Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 44
Reuters
Skyldi Johnny Rotten taka lagið með Roger Waters
og McCartney og Snoop Dogg í Hyde Park?
RISAGÓÐGERÐARTÓNLEIKARNIR 2. júlí nk. sem
ganga undir nafninu Live 8 og haldnir verða samtímis í
nokkrum stórborgum vesturlanda, stefna í að verða æ sögu-
legri.
Fyrir viku síðan var staðfest að Pink Floyd myndi koma
saman á ný í öllu sínu veldi, og það meira að segja með Roger
Waters, fyrrum forsprakka sveitarinnar, í fyrsta sinn í meira
en tvo áratugi.
Um helgina bárust síðan þær fregnir að pönksveitin forn-
fræga Sex Pistols ætlaði einnig að koma saman á ný, sér-
staklega vegna Live 8 tónleikanna. Samkvæmt breskum dag-
blöðum hafa samningaviðræður skipuleggjenda staðið yfir við
Sex Pistols-menn síðustu tvær vikurnar. Þeir Steve Jones,
Paul Cook og Glen Matlock eiga að hafa fallist samstundis á
að vera með en John Lydon, öðru nafni Johnny Rotten, verið
tregari til framan af – honum líkt – en svo gefið grænt ljós
fyrir helgi. Sex Pistols slitu samstarfi upphaflega árið 1979,
skömmu eftir fráfall bassaleikarans Sids Vicious. Þeir komu
fyrst saman aftur 1996 og héldu nokkra tónleika við góðar
undirtektir og aftur 2002 og fóru í heimsreisu sem mæltist
ekki eins vel fyrir.
Verði af endurkomu Sex Pistols þá munu þeir koma fram í
Hyde Park í Lundúnum ásamt Coldplay, The Cure, Keane,
The Killers, Madonnu, Muse, Paul McCartney, Pink Floyd,
Razorlight, R.E.M., Scissor Sisters, Snoop Dogg, Snow Patr-
ol, Stereophonics, Travis, U2 og fleirum.
Þá hefur Roxy Music ákveðið að koma saman með Brian
Ferry í broddi fylkingar á Berlínartónleikunum.
Til þess að komast á tónleikana þurfti fólk að taka þátt í
sms-farsímaleik. Alls tóku 2 milljónir þátt og af þeim duttu
150 þúsund manns í lukkupottinn og verða í Hyde Park 2. júlí.
Sex Pistols og Roxy Music
á Live 8 tónleikunum
44 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
aston kutcher amanda peet
S.K. DV.
H.J. MBL
BRIAN
VAN HOLT
PARIS
HILTON
JARED
PADALECKI
Capone XFM
ELISHA
CUTHBERT
CHAD MICHAEL
MURRAY
RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU
Nýr og miklu betri leðurblökumaður
H.L / MBL
Kvikmyndir.is
Gleymið öllum hinum Batman myndunum.
Þessi er málið
Andri Capone / X-FM 91,9
“Einn af stærstu smellum ársins.”
B.B. Blaðið
Loksins, Loksins
M.M.M / Xfm 91,9
Þórarinn Þ / FBL
Gleymdu hinum. Þetta er alvöru Batman
Ó.Ö.H / DV
D.Ö.J. / Kvikmyndir.com
Batman Begins kl. 5 - 7 - 9 og 11 b.i. 12
Inside Deep Throat kl. 9 og 11 Stranglega b.i. 16 ára
A Lot Like Love kl. 5 og 7
Voksne Mennesker kl. 5.45 - 8 og 10.15
Crash kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16
The Hitchhiker´s.. kl. 4,50
frumsýnd 29.júní
SAMBÍÓIN
Álfabakka
Keflavík og
HÁSKÓLABÍÓ
fr sý .j í
Í I
lf
fl ví
Í
BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR !
