Morgunblaðið - 03.07.2005, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Sanski Most | „Það er mikil umræða í Bosníu
þessa dagana um það sem gerðist í Srebren-
ica. Þetta er bókstaflega á allra vörum.
Srebrenica var það stórt og frægt mál,“ segir
Eva. Hún býr í höfuðborg Bosníu, Sarajevó.
Hinn 11. júlí verður þess minnst að tíu ár eru
liðin frá fjöldamorðunum í Srebrenica.
Eva er svokallaður réttarmannfræðingur
og sérfræðingur í að bera kennsl á líkams-
leifar. Hún vinnur við að finna út hver er hvað
í fjöldagröfunum sem fundist hafa um alla
Bosníu. Í stríðinu 1992–1995, eftir að Bosnía
lýsti yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu, voru þús-
undir annarra teknar af lífi á svipaðan hátt og
frægt varð eftir atburðina í Srebrenica. Þetta
voru fyrst og fremst múslímar, drepnir af
sveitum Bosníu-Serba.
Brennandi áhugi
Eva er pólsk að uppruna en fluttist til Ís-
lands árið 1982 og er íslenskur ríkisborgari.
Hún hefur dvalið í Bosníu meira og minna í níu
ár og unnið sitt óvenjulega starf allan þennan
tíma. Hvernig er að vinna daginn út og inn
með bein fólks sem var skipulega tekið af lífi?
„Þetta getur tekið á og krefst mikillar ein-
beitingar,“ viðurkennir Eva.
„Ég fæ stundum rosalegan höfuðverk,“
bætir hún við og fer að skellihlæja. Vinnan
krefst allrar hennar orku og athygli því lík-
amsleifarnar úr fjöldagröfunum eru allar í ein-
um graut.
Eva hefur sinnt starfi sínu svo eftir hefur
verið tekið. Áhuginn er brennandi. Fyrir störf
sín í Bosníu hefur Eva nú verið sett á lista
ásamt eitt þúsund konum sem tilnefndar eru
til Friðarverðlauna Nóbels. Þær eru taldar
hafa skarað fram úr á einn eða annan hátt og
unnið að því að koma á friði í heiminum. Í
tengslum við listann hefur verið bent á að að-
eins 12 konur hafa fengið Friðarverðlaun Nób-
els síðan þau voru fyrst afhent fyrir meira en
100 árum.
30 fjöldagrafir
óopnaðar í Srebrenica
Fyrir Evu er starf hennar miklu meira en
venjuleg vinna. Hún bendir á að rödd hinna
dánu hafi verið þögguð og ef ekkert verði gert
muni þeir að eilífu liggja í jörðu án þess að
ættingjar og vinir viti hvar þeir eru. Af virð-
ingu við fólkið sjálft og aðstandendur verði
hreinlega að grafa það upp og setja leifar þess
saman.
„Málin urðu sérstaklega flókin þegar þeir
sem stóðu að fjöldamorðunum tóku til við að
flytja fólk á milli grafa, til að reyna að hylma
yfir glæpina. Þá blönduðust líkamsleifar hinna
myrtu saman,“ segir Eva. Einmitt vegna
þessa er þörf á sérfræðingum eins og henni til
að setja saman þau bein sem tilheyra sömu
manneskjunni.
Borin hafa verið kennsl á rúmlega 2.000
þeirra sem drepnir voru í Srebrenica fyrir tíu
árum. Aðstandendur hafa verið látnir vita og
fólkið jarðað. Sjálf kom Eva að meirihluta
þessara mála.
„Nú er verið að raða saman beinagrindum
nokkur hundruð annarra og fjöldi líkamsleifa
bíður í geymslum. Okkur hefur ekki gefist ráð-
rúm til að byrja að vinna með þær. Enn á síðan
alveg eftir að opna um 30 fjöldagrafir,“ segir
Eva.
