Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 47
DAGBÓK
upphaflega búið til af lyfsalanum
John Pemberton í Bandaríkjunum.
Pemberton þessi hafði til sölu lyf við
morgunsleni og getuleysi sem hét
Vino Mariner. Lyfið var íblandað
rauðvín, fengið frá Miðjarðarhafs-
löndum og var ekki alltaf aðgengi-
legt vegna fjarlægðar frá fram-
leiðslustað og stopulla samgangna
með seglskipum. Pemberton fór því
að þróa sitt eigið efni sem mikill
markaður var fyrir vegna nýafstað-
innar borgarastyrjaldar. Tvennt
þurfti til, örvun og orkugjafa. Til
örvunar valdi Pemberton að nota
kókaín og kólabaunir, orkugjafinn
varð sykur. Skammturinn var 6 úns-
ur, þar af sykur 1 únsa (28 grömm).
Bragðbætt var þetta með vanillu og
Heimsmet
OFT HAFA Íslendingar bara verið
hársbreidd frá því að setja ýmiskon-
ar met en nú höfum við eignast nýtt
met. Þetta nýja met er í notkun á rít-
alíni, skyldu amfetamíni sem talið er
banvænt fíkniefni. Rítalín er gefið
órólegum börnum að læknisráði.
Börnum er eðlilegt að hreyfa sig og
reyndar bráðnauðnsynlegt ef þau
eiga að halda heilsu. Nú hefir s.k.
velmegun náð svo langt að börnum
er almennt ekið í skóla og umferð
bíla við barnaskóla er eins og við
flugstöðina í Frankfurt á annatíma.
Annað heimsmet eigum við sem
tengist þessu, það er neysla Coca
Cola. Coca Cola er gamalt geðlyf,
sítrónusýru. Með hertum heilbrigð-
isstöðlum var svo hætt að nota kók-
aínið og settur í staðinn safi af kóka-
laufi. Coca Cola hefir verið drukkið á
Íslandi síðan í maí 1943, hver lands-
maður drekkur 160 lítra á ári, mest
drekka börn og unglingar. Nokkrir
lifa á þessu einu og engu öðru. Gall-
inn er að þessi ágæti drykkur er á
vitlausum stað, ætti eiginlega að not-
ast á elliheimilum, fyrir hádegi ein-
göngu.
Gestur Gunnarsson,
Flókagötu 8, Rvík.
Athyglisvert
viðtal
ÉG hlustaði á leið í vinnu á morg-
unþáttinn Ísland í býtið sl. fimmtu-
dag. Þar var viðtal við lækni á slysa-
deild um slys í umferðinni og
afleiðingar þeirra. Fannst mér mjög
fróðlegt að hlusta á þetta viðtal og
kom ýmislegt fram sem ég hafði ekki
gert mér grein fyrir. Sagði lækn-
irinn að við árekstur bíla yrði þrenns
konar árekstur.
Í fyrsta lagi rækist bíllinn á, því
næst rækist líkaminn á í bílnum og
að lokum yrðu líffærin fyrir höggi í
líkamanum. Fannst mér þetta mjög
athyglisvert og vil koma þessu á
framfæri til þeirra sem misstu af
þessu viðtali.
Hafdís.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Kaffihlaðborð í
Básnum, Ölfusi, 14. júlí. Lagt af stað
kl. 13. Ekið til Þorlákshafnar, Eyr-
arbakka og Stokkseyrar. Komið við í
Eden á heimleið. Upplýsingar og
skráning í síma 535 2760. Allir vel-
komnir.
Félag eldri borgara, Kópavogi,
ferðanefnd | Ferð FEBK 7. júlí nk.
Brottför frá Gjábakka kl. 8.30 og Gull-
smára kl. 8.45 Leið: Selfoss, Land-
vegur, Dómadalsleið, Landmanna-
laugar/ -hellir. Eigið nesti snætt.
Ljótipollur, Sigalda. Áð í Hrauneyjum.
Þjórsárdalur, Hjálparfoss o.fl. Kvöld-
matur í Árnesi. Skráningarlisti í Gjá-
bakka, sími 554 3400 og hjá Þráni, s.
554 0999 /Boga, s. 560 4255.
Félagsstarf Gerðubergs | Vegna
sumarleyfa starfsfólks er lokað frá
föstudeginum 1. júlí. Opnað aftur
þriðjudaginn 16. ágúst. Vetrardagskrá
hefst 1. september. Upplýsingar á:
www gerduberg.is.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
öllum opið. Betri stofa og Listasmiðja
opin í sumar án leiðbeinanda kl. 9–16.
