Morgunblaðið - 03.07.2005, Page 22

Morgunblaðið - 03.07.2005, Page 22
22 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ E kki er víst hvenær fyrst var talað um ferða- mannastaði á Íslandi, en ljóst er að þeir voru til þegar á 18. og 19. öld. Þá fóru erlendir ferðalang- ar, flestir þeirra Eng- lendingar, að venja komur sínar til Ís- lands í vaxandi mæli. Þessum mönnum eigum við það að þakka að við höfum hugmynd um hvernig höf- uðstaður Íslands leit út; svo og staðir um allt land. Þeir skráðu jafnvel klæðnað landsmanna. Með viðkomu í Reykjavík vildu þeir umfram allt sjá Geysi, en fæstir þeirra virtust hafa áhuga á Gullfossi, eða vissu hreinlega ekki að hann væri til, sem er líklegra. Aftur á móti var Hekla ofarlega á óskalistanum, svo og Snæfellsjökull. Þar að auki stefndu þeir margir á sögustaði Íslendingasagna og Hlíð- arendi í Fljótshlíð var einn þeirra bæja sem þessir unnendur Íslend- ingasagna urðu að sjá. Nú þegar við tökum á móti meira en 300 þúsund ferðamönnum á ári, hafa óskir manna breyzt og má segja að á síðustu öld hafi fáeinir staðir fest sig í sessi sem áfangastaðir ferða- manna. Hér á landi, eins og í útlönd- um, þurfa slíkir staðir að hafa það til að bera að ferðalangurinn fyllist lotn- ingu, annaðhvort frammi fyrir nátt- úruundri eða mannvirki, nema hvort- tveggja sé. Góðir ferðamannastaðir þurfa ekki á því að halda að ferða- menn séu vel að sér um sögu landsins eða náttúrufræði, en slík kunnátta er þó ævinlega til bóta. Það eru staðir þar sem ferðamaðurinn verður dol- fallinn og eigin skynjun hans á fyr- irbærinu er honum nóg. Frá sjónarmiði ferðaútvegs er það ótvírætt kostur að ferðamannastaðir séu nálægir flugvelli eða höfuðborg- inni; ókostur hinsvegar ef þangað er langt og erfitt að komast. Við erum heppin að þessu leyti, því meðal vin- sælustu ferðamannastaða landsins eru ekki færri en fjórir í innan við tveggja klukkustunda aksturslengd frá Keflavíkurflugvelli. Þessvegna ganga ferðamannarútur reglubundið á hverjum einasta degi austur að Geysi og Gullfossi. Þingvellir eru í leiðinni, og viðkoma í Bláa lóninu ligg- ur vel við áður en landið er kvatt. Blá- skógabyggð býr vel að þesssu leyti með þrjá slíka staði og Skálholt að auki. Það var einstök heppni að til skyldi verða manngerður ferðamannastaður í fáeinna mínútna akstursfjarlægð frá flugvellinum. Bláa lónið er ævintýri líkast, svo vel er þar að öllu staðið og við gamla lónið í Svartsengi er Eld- borg, þar sem miðlað er jarðfræði- þekkingu með nútímatækni. Heildar- skipulag og hönnun mannvirkja við Bláa lónið fær hæstu einkunn, enda mun sá ferðamannastaðar vera fjöl- sóttastur á landi hér. Mikil uppbygging við Geysi Geysir býr alltaf að fornri frægð, en Strokkur heldur uppi merkinu eins og sakir standa. En hverir eru hverful fyrirbæri sem ýmist lognast útaf eða spretta upp eftir langan svefn. Upp- bygging við Geysi, sem síðustu ára- tugi hefur verið á höndum Más Sig- urðssonar og fjölskyldu hans, er afreksverk út af fyrir sig. Þar er menningarlegur metnaður fyrir hendi, sem brautryðjandinn Sigurður Greipsson, faðir Más, hefði verið ánægður með. Það er alltaf einhver sjarmi yfir hverasvæðinu, en ríkisvaldið með nefndir sínar og ráð, stendur afar illa að stígagerð, skiltum og aðgengileg- um upplýsingum. Sífellt dregur ríkið lappirnir og kaupir ekki neðsta hluta hverasvæðisins; þar eru sumir hver- irnar náttúruperlur út af fyrir sig. Þessi hluti hverasvæðisins er einfald- lega lokaður og sá slympuskapur er óskiljanlegur. Að Gullfossi kemur nú nálega sami fjöldi og að Geysi; samt tókst ekki fyrr en 2003 að malbika veginn þang- að. Víða er aðkoma ríkisins til skammar. Það er þó gott og fróðlegt að koma í Sigríðarstofu við Gullfoss og að öllu samanlögðu finnst mér Gullfoss áhrifamestur af öllum okkar ferðamanna- stöðum. Í klakaböndum að vetrarlagi finnst mér hann eftirminnilegastur. Bezt er að þurfa sem minnst að reiða sig á mannvirki við Gullfoss og lofa náttúrunni að njóta sín. Það hefur tekizt. Inn- lendum leiðsögumanni, sem ég ræddi við, þótti samt óskemmtilegt að horfa uppá farþegana taka upp nestið sitt hjá fossinum í norðan kuldastrekkingi og komast hvergi í skárra skjól en við þá hlið rútunnar sem sneri undan vindinum. Þingvellir hafa sérstöðu meðal ferðamannastaða vegna þess að þar fer saman sögulegt mikilvægi og nátt- úrufegurð. Sá ferðamaður sem ekkert þekkir til sög- unnar á þessum stað getur þó gleymt sér í hrifningu, hvort sem væri yfir útsýn- inu, Öxarárfossi, eða silfur- tæru vatninu í gjánum. Aðrir landshlutar búa ekki eins vel að þessu