Morgunblaðið - 03.07.2005, Page 40

Morgunblaðið - 03.07.2005, Page 40
40 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Fréttirnar sem prent- ogljósvakamiðlarnirákveða að bera okkurárið um kring eru þvímiður sjaldnast af gleði- legum eða jákvæðum toga, því iðulega vekur hitt meiri áhuga og selst þar af leiðandi betur. Það eru gömul sannindi og ný, og óþarfi að fara nánar út í það hér. En vegna þessa gladdist mitt auma hjarta, þegar spurðist, að hinn 28. júní síðastliðinn hefði verið undirritaður samningur milli Umferðarstofu og ríkislög- reglustjóra um að löggæsla á þjóðvegum yrði aukin um 100% næstu þrjá mánuðina, eða til 1. október. Í Morgunblaðinu sagði orðrétt: Þetta þýðir að eftirlit verður aukið með hraðakstri, bílbeltanotkun, akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna auk annarra þátta. Við skipulagningu eftirlitsins verður mest áhersla lögð á fjölförnustu vegi lands- ins og þá einkum vegarkafla þar sem flest alvarleg slys hafa orðið á undanförnum ár- um og einnig þann tíma sólarhringsins þeg- ar flest slysanna verða. Verið er að vinna slysakort með verstu stöðunum en Umferð- arstofa rekur gagnagrunn með upplýsing- um um öll umferðarslys hér á landi og er byggt á grundvelli þeirra gagna. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði á blaðamannafundi […] þegar samn- ingurinn var undirritaður að tólf lögreglulið á landinu tækju þátt í verkefninu og að eft- irlitið yrði aukið um 100%. Ríkislögreglu- stjóri hefði keypt 16 svonefnd Eyewitness- myndupptökutæki í lögreglubíla en þau gefa vitnisburð um samskipti lögreglu- manna og þeirra ökumanna sem stöðvaðir eru fyrir umferðarlagabrot. Er búnaðurinn notaður til sönnunar við meðferð mála fyrir dómi ef þörf krefur. Í samningnum er gert ráð fyrir kaupum á sex nýjum tækjum. Auðvitað hefði þetta átt að ger- ast fyrir löngu, en betra er jú seint en aldrei. Og fyllsta ástæða til að þakka samgönguráðherra og öðrum framtakið. Vonandi er, að hér verði um árlegan samning og atburð að ræða héðan í frá. Enn á ný finn ég mig knúinn til að leita á gamlar slóðir, vekja upp það sem ég minntist fyrst á árið 2003, þegar landsmenn flestir voru að búa sig undir að fara út á þjóðvegina, í langþráð frí, eins og núna. Þar langar mig að ítreka, að umferðin hér á landi tók 257 mannslíf á árunum 1971–1980, 255 á árunum 1981–1990 og 226 á árunum 1991–2000. Samtals eru þetta 738 einstaklingar af holdi og blóði. Trauðla er hægt að fjalla um þessi mál í kirkjulegum pistli, án þess að rifja upp hvað Karl Sigur- björnsson biskup mælti 26. júlí árið 2000, við afhjúpun mannvirk- isins um fórnarlömb umferðar- slysa á Íslandi, í Svínahrauni, milli Reykjavíkur og Hveragerðis – sýnandi tvær ónýtar bifreiðar á upphækkuðum palli, og skilti með krossi – því áhrifameiri orð hafa að mínum dómi ekki verið sögð um það efni. Hann bað áheyr- endur um að gleyma því aldrei, að í krossinum miðjum væri ekki bara tala (hún var þá 15, en átti eftir að hækka til muna og enda í 24 á áramótum), heldur annað og meira. Og orðrétt sagði hann m.a.: Á bak við þessa tölu eru mannslíf, mann- eskjur, ungar og gamlar, konur og karlar, fólk eins og þú og ég, fólk sem beið bana í slysum á götum og þjóðvegum landsins á þessu yfirstandandi ári. Þetta var fólk með sín sérkenni, sína sögu, hæfileika, vænting- ar, drauma. Að baki þessari tölu er saga, örlög, oft mikil skelfing, sársauki og kvöl. Og síðast en ekki síst sorg þeirra sem eftir lifa og þurfa að lifa við söknuðinn og missinn og sár sem seint eða aldrei gróa. Á bak við þessa tölu er líka fólk sem lifði af, en berst við afleiðingar slysa sem hefðu ekki átt að verða. Nei, þetta er ekki bara tala, alltof há tala, þetta er fólk, einstaklingar, þar sem hver og einn er óendanlega mikils virði. Og þetta er áminning til okkar allra, hvar sem við erum og hvar sem við erum á ferð; við getum ekki og við megum ekki sætta okkur við þetta. Þessum mannfórnum á vegunum verður að linna. Leggjum okkur fram um það hvert fyrir sig að stöðva þessa óheillaþróun. Það þarf samstillt þjóðarátak. