Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Þ
að eru um hundrað og
níutíu skópör saman
komin hérna á sólpall-
inum í dag,“ segir Erla
M. Helgadóttir, skó-
safnari og hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri á Sólvangi. Erla á
alla skóna sem eru til sýnis á pall-
inum og segir þá ná yfir um tutt-
ugu og fimm ára tímabil af skó-
söfnunaráráttu. „Þegar ég lít til
baka, til að komast að kjarna bil-
unarinnar, þá staldra ég við mig
um sjö ára aldur sprangandi um á
allt of stórum amerískum hæla-
skóm frá mömmu. Þannig að ég
hef verið haldin þessari skóáráttu
síðan ég man eftir mér. Svo byrj-
aði ég ásamt vinkonum mínum á
háum hælum strax um fermingu
og síðan hefur ekki verið slakað á í
þeim efnum.“
Þegar blaðamaður spyr Erlu
hvað hún kaupi að meðaltali mörg
skópör á ári þá er eina svarið;
„Úbbs! Þetta er viðkvæm spurning
en við skulum segja að það séu
nokkur pör.“ Hún kaupir sér oft-
ast skó í Bandaríkjunum en þang-
að fara þau hjónin reglulega. „Í
hverri ferð kaupi ég nokkur pör í
einu en þar fær maður líka tíu pör
á verði tveggja hérna heima.“
„Um daginn hitti ég bandaríska
konu sem á við sama skó-
kaupasjúkdóm að stríða og ég.
Hún sagði að læknirinn hennar
hefði sagt að það væri miklu betra
að kaupa sér skó við og við en að
leggjast í rúmið eða éta pillur við
vansæld. Skókaup hafa að mínu
viti mikinn og góðan lækningamátt
og hvert par hækkar ham-
ingjuskalann heilmikið hjá mér.“
Á stóran kjallara
fyrir skóna
Erla á við það vandamál að
stríða að nota stærra skónúmer en
margar konur. „Ég nota skó núm-
er fjörutíu og tvö og hef gert það
síðan ég varð fullvaxta. Það eru
vandræði að finna á sig flotta og
kvenlega stóra skó hérna heima,
yfirleitt panta búðirnar ekki inn
stærra en fjörutíu til fjörutíu og
eitt sem er náttúrlega fáránlegt
því íslenskar konur eru stórar og
ekki óalgengt að þær þurfi stóra
skó. En í Bandaríkjunum er hægð-
arleikur að finna stórar stærðir í
kvenlegum skóm.“
Þar sem Erla er
ekki með sólpall
heima hjá sér
bauðst sam-
starfskona
hennar, Anna
Guðnadóttir, til
að halda partíið
enda með fullkom-
inn sýningarpall fyr-
ir slíka samkomu. Í
skópartíinu eru sam-
an komnir vinnu-
félagar og vinkonur
Erlu til margra ára af
Hjúkrunarheimilinu Sólvangi.
„Við höfum unnið saman í fjölda-
mörg ár og erum samheldinn hóp-
ur um tuttugu kvenna sem hittist
reglulega. Ég sjálf hef unnið í tutt-
ugu og sjö ár á Sólvangi.“
Erla var svo heppin að skó-
partíið lenti á afmælisdegi hennar.
Spurð út í aldurinn segist hún
vera fimmtíu plús.
En hvar geymir Erla alla þessa
skó? „Já, það er nú það, eigum við
nokkuð að ræða það? Við skulum
segja að ég eigi stóran kjallara.
Ég og maðurinn minn, Gunnar
Geir Vigfússon, búum tvö saman í
stórri íbúð þannig að það er nóg
pláss.“
Sönn pæja
Erla er hrifnust af rauðum,
bleikum og svörtum skóm.
Hún hefur aldrei verið hrif-
in af brúnum skóm, enda
er aðeins einu slíku
pari boðið í partíið
og virðist það
ekki vera
mikið
notað.
„Ég
hef ekki
notað öll
þessi pör, í flest þeirra hef ég
stungið tánum einhvern tíma en
notkunin á þeim er misjafnlega
mikil. Ég vil hafa skóna dömulega
og með hæl. Töskurnar eru líka
kapítuli út af fyrir sig, ég á svolítið
af þeim, enda verður maður að
eiga töskur í stíl við skóna sína,“
segir Erla og hlær. Aðspurð segir
hún eiginmann sinn vera mjög um-
burðarlyndan gagnvart þessari
söfnunaráráttu frúarinnar.
„Sumir safna styttum en ég
safna skóm, þó fólki finnist þetta
kannski meiri klikkun en hitt. Ég
er ekki nógu dugleg að henda pör-
um en ætla að fara í það að grisja
úr safninu eftir þessa sýningu.
Skósöfnuninni ætla ég svo að
halda áfram, því auðvitað þarf
maður alltaf skó. Þótt ég kæmist
alveg af með minna þá er þetta
bara svo gaman,“ segir Erla um
leið og hún tiplar á bleikum sand-
ölum aftur inn í vinkvennahópinn.
Blaðamaður sér að þarna er sönn
pæja á ferð.
SAFNARI | Erla M. Helgadóttir er hrifin af rauðum, bleikum og svörtum skóm og á um tvö hundruð pör
„Sumir safna styttum en ég safna skóm.“ Erla M. Helgadóttir innan um
brot af þeim skóm sem voru til sýnis á sólpallinum í skópartíinu fræga.
Það var óvenjuleg sam-
koma sem fór fram í
Hafnarfirði eitt fallegt
sumarkvöld í síðustu
viku. Þá kom þar saman
í heimahúsi hópur
kvenna ásamt um tvö
hundruð skópörum og
einu afmælisbarni.
Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon
„Við erum um tuttugu konur sem hittumst reglulega og erum allar gamlar vinkonur og vinnufélagar frá Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði.“
Erla er hrifnust af kvenlegum skóm; helst rauðum, bleikum og svörtum.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Hvert skópar eykur hamingjuna
Þessa rauðu
pæjuskó heldur
Erla mest upp
á af þeim tvö
hundruð skó-
pörum sem
hún á.