Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞRETTÁN manns hafa látist í um- ferðinni það sem af er þessu ári en sú tala blasir við ökumönnum á minnismerki í Svínahrauni við Suð- urlandsveg sem sýnir fjölda látinna i umferðinni. Sú hugmynd að koma upp fleiri slíkum minnismerkjum hefur ekki verið mikið til umræðu en minnismerkið í Svínahrauni virðist hafa þó nokkur áhrif á þá ökumenn sem það sjá. Slíkt minnismerki var fyrst sett upp árið 1998 á Hvalfjarðarströnd við enda Hvalfjarðarganganna en árið 2000 var það flutt á núverandi stað í Svínahrauni. Ætti að vera víðar Hörður Jónasson sölumaður, sem vegna vinnu sinnar ekur töluvert um vegi landsins, segir það ávallt óhugnanlegt að keyra fram hjá minnismerkinu í Svínahrauni. „Þegar menn eru teknir af lögregl- unni tala þeir ef til vill ekki mikið um það en þetta blasir við öllum. Börnin sjá þetta og fjölskyldan öll,“ segir Hörður en hann telur að slík minnismerki ætti að setja upp víð- ar. „Þetta ætti að vera við allar að- alleiðir til Reykjavíkur og einnig í öllum landsfjórðungum á þeim stöð- um þar sem hraðakstur er sem mestur.“ „Tákn um hörmungar“ Áhrif minnismerkisins í Svína- hrauni eru mikil að sögn Óla H. Þórðarsonar, formanns Umferð- arráðs. „Umferðarráð og trygg- ingafélögin í landinu sjá um minn- ismerkið og við höfum fengið gríðarlega mikil viðbrögð við því. Þannig hafa margir ökumenn haft samband við Umferðarráð og lýst þeirri upplifun sinni að sjá töluna hækka frá því sem hún var þegar þeir fóru austur fyrir fjall á föstu- degi þar til þeir sneru aftur á sunnudegi. Þetta er orðið eins kon- ar tákn um hörmungar í umferðinni og því miður hækkar talan sem sýn- ir fjölda látinna í umferðinni sí- fellt,“ segir Óli og bendir á að þrátt fyrir að vonir manna standi til þess að þurfa að sinna skiltinu sem minnst sé raunin sú að þar sé oft á tíðum aðgerða þörf. Aðspurður segir Óli það ekki hafa komið til tals að koma fyrir slíkum merkjum á fleiri stöðum en óvíst sé hvað framtíðin beri í skauti sér í þeim efnum. Björn Jósef Arnviðarson, sýslu- maður á Akureyri, segist ekki vita til þess að til standi að setja upp minnismerki, líkt og það sem er í Svínahrauni, á Akureyri. „Ég hefði hins vegar ekkert á móti því að hafa slíkt minnismerki hér ef þetta leiðir til þess að það dragi úr hraðakstri. Við fögnum öllu slíku en því miður virðast menn ekki láta sér segjast.“ Merkið í Svínahrauni sýnir að 13 hafa farist í umferðinni það sem af er árinu Hefur mikil áhrif á ökumenn Morgunblaðið/Þorkell Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra og óháðra lögðu fram tillögu í borg- arstjórn í gær þess efnis að óskað verði eftir form- legu samstarfi við lögregluna í Reykjavík um að efla inn- brotsvarnir í þágu almennings og koma á fót skipulagðri ná- grannavörslu. Var samþykkt að vísa tillögunni til sérstakr- ar samstarfsnefndar um lög- gæslumálefni á vegum dóms- málaráðuneytisins, sem í eiga sæti fulltrúar borgarinnar. Kjartan Magnússon, borg- arfulltrúi og flutningsmaður tillögunnar, segir ljóst að of mikið sé um innbrot í hús og bíla í borginni þótt lögregla hafi náð tals- verðum árangri í að stemma stigu við innbrotum. Óviðunandi sé að nokkur þúsund manns séu fórnarlömb innbrota í einni eða annarri mynd á hverju ári. „Þegar ráðist er inn á heimili fólks er ráðist inn á það sem fólki er kærast. Fólk verður ekki bara fyrir fjárhagslegu tjóni heldur líka tilfinninga- legu. Varðandi þetta atriði þá held ég allir verði að taka höndum saman,“ segir Kjartan. Hann vill að borgaryfirvöld og lögregla taki höndum saman, boðað verði til funda úti í hverf- unum þar sem hugmyndin verði kynnt og hvernig best verður staðið að samstarfinu. Gefist vel erlendis Í greinargerð með tillögu Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra segir að viðurkennt sé að nágran- navarsla sé eitt öflugasta vopnið gegn innbrotum. Hverfalögregluþjónar séu nú í öllum hverfum borgarinnar og sérstakt gleðiefni sé að ákveðið hafi verið að efla hverfalöggæslu enn frekar með lögregluþjónum af almennum vöktum.Með efl- ingu hverfalöggæslu gefist margvísleg tækifæri til aukinnar samvinnu almennings og lögreglu í baráttunni gegn glæpum. Bent er á að nágranna- varsla hafi gefist vel víða erlendis. „Með skipulagðri nágrannagæslu skapast margir nýir möguleikar til að tryggja öryggi borgaranna. Með útgáfu bæklings, opnun vefsíðu og fundahaldi í hverfum borgarinnar geta borg- aryfirvöld og lögregla komið leiðbeiningum til al- mennings um innbrotsvarnir og nágrannavörslu og hvernig best sé að halda henni innan skyn- samlegra marka. Íbúar í götum eða afmörkuðum hverfum með nágrannavörslu geta síðan sótt um að sett séu upp skilti sem gefa slíkt til kynna til að fæla frá óboðna gesti.