Morgunblaðið - 03.07.2005, Side 1
Rússíbanareið
í boltanum
Guðmundur Benediktsson öðlast
nýtt líf á sparkvellinum | 16—17
Tímaritið og Atvinna
Tímaritið | Vettvangsrannsóknir lögreglu Níu og hálft líf
Mickey Rourke Er Ísland smáríki eða stórveldi? Atvinna |
Atvinnuleysi minnkar lítillega í Evrópu Meiri harka yfirvalda
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
STOFNAÐ 1913 177. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
„ÉG HELD að þetta hafi bara gengið vel,“ segir
Björk Guðmundsdóttir sem var meðal þeirra fyrstu
sem komu fram á stærsta tónlistarviðburði sögunnar,
Live 8 tónleikunum, sem fram fóru víða um heim í
gær. „Viðtökurnar voru allavega góðar. Ég held þær
hafi verið í anda við málstaðinn. Japanskir áhorf-
endur eru líka svo samviskusamir.“ Björk kom fram í
Makuhari Messe, 20 þúsund manna tónleikahöll sem
er í nágrenni Tókýó og var stærsta nafnið en þar
léku einnig m.a. breska sveitin McFly og vinsælustu
tónlistarmenn í Japan nú um mundir.
„Þeir höfðu samband við mig, skipuleggjendur
tónleikanna í Japan. Þetta er ekki bara alþjóðlegur
atburður heldur er líka verið að pressa á stjórn-
málamenn í viðkomandi landi. Það er ein af ástæð-
unum fyrir því að þeir spurðu mig því af einhverjum
ástæðum fara plöturnar mínar í efsta sæti,“ segir
Björk. „Stefnan var að vekja eins mikla eftirtekt og
hægt er, og setja mikla pressu á stjórnmálamenn.“
Þar vísar Björk til megintilgangs með þessari
„stærstu baráttusamkomu sem haldin hefur verið“
eins og Bob Geldof, aðalskipuleggjandi Live 8 við-
burðarins, hefur orðað það, að hvetja leiðtoga átta
helstu iðnríkja heimsins, sem hittast á fundi í Skot-
landi á miðvikudag, til að ræða af alvöru um hvernig
útrýma beri fátækt í heiminum.
Björk segist samstundis hafa samþykkt að leggja
málefninu lið jafnvel þótt hún sé ekkert alltof vongóð
um að Live 8 muni breyta miklu.
„Þetta er uppsafnaður áhugi. Maður fylgist með
fréttunum og sér börnin svelta og fer náttúrlega bara
að gráta eins og annað fólk. En ég efast þó um að
svona góðgerðarsamkomur hafi mikil áhrif. Kannski
svona frá mínus tuttugu prósentum upp í fjögur pró-
sent. En ef það er hægt að ýta aðeins við yfirvöldum
þá hefur einhverju verið áorkað. Þetta er allavega
einn atburður sem gæti haft einhver smááhrif.“
Björk tók átta lög, studd af japönskum strengja-
oktett og var klædd í hönnun eftir Jeremy Scott.
Reuters
„Gæti haft smááhrif“
Björk Guðmundsdóttir söng á Live 8 í Japan
Eftir Skarphéðin Guðmundsson
skarpi@mbl.is
Bagdad. AP. | Allt að tuttugu manns
fórust í sprengjuárás í höfuðborg
Íraks í gærmorgun. Svipaður fjöldi
manna var færður slasaður á sjúkra-
hús.
Tilræðismaðurinn hafði sprengju-
belti um sig miðjan og kom sér fyrir í
miðjum hópi manna sem stóð fyrir
utan miðstöð utan við innanríkis-
ráðuneyti Íraks í miðborg Bagdad.
Talið er að flestir þeirra sem létu líf-
ið hafi verið menn sem hugðust
sækja um starf í sérsveit írösku lög-
reglunnar. Vel vopnaðar lögreglu-
sveitir komu á vettvang í hvítum
pallbílum og hófu að skjóta upp í loft-
ið til að ryðja svæðið. Uppreisnar-
menn í Írak hafa að undanförnu
beint árásum sínum að öryggissveit-
um og stöðum þar sem langar bið-
raðir myndast fyrir utan til að reyna
að koma af stað borgarastríði.
1.400 Írakar hafa týnt lífi frá því
að Ibrahim al-Jaafari forsætisráð-
herra myndaði ríkisstjórn sína 28.
apríl síðastliðinn, en hún er að mestu
skipuð sjítum. Súnní-múslímar
standa að mestu að baki þeirri blóð-
ugu uppreisn sem stendur yfir í
landinu. Þeir réðu lögum og lofum í
ríkinu í áratugi en misstu völdin þeg-
ar Saddam Hussein var steypt af for-
setastóli.
Íbúar Bagdad kvarta nú mjög
undan skorti á hreinu drykkjarvatni
og á föstudag braust út eldur í vatns-
virkjun sem þjónar meirihluta íbúa
höfuðborgarinnar. Um það bil þrjá
daga tekur að gera við skemmdirnar
og fá hreint vatn á ný. Vatnsskort-
urinn eykur mjög á eymd íbúa borg-
arinnar, sem eru hálf sjöunda millj-
ón. Rafmagn dettur oft út í borginni,
eldsneyti er af skornum skammti,
miklar umferðarteppur eru algeng-
ar, almenningsþjónusta hefur
minnkað til muna og óttinn við
sprengjuárásir og mannrán er mik-
ill.
