Morgunblaðið - 03.07.2005, Side 38
38 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Óskar Emilssonvar fæddur á
Djúpavogi 10. októ-
ber 1920. Hann lést í
Reykjavík 13. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Antonía Steingríms-
dóttir, f. 23. febrúar
1890, d. 12. ágúst
1975, og Emil Eyj-
ólfsson, f. 10. ágúst
1893, d. 24. janúar
1965. Bræður Ósk-
ars, þeir Eysteinn,
Guðjón, Sigurður,
Gestur, Karl og Ing-
ólfur, eru látnir, en yngsti bróð-
irinn, Bragi. f. 1935, er búsettur á
Hornafirði.
Óskar hóf búskap 1945 með eig-
inkonu sinn Svövu Árnadóttur en
hún fæddist í Reykjavík 10. apríl
1926 og lést 10. apríl 1999. For-
eldrar hennar voru Laufey Guð-
mundsdóttir og Árni Jóhannsson.
Börn Svövu og Óskars eru: 1)
Helga Antonía, f. 22.
september 1953, d.
3. janúar 1975. 2)
Hafdís, f. 14. mars
1963, maki Hlynur
Guðmundsson. Börn
þeirra eru Helga
Ósk, Henrik og Heið-
dís. 3) Fóstursonur
Óskars og sonur
Svövu er Birgir L.
Blöndal, f. 15. nóv-
ember 1944, maki
Áslaug Steingríms-
dóttir. Börn þeirra
eru: Emil, Anna Sig-
ríður og Þröstur og
eru barnabörnin fjögur.
Óskar ólst upp á Djúpavogi, en
fluttist til Reykjavíkur 1945 og
vann fyrstu árin við akstur og sjó-
mennsku. Eftir það hóf hann störf
hjá Eimskipafélagi Íslands og
starfaði þar yfir 30 ár eða þar til
hann lét af stöfum árið 1990.
Útför Óskars fór fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Elsku pabbi minn, þakka þér sam-
fylgdina í gegnum árin. Mér finnst
ég hafa verið svo mikið heppin í líf-
inu að hafa átt þig að, alltaf jafn hug-
ljúfan, jafnlyndan og jákvæðan. Á
uppvaxtarárum mínum voru boð og
bönn ekki til í þinni orðabók, en ef
svo bar undir að það þurfti að taka á
málunum, gerðir þú það með því að
spjalla við skellibjölluna og örverpið
mig. Þú varst mikið náttúrubarn í
þér, rólyndur og sjálfum þér nægur
alla tíð. Þitt athvarf frá erli dagsins
var sjórinn, bátarnir, fuglalífið og
ströndin. Allir bíltúrar sem og lengri
ferðalög með þér og mömmu enduðu
oftast niðri við strönd og bryggju á
hverjum stað og keimur af sjávar-
lykt blandast minningum um göngu-
túra við sjávarsíðuna. Þú varst líka
frá sjávarplássi og sagðir mér mikið
frá ljúfri æsku þinni á Djúpavogi.
Frá leikjum í hrauninu, eggjatínsl-
unni í „blánum“ og hvernig hlutum
var háttað í gamla daga hjá ömmu,
afa og bræðrunum í Hlíðarhúsi. Frá-
sagnir um liðna tíð, daglegt amstur,
glettni og hversdagsleika voru alltaf
umvafðar óútskýrðum töfraljóma.
Enginn staður á jörðu var fegurri en
Djúpivogur!
Í hugann kemur upp frásögn sem
þú sagðir mér ekki alls fyrir löngu.
Þið strákarnir fóruð lengst í burtu
upp á fjall í ævintýraleit. Þú varst
bara smápolli, eins og þú tókst til
orða.
Á leiðinni upp hrundi úr fjallinu
stærðarinnar steinn, sem kom á
fleygiferð beint í áttina til þín. Hann
var svo stór og þú svo lítill, allur
máttur var úr þér dreginn. Þú gast
þig hvergi hreyft, beiðst bara örlag-
anna. En af einhverjum óskiljanleg-
um ástæðum breyttist stefna hans
snöggt og hann rúllaði framhjá þér á
ógnarhraða. Það var á þér að heyra
að þar hefði verndarhendi verið
haldið yfir þér. Dauðinn hefði verið
svo nálægur, en þér var ætlað að lifa
miklu lengur.
