Morgunblaðið - 03.07.2005, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 37
FRÉTTIR
Skipholti 29a,
105 Reykjavík
fax 530 6505
heimili@heimili. is
Einar Guðmundsson, lögg. fast.
Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast.
Bogi Pétursson, lögg. fast.
sími 530 6500
Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali.
Guðmundur
ValtýssonSími 515 0500 www.fasteignakaup.is
Verslunarhúsnæði á einni hæð
að gólffleti 734,9 ferm. Mikil
lofthæð, innkeyrsludyr, út-
byggðir gafngluggar og góðir
þakgluggar. Húsið er byggt úr
límtréseiningum og einangrað
með yleiningum (samlokur úr
stáli með einangrun á milli).
Húsnæðið er mjög vel staðsett við fjölfarna umferðagötu. Lóð er frá-
gengin með fjölda malbikaðra bílastæða. Góð aðstaða er við eignina
til vörumóttöku s.s. stórra vörugáma. Auðvelt er að skipta húsinu nið-
ur í tvær til þrjár einingar. Plata er komin að 93,5 ferm. skrifstofubygg-
ingu. Verð 86 millj.
Nánari upplýsingar um eignina og sýningartíma veitir sölufulltrúi Fast-
eignakaupa Guðmundur Vatlýsson, GSM 865-3022.
FOSSALEYNIR
ATHYGLISVERT VERSLUNARHÚSNÆÐI - SALA EÐA LEIGA
SÓLEYJARHLÍÐ - HF.
LAUS STRAX
Höfum tekið í sölu mjög fallega 76,7
fm íbúð, 3ja herbergja, á efstu hæð í
góðu, vel staðsettu, fjölbýli í Setbergs-
hverfi í Hafnarfirði. Gólfefni eru parket
og flísar. Góðar suðursvalir. Verð 16,8
millj. 110217
BLIKAÁS - HF - 4RA
Hraunhamar fasteignasala, nýtt í
einkasölu mjög falleg 4ra herbergja
íbúð 119 fermetrar á annarri hæð í
góðu litlu fjölbýli með sérinngang. Vel
staðasett í Áslandhverfi í Hafnarfirði.
Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu,
borðstofu, eldhús, gang, þrjú góð her-
bergi, baðherbergi og geymslu. Falleg-
ar innréttingar og gólfefni eru parket
og flísar. Góðar suðursvalir. Frábær
staðsetning.
LAXAKVÍSL - RVÍK. - RAÐHÚS
Í einkasölu fallegt raðhús á tveimur
hæðum ásamt kjallara og bílskúr sam-
tals um ca 300 fermetrar vel staðsett á
frábærum útsýnisstað í Ártúnsholtinu.
Húsið er í góðu ástandi og hefur verið
haldið mjög vel við. Glæsilegur garður
með sólpalli og fallegum gróðri. Út-
sýni. Góð eign. Verð tilboð. 109496
BREKKUHVAMMUR - HF - EINB.
Nýkomið sérlega bjart og skemmtilegt
pallbyggt einbýli með innbyggðum bíl-
skúr samtals 216 fm, lítil íbúð í kjall-
ara með sérinngangi, fallegur garður ,
góð staðsetning. Verð 39,8 millj.
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is
230,5 fm glæsilegt og vel byggt steinhús við Baldursgötu. Húsið er á þremur hæðum
auk rislofts. Eignin skiptist í á aðalhæð: Forstofu, hol, tvær stofur, svefnherbergi,
snyrtingu og eldhús. Á efri hæð eru 4 svefnherbergi og baðherbergi. Yfir efri hæðinni
er rúmgott risloft sem gefur mikla möguleika. Í kjallara er þvottahús og herbergi og
sér 2ja herbergja íbúð með sérinngangi. 5744.
