Morgunblaðið - 03.07.2005, Side 6
6 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
TRAUSTI Baldursson, sem situr í
skipulags- og byggingaráði Hafnar-
fjarðar fyrir Samfylkinguna, telur að í
ljósi byggðaþróunar komi ekki annað
til greina en að vothreinsibúnaður
verði notaður við álverið í Straumsvík
ef það verður stækkað upp í 460.000
tonn. Í núverandi áætlunum sé ekki
gert ráð fyrir slíkum búnaði. Hann
bendir ennfremur á að Hafnar-
fjarðarbær sé ekki bundinn af því um-
hverfismati sem hefur verið sam-
þykkt vegna stækkunarinnar og geti
sett frekari skilyrði vegna hennar.
Skipulags- og byggingaráð hefur
veitt Alcan leyfi til að auglýsa tillögu
að deiliskipulagi fyrir hugsanlega
stækkun álversins. Trausti tekur hins
vegar skýrt fram að í því felist ekki að
ráðið hafi fallist á tillöguna eða sé
henni sammála og enn hafi engin leyfi
verið veitt vegna stækkunarinnar.
Þá sé það alveg ljóst að bæjar-
yfirvöld geti ekki fallast á að
þynningarsvæði vegna álversins verði
stækkað þannig að það nái yfir núver-
andi svæði takmarkaðrar ábyrgðar,
líkt og Alcan hafi lagt til.
Trausti segir að í tillögu að mat-
skýrslu vegna álversins sé gert ráð
fyrir að losun á brennisteini verði 15–
18 kíló á hvert tonn, þ.e. um 20 tonn á
dag og um 7.000–8.000 tonn á ári auk
annarrar mengunar. Svo mikil meng-
un sé algjörlega óviðunandi fyrir íbúa
í Hafnarfirði og á Álftanesi, sérstak-
lega fyrir þá sem búi næst álverinu,
sem og fyrir aðra atvinnustarfsemi í
grennd við álverið. Ef Alcan ákveði að
stækka álverið upp í 460.000 tonna ár-
framleiðslu komi ekki annað til greina
en að það notist við bestu mögulegu
mengunarvarnir. Því sé nauðsynlegt
að notast við bæði vot- og þurr-
hreinsibúnað.
Augljóst sé að með vothreinsun
mætti draga verulega úr brenni-
steinsmengun í lofti frá álveri Alcan í
Straumsvík. Með vothreinsun myndi
brennisteinsmengun raunar lenda úti
í sjó að hluta til en þar sé brenni-
steinninn nánast skaðlaus þar sem
hann bindist við sjóinn og verði að
súlfati. Önnur mengun í lofti myndi
ennfremur minnka.
Trausti segir að það skipti miklu
máli að mengun verði sem allra
minnst. Byggð hafi á síðustu árum
færst sífellt nær álverinu og því sjálf-
sagt að gera ströngustu kröfur til
mengunarvarna. Spurður um hvort
ekki dreifist hraðar úr mengun við
Straumsvík en í Reyðarfirði segir
Trausti að vissulega séu vindáttir og
landfræðilegar aðstæður almennt
hagstæðari við Straumsvík. Á hinn
bóginn séu vindáttir óhagstæðar í
nokkra tugi daga á ári og þá feykist
mengunin, þ. á m. 20 tonn af brenni-
steini á dag, yfir íbúðarbyggð bæði í
Hafnarfirði og á Álftanesi.
Trausti segir óskiljanlegt með öllu
að talsmenn álversins vísi sífellt til
þess að mat á umhverfisáhrifum hafi
þegar farið fram og þar með hafi
fengist niðurstaða í málið. Úrskurður
í mati á umhverfisáhrifum sé enginn
endanlegur dómur í þessum efnum og
það sé Hafnarfjarðarbær sem fari
með skipulagsvald og veiti fram-
kvæmda- og byggingarleyfi og hafi
þannig á valdi sínu hvort leyfi verði
veitt fyrir álverinu.
