfæri frá Húsavík í dag miðað við það sem áður var. Einn þeirra fáu sem eftir eru er Heimir Bessason sem stundað hefur skakið yfir sumartímann í ára- tugi. Fyrir skömmu hafði við Mánáreyjarnar, Háey og Lágey. Nýi báturinn mun fá nafnið Laugi og einkenn- isstafina ÞH 29. „Ég nefni hann eftir afa mínum sem var fiskimaður mikill,“ sagði Heimir sem leggur upp afla sinn hjá GPG- fiskverkun þar sem hann er verkaður í salt. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson „Ég var við eyjarnar“ Rúnar Kristjánssonfrá Skagaströndlas kveðskap Hjálmars Freysteins- sonar frá Golden Bay á Krít. Af því spannst hjá Rúnari: Margir geta mikið ort, magna lífsins hug. Nota vel sitt Krítar-kort og koma sér á flug! Heyrðist um það sögnin sönn, send af fjarri slóð. Hvíld frá heima akurs önn er eflaust mörgum góð! Sigldu um með seglin hvít sólarlanda fley, meðan Hjálmar kúrði á Krít og kvað á Golden Bay! Síðasta vísa Hjálmars frá Golden Bay hljóðaði svo: Á barnum hjá bað- ströndinni bý ég við rúman kost, hlæ þar að hugsun minni; heima er næturfrost. Meira af Krít pebl@mbl.is Kirkjubæjarklaustur | Hátíðin Jóns- messubál 2005 verður haldin á Kirkju- bæjarklaustri um næstu helgi. Hefst há- tíðin á föstudagskvöldið, Jónsmessukvöld, með sögustund í Minningarkapellu séra Jóns Steingrímssonar, Jónsmessugöngu umhverfis Hæðargarðsvatn og lýkur göngunni um miðnætti með varðeldi og brekkusöng. Einnig er miðnæturgolfmót á golfvellinum í Efri-Vík í Landbroti og opnuð verður málverkasýning Unnar Sæ- mundsdóttur á veitingahúsinu Systrakaffi. Á laugardagsmorgni gefst fólki kostur á að slást í för göngugarpa sem ætla að ganga á fjallið Lómagnúp í Fljótshverfi. Gangan er tileinkuð 15 ára afmæli Skaft- árhrepps en útlínur fjallsins mynda táknin í bæjarmerki sveitarfélagsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Skaft- árhreppi. Eftir hádegið er opnað markaðstjald á Kirkjubæjarklaustri og margvísleg starfsemi og skemmtun á staðnum og síðan tónleikar og dansleikur um kvöldið. Á sunnudeginum lýkur dagskránni með handverkssýningu eldri borgara á Klausturhólum og kynningu Fornleifa- fræðistofunnar á ýmsum rannsóknum í Skaftafellsþingi. Ganga á Lómagnúp liður í Jónsmessubáli á Klaustri ♦♦♦ ÞRJÚ orkufyrirtæki hafa sent Sambandi garðyrkjubænda tilboð í raforku sem notuð er við lýsingu í gróðurhúsum. Stefnt er að gerð rammasamnings sem allir garðyrkjubændur gætu notið góðs af. Fram kemur í Bændablaðinu að Sam- band garðyrkjubænda hóf viðræður við Rafmagnsveitur ríkisins sem selt hefur garðyrkjubændum rafmagn til gróður- lýsingar. Síðan var óskað eftir tilboðum frá orkuveitum og bárust tilboð frá Hita- veitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykja- víkur, auk RARIK. Haft er eftir Þórhalli Bjarnasyni, formanni Sambands garð- yrkjubænda, að verið sé að fara yfir til- boðin. Markmiðið sé að reyna að ná rammasamningi við einn orkusala þann- ig að allir garðyrkjubændur sjái sér hag í að nýta hann. Þrjú orkufyr- irtæki bjóða í gróðurlýsingu Jónsmessuganga | Ferðafélag Svarf- dæla stendur fyrir Jónsmessugöngu að Skriðukotsvatni og verður lagt af stað frá Hofsárkoti kl. 19.30 á morgun, fimmtudag. Eftir göngu verður stefnan tekin að Tungu- rétt í Svarfaðardal. Hestamannafélagið Hringur verður með hópreið frá Hrings- holti að Tungurétt og verður lagt af stað frá Hringsholti kl. 20. Jónsmessubál Ferðatrölla verður við Tungurétt, kveikt verður í bálkestinum kl. 22 og Jónsmessusögur lesnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.