Morgunblaðið - 03.07.2005, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 45
Á Evrópumeistaramóti einstak-
linga hefur vakið athygli hversu
skákmönnum frá Úkraínu hefur
gengið vel. Ein skærasta stjarna
þeirra, hinn 15 ára Sergey Karjakin
(2.635), tefldi í upphafi mótsins
hverja glæsiskákina á fætur annarri
og að loknum 8 umferðum hafði hann
sjö vinninga og leiddi mótið. Í níundu
umferðinni mætti hann hinum 36 ára
Vassily Ivansjúk (2.739) og þegar
tuttugu leikjum var lokið hafði Iv-
ansjúk jafnað taflið með svörtu. Í
stað þess að sætta sig við skiptan
hlut hóf sá ungi sóknaraðgerðir sem
gengu ekki upp og reynsluboltinn
bar sigur úr býtum. Það sýnir bar-
áttugleði Karjakins að í næstu um-
ferð lagði hann stórmeistarann Alex-
ander Moiseenko (2.665) að velli í vel
tefldri skák en þurfti svo að bíta í það
súra epli að tapa fyrir Pavel Eljanov
(2.641) í elleftu umferð. Fyrir tólftu
umferð voru sjö skákmenn efstir
með átta vinninga og atti Karjakin
þá kappi við hinn 52 ára Alexander
Beljavsky (2.630). Beljavsky er bor-
inn og barnfæddur í Lviv í Úkraínu
en fyrir nokkrum árum fékk hann
slóvenskan ríkisborgararétt. Hann
hefur verið í fremstu röð skákmanna
í aldarfjórðung og er ávallt vel und-
irbúinn í byrjunum eins og Karjakin
fékk að kynnast í skák þeirra.
Hvítt: Sergey Karjakin (2.635)
Svart: Alexander Beljavsky
(2.630)
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4.
b4!?
Evans-bragð er kennt við skip-
stjóra nokkurn sem lék þessum
glæfralega leik fyrst. Garry Kasp-
arov kom bragðinu í tísku eftir að
hann beitti því í glæsilegri sigurskák
gegn Vishy Anand vorið 1995.
4. ...Bxb4 5. c3 Be7 6. d4 Ra5 7.
Be2 exd4 8. Dxd4 d6 9. Dxg7 Bf6 10.
Dg3 De7 11. Df4
Ef hvítur á að standa betur eftir
byrjunina er órökrétt að hann þurfi
að leika þessum leik. Shirov hróker-
aði í skák gegn Timman sem tefld
var 1995.
11. ...Bd7 12. 0-0 0-0-0 13. Be3 Rc6
14. Bd4 He8 15. Rbd2
1stm – Karjakin - Beljavsky
15. ...d5!
Með þessari peðaframrás er orðið
morgunljóst að svartur hefur jafnað
taflið en eins og í skákinni gegn Iv-
ansjúk sættir Karjakin sig ekki við
það og teflir stíft til vinnings.
16. Bd3 Bxd4 17. cxd4 Df6! 18.
Dg3?!
Það virðist hafa verið gáfulegra að
drepa drottninguna og leika svo
næst e4-e5. Miðborð hvíts ætti þá
hugsanlega að geta haldið taflinu í
jafnvægi þó að möguleikar svarts
væru alltaf betri.
18. ...Rge7 19. Re5 Heg8! 20.
Rxd7 Hxg3 21. Rxf6 Hxd3 22. Rf3
dxe4 23. Rxe4 Rxd4
Svartur stendur nú töluvert betur
þar eð peð hans á drottningarvæng
eru hættulegri en hvíts á kóngsvæng
og samhæfing manna hans er mun
betri.
24. Re5 Ha3 25. Hfd1 Rec6 26.
Rxf7 Hg8 27. Rfg5 h6 28. Rf7
Hvítur hefur barist vel en næsti
leikur svarts sýnir hver hefur und-
irtökin.
28. ...Hg6!
Riddari hvíts á f7 er nú í bráðri
hættu.