Þynningarsvæði stækki ekki
Varðandi hugsanlega stækkun
þynningarsvæðis vegna álversins
segir Trausti að það sé alveg ljóst að
hvorki skipulags- og byggingaráð né
bæjarstjórn muni samþykkja að
þynningarsvæðið verði stækkað. Þeg-
ar sé komin íbúðarbyggð innan svæð-
is takmarkaðrar ábyrgðar og búið að
gera ráð fyrir frekari byggð en sam-
kvæmt núgildandi reglugerðum sé
bannað að reisa íbúðarbyggð innan
þynningarsvæðis. Helst vill Trausti
að þynningarsvæðið verði ekkert
stækkað frá því sem nú er.
Það sé því rétt hjá umhverfisnefnd
Hafnarfjarðar að benda á að svona
stórt álver inni í „miðjum“ bæ með
öllum þeim afleiðingum sem það veld-
ur geti haft verulega neikvæð áhrif.
Telur ekki þurfa að miða við umhverfismat vegna stækkunar álvers í Straumsvík
Nauðsynlegt að álverið
notist við vothreinsibúnað
!!
" # $
!
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík-
ur hefur dæmt Bretann Paul Gill
í 2 mánaða skilorðsbundið fang-
elsi fyrir að sletta grænlituðu
skyri á ráðstefnugesti á Nord-
ica-hóteli við Suðurlandsbraut í
Reykjavík hinn 14. júní sl.
2,8 milljóna kr. skaðabóta-
kröfu hótelsins var vísað frá
dómi. Dómari ákvað að synja
um meðferð bótakrafna þar
sem það mundi valda töf og
óhagræði á málinu samkvæmt
lögum um meðferð opinberra
mála.
Tveir Íslendingar voru einnig
ákærðir vegna málsins með því
að hafa ruðst heimildarlaust inn
í ráðstefnusal og valda þar
spjöllum. Íslendingarnir mættu
ekki við þingfestingu málsins.
Bretinn játaði brot sín en
mótmælti skaðabótakröfum.
Við ákvörðun refsingar var
litið til þess að brotin voru
framin af eindregnum ásetningi
og báru gögn málsins að að-
gerðin var fyrirfram skipulögð.
Hins vegar var litið til játningar
ákærða og þess að hann hefur
ekki áður gerst sekur um refsi-
verða háttsemi.
Málið dæmdi Arnfríður Ein-
arsdóttir héraðsdómari. Verj-
andi var Jóhannes Albert Sæv-
arsson hrl. og sækjandi
Eyjólfur Eyjólfsson, fulltrúi
lögreglustjórans í Reykjavík.
2 mánaða
fangelsi fyr-
ir að sletta
grænu skyri
„ÍSLENSKAR konur þóttu bera af
fyrir undirbúning og skipulag,“ segir
Jónína Bjartmarz um þátttöku þeirra
á alþjóðlegri ráðstefnu kvenna,
Global Summit of Women, sem fram
fór í Mexíkó 22. – 25. júní sl. Jónína,
sem er þingmaður og fyrsti formaður
FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri,
hefur setið í stjórn ráðstefnunnar
undanfarin ár og var á meðal þátttak-
enda í 12 manna sendinefnd á ráð-
stefnunni, undir forystu Valgerðar
Sverrisdóttur viðskiptaráðherra.
Að sögn Jónínu var ráðstefnan
fyrst haldin fyrir fimmtán árum.
„Meginmarkmiðið er að stuðla að
auknum efnahagslegum völdum
kvenna.“ Til leiks mæta jafnt konur
úr viðskiptalífinu, stjórnmálum og
stjórnsýslunni. „Mér hefur alltaf fall-
ið vel við það sjónarhorn ráðstefn-
unnar að leita lausna frekar en hindr-
ana og það er mikil áhersla lögð á
viðskiptasambönd, tengslanet og að
konur sem náð hafa áhrifum og völd-
um á mismunandi sviðum styðji aðrar
konur,“ segir Jónína.
Í ár komu saman um þúsund kon-
ur. Ráðstefnan er haldin til skiptis í
öllum heimsálfum. Síðast var hún í
Seoul í S-Kóreu en áður í Barcelona.
Sjálf kom Jónína fyrst að starfinu árið
2001 eftir að hún hitti ráðstefnustjór-
ann, hina filippseysk-bandarísku Irene
Nativitad, á OECD-ráðstefnu í París. Í
kjölfarið kynnti hún FKA hugmynd-
ina um þátttöku félagskvenna í ráð-
stefnunni.