leyti. Þó að Borgarfjörður sé stórkost- lega fagurt hérað er enginn staður þar með sama segul- magn og Gullfoss og Geysir; ekki einu sinni Deildartunguhver sem er þó vatnsmesti hver á jörðinni. Fossarnir í Norðurá eru að sönnu perlur í sínu umhverfi en því miður gengur ekki að stefna mannfjölda á þá staði sem menn kaupa dýrum dómum til lax- veiða. Náttúruperlan Mývatn Um stóran hluta landsins að vestan og norðan má segja að minna sé um ferðamannastaði, unz kemur í Þing- eyjarsýslu. Þar er Mývatn í heild ferðamannastaður á sama hátt og Þingvellir, og nú hafa Mývetningar bætt við sínu eigin lóni, sem er annað dæmi um vel heppnaðan, manngerð- an stað sem hefur aðdráttarafl. Skammt þaðan eru náttúruperlurnar Ásbirgi, Goðafoss og Dettifoss. Í nokkrum sérflokki eru svo ferða- mannastaðir uppi á hálendinu og eiga það sameiginlegt að þangað verður síður skotizt á skömmum tíma. Það á við um Hornbjarg og Látrabjarg, Hveravelli, Landmannalaugar, Laka- gígasvæðið, Öskju í Ódáðahrauni, Herðubreiðarlindir og Kverkfjöll. Það á einnig við um Þórsmörk þó hún sér nær byggð. Líklega búum við óvenjulega vel af ferðamannastöðum úr ríki náttúrunn- ar og þarf ekki annað en að taka Dan- mörku til samanburðar til að sjá að þarna eigum við tromp á hendi. Spyrja má hvort þörf sé á að fjölga þeim, ef hægt væri. Það er þó ekki einfalt mál. Það er í rauninni krafta- verk að láta manngerða ferðamanna- staði heppnast fullkomlega. Hjá okk- ur hefur það reyndar gerzt með því að gæði náttúrunnar hafa verið virkjuð; heitt vant, heitur jarðsjór sem þar að auki getur orðið lækningalind fyrir þá sem þjást af húðsjúkdómum. Vitaskuld eru til fleiri góðir ferða- mannastaðir en þeir sem frægastir eru. Þar á meðal er safnið á Skógum – að Þórði Tómassyni meðtöldum, og föst sýning Ernsts Bachmanns á sögualdarpersónum og atburðum í Kringlunni í Reykjavík. Eðlilegt væri að Listasafn Íslands gæti verið í þess- um flokki, en eins og sakir standa er langt í frá að svo geti talizt. Vegna nálægðar við Bláa lónið má segja að fjölfarinn ferðamannastaður sé við Valahnjúk á strönd Reykjaness og fleiri gætu orðið með tímanum á Reykjanesskaga. Þar mun vega þyngst ónotað háhitasvæði við Trölla- dyngju, sem þar að auki er í nánd við einhverja mestu náttúrufegurð sem fundin verður í nágrenni Reykjavík- ur. Ekki er ólíklegt að þar eigi eftir að koma enn eitt lónið og ef til vill heilsu- baðstaður. Nesjavelli og virkjunina þar þykir flestum hrífandi að sjá. Þegar virkjun lýkur við Kára- hnjúka tæmast Dimmugljúfur og þá verður eftirsótt ferðamannaleið inn eftir gljúfrinu. Við eigum enn eftir að nýta þá auðlind sem felst í sérstæðum golfvöllum og í því sambandi væri lík- lega hægt að gera völlinn í Herjólfs- dal í Vestmannaeyjum heimsfrægan, en fjöldi manns ferðast um heiminn til þess eins að leita uppi slíka staði. Aðrir ferðamannastaðir eru meira tengdir áhuga á sögu landsins, en draga engu að síður að sér drjúgan hóp árlega; staðir eins og Hólar í Hjaltadal og Skálholt, Vesturfara- setrið á Hofsósi, Húsavík og fleiri staðir við sjó vegna hvalaskoðunar. Nú stendur fólki ekki lengur stuggur af eldfjöllum eins og fyrr á tímum; menn hika ekki við að spóka sig á Heklutindi og ferðast hiklaust í ná- grenni við Kötlu í Mýrdalsjökli og Grímsvatnasvæðið, sem er víst einn allra heitasti reitur í heiminum. Við eigum ótrúlegt land og ættum að reyna að umgangast það eins og siðaðir menn. Ferðamannastaðir eru auðlindir Ekki gera allir sér grein fyrir þeirri auðlind sem í ferða- mannastöðum er falin og nokkuð er raunar um að þeim sé ekki sinnt sem skyldi. Gísli Sigurðsson fjallar um nokkra þessara staða og gagnrýnir það sem betur mætti fara. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Gullfoss. „Hér mætti virkja,“ sagði Danakonungur við komuna að Gullfossi í Íslandsför sinni 1907. Gullfoss bregst aldrei og er ekki síður fagur í klakaböndum en á sumardegi. Geysir hefur enn aðdráttarafl og ævinlega er skemmtilegt að ganga um á Hverasöndum. Þó að betra sé að fara sparlega með mannvirki inni á slíkum svæðum er samt til vansæmdar að upplýsingar, skilti og góða stíga vantar. Bláa lónið, einn vinsælasti ferðamannastaður á Íslandi, er mannanna verk, en náttúran leggur til hraun og heitan jarðsjó. Höfundur er rithöfundur og myndlistarmaður MANNANNA VERK OG MÓÐIR NÁTTÚRA Sem ferðamannastaður standa Þingvellir fyrir sínu. Hér er einfaldlega kjarninn úr íslenzkri náttúrufegurð og ókunnir ferðamenn geta notið hennar hvort sem þeir þekkja eitthvað til sögunnar eða ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.