29. Rg3 Ha5! 30. h4 Rf5 31. He1
Rxg3 32. fxg3 Hxg3 33. Rxh6 Rd4
34. He7
Hvítum hefur tekist að halda liðs-
aflanum jöfnum en misheppnast að
láta menn hans vinna vel saman.
Með næsta leik svarts heldur sami
hrókurinn áfram að gera usla í her-
búðum hvíts og á sama reit!
2stm – Karjakin - Beljavsky
34. ...Hg6!
Sigurleikurinn þar eð nú vinnur
svartur lið. Karjakin gafst upp ekki
upp fyrr en hann var orðinn manni
og tveim peðum undir.
35. Rf7 Rf3+ 36. Kf1 Rxh4 37.
Hd1 Hf5+ 38. Ke1 Rxg2+ 39. Kd2
Hd5+ 40. Ke2 Rf4+ 41. Kf3 Hxd1
42. He8+ Kd7 43. Hd8+ Ke7 44.
Hxd1 Hf6 45. Rd8 Re6+ og hvítur
gafst upp.
Báðir þessi ósigrar Karjakins
voru óþarfir þar eð hann hafði hvítt í
báðum skákunum og gat haldið jafn-
væginu eftir að ekkert frumkvæði
hafði fengist í byrjuninni. Hann kaus
hinsvegar að tefla upp á vinning
gegn þessum tveim reynslumiklu
meisturum og var hann þá rækilega
minntur á þá fornu lexíu að hvað
ungur nemur, gamall temur. Bar-
áttuhugur hans er hinsvegar aðdá-
unarverður og minnir helst á Fisch-
er og Kasparov. Hann lauk
keppninni á sigri og fékk níu vinn-
inga, einum minna en sigurvegari
mótsins, rúmenski stórmeistarinn
Liviu-Dieter Nisipeanu (2.670) sem
lagði Beljavsky að velli í lokaumferð-
inni.
Gengi íslensku keppendanna var
brokkgengt. Hannes Hlífar Stefáns-
son (2.573) lagði ofurstórmeistarann
Viktor Bologan (2.700) að velli í ell-
eftu umferð í mikilli baráttuskák og
öðlaðist þá möguleika að tryggja sér
sæti í næstu heimsmeistarakeppni
FIDE. Í næstu skák Hannesar beið
hans það erfiða verkefni að tefla með
svörtu gegn rússneska stórmeistar-
anum Konstantin Sakaeev (2.672).
Rússinn fékk betra tafl út úr byrj-
uninni og kreisti svo hægt og sígandi
líftóruna úr svörtu stöðunni. Þessi
ósigur hafði í för með sér að Hannes
hafði 6½ vinning fyrir lokaumferðina
og í henni gerði hann jafntefli við
georgíska stórmeistarann Mikhail
Mchedlishvili (2.518). Hann lauk
keppni með 7 vinninga en alþjóðlegi
meistarinn Stefán Kristjánsson end-
aði með 6 vinninga á meðan félagi
hans, Bragi Þorfinnsson (2.441),
fékk 4½ vinning. Nánari upplýsingar
um mótið er að finna á heimasíðu
þess sem hefur slóðina http://
www.eurochamp.pl/.
Ingvar á meðal efstu
manna á EM öldunga
Þessa dagana fer fram Evrópu-
meistaramót öldunga (60 ára og
eldri) í Bad Homburg í Þýskalandi.
Alls taka 220 skákmenn þátt og þar á
meðal er íslenski FIDE-meistarinn
Ingvar Ásmundsson (2.288). Gengi
hans á mótinu hefur verið gott en
þegar sex umferðum er lokið af níu
hefur hann 4½ vinning og er í 9.–26
sæti. Efstur á mótinu er ísraelski
stórmeistarinn Mark Tseitlin (2.458)
en sjö skákmenn koma á humátt á
eftir honum með 5 vinninga. Ingvar
mun sennilega í þeim þrem skákum
sem eftir eru hafa tvívegis hvítt.
Hingað til hefur hann teflt mun bet-
ur með hvítu en þess er þó skemmst
að minnast að hann vann Hannes
Hlífar Stefánsson með svörtu sl.
haust. Takist honum að fá 2–2½
vinning úr síðustu skákunum verður
hann á meðal efstu fimm.
