Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 21
um og segir Megan Bassendale mannfræð-
ingur, sem starfar í Lukavac, að líkams-
leifar eins manns gætu hafa lent í „þremur,
fjórum eða fimm gröfum“.
Í ofanálag létu yfirvöld sér í mörgum til-
fellum ekki nægja að grafa líkamsleifarnar
aftur, „heldur krömdu þær, brenndu og
settu síðan rusl ofan á til að fela þær“.
Þetta „gerir starf okkar mjög erfitt,“ segir
hún og er það vægt til orða tekið.
Tölfræðin um þá, sem saknað er, segir
sína sögu. Samkvæmt gögnum ICMP eru
85% þeirra Bosníu-múslímar, 12% Serbar
og 3% Króatar.
Um 8.000 manna saknað frá Srebrenica
og fjöldi þeirra, sem borin hafa verið kennsl
á þannig að málinu teljist lokið, er 2.011.
Hins vegar eru 3.700 pokar með líkams-
leifum, sem tengjast Srebrenica, og 3.000 til
viðbótar í gömlum námagöngum, sem ekki
tengjast Srebrenica, og bíða þess að
kennslarannsókn hefjist. Fjöldi pokanna er
engin vísbending um fjölda látinna, sem
hafa verið og enn er verið að grafa upp
vegna þess að í hverjum poka geta verið
líkamsleifar margra manna.
Haldið í vonina
Mannfræðingarnir í rannsóknarstofunni í
Lukavac raða líkamsleifunum saman eins og
púsluspili og geta með DNA-greiningu
fundið og sameinað hluta einstakra líkama,
sem hafa blandast öðrum eða verið grafnir
hver í sinni gröfinni. Þeir geta áttað sig á
því hvaða hlutar eiga heima saman af stóru
beinunum vegna þess að líkt og í púsluspili
passa einungis bein úr einum og sama lík-
amanum fullkomlega saman.
Í sumum tilfellum er dánarorsökin aug-
ljós. Á sumum hauskúpunum er skotgat á
hvirflinum. Allajafna slökkva mannfræðing-
arnir á tilfinningum sínum þegar þeir vinna,
en eins og Bassendale segir: „Það er alltaf
erfitt þegar þú rekst á 15 eða 16 ára ung-
ling.“
Fyrir fjölskyldur um alla gömlu Júgó-
slavíu getur það lokað kafla í lífi þeirra –
þótt erfitt sé – að bera kennsl á ástvin eða
ættingja. Hajra Catic, forseti Kvennahreyf-
ingar Srebrenica, fer fyrir fjölskyldum
þeirra sem er saknað og hafa verið myrtir.
Ekki eru nema tveir mánuðir síðan hún
fékk að vita að borin hefðu verið kennsl á
leifar eiginmanns hennar.
„Ég veit enn ekki nákvæmlega hvernig
hann dó,“ segir hún og endurómar vonir
þúsunda annarra þegar hún útskýrir að
undanfarin tíu ár hafi hún haldið í von-
arneista um að einhvers staðar væri hann á
lífi. „Ég var að vona að hann fyndist á lífi
… Þannig að það er erfitt að kyngja sann-
leikanum.“
Ljósmynd/Tim Judah
Megan Bassendale, réttarmannfræðingur í Lukavac, með poka fulla af líkamsleifum.
Ljósmynd/Tim Judah
Réttarmannfræðingurinn Laura Yazedjian raðar
saman beinum fórnarlamba. Gat eftir byssukúlu
virðist vera á hauskúpunni sem hún er með.
Ljósmynd/Tim Judah
Bein fórnarlamba fjöldamorðanna í Srebrenica
eru hreinsuð og skrúbbuð vandlega áður en
reynt er að raða þeim saman á ný.
Ljósmynd/Eva E. Klonowski
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 21
Við óskum RTS verkfræðistofu til hamingju með að hafa fengið faggilda gæðavottun
fyrst íslenskra verkfræðistofa á rafmagnssviði.
Með faggildri vottun á gæðakerfi er tryggt að viðskiptavinir RTS munu ávallt fá þá
þjónustu sem þeir vænta og að sú þekking og reynsla sem stofan og starfsfólk hennar
býr yfir nýtist viðskiptavinum á hagkvæman hátt.
Það er okkur hjá British Standards Institute (BSI), sem nú höfum opnað starfsstöð á
Íslandi, í senn ánægja og heiður að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í að auka veg
þeirra sem starfa við þjónustu og ráðgjöf í rafmagnsverkfræði á Íslandi.
TIL HAMINGJU RTS
A
T
H
Y
G
L
I