Morgunblaðið - 03.07.2005, Page 28

Morgunblaðið - 03.07.2005, Page 28
28 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ V ið hæfi á miðju sumri að herma af einu og öðru á döfinni í knöppu formi, sumarleyfi og gúrkutíð í algleymi, brýna svo orðræðuna að haustnóttum. – Framkvæmdin Listahátíð á Laugarvatni verð allrar athygli, einkum lofsvert að tengja hana varðveislu Héraðsskólans gamla, reisulegustu byggingar á Suður- landi. Man þá tíð er Laugarvatn var ævintýrið mikla sem fólk valfartaði til að sumarlagi, dvaldi þar með for- eldrum mínum í tvær eða þrjár vik- ur 1938, nýorðinn sjö ára, og var sem bergnuminn af öllu úti sem inni, viðkynningin án efa kímið af áhuga mínum á húsagerðarlist. Illu heilli á ekki af arkitektinum Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins að ganga, hann var skot- spónn harðsoðinna íslenskra mód- ernista á lifanda lífi og rataði laun- súr ádeilan meira að segja í frægt kvæði Steins Steinarr. Og hver sá er hreifst af byggingum hans heimskur og léttvægur fundinn, svonefnd heimalist bannvara. Víst gátu Guðjóni verið mislagðar hend- ur en það sem hann gerði best og frábærast mun halda nafni hans á lofti svo lengi sem íslensk bygging- arlistasaga blífur. Seinni tíma rækt- arsemi þó ekki fyrir að fara í ljósi Héraðsskólans sem er í niðurníðslu, Mjólkursamlagshússins í Borg- arnesi sem sumir vilja ólmir rífa og Þjóðleikhússins sem molnar jafnt og þétt úr. Þá munu margir á miðjum aldri minnast reisulega kennileit- isins á Selfossi, gamla mjólkurbús Flóamanna, húsið rifið og þorpið um leið með buxurnar á hælunum í allri sinni módernísku flatneskju sem í kjölfarið fylgdi. Að Straumi við Hafnarfjörð reis formfagurt býli, sem seinna var breytt í menningar- miðstöð, vasklega staðið að þeirri gerð í ósérhlífðri sjálfboðaliðsvinnu, en virðist nú standa autt og yfir- gefið fyrir afskipti bæjarráðs- manna, sem kenna sig við menn- ingu. Allt þetta gerist á meðan jafnvel fátækustu þjóðir Evrópu keppast við að byggja yfir listir, hér þjóta hins vegar upp risavaxnar íþróttahallir um borg og bý og ný- ríkir landsmenn sækja í dægur- gamanið og glysið sem mý á mykju- skán… Tímar liðu og hingað fóru að tín- ast heimsfrægir arkitektar af nýjum skóla sem áttu ekki orð yfir hrifn- ingu á verkum Guðjóns Sam- úelssonar. Snerist þá margur ís- lenskur núlistamaðurinn í heilan hring á einni nóttu líkt og þegar nýja málverkið leysti hugmynda- fræðina af hólmi í upphafi níunda áratugarins. Skyldi einhver vilja fullyrða að Íslendingar hafi lært af reynslunni er skrifari engan veginn með á nótunum, telur heimalist vera heimslist ef andríki fylgir athöfnum en andlausar eftirgerðir klára út- nesjamennsku. Inngrip embættismanna í þró-unina oftar en ekki af hinuilla, hef endurtekið hermt afþví hvernig Jørn Utzon varð að bjarga sér á flótta undan þeim áður en hann lauk við óperuna í Sidney, meistaraverki síðustu aldar. Og nú berast ískyggilegar fréttir af Signubökkum hvar auðkýfingur nokkur hugðist reisa 33.000 fer- metra húsbákn yfir einkasafn sitt sem ku ekkert slor. Hafði þegar ráðið stjörnuarkitektinn Tadeo Ando til að hanna bygginguna sem skyldi vera mikil og vegleg glerhöll. Markmiðið að breyta litlu eyjunni Seguin, fyrrum aðsetri Renault- bílaverksmiðjanna við jaðar borg- arinnar, í lífrænan hverfipunkt, eitt- hvað í líkingu við Pompidou- menningarmiðstöðina í hjarta Par- ísarborgar. Engu til sparað og maðurinn hafði þegar lagt út sem svarar rúmum einum og hálfum milljarði íslenskra króna í undirbún- ingsframkvæmdir! Ef hinar metn- aðarfullu áætlanir hefðu gengið eft- ir átti safnið þegar á þessu ári að komast í gagnið, en embættis- og úrtölumönnum tókst í það óend- anlega að fresta framkvæmdum, opnun loks ráðgerð 2009/2010. En þá þraut þolinmæði Francois Pinault, sem er hið stolta nafn list- höfðingjans, og ævareiður féll hann frá áformum sínum. Beindi sjónum til Ítalíu og úr varð að hann keypti listasetrið nafnkennda Palazzo Grassi við Canal Grande af Agnelli- fjölskyldunni, erfingjum