Mikið
mannfall
í Írak
TÆKNIDEILD lögreglunnar í Reykjavík,
sem þjónar öllum lögregluembættum lands-
ins, bárust 3.662 verkbeiðnir á síðasta ári, en
um áramót var aðeins 31 óafgreidd. Mörg
stór mál bárust deildinni, manndrápsmál,
kynferðisbrotamál, stórbrunar og fjöldi
smærri mála.
Starf tæknideildarinnar skiptir oftar en
ekki sköpum við rannsókn mála, hvort sem
litið er til greiningar á DNA eða fingraför-
um, fótsporum eða brunarústum. Deildin er
ágætlega búin, en starfsmenn hennar segja
að með 30–40 milljón króna framlagi verði
þeir enn betur í stakk búnir til að rannsaka
sakamál. Þar nefna þeir sem dæmi, að þótt
fjölbylgjuljósgjafinn, sem getur greint blóð
eða sæði þar sem mannlegt auga sér ekkert,
sé frábært tæki myndi koma sér ákaflega vel
að hafa tvö smærri tæki til að fara með á
vettvang. Og tæknideildarmenn myndu
heldur ekki slá hendinni á móti skáp, sem er
þeirrar náttúru að hægt er að setja ýmsa
stærri hluti í hann, baða þá í sérstakri gufu
og leita þannig fingrafara. Slíkur búnaður er
til fyrir smærri hluti, eins og hnífa, en til að
rannsaka t.d. húsgögn þarf skáp, sem kostar
um 14 milljónir. | Tímaritið
Morgunblaðið/Júlíus
Tæknideild lögreglunnar leitar ummerkja
í herbergi þar sem maður fannst látinn.
Vettvangs-
rannsóknir
skipta oft
sköpum
Washington. AFP. | Þess sáust merki í gær að
repúblikanar og demókratar í Bandaríkjunum
væru að búa sig undir hörð átök um skipan
hæstaréttardómara. Á föstudag greindi hin 75
ára gamla Sandra Day O’Connor frá því að hún
hygðist láta af störfum.
Í leiðara dagblaðsins The New York Times í
gær var því spáð að mikil átök væru í vændum.
Sagði þar að mikilvægt væri að George W. Bush
forseti gerði sér ljóst hversu mikið hann hefði átt
undir „þessum hófsama dómara, sem ávallt gætti
hagsmuna almennings.“ Kvaðst blaðið telja að
farsælast væri að velja „eftirmann sem er steypt-
ur í sama mót“.
Dagblaðið Washington Post hvatti Bush for-
seta til að velja dómara sem stæði undir kröfum
hans og „nýtur hylli miðjumanna beggja flokka“.
Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem Bandaríkja-
forseti fær tækifæri til að velja hæstaréttardóm-
ara. Skipan nýs dómara er jafnan talin afar mik-
ilvæg í pólitísku tilliti enda er rétturinn æðsta
dómsstigið og hlutverk hans að túlka stjórnar-
skrána.
Aðeins örfáum mínútum eftir að O’Connor til-
kynnti afsögn sína hófst baráttan um sæti henn-
ar er stjórnmálamenn og þrýstihópar hófu að
reka áróður.
Frjálslyndir vöruðu forsetann við því að velja
„öfgasinna“ og repúblikanar hvöttu hann til að
velja dómara sem myndi beita stjórnarskránni í
stað þess einungis að túlka hana. „Ég mun velja
hæstaréttardómara sem Bandaríkjamenn geta
verið stoltir af,“ sagði forsetinn. Hann sagði val
sitt mundu einkennast af „drengilegri meðferð,
drengilegri áheyrn og drengilegri kosningu.“
Ákvörðun um eftirmann O’Connor yrði ekki tek-
in fyrr en hann kæmi heim af G8-fundinum í
Skotlandi í næstu viku.
Þetta er mikilvægt tækifæri fyrir Bush, því
mörg hitamál bíða réttarins þegar hann kemur
aftur saman eftir sumarfrí í október. Þá verður
tekist á um mál á borð við fóstureyðingar, rétt-
indi samkynhneigðra og réttinn til að aðstoða við
sjálfsmorð.
Demókratar óttast að Bush tilnefni dómara
sem sé andvígur fóstureyðingum, en O’Connor
en studdi iðulega málstað íhaldsmanna í ýmsum
siðfræðilegum efnum.
Hörð barátta í vændum
um dómarasæti vestra
Bush ætlar að gefa sér
góðan tíma til að velja
eftirmann O’Connor
STARFSMENN geðdeildar sjúkrahússins í
Dartford í Bretlandi telja að dularfulli
„píanómaðurinn“ kunni að vera norskur.
Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Maðurinn, sem er um þrítugt, fannst
rennblautur og illa til reika á götu í bæn-
um Sheerness í Kent 7. apríl síðastliðinn.
Hann hefur ekkert tjáð sig síðan og allir
merkimiðar höfðu verið klipptir af fötum
hans svo ómögulegt hefur verið að rekja
uppruna hans. Maðurinn reyndist hins
vegar mjög fær píanóleikari.
Nú telja starfsmenn sjúkrahússins sig
þó hafa náð einhverjum árangri. Þegar
manninum var fengið kort af Noregi benti
hann á höfuðborgina Ósló. Þá er talið að
norskt skip hafi verið á siglingu undan
ströndinni á þeim tíma sem maðurinn
fannst. Því var norskumælandi túlkur
fenginn til að ræða við „píanómanninn“.
Maðurinn ansaði engu, en starfsmenn
segja hann hafa brugðist betur við norska
túlkinum en öðrum túlkum sem sendir hafi
verið til að ræða við hann. Talsmaður spít-
alans segir að nú sé rökrétt að kanna
hvort Noregur sé heimaland mannsins.
„Píanómað-
urinn“ hugs-
anlega norskur
♦♦♦