„Konur eru yfirleitt fáar í viðskipta-
sendinefndum en það hefur sýnt sig að
þegar sérstök áhersla er lögð á þátt-
töku kvenna skortir ekki áhugann.“
Daginn fyrir ráðstefnuna og önnur
tækifæri nota konurnar til að hitta að-
ila með viðskiptasambönd fyrir augum
en þær nutu að-
stoðar Útflutn-
ingsráðs við und-
irbúninginn.
Jónína telur að
fundirnir hafi al-
mennt gengið vel
en framhaldið og
árangurinn séu
undir hverri og
einni komin.
Íslensku kon-
urnar og sendinefndin sem heild veki
alltaf athygli. Íslensku konurnar þyki
öðrum fremur sjálfstæðar og sjálfs-
öruggar og vinna mjög markvisst og
faglega. „Við vorum með kynning-
arbás, dreifðum kynningarbæklingi
sem vakti mikla athygli auk þess sem
okkur var gert sérstaklega hátt undir
höfði í myndbandi við setninguna sem
unnið var í tilefni 15 ára afmælis ráð-
stefnunnar.“ Næsta ráðstefna verður
haldin í Kaíró 2006 og þar næst er gert
ráð fyrir Berlín.
Íslendingarnir víðsýnni í við-
skiptum en norrænir kollegar
Þátttaka norrænna og evrópskra
kvenna í ráðstefnunum hefur verið
mun minni en annarra, segir Jónína,
en hún vonast til að bót verði á. Ís-
lenskar konur í viðskiptum horfi yf-
irleitt mun lengra í allar áttir en koll-
egar á Norðurlöndum.
Á ráðstefnunni fjallaði Valgerður
Sverrisdóttir viðskiptaráðherra um
leiðir til að efla atvinnurekstur
kvenna en Jónína fjallaði um marg-
víslegar afleiðingar tvöfalds vinnu-
álags á konur og lagði áherslu á
mögulegar leiðir til að létta því álagi,
meðal annars íslensku leiðina, jafnt
fæðingarorlof karla og kvenna. „Meg-
inforsenda er að meðal kvenna sé
óvirkjaður auður og kraftur sem við
eigum ríka hagsmuni af því að
virkja,“ segir Jónína.
„Konur eru
óvirkjaður auður
í efnahagslífinu“
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@mbl.is
Jónína
Bjartmarz
Reyðarfjörður | Stríðsminjasafnið á
Reyðarfirði hefur verið í endurnýj-
un á undanförnum misserum. Nú
kúra gömlu braggarnir, sem kallast
einu nafni Spítalakampur, nýrauð-
málaðir ofan við þéttbýlið í grósku-
miklu grængresinu. Á svæðinu er
skilti þar sem segir frá því að
braggarnir á þessu svæði hafi verið
byggðir af bandaríska hernum árið
1943 og voru þá tugir bragga
tengdir saman með göngum. Marg-
ir áttu erfitt með að skilja hvaða
hlutverki mannvirkið átti að gegna,
en þá var talið útséð með að Þjóð-
verjar myndu ráðast á landið. Síðar
kom upp úr kafinu að þar átti að
hjúkra þeim sem myndu særast í
fyrirhugaðri innrás í Noreg.
Gömlu
braggarnir
fá nýtt líf
FJÓRIR lögreglumenn hófu í gær
störf í sérsveit ríkislögreglustjór-
ans með starfsaðstöðu hjá lög-
reglunni á Akureyri. Samkvæmt
tilkynningu á lögregluvefnum
munu þeir starfa sem stoðdeild
við lögregluliðin á Norður- og
Austurlandi. Sérsveitarmennirnir
munu hafa það hlutverk að
styrkja lögregluliðin í umdæm-
unum og jafnframt veita þeim að-
stoð við almenn löggæslustörf
eftir því sem þörf er á hverju
sinni. Segir á lögregluvefnum að
með þessari ráðstöfun skapist
einnig aukin tækifæri til þess að
sinna margvíslegum átaksverk-
efnum í samvinnu við lög-
regluliðin og að sérsveitin geti
brugðist skjótar við þegar þörf
krefur.
Styðja lög-
regluna fyrir
norðan og
austan