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvert og eitt að við höfum það í okkar valdi. Það sem þarf er að hvert og eitt okkar göngum fram með það að leiðarljósi sem gullna reglan segir: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Sú til- litssemi sem þú vilt að þér sé sýnd á veg- inum, sýndu hana. Sú aðgæsla sem þú vilt að aðrir sýni, þar sem þeir eru á ferð, sýndu hana sjálfur. Eins og allir vita hafði biskup rétt fyrir sér; þetta er ekki bara ópersónuleg tala í krossinum, heldur á bak við hana mannslíf, einstaklingar, þar sem hver og einn er óendanlega mikils virði. Og á bak við hana eru líka grát- andi hjörtu. Í fyrradag, 1. júlí, var hún komin í 13. Fimm árum áður, hinn 4. júní árið 1995, í tilefni hvítasunnuhelg- arinnar þá, sagði aukinheldur í ritstjórnargrein Morgunblaðsins: Ævi sérhvers manns er vegferð, sem vanda verður. Hún lýtur, ef grannt er gáð, hlið- stæðum lögmálum um aðgát og tillitssemi við náungann sem aðrar vegferðir. Aðgátar er þörf í nærveru sálar, í umgengni við fólk og lífríki jarðar. Það sem mestu máli skiptir fyrir hamingju og velferð manna á lífsleið- inni er að kærleikurinn nái að móta hugar- far þeirra, bæði sem einstaklinga og heild- ar; að þeir virði þær samskiptareglur sem kristinn boðskapur hefur fært þeim í hend- ur. Allt er þetta á sömu nótum. Hugarfarið, samskiptamynstrið, er það sem verður að bæta, til þess að gera okkur öruggari og tryggari. Okkur ber, m.ö.o., að virða bæði umferðarreglur lífsins sem og þjóðarinnar. Elskurnar mínar, akið nú með sérstakri gát um vegi og götur landsins í dag og á morgun. Og alltaf síðan. Ekki hverfa á brott ótímabært af þessari jörð og úr þessum heimi fyrir verkan eigin glæfraaksturs eða annarra. Þið eruð allt of dýrmæt, ættingjum, vinum og kunningjum. Komið heil á leiðarenda. Ekki verða aðalfrétt helgarinnar. Vegferð sigurdur.aegisson@kirkjan.is Upp er runnin ein af þremur mestu ferðahelg- um ársins, með tilheyr- andi fjölda ökutækja sem leggja út á misjafna veg- ina. Sigurður Ægisson hvetur fólk til varkárni, því ekkert fær bætt mannslíf sem tapast. HUGVEKJA Elsku pabbi, það er mikil sorg og tómleiki í hjartanu mínu þegar ég sest niður og skrifa þessar línur. Ég á erf- itt með að trúa að þú sért farinn frá okkur, þetta gekk allt svo hratt, þú varst greindur, fórst í aðgerð og svo hrakaði þér svo ofsalega hratt og svo var þetta búið. Ég reyni að hugga mig við að þú kvaldist ekki og að þetta var yfirstaðið á stuttum tíma, en svo verð ég svo sorgmædd og reið yfir því að við fengum ekki aðeins meiri tíma saman. Ég og þú eigum margar minn- ingar sem ég mun varðveita að ei- lífu, þar á meðal er minningin um stúdentsveisluna mína, en ég varð stúdent á 50 ára afmælinu þínu og við héldum veislur okkar saman. Ég var mjög stolt af að fá að deila þessum degi með þér. Og svo var það brúðkaup okkar Mikaels og ræðan sem þú fluttir þar. Ég vann hjá þér og eftir að við komum heim frá Danmörku vorum við oft sam- ferða í vinnuna, ég sagði oft takk fyrir farið og kyssti þig fyrir en þú hlóst bara að því. Þú varst mikill fagurkeri og hugsaðir vel um garðinn heima í Melgerðinu og undir þér best utan- dyra að dunda, stundum langt fram eftir. Fossholtið var eitt af stærstu áhugamálum þínum þar sem þú og mamma byggðuð yndislegan stað, sem ég og mín fjölskylda höfum KETILL HÖGNASON ✝ Ketill Högnasonfæddist í Reykja- vík 20. maí 1944. Hann lést á líknar- deild Landspítalans 19. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogs- kirkju 27. júní. mikið dálæti á og er okkar staður til að slappa af. Kyrrðin og værðin, niðurinn frá ánni, landslagið og gróðurinn og svo er „alltaf gott veður fyrir austan“. Þarna varst þú vanur að ganga um landið að skoða trén, sjá framfarirnar á gróðrinum, finna lítil tré sem höfðu sáð sér frá hinum trjánum, merkja við þau og sjá hvort þau svo lifðu veturinn af. Þetta er það dýrmætasta sem þú hefur gefið mér, og ég og mín fjölskylda höfum verið svo heppin að fá að vera með ykkur mömmu þarna fyrir austan svo ótalmörg skipti, sem okkur eru ómetanleg. Þetta verður aldrei eins héðan í frá, en eins og ég lofaði þér á spítalanum þá munum við halda áfram allri þeirri vinnu sem nú stendur fyrir höndum, og ég veit að þú munt ávallt vera hjá okkur í Fossholtinu, vaka yfir okkur og fylgjast með öllu eins og þú varst vanur. Elsku pabbi, ég kveð þig með þessum fáu línum og þakka fyrir alla ástina og stuðninginn sem þið mamma hafið veitt mér á minni ævi. Þín dóttir Guðbjörg. Ketill Högnason, skólabróðir, kollega og góður vinur er látinn langt um aldur fram. Það hvarflaði ekki að mér að dauðastríðið yrði eins skammvinnt og reyndin varð. Kannski var það náðargjöf úr því sem komið var og mildar þannig áfallið sem fráfall hans er fyrir hans góðu fjölskyldu, en það eru bara þankagangar þeirra dauðlegu sem eftir lifa og skilja ekki hvernig skýi getur brugðið svo skjótt á loft. Við áttum samleið snemma, eða í landsprófi. Hann sigldi hraðbyri á undan mér í menntaskólanum, en ég náði honum aftur í tannlækna- deildinni og við áttum saman skap og húmor síðan. Mér fannst afar vænt um það því Ketill var ekki allra. Hann hafði ákveðnar skoð- anir og var fastur fyrir. En hann fór ekki fram með hávaða og látum. Það vita allir sem þekktu hann. Ég mun sakna samtalanna okkar um fagleg málefni því þau voru alltaf svo skemmtilega krydduð ýmist hans frábæra húmor (eftir að mað- ur var búinn að læra á hann!) eða djúpri hugsun. Hann var minn hirðtannréttari, að öllum öðrum kollegum ólöstuðum og samskiptin því oft talsverð og öll á sömu leið. Hann var ekki síðri fagmaður en drengur. Þessi síðustu kveðjuorð koma seinna en til stóð þar sem ég var staddur erlendis þegar andlát Ket- ils bar að höndum. Við áttum okkar síðasta samtal eftir aðgerðina sem gerð var á honum eftir að mein hans greindist. Jafnvel á þeirri al- varlegu stundu brá hann fyrir sig húmornum. Sem formaður Tannlæknafélags Íslands kveð ég mætan dreng og góðan félagsmann. Hann fór í framhaldsnám sitt í tannréttingum tíu árum eftir að hann útskrifaðist. Það er talsvert átak að drífa sig í annað nám á erlendri grundu eftir svo langan tíma. En hann gerði það með reisn og að sjálfsögðu með stuðningi Hildigunnar. Þau hafa ætíð starfað saman bæði í leik og starfi sem segir líklega meira en flest orð um þeirra samband. Við í stjórn TFÍ kveðjum því þennan góða dreng með eftirsjá og vottum Hildigunni og börnunum hans þremur okkar dýpstu samúð. Megi minning hans lifa með okk- ur. Heimir Sindrason, formaður TFÍ. Elsku pabbi Steini. Núna þegar ég var byrjuð að telja dagana þangað til ég kem heim þá hringdi sím- inn og mamma sagði mér að þú værir dáinn. Það var eins og að fá högg í hjartað og það er mjög sárt að hugsa til þess að ég fái ekki faðmlag, bros og kossa frá þér þegar ég kem heim þann 14. júlí sem er afmælisdagur þinn, þú hefð- ir orðið 75 ára. En ég á allar mínar minningar um þig og mömmu Stellu. Ef ég loka augunum streyma þær allar fram ein á eftir annarri, fallegar og skemmtilegar minningar sem fylgja mér alltaf, þrátt fyrir að ég sé búin að dvelja fjöldamörg ár erlendis. Þið hafið alltaf verið með mér í huga og hjarta á öllum mínum ferðalögum. Ég var svo heppin að eiga ykkur að alveg frá því að ég