Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NOKKRAR breytingar urðu á stjórn Árvakurs hf., út-
gáfufélags Morgunblaðsins, á aðalfundi félagsins sem
haldinn var í gær. Koma þær í kjölfar breytinga á hlut-
hafahópnum en Haraldur Sveinsson og börn og Johnson
ehf. seldu fyrir nokkru öðrum hluthöfum eignarhluti sína.
Stjórnarmenn hafa skipt þannig með sér verkum: For-
maður er Stefán P. Eggertsson, varaformaður Kristinn
Björnsson og ritari Halldór Þór Halldórsson. Meðstjórn-
endur eru Hulda Valtýsdóttir og Finnur Geirsson og í
varastjórn sitja Leifur Sveinsson, Hallgrímur B. Geirs-
son og Björn Thors.
Úr stjórninni gengu Haraldur Sveinsson og Friðþjófur
Johnson, f.h. Johnson ehf. og í stað þeirra komu nýir í
stjórnina þeir Kristinn Björnsson og Finnur Geirsson.
Í skýrslu stjórnar Árvakurs, segir m.a. svo um breyt-
ingarnar í hluthafahópnum:
„Á yfirstandandi ári hefur sem kunnugt er fækkað í
hópi hluthafa með sölu Haraldar Sveinssonar og barna og
sölu Johnson ehf. á eignarhlutum sínum til annarra hlut-
hafa.
Báðir þessir hluthafahópar eiga rætur að rekja til
stofnenda félagsins og hafa því starfað að málefnum Ár-
vakurs hf. um margra áratugaskeið. Ekki síst hefur Har-
aldur Sveinsson helgað Árvakri hf. og Morgunblaðinu
starfskrafta sína sem framkvæmdastjóri félagsins í 28 ár
og stjórnarformaður þar á undan og síðan nú aftur síð-
ustu tæplega 9 árin.
Stjórn og hluthafar Árvakurs hf. þakka fráfarandi
stjórnarformanni og hluthöfum gott og ánægjulegt sam-
starf og óska þeim jafnframt velfarnaðar í lífi og starfi.“
Þá færir stjórn Árvakurs starfsfólki Morgunblaðsins
þakkir fyrir vel unnin störf, „einurð og staðfestu í þágu
félagsins í óvægnu og erfiðu samkeppnisumhverfi,“ segir
einnig í skýrslunni.
Morgunblaðið/ÞÖK
Stjórn Árvakurs og varastjórn að loknum aðalfundi í gær. Sitjandi eru Hulda Valtýsdóttir og Leifur Sveinsson.
Aftan við þau standa (f.v.) Hallgrímur B. Geirsson, framkvæmdastjóri Árvakurs, Halldór Þór Halldórsson ritari,
Kristinn Björnsson varaformaður, Stefán P. Eggertsson stjórnarformaður, Finnur Geirsson og Björn Thors.
Breytingar á
stjórn Árvakurs
29 RÍKI greiddu í gær atkvæði gegn
tillögu Japana um að hefja aftur tak-
markaðar hvalveiðar í atvinnuskyni.
23 ríki studdu tillöguna og fulltrúar
5 ríkja sátu hjá. Stefán Ásmundsson,
formaður íslensku sendinefndarinn-
ar, segir að atkvæðagreiðslan hafi
farið eins og búist hafi verið við.
„Þetta er tillaga sem þarf þrjá fjórðu
meirihluta til að ganga í gegn og hún
var á þeim nótum að það var úti-
lokað að hún fengi það,“ sagði Stef-
án. „Eins og atkvæðahlutföllin hafa
verið á þessum fundi hérna hingað
til voru held ég fáir sem bjuggust við
því að hún fengi hreinan meirihluta.“
Hann gat þess að stuðningur við
sjónarmið hvalveiðiþjóðanna væri að
aukast. „Það er alveg ljóst að það er
að draga saman með fylkingunum,
þannig að meirihluti hvalfriðunar-
sinna er að minnka. Hvort við náum
okkar sjónarmiðum í gegn á næsta
fundi eftir ár, skal ég þó ekki segja.
En þróunin er augljóslega í þá átt að
hlutfall þeirra sem styðja hvalveiðar
er að aukast.“
Hann segir að þær tillögur sem
Íslendingar hafa ásamt fleiri þjóðum
verið að vinna að snúist um að ná
breiðri fylkingu um hvalveiðar í at-
vinnuskyni en ekki bara einföldum
meirihluta. Að því hafi verið unnið
og verði gert áfram.
Málið gæti komið upp
aftur í vikunni
Árni Finnsson, framkvæmdastjóri
Náttúruverndarsamtaka Íslands,
segir að málið sé ekki endilega úr
sögunni því það geti komið upp aftur
í vikunni. „Ef það bætast við ríki, þá
getur staðan breyst. Japanir lögðu
fram flókna tillögu sem ekki var ætl-
ast til að fæli í sér málamiðlun og
það var vitað að hún yrði felld,“
sagði Árni. „Danir sátu hjá í at-
kvæðagreiðslunni um japönsku til-
löguna en sáttatillaga Dana hefur
hvorki verið lögð fram til afgreiðslu
né umræðu. Því er ólíklegt að það
verði nokkur málamiðlun í þetta
skiptið. En það getur verið að það
myndist hópur ríkja sem vilji mála-
miðlun.“
66 ríki eiga sæti í Alþjóðahval-
veiðiráðinu. Ráðið bannaði veiðar á
hvölum í atvinnuskyni árið 1986. Al-
þjóðahvalveiðiráðið hefur í rúman
áratug unnið að gerð nýrra veiði-
stjórnunarreglna, sem eru forsenda
þess að hvalveiðar í atvinnuskyni
verði teknar upp að nýju. Danir, sem
eru í forsæti ráðsins, hafa undanfar-
in misseri reynt að ná fram mála-
miðlun um reglurnar en Japanir
hafa ekki verið sáttir við þær hug-
myndir sem Danir hafa sett fram og
lögðu því fram eigin tillögu, sem þeir
sögðu að væri raunhæf málamiðlun.