Um það bil áttatíu árum síðar eft-
ir að ferðalagið upp á fjall var farið
er lífsleiðin þín á enda. Þú náðir upp
á fjallstoppinn, ennþá stálminnugur
og sjálfbjarga, þrátt fyrir háan ald-
ur.
Nú ert þú öllum fjöllum ofar,
elsku pabbi minn. Guð þig ætíð
geymi.
Þín
Hafdís.
Mínar fyrstu minningar eru frá
Hlíðarhúsi á Djúpavogi, á heimili
foreldra fósturföður míns, þeirra
Antoníu Steingrímsdóttur og Emils
Eyjólfssonar. Á Djúpavogi ólst ég
upp fyrstu æviárin umvafinn ein-
stakri hlýju og gleði, í ævintýra-
heimi fjalla, kletta og þjóðsagna og
þar sem sjórinn og atvinna honum
tengd var lífæð staðarins, en jafn-
framt vettvangur ungviðisins. Sjö
ára gamall fór ég sjóleiðina til
Reykjavíkur til mömmu og Óskars
til að hefja skólagöngu. Þetta ferða-
lag byrjaði ekki vel þar sem ég var
sjóveikur alla leiðina, en þegar siglt
var inn Faxaflóann var heilsan farin
að batna og ég fór upp á dekk. Þetta
var á fallegum haustdegi í septem-
ber og hreifst ég mjög af fegurðinni
sem við mér blasti er siglt var inn
Faxaflóann.
Á bryggjunni var mér tekið opn-
um örmum og skildi Óskar vel hve
sjóferðin hafði verið erfið fyrir ung-
an dreng, enda vanur sjómennsku.
Við Óskar urðum fljótt mjög góðir
vinir, en hann þekkti allt og alla á
Djúpavogi og hughreysti mig þegar
heimþráin tók völdin.
Þegar horft er til baka eftir svona
langa samveru, bæði á gleðistundum
og eins þegar fjölskyldan varð fyrir
mótlæti, er ég ákaflega þakklátur
fyrir að leiðir okkar lágu saman.
Óskar var einstaklega dagfarsprúð-
ur, skýr í hugsun og fljótur að
greina kjarnann frá hisminu. Jafn-
framt var hann mjög ljúfur og gam-
ansamur og oftar en ekki tók hann
málstað minn þegar mamma var
ekki alveg sátt við kenjar og duttl-
unga sonarins. Alla tíð áttum við
notalegar samverustundir og rædd-
um um heima og geima, en samtölin
enduðu oftast á málefnum Djúpa-
vogs. Fyrr á árum naut ég hans
miklu hæfileika í matargerð, en
hann var listakokkur, og síðari árin
var matreiðsla snar þáttur í um-
ræðum okkar. Óskar var einstak-
lega barngóður og naut ég þess
ríkulega í æsku og síðar börnin okk-
ar og barnabörn.
Á kveðjustund er okkur Áslaugu
efst í huga þakklæti fyrir allar sam-
verustundir á liðnum árum og kveðj-
um Óskar með miklum söknuði.
Birgir L. Blöndal.
Nú er besti afi í heimi farinn. Það
eru ekkert nema góðar minningar til
í huga mínum þegar ég hugsa um
þig, elsku afi. Ég er svo stolt af því
að hafa átt þig sem afa og ég er svo
ánægð með að hafa þekkt þig svona
vel, við náðum svo vel saman. Mér er
svo minnisstætt þegar ég, þú og
amma fórum austur á Djúpavog á
æskuslóðir þínar, sem þér þótti svo
vænt um.