Sjónvarp, útvarp og dagblöðin liggja
frammi. Molasopi að morgni, hádeg-
isverður og síðdegiskaffi. Félagsvist á
morgun, mánudag, kl. 13.30. Sum-
arferð í Bása í Þórsmörk miðvikudag-
inn 7. júlí kl. 9. Upplýsingar í síma
568 3132.
Norðurbrún 1, | Norðurbrún – Furu-
gerði. Farið verður í nestisferð
fimmtudaginn 7. júlí að Básum í Þórs-
mörk. Leiðsögumaður: Anna Þrúður
Þorkelsdóttir. Upplýsingar í síma:
Norðurbrún, s. 568 6960 og Furu-
gerði, s. 553 6040.
Kirkjustarf
Hjálpræðisherinn á Akureyri | Sum-
ardagskrá: Samkoma sunnudaga kl.
20. Allir velkomnir.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Laugavegi 68 • Sími 551 7015
Útsalan
hefst á
þriðjudag
Lið-a-mót
FRÁ
Extra sterkt
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
Nr. 1 í Ameríku
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa - Gulli betri
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3 c5 4. Bd3 d5 5.
b3 Rc6 6. O-O Bd6 7. Bb2 O-O 8. Rbd2
b6 9. a3 Bb7 10. Re5 Re7 11. f4 Re4 12.
De2 f6 13. Ref3 Hc8 14. c4 Rxd2 15.
Rxd2 He8 16. Had1 Dc7 17. dxc5 bxc5
18. Bb1 Rg6 19. Dh5 d4 20. exd4 Bxf4
21. d5 exd5 22. cxd5 Be5 23. Rc4 Bxb2
24. Rxb2 He5 25. Hf5 Hce8 26. Rc4
He2 27. Bd3 Ha2 28. Hf3 Dd7 29. Bf5
Dd8 30. Hg3
Staðan kom upp í atskákarhluta ein-
vígis milli Jan Timmans (2607) og Laz-
aro Bruzon (2669) sem fram fór fyrir
skömmu í Curaçao. Timman hafði
svart og nýtti sér veikar varnir hvíts á
fyrstu og annarri reitarröðinni. 30...
Dxd5! 31. Dg4 drottningin var friðhelg
vegna mátsins upp í borði 31. Hxd5
He1#. 31... Hee2 32. Rd2 Haxd2 33.
Be6+ Hxe6 og hvítur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
BÓK Brians Pilkingtons, Allt um
tröll, hefur verið seld til Eistlands
og bók Aðalsteins Ásbergs Sigurðs-
sonar, Brúin yfir Dimmu, hefur ver-
ið seld til Finnlands.
Það var eistneska bókaforlagið
Ilo sem tryggði sér réttinn á bók
Brians en áður hefur útgáfurétt-
urinn verið seldur til Ítalíu og Dan-
merkur. Finnska bókaforlagið Idun
tryggði sér réttinn á bók Aðalsteins
Ásbergs og er það fyrsta landið sem
rétturinn er seldur til.
Fyrir stuttu kom út í Rússlandi
safn norrænna smásagna fyrir börn,
hjá bókaforlaginu Azbooka. Tveir ís-
lenskir höfundar eiga þar sögur,
þeir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson,
með Töfrataflið, og Andri Snær
Magnason, með Eina sorglega sögu
af Medíasi konungi.
Í Brúnni yfir Dimmu segir frá
vöðlungum sem búa saman í sátt og
samlyndi í Mángalíu; þeir fullorðnu
sinna sínum störfum og smávöðl-
ungar una sér í leik. En Kraka og
Míríu þyrstir í ævintýri og dularfulli
lykillinn sem þau veiða upp úr
gruggugum hylnum undir Dunu-
fossi setur af stað spennandi at-
burðarás. Ásamt Póa litla leggja
þau af stað út í óvissuna, í ferð sem
enginn veit hvernig endar.
Í bókinni Allt um tröll má fræðast
um lifnaðarhætti trölla, menningu
þeirra og áhugamál. Bókin hlaut á
sínum tíma viðurkenningu Ferða-
málaráðs sem besta hugmynd að
minjagrip frá Íslandi.
Bækurnar eru gefnar út af Eddu
útgáfu.
Íslensk tröll
og vöðlungar
á faraldsfæti
Brian
Pilkington
Aðalsteinn Ás-
berg Sigurðsson