Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 166. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Tvö hundruð pör af skóm Erla M. Helgadóttir er hrifin af rauð- um, bleikum og svörtum skóm | 22 Úr verinu | Ein besta vertíð í mörg ár  Saga Hull er samtvinnuð Íslandssögunni  ESB hafnaði OECD Íþróttir | Watford samþykkir tilboð Wigan í Heiðar  Ólafur Ingi semur  Birgir Leifur bjartsýnn BÓNDINN á Ytri-Sólheimum, Einar Guðni Þor- steinsson, rak 35 fullorðnar kindur vestur yfir Sólheimajökul að beitilandinu Hvítmögu í gær. 30 ár eru liðin frá því síðast var farið með fé yf- ir jökul og segir Einar að þessi siður hafi lagst af vegna breytinga á jöklinum. Í vor gekk Einar á jökulinn og sá að leiðin var aftur orðin fær og ákvað þá að nýta þessa fornu bithaga á ný. Ferðin tók rúma klukkustund og gekk hún vel að sögn Einars. „Ég smalaði þarna sem strákur og man vel hvað föður mínum þótti gaman að fara þarna inn fyrir, enda fegurðin engri lík.“ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sauðfé yfir Sólheimajökul FRANSKA tímaritið Science et Vie (Vísindin og lífið) segist geta fært sönnur fyrir því að Tórínó-klæðið svokallaða sé falsað. Í klæð- inu má greina mynd af blóði drifnum líkama manns og var því trúað af mörgum, að þarna væri komið líkklæði Krists. Fékk tímaritið til liðs við sig listamann sem bjó til lágskurðmynd af andliti Krists. Votur líndúkur var lagður á og látinn þorna. Því næst blandaði listamaðurinn saman járn- oxíði og hlaupefni og myndaði með því það sem líktist blóðförum. Listamenn á miðöld- um notuðu oft hlaupefni sem litfesti þegar þeir máluðu á striga eða við. Þrykkimyndin sem varð til við þetta þolir vel þvott, er ónæm fyrir hitabreyt- ingum og var ósködduð eftir að hafa komist í tæri við sterk efni. Talsmenn tímaritsins segja þetta renna stoðum undir það að lík- klæðið sé fölsun frá því á miðöldum en árið 1988 kom fram kenning þess efnis. Þá var því víða haldið fram að klæðið gæti ómögu- lega verið falsað vegna þess að förin í því væru ekki máluð, þar væru engin strokför að finna, blóðförin væru augljóslega eftir þrívíðan hlut (andlit) og engin litarefni gætu hafa staðið af sér hringrás tímans, hita, ljós og reyk. Nú síðast í janúar á þessu ári voru birtar niðurstöður annarrar rannsóknar sem segja að aldur klæðisins sé á bilinu 1.300 til 3.000 ár. Segja Tórínó-klæðið falsað GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, gagnrýndi í gær harð- lega Evrópuhugsjón Breta og sagði velferðarkerfi og gildi álf- unnar vera í hættu vegna þrjósku Tonys Blair varðandi styrki til landbúnaðar í álfunni. „Með Evrópusamrunanum, sameiginlegum markaði og mynt- bandalagi höfum við náð að sigrast á þeirri þjóðernishyggju sem eitt sinn kallaði miklar þjáningar yfir álfu okkar. Þeir sem vilja eyði- leggja þetta af einskærri sjálfs- elsku gera næstu kynslóð [Evrópu- búa] mikinn óleik.“ Hann kennir Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, um það að fundi leiðtoga ríkja Evrópusambandsins (ESB) í Brussel lauk á föstudagskvöld án þess að samkomulag næðist um fjárlög sambandsins fyrir tímabilið 2007–2013. Blair segist ekki ætla að gefa eftir afsláttinn sem Bretar hafa af greiðslum í sameiginlega sjóði ESB, nema niðurgreiðslur og annar beinn stuðningur við land- búnað í sambandinu verði afnum- inn. Schröder vændi Breta um að stuðla að afturför í sambandinu en ekki framför eins og leiðtogar ann- arra Evrópuríkja sæktust eftir. Schröder varaði einnig við því að menn litu einungis á álfuna sem stórt markaðssvæði þar sem ríkti frjálst flæði vöru og þjónustu. Vel- ferðarkerfinu í Evrópu væri ógnað sem og „evrópsku gildismati“. „Þetta er spurning um hvernig Evrópu við viljum,“ sagði hann. „Viljum við samhenta Evrópu sem tekur af skarið, sannarlega póli- tískt bandalag eins og kveðið er á um í stjórnarskrársáttmálanum? Eða viljum við einungis eitt stórt fríverslunarsvæði? Viljum við fara frá Evrópusambandinu aftur til Evrópska efnahagssvæðisins (EES)?