Debra Messing Dermot Mulroney
HINN réttsýni söngvari U2, Bono,
er um þessar mundir að vinna að
nýrri kvikmynd sem ku fjalla um
írskan tónlistarmann sem skilur son
sinn eftir á Eyjunni grænu og flytur
til Bandaríkjanna til að vinna í Las
Vegas. Kemur þetta fram á frétta-
vefnum Ananova.com. Kvikmyndin
sem hefur fengið heitið A Version of
Las Vegas segir einnig frá syni tón-
listarmannsins sem ákveður að leita
föður síns í þessari höfuðborg fjár-
hættuspilsins. Bono vinnur að
myndinni með landa sínum Barry
Devlin en hann hefur áður unnið
með hljómsveitinni að sjónvarps-
þættinum The Making of the Movie
Rattle and Hum. Devlin var auk
þess einn af handritshöfundum sjón-
varpsþáttanna Ballykissangel. Þetta
er ekki fyrsta skiptið sem Bono
hættir sér út í kvikmyndagerð því
árið 2001 skrifaði hann handritið að
kvikmyndinni A Million Dollar Hotel
sem Mel Gibson framleiddi. Sú
mynd fékk misjafna dóma á sínum
tíma.
Reuters
Bono situr ekki auðum höndum og
er nú að vinna að nýrri kvikmynd.
Bono vinnur að
nýrri kvikmynd
FÓLK SEM á það sameiginlegt að
skarta myndarlegum húðflúrum á
baki tók sig saman á dögunum og
reyndi að setja heimsmet. Metið
fólst í því að fólkið stóð hlið við hlið
og myndaði samtals 49,8 metra röð
fólks með húðflúruð bök.
Atburðurinn átti sér stað á
Zandvoort-ströndinni í Hollandi og
hefur árangurinn nú verið skjal-
festur og sendur til skrifstofu
heimsmetabókar Guiness til mats.
Reuters
Húðflúruð í röð
PERCY Jones (Bernie Mac) er
stoltur af fjölskyldu sinni og þykist
alltaf vita hvað er best fyrir alla.
Hann er því að vonum ekki ánægður
þegar dóttirin Theresa (Zoë Zald-
ana) kynnir nýjan kærasta til sög-
unnar. Kærastinn er Simon Green
(Ashton Kutcher) og Theresa kemur
með hann heim til að hitta pabba
sinn og mömmu (Judith Scott). Það
sem Percy veit ekki er að Simon er
búinn að biðja Theresu og ætlar að
tilkynna um trúlofunina á 25 ára
brúðkaupsafmæli foreldra hennar.
Percy finnst enginn maður nógu
góður fyrir dóttur sína og hefur orð-
ið enn vissari um það eftir mörg
sambönd hennar við hina ýmsu
sveltandi listamenn. Hann vinnur í
banka og athugar lánstraust Simons
og sér að hann sker sig úr hópnum.
Simon vinnur í hlutabréfa-
viðskiptum og lítur vel út á pappír. Í
fyrsta skipti hlakkar Percy til að
hitta tilvonandi tengdason.
Percy er samt ekki alveg með
hlutina á hreinu því hann býst við
því að ungi maðurinn verði heillandi
samblanda af Denzel Washington,
Colin Powell og Tiger Woods. Hann
verður því meira en lítið hissa þegar
hann hittir Simon, sem er hvítari en
dagblaðapappír.
Bernie Mac og Ashton Kutcher
þykja sýna góðan samleik í þessari
mynd. Guess Who er endurgerð af
einni af uppáhalds myndum Mac,
Guess Who’s Coming to Dinner. Þá
voru Sidney Poitier og Spencer
Tracy í aðalhlutverkum en nú er bú-
ið að skipta hlutverkum kynþátt-
anna.
Óvæntur gestur
Bernie Mac og Ashton Kutcher þykja sýna góðan samleik.
Frumsýning | Guess Who
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 49/100
Roger Ebert Hollywood Reporter 70/100
New York Times 50/100
Empire 40/100
Variety 40/100 (skv. metacritic)