fæddist, þið voruð vinir mömmu og frá því að ég man eftir sjálfri mér man ég eftir ykkur og ykkar heimili. Þú og Stella áttuð alveg einstakt heimili þar sem allir voru velkomnir og öllum leið vel, alltaf var pláss fyrir alla gesti, fyrir gamla vini sem nýja. Um helg- ar streymdi fólk til ykkar og var oftast fjör og kátína á kvöldin um helgar. Þú spilaðir á nikkuna og Stella á gítarinn og allir sungu há- stöfum með ykkur og skemmtu sér vel. HAFSTEIN ÁRMAN ISAKSEN ✝ Hafstein ÁrmanIsaksen (Steini) var fæddur í Reykja- vík 14. júlí 1930. Hann lést á Land- spítalanum hinn 23. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju 1. júlí. Ég og mamma vor- um mikið á ykkar heimili og vorum eins og hluti af fjölskyld- unni, mér fannst ég alltaf vera fimmta barnið ykkar og þið komuð fram við mig eins og við ykkar eigin börn. Þegar foreldrar mínir skildu og mamma lenti í alvar- legu bílslysi vorum við og mamma aldrei ein- ar, þið hugsuðuð alltaf um okkur og við áttum alltaf heimili hjá ykkur, lífið hefði verið miklu daprara án ykkar. Að vera með ykkur var að vera í sólskini, það var sólskin hjartahlýju ykkar sem yljaði öllum sem kynnt- ust ykkur. Þið tvö voruð eitt, það var aldrei sagt Steini án þess að segja Stella og aldrei Stella án þess að segja Steini. Ég man það sem þú sagðir við mig í símanum eitt kvöld er ég hringdi í þig: „Sigrún, þegar ég missti hana Stellu mína þá missti ég svo ægilega mikið.“ Ég hugga mig við það að núna ertu hjá henni og þið eruð saman á ný, hún hefur eflaust verið mjög einmana án þín. Þú varst einstaklega góður og heilsteyptur maður, gerðir gott úr öllu með þínu góða skapi og húmor. Þér þótti gaman að segja skrýtlur og grínast. Ég man þegar við Dúlla vorum litlar og áttum að fara sofa og Stella, mamma og aðrar þeirra vin- konur sátu inni í stofu á Hraunsveg- inum og sungu, þá komst þú inn í svefnherbergi til okkar og sagðir: „Ég verð bara að flýja hérna inn til ykkar, stelpur, þessar kerlingar eru alveg svakalegar þegar þær byrja að garga svona, þær sprengja í manni hljóðhimnurnar.“ Og við Dúlla tístum úr hlátri og fannst þetta alveg stórfyndið. Og svo laumaðir þú að okkur kexi og appelsíni, breiddir ofan á okkur sængina, kysstir okkur góða nótt og baðst Guð að geyma litlu stelpurnar þínar og við sofnuðum alsælar. Núna kveð ég þig, elsku pabbi Steini, en ég vil kveðja þig með brosi, ekki með tárum. Þú fyrstur til að segja: „Vertu ekkert að gráta út af mér, elsku Sigrún mín, lífið er bara svona.“ Kysstu mömmu Stellu frá mér og mömmu, þið eruð ekki dáin, þið lifið áfram í mínu hjarta og í hjörtum allra þeirra sem áttu það lán í lífinu að kynnast ykkur. Fólki eins og ykkur getur enginn gleymt. Ég segi bless þangað til við hitt- umst öll á ný og höldum stóra veislu. Elsku Dúlla systir, Siggi, Haddi og Hansi, ég er með ykkur á þessari stund, enginn átti betri foreldra en þið. Alltaf þín dóttir, Sigrún. Elsku besti afi minn, þessi dagur kom allt of fljótt, þú áttir ekkert að fara svona snöggt. Við vorum bara að bíða eftir að þú myndir vakna, en þú opnaðir ekki augun. Bara að ég gæti fengið að knúsa þig einu sinni enn og finna skeggið þitt kitla þeg- ar þú kyssir mig á kinn. Það var alltaf svo gaman að fá þig í heim- sókn til okkar og hlusta á gamlar sögur og bara að njóta þess að vera saman. Ég man alltaf svo vel eftir peningasafninu þínu, orgelinu og harmonikunni, þú varst svo mikill tónlistarmaður og það var svo gam- an að hlusta á þig spila. Þín og ömmu er mjög sárt saknað og vona ég að þið séuð hamingjusöm saman hvar sem þið nú eruð. Þú munt ávallt vera í huga mínum og hjarta um alla tíð. Ég elska þig, afi minn. Hvíl í friði. Þangað til við hittumst næst þá kveð ég. Þín Stella litla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.