Baldursgata
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Smáragata - glæsilegt funkishús
Virðulegt, vandað og mikið endurnýjað 279,4 fm einbýlishús ásamt sér-
stæðum 33,3 fm bílskúr á eftirsóttum stað. Húsið er teiknað af Gunnlaugi
Halldórssyni í funkisstíl og er án efa eitt að hans bestu verkum. Húsið
stendur á stórri lóð og hefur góða tengingu við garðinn. Húsið hefur verið
mikið endurnýjað á síðustu árum, m.a. hefur verið skipt um vatns-, ofna-
og raflagnir, drenlagnir og gler. Húsið var tekið í gegn að utan og settur á
það granít- og kvartssalli og þá var þakkantur endurbyggður, klæddur ryð-
fríu stáli og sett koparniðurföll. Endurbæturnar fengu sérstaka viðurkenn-
ingu borgarstjórans í Reykjavík 1998. Heimild er til stækkunar hússins skv.
nýju deiliskipulagi. Uppl. veita Sverrir og Kjartan. 5038
PETER Dyrberg hefur tekið við
starfi forstöðumanns Evrópuréttar-
stofnunar Háskólans í Reykjavík.
Dyrberg starfaði við Evrópudómstól-
inn í Luxembourg
í sjö ár, þar af
u.þ.b. helming
tímans sem að-
stoðarmaður dóm-
ara. Hann var um
tíma aðstoð-
armaður yfirlög-
fræðings Evrópu-
þingsins þar til
hann hóf störf hjá
umboðsmanni
Evrópuþingsins, fyrst sem yfirlög-
fræðingur á Brusselskrifstofu og síð-
ar sem yfirmaður skrifstofunnar.
Hann var framkvæmdastjóri laga-
deildar Eftirlitsstofnunar EFTA
(ESA) um þriggja ára skeið og hefur
síðastliðin þrjú ár verið dómari við
áfrýjunarnefnd Vörumerkja- og
hönnunarstofnunar ESB.
Ný stjórn Evrópuréttarstofnunar
hefur einnig tekið til starfa og er Ein-
ar Páll Tamimi hdl. formaður stjórn-
arinnar.
Hlutverk Evrópuréttarstofnunar-
innar er m.a. að auka tengsl rann-
sókna og kennslu á sviði Evrópu-
réttar og veita nemendum í
framhaldsnámi faglegan stuðning og
aðstöðu til eigin rannsókna. Stofn-
unin gengst fyrir ráðstefnum, fyrir-
lestrum og námskeiðum um Evrópu-
rétt og Evrópumál og hefur á stefnu-
skrá sinni að gefa út rit á sviði Evr-
ópuréttar, ásamt því að reka Miðstöð
Evrópuupplýsinga (EDC) við Há-
skólann í Reykjavík.
Nýr forstöðu-
maður Evrópu-
réttarstofn-
unar HR
Peter Dyrberg
♦♦♦
RTS-VERKFRÆÐISTOFAN í
Reykjavík hefur fengið faggilta
gæðavottun samkvæmt svonefndum
ISO 9001:2000-staðli, fyrst íslenskra
verkfræðistofa á rafmagnssviði. Það
var breska vottunarfyrirtækið BSI
sem nú hefur opnað starfsstöð á Ís-
landi, sem tók út og vottaði gæða-
kerfi RTS.
Styrkir fyrirtækið í útrás
Brynjar Bragason, fram-
kvæmdastjóri RTS, segir í tilkynn-
ingu að náð sé langþráðum áfanga
sem muni styrkja fyrirtækið í þeirri
útrás sem framundan sé.
Brynjar segir að vottað gæðakerfi
sé fyrsti áfangi í samfelldu ferli og
að hjá RTS geri menn sér fulla grein
fyrir að það er áframhaldandi vinna
fólgin í að þróa og viðhalda gæða-
kerfinu ISO 9001: 2000-staðallinn
geri kröfu um að fyrirtækið mæli
reglulega árangur og ánægju við-
skiptavina með þjónustuna en það
gefi þeim dýrmætar upplýsingar um
frammistöðu RTS á hverjum tíma.
Fá faggilta
gæðavottun á
rafmagnssviði
♦♦♦
Björn var
Húnvetningur
Mörgum brá í brún þegar Morg-
unblaðið sagði á föstudag Björn heit-
inn á Löngumýri, alþingismann og
útgerðarmann með meiru, hafa verið
Skagfirðing. Hann var vitaskuld
Húnvetningur og er beðist velvirð-
ingar á mistökunum.
Fyrirlestrar
kl. 15.30
Röng tímasetning var á sunnu-
dagsfyrirlestrum Sögusetursins á
Hvolsvelli sem verða í sumar. Hefj-
ast þeir kl. 15.30 og er beðist velvirð-
ingar á þessari misritun.
LEIÐRÉTT
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Fáðu úrslitin
send í símann þinn