“ Vilja efla nágrannavörslu í hverfum borgarinnar Kjartan Magnússon TILLÖGU Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra, um að niðurrifsheimildir gamalla húsa við Laugaveg yrðu dregnar tilbaka, var vísað til skipulagsráðs á fundi borgar- stjórnar í gær. Tillaga Ólafs miðaði að því að heimildir til niðurrifs húsanna nr. 35, 36a, 41 og 45 á Laugavegi, milli Vatnsstígs og Frakkastígs, yrðu dregnar tilbaka. Jafnframt að fallið yrði frá niðurrifs- heimildum húsanna nr. 33 frá 1902, nr. 33b frá 1916, nr. 33a frá 1911, nr. 38 frá 1905 og nr. 38b frá 1903. Í greinargerð með tillögu Ólafs er á það bent að borgarfulltrúar R-lista hafi ekki viljað greiða at- kvæði með tillögu Ólafs um að fallið yrði frá niðurrifsheimildum fjölda 19. aldar húsa við Lauga- veg. Borgarfulltrúar R-lista hafi samþykkt að vísa tillögum Ólafs til skipulagsráðs sem jafngildi frávísun þar sem ráðið hafi þegar ákveðið þá málsmeðferð að end- urskoða ekki niðurrifsheimildir heldur láta rýnihóp fjalla um hvað komi í stað þeirra húsa sem hverfa. Sem fyrr segir var samþykkt með atkvæðum fulltrúa R-lista að vísa tillögunni til skipulagsráðs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðslu um til- löguna sem fram fór með nafna- kalli, að ósk Ólafs F. Magn- ússonar. Vísað til skipulagsráðs ALFREÐ Þorsteinsson var kjör- inn forseti borgarstjórnar á fundi borgarstjórnar í gær. Fráfarandi forseti er Árni Þór Sigurðsson, en í leyfi hans hefur Stefán Jón Hafstein gegnt forsetastörfum undanfarna mán- uði. Alfreð mun gegna starfinu til loka kjörtíma- bilsins. Alfreð Þor- steinsson tók fyrst sæti í borgarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn sem aðalmað- ur 1971 og sat til ársins 1978. Frá 1994 hefur hann átt sæti í borg- arstjórn fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurlistasamstarfinu. Hann situr í borgarráði og er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og Sorpu. Árni Þór var kjörinn fyrsti vara- forseti borgarstjórnar og Stefán Jón Hafstein annar varaforseti. Þá voru Björk Vilhelmsdóttir og Guð- laugur Þór Þórðarson kosin í emb- ætti skrifara og Anna Kristins- dóttir og Kjartan Magnússon voru kosin varaskrifarar. Þá voru kosnir borgarráðs- fulltrúar og varaborgarráðsfulltrú- ar auk þess sem kosnir voru þrír fulltrúar í stjórn innkauparáðs. Alfreð kjör- inn forseti borgar- stjórnar Alfreð Þorsteinsson ♦♦♦ ÁHÖFN á TF-LIF þyrlu Landhelg- isgæslunnar sótti hjartveikan mann á Grundarfjörð í gær og flutti hann til Reykjavíkur. Svo vel vildi til að þyrluáhöfnin hafði verið á æfingu á Breiðafirði þegar aðstoðarbeiðnin kom og var þyrlan skamma stund að skjótast til Grundarfjarðar og sækja sjúklinginn. Við komuna til Reykjavíkur var lent við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavík- urflugvelli þar sem sjúkrabíll beið. Úr flugæfingu í útkall AUÐVELT er að hoppa hæð sína í loft upp af kæti á Ærslabelgnum í Laugardalnum. Um er að ræða nýtt leiktæki í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sem nýtur geysimikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni. Greini- legt var að krakkarnir sem ljósmyndari Morgunblað- isns rakst á í gær nutu þess að hoppa og skoppa að vild á uppblásna belgnum. Eins og myndin ber með sér urðu þó allir að fara úr skónum til að fá að hoppa á leiktækinu stóra. Vonandi er bara að allir fari varlega í loftköstunum. Morgunblaðið/Ómar Ærslabelgur vekur kátínu PAUL Gill, einn þremenninganna sem slettu grænu skyri á ráðstefnugesti á Nor- dica-hóteli í liðinni viku, hefur verið úr- skurðaður í farbann til 1. júlí nk. Honum var sleppt á laugardagsmorgun, rúmlega tveim- ur dögum áður en gæsluvarðhaldsúrskurð- ur yfir honum rann út. Gill var líkt og Arna Ösp Magnúsardóttir og Ólafur Páll Sigurðsson handtekinn á hót- elinu þriðjudaginn 14. júní. Daginn eftir var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánu- dagsins 20. júní en var eins og fyrr segir sleppt á laugardagsmorgun. Jóhannes Albert Sævarsson, hrl., verj- andi Gill, segir að hann hafi verið yfirheyrð- ur við handtöku og gefið stutta skýrslu þeg- ar gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kveðinn upp og þar hefði hann neitað því að vera atvinnumótmælandi og að hafa skipu- lagt mótmæli víða um heim. Hann hafi ekki verið yfirheyrður eftir það en svo virðist sem lögregla hafi á föstudag aflað sér upp- lýsinga sem hafi leitt til þess að honum var sleppt. Væntanlega hafi lögregla ekki leng- ur talið að hætta væri á áframhaldandi brotastarfsemi Gills. Farbannsúrskurður- inn verður ekki kærður til Hæstaréttar. Í farbanni til 1. júlí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.