hins látna iðnaðarfursta Gianni Agnelli og galt fyrir nokkuð á þriðja milljarð króna. En þá var Renaud Donnedieu de Vebres menningarmálaráðherra Frakka nóg boðið og hefur vænt- anlega gefið einhverjum harð- soðnum þurrpumpum úr embættis- mannastétt vænt spark í sitjandann. Í örvæntingu bauð hann listhöfð- ingjanum Palais de Tokyo til afnota um óákveðinn tíma, líkast til meðan verið væri að reisa fyrirhugaða byggingu, en Pinault hefur enn sem komið er ekki virt hann svars – og við situr… Þá skal vikið að tvíæringnumí Feneyjum, sem hefurverið í brennidepli ís-lenskra fjölmiðla, jafnvel endurtekið nefndur Ólympíuleikar myndlistarinnar, sem er skondin samlíking. Þó svo magnið kunni að vera meira en á öðrum tvíæringum fer mörgum sögum um gæðin þótt jafnaðarlega sé eitthvað bitastætt að finna á slíkum alþjóða risafram- kvæmdum, annað væri í hæsta máta óeðlilegt. En til að mynda hefur lítið verið skrifað um hann í dönsku blöðin fram að þessu sem eru þó vel með á nótunum hvað heimsviðburði í listum snertir. Raunar ekkert finn- anlegt á tölvuskjánum í samantekt aðalfrétta úr myndlistarheiminum, Politiken fjallar hins vegar um magnaða sýningu á verkum enska málarans Lucien Freud sem opnuð var degi áður í Correr-safninu og gefur henni fullt hús í einkunnagjöf. Fann loks bitastæða grein í Die Zeit, Hamborg, frá 16. júní, fyr- irsögnin; „Spyr annars einhver ennþá um list“ (Fragt da jemand noch über Kunst), höfundur Hanno Rauterberg, undirfyrirsögnin: Tvíæringurinn í Feneyjum snýst um heilun og upphlaup (Die Biennale in Venedig kreist um Heil- en und um den Kravall). Rauterberg er ekkert að skafa af hlutunum, lætur allt flakka og hefur efni á því. Um að ræða eitt virtasta og best skrifaða blað Evrópu, hrygglengju eins víðtækasta flæði rökræðu og menningarmiðlunar sem yfirhöfuð fyrirfinnst í heim- inum. Hann segir opnunardagana hafa verið nokkurskonar fjölskyldu- full en sýninguna sambland fjöllista- og stutt(kvik)mynda hátíðar, með meintar nýjungar á oddinum, nýj- ungahákarnir hafi barist um athygl- ina með öllum tiltækum ráðum, móttökum og veisluglaumi. Upphaf pistilsins segir allt íhnotskurn, hér nær orð-rétt: „Fyrst fer hann úrskónum, þá sokkunum, þarnæst sportjakka úr leðri og loks bolnum. Hálfnakinn og vöðvastælt- ur kappinn stendur í hjarta Louvre, rýnir upphafinn á hinar mikil- fenglegu myndir Peters Paul Rub- ens. Lengi lætur hann augun reika um holdsæl fljóðin, skoðar þögull, sem í leiðslu, en einhvern veginn er slík rýni ekki fullnægjandi, leggur hendurnar á parkettgólfið, sveiflar fótunum upp, einu sinni, tvisvar, og viti menn, skyndilega stendur hann á haus, jafnvel á annarri hendi! Þessa líkamslist getur að líta á myndbandi Sharhyar Nashat, á yf- irstandandi tvíæringi í Feneyjum, svissneskrar konu af írönsku bergi. Til hliðar afhjúpar hún sitthvað af eðli heimsins stærstu stórsýningar, drauminn um að listin nái að grípa okkur, snúa og hvolfa á haus. Hjá Nashat er þessi draumur enginn draumur um áningu og hugleiðslu, líkist frekar atriði í fjölleikahúsi. En um leið lýsir hann tvíæringnum þvert og í gegn, hvar menn elska at- hyglina, æsinginn og sjálfið, Sýn- ingin sækir líf sitt í vöðvaspil þjóð- anna.“ Ofanskráð er ekki nema um átt- undi hluti pistils Rauterbergs, sem kemur víða við, segir einnig að ber- sýnilega sé á ferð sýndarmennska sem útiloki og aftigni hina sígildu miðla; höggmyndina og málverkið, hlutaðeigendur telji þá blóðlausan bakgrunn. Segir listina hina nýju fordild sem sameini elítuna, einn- eginn að tvíæringurinn sé orðinn að leiksviði, geislabaugs- og glitliðsins. Undantekningar þó finnanlegar sem afneita öllu slíku tilstandi og bram- bolti, leggja verk sín hávaðalaust undir dóm sýningargesta og heims- ins. Fulltrúar sígildu miðlanna þar fremstir meðal jafningja… Smátt og stórt af listheimi Auðkýfingurinn og listhöfðinginn Francois Pinault. Grazzi-höllin í Feneyjum í bakgrunninum. Ráðgerir að opna fyrstu sýningu á hluta listaverkaeignar sinnar fyrir lok ársins. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Mikið undur er ferða-máti nútímanssem gerir mannikleift að setjast ístól á Íslandi og stíga upp úr honum í allt öðru landi fáeinum tímum síðar. En mesta undrið er nú samt það að ef maður tekur burt hljóðrás- ina, er þetta allt Selfoss. Hinn vest- ræni heimur er orðinn svo eins- leitur að meira að segja minja- gripir í ferðamannaverslunum eru nánast eins í öllum löndum, enda flestir framleiddir á sama stað. Í láglaunaverksmiðju í Asíu. Á liðn- um árum hef ég ferðast til ýmissa bæja og borga allvíða um Evrópu. Að vísu skal það tekið fram að þessar ferðir eru vinnuferðir og bera keim af því. Ég hef sem sagt ekki dvalið neins staðar langdvöl- um og haft takmarkaðan tíma til að skoða umhverfið af kostgæfni. En að því er varðar yfirborðið og það sem blasir við ferðalangi, get ég fullyrt eftirfarandi: Þetta er allt sami staðurinn. Og hann er reyndar ágætur. Eins og Selfoss. Þetta er ekki höfuðborg, er í grennd við hana. Ekki meira en klukkutímaakstur eftir hraðbraut- inni. Fyrst gegnum borgina, sem einkennist af blöndu af gömlum byggingum með háum þökum, nýjum gler- og stálhýsum og kunnuglegum auglýsingaskiltum um bíla, greiðslukort og farsíma- þjónustu. Þessi sömu skilti fylgja manni svo líkt og traustir leið- sögumenn eftir vegunum, gegnum grænar sveitir með skógum í stað hrauns, alla leið á áfangastað. Úr bílútvarpinu hljómar ýmist Jenni- fer Lopez, Coldplay eða Norah Jones, en svo er farsíma bílstjór- ans fyrir að þakka að tungumál innfæddra heyrist annað veifið. Síðasti áfangastaður minn af þessu tagi var í Ungverjalandi. Ungverjar kalla bæinn reyndar Szekesfehervar og þar ku búa rúmlega hundruð þúsund manns, en í eðli sínu var þetta Selfoss í miðevrópskum búningi. Bærinn Szekesfehervar birtist aðkomu- manni eins og íslenski systurbær- inn. Hann er fyrst og fremst ein aðalgata. En við vitum samt að byggðin teygir sig í báðar áttir út frá henni og við vitum líka að það búa fleiri á Selfossi en þeir sem afgreiða í sjoppum og bensín- stöðvum og þeir eru ekki allir mjólkurfræðingar. Við fyrrnefnda aðalgötu í hinum miðevrópska Selfossi, Szekesfeh- ervar, stendur lítið en vel búið hótel með öllum vestrænum þæg- indum og þessum 30 sjónvarps- stöðvum, þar sem maður bíður ávallt eftir því að Björgvin Hall- dórsson kynni næsta ameríska dagskrárlið. Þráðlausa netteng- ingin sér svo til þess að maður getur kíkt í Moggann og fylgst með flugi Valsara í Landsbanka- deildinni og sinnt öllum samskipt- um, rétt eins og maður sé við skrifborðið heima. Í stuttri miðbæjargönguferð einn eftirmiðdaginn kemur í ljós að Szekesfehervar á sínar gömlu evrópsku kirkjur, fallega skreytt- ar teiknimyndasögum úr biblíunni með ívafi um góða kónga, vel heppnuð stríð og krjúpandi þakk- láta alþýðu. Eitt sem hún hlýtur að vera þakklát fyrir er að bærinn skuli ekki lengur heita Stuhlweiss- enburg eins og á tímum Aust- urrísk-ungverska keisaradæmis- ins. Hér er má auðvitað líka finna prýðilegt eintak af göngugötunni með þessum sömu venjulegu verslunum í eigu Baugs og fleiri viðskiptajöfra og maður fer ósjálf- rátt að svipast um eftir Magasin du Nord eða jafnvel KÁ. En það setur þó skemmtilegan sér-ung- verskan svip á gönguferðina að kaupa sér ís í brauðformi og greiða fyrir með búnti af flór- intum sem lítið væri hægt að gera við fyrir austan fjall. Einn helsti atvinnurekandinn í Szekesfehervar heitir Alcoa, sem enn ýtir undir þá tilfinningu að maður hafi alls ekki farið að heim- an í þessari ferð. En þrátt fyrir það, þá var þetta auðvitað hin ágætasta för. Vínið gott, maturinn góður á Belgísku ölstofunni, gam- an að skoða gömlu amboðin á veggjum matsalarins á hótelinu, sem hefði líka getað verið í Skóg- um og huggulega sveitó að hinkra smástund við leigubílinn meðan bílstjórinn hljóp heim til að fara á klóið. Það er alltaf ágætt að koma á Selfoss, hvar sem hann er. HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Allar leiðir liggja til Selfoss

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.