“ Blair fær kaldar kveðjur Gerhard Schröder vænir Tony Blair um þrjósku og sjálfselsku Eftir Jóhönnu Sesselju Erludóttur jse@mbl.is Reuters Tony Blair og Gerhard Schröder. Kanslarinn sendi Blair tóninn í gær. Varsjá. AP. | Pólverjar hafa frest- að fyrirhugaðri þjóðar- atkvæðagreiðslu um stjórnar- skrársáttmála Evrópusam- bandsins um óákveðinn tíma að því er Aleksander Kwasniewski, forseti landsins, greindi frá í gær en kosning var fyrirhuguð í októ- ber. Mikil óvissa er nú um sáttmál- ann í Evrópu eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu honum og sjá pólsk yfirvöld ekki ástæðu til að kjósa um hann. Þing Lúxemborgar samþykkti í gær að þjóðaratkvæðagreiðsla um sáttmálann færi fram 10. júlí. Kannanir sýna að andstaða fer þar vaxandi og hefur forsætis- ráðherrann, Jean-Claude Junc- ker, boðað afsögn verði sáttmál- inn felldur. Pólverjar fresta kosningu BÆNDUR fá hvergi innan ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hærra hlutfall af tekjum sínum frá ríkinu en á Ís- landi, þar sem 69% af tekjum þeirra kemur frá ríkinu í formi styrkja, tolla og niður- greiðslna. Mjólkurbændur hér á landi hafa að meðaltali 80% af tekjum sínum frá ríkinu þegar allt er reiknað saman. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu sem tekin var saman af OECD í samvinnu við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Evrópu- sambandsins. Þar kemur fram að árlega eyði Evrópusambandið sem samsvarar vel á níundu billjón króna í styrki, niðurgreiðslur og tolla til verndar landbúnaði innan aðild- arlandanna. Þegar skoðað var hversu hátt hlutfall tekna bænda í löndum Evrópusam- bandsins kemur frá sambandinu eða aðild- arlöndunum beint reyndist það um þriðj- ungur. Það er þó mun lægra en í EFTA-lönd- unum Íslandi, Noregi og Sviss, hér á landi hafa bændur um 69% af tekjum sínum frá ríkinu með einum eða öðrum hætti en hlut- fallið er 68% í Noregi og Sviss. Þegar þetta hlutfall er borið saman við önnur lönd OECD eru þessi lönd með hæsta hlutfallið, en næst á eftir koma bændur í Kóreu, sem hafa 63% af sínum tekjum frá ríkinu, og þar á eftir bændur í Japan 56%. Styrkirnir eru öllu lægri í Ástralíu, eða 4%, og Nýja-Sjálandi, þar sem þeir eru 3% af tekjum bænda. Íslenskir bændur fá alls 69% tekna sinna frá ríkinu Styrkir með þeim hæstu innan OECD ÍSLENSKA loftþrýstifélagið hefur fengið vilyrði fyrir framleiðslu- og söluleyfi á loft- þrýstibílum á Norðurlöndunum, og hugs- anlega einnig fyrir Eystrasaltslöndin. Á bak við félagið standa þeir Ásgeir Leifsson hag- verkfræðingur, Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, og Valdimar K. Jónsson prófessor. Gestur telur raunhæft að hægt verði að selja hér á landi á bilinu 200–300 bíla eftir fimm ár en hann segir Íslenska loft- þrýstifélagið stofnað í þeim tilgangi að kynna hugmyndir um vistvæna orku í allar mögulegar vélar. Þeir vinna nú að því að fá íslenska fjár- festa til þess að fjárfesta með sér á Norð- urlöndunum og eru hugmyndir uppi að reisa þar bílaverksmiðju eða í einhverju Eystra- saltslandanna til að sinna þessum svæðum. Loftbílarnir byggjast á gamalli tækni sem hefur verið þróuð undanfarin 15 ár af frönsk- um verkfræðingi, Guy Négere, en tæknin er umhverfisvæn og orkan er ódýr. Ásgeir segir ljóst að hagkerfi okkar sé af- ar viðkvæmt fyrir hækkunum í olíuverði sem fólk hafi ekki farið varhluta af. Slíkt myndi breytast með tilkomu loftþrýstibíla sem nýta raforku, sem er hrein orka, hér á landi. Gestur segir ljóst að núverandi jarðefna- eldsneyti muni klárast, spurningin sé ekki hvort heldur hvenær. „Þessi tækni er hér og nú. Það er hægt að nota þetta strax og það hafa átt sér stað miklar framfarir.“ | 11 Undirbúa framleiðslu loftbíla ♦♦♦ Úr verinu og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.