Vefsíðan www.skak.is fylgist vel
með keppninni en þaðan er hægt að
komast á heimasíðu mótsins.
Hvað ungur nemur,
gamall temur
Helgi Áss Grétarsson
SKÁK
Varsjá, Pólland
EM EINSTAKLINGA 2005
17. júní–3. júlí 2005
Beljavsky lagði Karjakin að velli á EM.
daggi@internet.is
Liviu-Dieter Nisipeanu
ARNARFELL við Krýsuvík og um-
hverfi verður notað vegna kvik-
myndatöku fyrir Clint Eastwood-
myndina, Fánar feðra okkar (Flags
of our fathers), samkvæmt einróma
ákvörðun í skipulags- og bygg-
ingaráði Hafnarfjarðar. Umhverfis-
nefnd bæjarins og stjórn Reykjanes-
fólkvangs voru andvígar að leyfið
yrði veitt og Ómar Smári Ármanns-
son segir að þeir sem tóku ákvörð-
unina sjái ekki lengra en nef þeirra
nái.
Ómar Smári, sem er áhugamaður
um sögu Reykjaness og náttúruunn-
andi, hefur gagnrýnt fyrirhugaðar
kvikmyndatökur harðlega og hann
segir það miður að þessi ákvörðun
hafi verið tekin. „Fornleifavernd
hlýtur að líta alltof þröngt á þessa
hluti vegna þess að umferð um svæð-
ið og átroðningur verður ekki bara á
tökustaðnum heldur allt umhverfið.
Umhverfis Arnarfellið eru fjölmarg-
ar fornleifar og ef Fornleifavernd
veit ekki af þeim þá er tími til kom-
inn að hún rannsaki svæðið með það í
huga,“ sagði hann. Þær umsagnir
sem hafi verið gefnar af hálfu Land-
græðslunnar, Fornleifaverndar og
Skipulagsstofnunar bendi til þess að
þessar stofnanir lúti veikri forystu.
„Ég veit ekki til þess að nokkur sé á
móti Eastwood eða kvikmyndatök-
unum sem slíkum, heldur snýst mál-
ið um rask og umhverfisspjöll,“
bætti hann við.
Forstöðumaður Fornleifaverndar
ríkisins sagði í
Morgunblaðinu í
gær að fornleifar
yrðu merktar svo
þær verði ekki í
hættu. Ómar
Smári sagði að
það væri engin
trygging fyrir því
að þeim yrði ekki
raskað og benti á
að þegar leggja
hefði átt Suðurstrandaveg, um
Siglubergsháls, fyrir ofan Grindavík,
hefði verið sagt að gamli vagnveg-
urinn við Ísólfsskála yrði utan veg-
stæðisins. Við það hafi ekki verið
staðið því nú sé gamli vegurinn horf-
inn undir nýja vegstæðið. „Þetta er
lýsandi dæmi um orð og efndir,“
bætir hann við.
Þá megi menn ekki gleyma því
hvernig nafnið á Arnarfelli hafi orðið
til. Á fjallinu sé fornt arnarhreiður,
sem þeir sem þangað fara geti séð,
en slík hreiður séu vernduð sam-
kvæmt lögum um vernd á villtum
fuglum og dýrum. Þessi ákvörðun
beri þess vitni að svæðið hafi ekki
verið skoðað nægilega vel áður en
umsagnir voru veittar.
Samkvæmt upplýsingum frá
Fornleifavernd ríkisins var gerð
fornleifaskrá vegna Krýsuvíkur-
svæðsins árið 1998 og hún nái allt til
strandar. Allar fornleifar á og við
Arnarfell hafi því verið skráðar nið-
ur.