Lesið í beinin
Eva hefur lært að þekkja bein og með því að
virða þau gaumgæfilega fyrir sér getur hún
lesið úr þeim ýmis auðkenni – kyn, aldur,
stærð og ýmislegt úr lífssögu viðkomandi, til
dæmis gamla áverka. Þegar hún vinnur með
þá sem fluttir voru á milli grafa tekur hún bein
úr beinahrúgu, greinir það og gengur síðan
um stóra vörugeymslu þar sem beinagrindur í
molum liggja í röðum. Á meðal þeirra reynir
hún að finna beinagrind sem fengið hefur svip-
aða greiningu og beinið sem hún heldur á – og
gæti verið úr sömu manneskju. Svona gengur
þetta lið fyrir lið, bein fyrir bein. Eva gefst
ekki upp fyrr en hún hefur fundið út hvaða
manneskju viðkomandi bein gæti hafa til-
heyrt. „Þetta er náttúrlega afskaplega sein-
legt,“ viðurkennir hún og endurtekur glettin:
„Já, alveg óskaplega tímafrekt.“
Til að bein lendi ekki á vitlausum stöðum
þarf Eva að hafa fulla yfirsýn yfir vörugeymsl-
una og ekkert má fram hjá henni fara. Þarna
kemur skýringin á höfuðverknum.
Aðkoma íslenska ríkisins
Eva vinnur fyrir samtökin International
Commission on Missing Persons, ICMP, en ís-
lenska ríkið borgar launin hennar. Það hefur
veitt tvær milljónir á ári til ICMP sem fara í
launagreiðslur til Evu.
„Hluti starfsfólks samtakanna er núna í
Tuzla, nálægt Srebrenica, en þessa dagana
vinn ég sjálf á stað sem heitir Sanski Most og
er í norðvesturhluta Bosníu. Svæðið er kallað
Krajina og þarna voru verstu fjöldamorðin ár-
ið 1992. Ég er með um 800 líkamsleifar hjá
mér úr stórum uppgrefti síðan seinasta
haust,“ segir Eva og bætir við að erfitt sé að
segja hvort einhvern tímann verði hægt að
finna og þekkja alla þá sem drepnir voru í
Bosníustríðinu.
„Menn vita ekki einu sinni hvar allar graf-
irnar eru. Ítarlega hefur verið farið í saumana
á því sem gerðist í Srebrenica og því er vitað
hvar fjöldagrafirnar tengdar þeim morðum
eru. Annars staðar í Bosníu eru hins vegar
stórar og litlar grafir sem enginn veit um –
nema sá sem gróf þær,“ segir Eva.
Í pallborðsumræðum í London
Um næstu helgi tekur Eva þátt í pallborðs-
umræðum í London á ráðstefnunni Srebrenica
Now. Mánudeginum á eftir er síðan sjálf
minningarathöfnin. Í pallborðsumræðunum
mun Eva ræða flutninga Serba á líkum á milli
grafa og hvernig þeir gerðu erfiðara að bera
kennsl á þá sem drepnir voru.
En hversu lengi ætlar hún að vera í Bosníu?
Er hún á leið til Íslands?
Eva fer að hlæja.
„Ég veit það ekki því ég get í raun ekki ver-
ið viss um að íslenska ríkið haldi áfram að
veita fé til verksins,“ svarar hún og bætir síð-
an alvarleg við:
„Sjálf vil ég vera hérna í Bosníu og vinna að
þessu verki. Ég verð það eins lengi og ég get.“
Með líkamsleifar úr löngu myrtu fólki
Ljósmynd/Eva E. Klonowski
Eva E. Klonowski, doktor í réttarmannfræði, rannsakar fjöldagröf með fórnarlömbum úr morðunum
íSrebrenica fyrir tíu árum. Töluvert starf er enn óunnið við að bera kennsl á þá sem myrtir voru.
’Málin urðu sérstaklega flókin þegar þeir sem stóðuað fjöldamorðunum tóku til við að flytja fólk á milli
grafa, til að reyna að hylma yfir glæpina. Þá blönd-
uðust líkamsleifar hinna myrtu saman.‘
sigridurv@mbl.is
Tuzla | Á jarðhæð sviplítillar byggingar í
sviplitlu úthverfi sveitabæjar í Bosníu
standa tveir menn við uppvaskið og láta sér
leiðast. Eða svo virðist í það minnsta við
fyrstu sýn. Þeir gætu verið á veitingastað
að þvo potta og pönnur. Raunin er hins veg-
ar sú að daginn inn og daginn út starfa þeir
við að skrúbba og hreinsa mannabein.