Sætasta minningin mín er þegar
þú sast í sófanum í sjónvarpsher-
berginu í Bólstaðarhlíð 42. Ég stóð
alltaf fyrir aftan þig í sætinu með
fulla skál af spennum frá ömmu,
greiddi þér og setti síðan hverja eina
einustu spennu í hárprúðan afa
minn. Ég hafði lagt bleika kaffistell-
ið á borð áður en hárgreiðslan hófst
og á meðan sötraðir þú ósýnilegt
kaffi úr bleikum plastbolla og borð-
aðir ósýnilega köku.
Það gladdi mig svo að þú valdir
mig sem húshjálp eftir að amma dó.
Það var alltaf svo þægilegt að koma
til afa fjarri ös og stressi. Þá var sko
grínað, þú hlóst alltaf svo mikið þeg-
ar ég kallaði þig „drengur minn“.
Fátt gladdi mig meira en heyra þig
hlæja. Við vorum svo góðir vinir.
Síðustu vikuna sem þú lifðir varstu á
spítala. Þá kynnti ég þig fyrir Guð-
mundi, kærastanum mínum. Þú
tókst þéttingsfast um hendurnar
okkar og óskaðir okkur alls hins
besta. Við urðum svo snortin þegar
þú kvaddir okkur því það var eins og
þú vissir hvað þín beið. Ég renndi
fingrunum í gegnum fallegt hárið
þitt sem var ennþá svo þykkt miðað
við háan aldur. Síðustu orðin til þín
voru: „Jæja, vertu þá bless, drengur
minn,“ og ég gaf þér stóran fing-
urkoss þar sem ég stóð í dyragætt-
inni. Þú lást í spítalarúminu og gafst
mér fingurkoss til baka með bros á
vör.
Nú ertu komin til ömmu Svövu og
Helgu Antoníu. Elsku afi minn, ég
sparaði aldrei stóru og hlýju orðin
við þig og ég mun ekki gera það nú.
Þú ert ein fallegasta manneskja sem
ég hef kynnst, gáfaðasta, skemmti-
legasta og jákvæðasta. Þú ert mín
eina sanna fyrirmynd. Ég sakna þín
svo sárt, en endalausar minningarn-
ar geymi ég á góðum stað þar sem
þeirra verður sífellt minnst.
Þín
Helga Ósk Hlynsdóttir.
Óskar afi var gæddur mörgum
góðum kostum. Hann var duglegur,
skemmtilegur, rólegur og með góða
nærveru. Það var alltaf gaman að
heimsækja afa og ekki vantaði gest-
risnina. Þá var afi flottur á því, lag-
aði kaffi og bauð til dæmis upp á
flatkökur með hangikjöti og stund-
um eitthvert sætabrauð líka. Svo
sátum við og spjölluðum eða horfð-
um á útsýnið yfir sjóinn. Stundum
lagði afi kapal eða bjó til pappírs-
báta handa börnunum. Hann var
líka sniðugur að teikna eins og
amma orðaði það og teiknaði margar
skemmtilegar bátamyndir. Þegar
við systkinin vorum yngri fengum
við stundum að gista hjá ömmu og
afa í Bólstaðarhlíðinni. Það fannst
okkur ofsalega skemmtilegt. Afi og
amma fóru með okkur í fjöruferðir
og göngutúra. Þá tíndum við systk-
inin steina og skeljar. Eftir göngu-
túrinn vorum við endurnærð, enda
hafði afi alltaf mikla trú á sjávarloft-
inu og sagði að það væri hollt fyrir
mann. Það er örugglega rétt hjá
honum. Þegar heim var komið eld-
uðu amma og afi kannski soðinn fisk
og buðu upp á rabarbaragraut í eft-
irrétt. Þetta var toppurinn á tilver-
unni, fannst okkur. Stundum feng-
um við að fara með þeim í vinnuna
og það var alltaf mjög spennandi
fannst manni.
Einnig er ógleymanleg kistan sem
við krakkarnir máttum ekki opna og
var geymd úti á svölum og innihélt
fullt af góðgæti – lagtertur og fleira.
Við munum alltaf sakna afa. Við
eigum góðar minningar um hann og
ömmu og við erum mjög þakklát fyr-
ir allar góðu stundirnar með þeim.