Andstæðingar hvalveiða sögðu hins
vegar að tillaga Japana gengi ekki
nærri nógu langt og Chris Carter,
umhverfisráðherra Nýja-Sjálands,
sagði raunar að tillagan væri móðg-
un. Ian Campbell, umhverfisráð-
herra Ástralíu, sagði, að um væri að
ræða veiðiáætlun, sem þjóðir sem
taka sjálfbæra nýtingu alvarlega,
myndu ekki einu sinni leggja fram
um sardínur eða þorsk.
Umhverfisverndarsinnar sögðu að
tillaga Japana tæki ekki á málum á
borð við þjáningar hvala þegar þeir
eru veiddir og hvernig eftirliti með
hvalveiðum verði háttað.
Hvalveiðibann
í atvinnuskyni
enn í gildi
Stuðningur eykst þó við hvalveiðar
að sögn Stefáns Ásmundssonar
FYRSTI torfæruhjólastóllinn er kominn til landsins og
var hann prófaður á Hellisheiði í gær. Stóllinn hentar
vel til ferða á stöðum þar sem ekki er greiðfært á
venjulegum hjólastólum og gefur hreyfihömluðum ný
tækifæri til útivistar.
Heimir Karlsson og félagar á Stöð 2 unnu í getraun-
um og vildu að Íþróttafélag fatlaðra nyti afrakstursins.
Leitað var til Pauls Speight, sem meðal annars hefur
framleitt vetraríþróttatæki fyrir fatlaða, og í fram-
haldi af því var stóllinn pantaður. Heimir, með stuðn-
ingi Stöðvar 2, Bylgjunnar og Landsbankans, fór síðan
í söfnunarátak sem gerir kleift að panta sjö stóla til
landsins. Stólarnir eru framleiddir í Bandaríkjunum og
hingað komnir kosta þeir þrjú hundruð þúsund krónur
með virðisaukaskatti. Þegar stóllinn var prófaður blés
vel á viðstadda, en Þorgerður Ragnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sjónarhóls, benti á að það snerist þetta
einmitt um. „Þetta gengur út á að geta tekið þátt í
hverju sem er; að hafa aðstöðu og útbúnað til þess“.
Göngugarpar fylgdust með
Göngugarparnir Bjarki Birgisson, sem er hreyfi-
hamlaður, og Guðbrandur Einarsson, sem er nær
blindur, ganga nú umhverfis Ísland undir slagorðinu
„Haltur leiðir blindan“. Þeir voru staddir á Hellisheið-
inni í gær og fylgdust með prófun torfærustólsins.
Gangan er skipulögð í samstarfi við Sjónarhól - ráð-
gjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir.
Frekari upplýsingar má finna á www.gangan.is.
Fyrsti
torfæru-
hjólastóllinn
kominn
Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson, fylgdust með prófun torfærustólsins.
Morgunblaðið/Rax
Björn Friðrik Gylfason prófaði torfærustólinn og skemmti sér konunglega. Hann
naut dyggrar aðstoðar Arnars Jónssonar Aspar, starfsmanns á Lyngási.
Greiðir hreyfihömluðum
leið til útivistarferða
ÁÆTLAÐUR heildarkostnaður vegna slysa
í umferðinni í Reykjavík er ekki undir 10
milljörðum króna árlega. Þetta er meðal þess
sem fram kemur í samantekt Sjóvár vegna
umferðarmála í fyrra. Samantektin náði til
þeirra tjóna sem bætt eru úr ábyrgðartrygg-
ingu bíla. Samkvæmt framreikningi fyrir-
tækisins, sem miðast við markaðshlutdeild
þess, voru um 9.200 umferðaróhöpp tilkynnt
til tryggingafélaganna í fyrra. Segir í til-
kynningu frá Sjóvá að auk þeirra megi
reikna með að um 2.000 minniháttar óhöpp
hafi orðið sem ökumenn hafi gert út um sín á
milli. Metur Sjóvá það svo að rúmlega 1.100
einstaklingar hafi meiðst í óhöppunum og
tæplega 18.600 bílar skemmst. „Ef sá fjöldi
bíla yrði settur í eina bílalest, þá yrði hún um
84 km löng eða frá Reykjavík og upp í Reyk-
holt í Borgarfirði,“ segir í tilkynningunni.
„Tjónin í Reykjavík sem bætt voru úr
ábyrgðartryggingu bíla námu um 3,6 millj-
örðum króna. Við bætist tjón á ökutækjum
tjónvalda sem áætla má að sé um 3,2 millj-
arðar króna.“ Einnig kemur fram að um 54%
allra tjóna á landinu hafi orðið í Reykjavík en
auk þess hafi um 16% tjóna orðið í nágranna-
sveitarfélögum Reykjavíkur.
„Það er athyglisvert að gatnamót Miklu-
brautar og Grensásvegar eru nú orðin tjóna-
hæstu gatnamótin en gatnamót Kringlumýr-
arbrautar og Miklubrautar hafa verið
tjónahæst í mörg ár,“ segir í tilkynningunni.
Þar slasast þó enn flestir eða 47 einstakling-
ar, en áætlað er að 165 einstaklingar hafi
slasast á Miklubrautinni einni í fyrra. Tjón
þar voru að meðaltali tæplega tvö á dag.
Umferðarslysin í Reykjavík
kosta 10 milljarða króna
Rúm 9 þúsund
óhöpp
tilkynnt á
síðasta ári