Í öðru herbergi hefur 1.100 líkpokum ver-
ið staflað upp, en þeir kunna að hafa að
geyma líkamsleifar mun fleiri manna. Sum
þessara beina hafa þegar verið hreinsuð og
skilin frá fötum eða öðrum persónulegum
munum á borð við fjölskyldumyndir, sem
fundust með þeim. Önnur á eftir að þvo og
á þeim eru enn innþornaðar kjöttægjur.
Uppi á næstu hæð vinna réttarmannfræð-
ingar við að setja saman beinagrindur á lík-
borðum. Í einu horninu stendur maður með
litla rafmagnssög og sagar niður bein til að
senda í DNA-greiningu.
Tíu ár eru liðin frá lokum Bosníustríðsins
og þetta fólk vinnur við að setja saman og
bera kennsl á beinagrindur, sem að mestu
hafa verið grafnar upp úr fjöldagröfum.
Mest af beinunum sem verið er að rannsaka
hér í Lukavac, úthverfi borgarinnar Tuzla,
sem er um þriggja tíma akstur frá Saraj-
evo, er jarðneskar leifar fórnarlamba fjölda-
morðsins í Srebrenica. 11. júlí verður þess
minnst að áratugur er liðinn frá því að um
átta þúsund karlar og drengir úr röðum
Bosníu-múslíma voru myrtir þar.
Sama manneskja í mörgum gröfum
Árið 1996, rétt eftir lok Bosníustríðsins,
var stofnað alþjóðlegt ráð, International
Commission on Missing Persons (ICMP),
sem fékk það verkefni að opna fjöldagrafir í
gömlu Júgóslavíu og bera kennsl á líkin,
sem þar var að finna, auk þess að rannsaka
jarðneskar leifar, sem fundust annars stað-
ar eða voru sendar ráðinu. Þegar borin hafa
verið kennsl á leifarnar er þeim skilað til
ættingja fórnarlambsins.
Kennslin fara þannig fram að borin eru
saman blóðsýni frá fjölskyldum og erfðaefni
úr beinum, sem hafa verið grafin upp.
25.700 manna er saknað í þeim ríkjum, sem
mynduðu gömlu Júgóslavíu. Borin hafa ver-
ið kennsl á 7.952 látna og eru flestir fórn-
arlömb átakanna í Bosníu og Kosovo.
Sú vinna sem fer fram í Lukavac og
tveimur öðrum miðstöðvum í Tuzla er sér-
staklega erfið. Upprunalega voru mörg líkin
grafin í fjöldagröfum. Skömmu eftir að
Bosníustríðinu lauk var hins vegar reynt að
fela vísbendingar um fjöldamorðið. Yfirvöld
Bosníu-Serba létu nota jarðýtur til að opna
margar grafirnar, settu líkamsleifarnar úr
þeim á flutningabíla og fluttu þær í aðrar
fjöldagrafir.
Vandinn var sá að líkamsleifar margra
fórnarlambanna duttu í sundur og blönd-
uðust saman við líkamsleifar annarra. Síðan
voru líkamshlutarnir grafnir í nýjum gröf-
Enn hafa ekki verið borin kennsl á líkamsleifar að minnsta kosti sex
þúsund manna sem voru myrtir í Srebrenica, þegar framinn var mesti
stríðsglæpur í Evrópu eftir heimsstyrjöldina síðari. Tim Judah fylgdist
með rannsóknum á beinum í Tuzla og Sigríður Víðis Jónsdóttir
ræddi við Evu E. Klonowski, sem rannsakað hefur fjöldagrafir um alla
Bosníu og var í liðinni viku tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels ásamt
1.000 öðrum konum.
Bera kennsl
á borin bein
Í vörugeymslu í Sanski Most í Bosníu. Líkamsleifar úr fjöldagröfum sem opnaðar voru síðasta haust.