Nú er afi kominn á góðan stað til
Svövu ömmu og Helgu dóttur sinn-
ar. Blessuð sé minning þeirra.
Emil, Anna Sigríður
og Þröstur.
Elsku afi. Nú ertu farinn til ömmu
Svövu og Helgu frænku. Við vitum
að þér líður vel og þá líður okkur
líka vel. En við söknum þín samt svo
voðalega mikið því þú varst besti afi
í heiminum. Það var svo gaman að
koma í heimsókn til þín að spila og
teikna. Þú eldaðir líka alltaf svo góð-
an mat og þó að þú værir að verða
áttatíu og fimm ára varstu ennþá að
keyra bíl og þurftir ekki einu sinni
gleraugu til þess. Þú mundir líka allt
svo vel og fylgdist alltaf vel með
fréttunum og last mikið. Þegar við
vorum yngri fórum við svo oft með
þér og ömmu að gefa öndunum og út
á nes að skoða fuglana og athuga
varpið.
Við munum aldrei gleyma göngu-
túrunum í fjörunni með þér, þegar
við tíndum skeljar og kuðunga og
svo fengum við ís á eftir eða fórum í
bakaríið. Takk fyrir að hafa alltaf
verið svona góður við okkur, elsku
afi. Þú verður alltaf í huga okkar og
þar geymum við allar fallegu minn-
ingarnar um þig og ömmu. Guð veri
með þér.
Þín
Henrik og Heiðdís Hlynsbörn.
ÓSKAR
EMILSSONMóðir okkar, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Sóltúni,
áður til heimilis
á Framnesvegi 23, Reykjavík,
lést á Sóltúni að kvöldi mánudagsins 27. júní.
Margrét verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í
Reykjavík mánudaginn 4. júlí kl. 13.00.
Vilhelmína Haraldsdóttir, Sigurjón Helgason,
Björn Haraldsson, Lóa Guðrún Davíðsdóttir,
Oddur Sigurjónsson, Haraldur Davíð Björnsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÞÓRA GUÐLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR,
Lokastíg 18,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 30. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Gunnar Rósmundsson,
Lilja Magnúsdóttir, Páll Bergsson,
Páll Magnússon, Jóhanna Rögnvaldsdóttir,
Gylfi Gunnarsson, Kolbrún Hauksdóttir,
Valgerður Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur minn og bróðir,
sr. ÁGÚST KOLBEINN EYJÓLFSSON
sóknarprestur
í Berge, Þýskalandi,
sem lést fimmtudaginn 9. júní, verður
jarðsunginn frá Kristskirkju, Landakoti, þriðju-
daginn 5. júlí kl. 13.00.
Jarðsett verður í Landakoti.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á Kristskirkju.
Hulda Sigrún Snæbjörnsdóttir,
Ragnheiður Jóhanna Eyjólfsdóttir.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÚN ÓLÍNA GUNNARSDÓTTIR,
Dvergabakka 2,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Hringbraut föstudaginn
24. júní.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánu-
daginn 4. júlí kl. 13.00.
Sigfús Jóhannsson,
Lára Sigfúsdóttir, Guðmundur Jónsson,
Jóhann Sigfússon, Gunnhildur F. Theódórsdóttir,
Unnur Sigfúsdóttir, Ragnar Gunnarsson,
Þórir Ólason,
ömmubörn og langömmubarn.
Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og vináttu við fráfall elskulegs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa,
langafa og bróður,
HELGA GEIRMUNDSSONAR,
Miðtúni 21,
Ísafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungs-
sjúkrahúss Ísafjarðar og deildar 13D á Land-
spítalanum við Hringbraut.
Erna Magnúsdóttir,
Magnús Geir Helgason, Guðrún Dagný Einarsdóttir,
Grétar Helgason, Edda Bangon Khiansanthia,
Helgi Helgason,
Brynja Helgadóttir, Viðar Örn Sveinbjörnsson,
Ómar Helgason, Karen Óladóttir,
Jóhann Birkir Helgason, Gabríela Aðalbjörnsdóttir,
barnabörn, barnabarnabarn
og systkini.