Sjá ekki lengra en
nef þeirra nær
Ómar Smári Ármannsson gagnrýnir
leyfi til kvikmyndatöku við Arnarfell
Ómar Smári
Ármannsson
VIÐ nýlega brautskráningu nemenda frá Mennta-
skólanum í Kópavogi var í fyrsta sinn úthlutað verð-
launum úr Ingólfssjóði. Viðurkenninguna hlaut Stef-
anía Tinna Miljevic fyrir virka og árangursríka
þátttöku í fræðslu gegn misnotkun vímuefna. Frá árinu
2003 hefur Stefanía Tinna tekið virkan þátt í forvarn-
arverkefni sem Menntaskólinn í Kópavogi, forvarn-
arfulltrúi Kópavogsbæjar, grunnskólar bæjarins og
fleiri aðilar hafa unnið að saman.
Nokkrir nemendur úr Menntaskólanum ásamt for-
varnarfulltrúa bæjarins fóru í áttundu bekki grunn-
skóla Kópavogs þar sem þau sýndu myndband, héldu
fyrirlestra og svöruðu spurningum um vímuefni, mis-
notkun vímuefna og um valið að vera vímuefnalaus.
Síðan héldu sömu aðilar fundi með foreldrum grunn-
skólanemendanna um sama efni. Stefanía Tinna hefur
sinnt verkefninu af einstakri alúð og verið með frá upp-
hafi, segir í fréttatilkynningu.
Fyrir nokkrum árum stofnuðu samtök formanna
nemendafélags MK Ingólfssjóð sem tileinkaður er Ing-
ólfi Þorkelssyni, fyrsta skólameistara skólans. Mark-
mið sjóðsins er að efla áhuga nemenda skólans á húm-
anískum greinum. Ingólfur hafði bjargfasta trú á gildi
menntunar. Hjarta hans næst stóðu sagnfræði og ís-
lenska. Hann kallaði söguna drottningu fræða og hann
taldi varðveislu íslenskrar tungu mikilvægasta verk-
efnið í skólakerfinu. Hann vildi setja manngildið ofar
auðgildinu og lagði mikla áherslu á bindindissemi og
reglusemi nemenda Menntaskólans í Kópavogi.
Verðlaunin sem Stefaníu Tinnu hlotnuðust eru bókin
Ísland á 20. öld og dágóð fjárhæð.
Ingólfssjóður veitir verðlaun
Rannveig Jónsdóttir, ekkja Ingólfs skólameistara Þor-
kelssonar, afhendir Stefaníu Tinnu fyrstu verðlaunin
sem veitt eru úr Ingólfssjóði. Verðlaunin hlýtur hún
fyrir að leggja mikið af mörkum til eflingar húman-
isma í Menntaskólanum í Kópavogi.
LÖGREGLUSTJÓRAR á Hólmavík,
Blönduósi, Sauðárkróki, Ólafsfirði,
Akureyri og Húsavík komu í vikunni
saman til fundar til að undirbúa sam-
starf embættanna í löggæslu nú í
sumar, en þeir hittust í Ólafsfirði.
Lögð verður áhersla á umferðar-
eftirlit og þá sérstaklega í kringum
þær helgar þegar sérstakir viðburðir
verða í umdæmunum. Er þar af nógu
að taka en nánast um hverja helgi er
eitthvað um að vera í einhverju lög-
reglustjóraumdæmi. Auk þess verður
lögð áhersla á útlendingamál samfara
stórhertu umferðareftirliti.
Á myndinni eru frá vinstri: Sig-
urbjörn Þorgeirsson, varðstjóri í
Ólafsfirði, Jón Árni Konráðsson, aðal-
varðstjóri í Ólafsfirði, Björn Jósef
Arnviðarson, sýslumaður á Akureyri,
Ríkarður Másson, sýslumaður á
Sauðárkróki, Bjarni Stefánsson,
sýslumaður á Blönduósi, Ólafur Ás-
geirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á
Akureyri, Ástríður Grímsdóttir,
sýslumaður í Ólafsfirði, Sigurður
Brynjúlfsson, yfirlögregluþjónn á
Húsavík, Björn Mikaelsson, yfir-
lögregluþjónn á Sauðárkróki, og Ás-
laug Þórarinsdóttir, sýslumaður á
Hólmavík.
Stórhert umferðareftirlit