Morgunblaðið - 03.07.2005, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 03.07.2005, Qupperneq 54
54 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Skráðu þig á bíó.is Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 & 10.20 Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 5.30, 8, 10.30 B.i 14 ára Fréttablaðið  MORGUNBLAÐIÐ AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINSyfir 38.000 gestir Frá leikstjóra Bourne Identity „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV  Blaðið  Blaðið  ÞÞ - FBL Sýnd kl. 8 B.i 14 ára YFIR 29.0 00 GESTIR Bourne Identity   Blaðið  ÞÞ - FBL „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV   Hinn eini rétti hefur aldrei verið eins rangur! Frábær gamanmynd sem fór beint á toppinn í USA. i i i r tti f r l r i ri i r r! r r f r i t t i í . Sýnd kl. 1.30, 4, 6.30, 9 og 11.30 kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 3(KR 400), 5.30, 8 og 10.20 T O M C R U I S E T O M C R U I S E Sýnd kl. 2, 4 og 6 Sýnd kl. 5.50 og 10.20 I N N R Á S I N E R H A F I N I N N R Á S I N E R H A F I N Sýnd kl. 2, 8 og 10.45 B.i 10 ÁRA Ó.Ö.H - DV  Ó.Ö.H - DV  Ó.Ö.H - DV  YFIR 29.0 00 GESTIR POWERSÝNING KL. 11.30 KRAFTSÝNING KL. 12.30 MYND EFTIR Steven spielbergMYND EFTIR Steven spielberg Sýnd kl. 1.30 m. ísl tali Sýnd kl. 3 B.i 10 ÁRA (kr. 400)     „Innrásin er girnileg sumarskemmtun, poppkornsmynd af bestu gerð!“ -S.V, MBL  „EKTA STÓRSLYSAMYND“ -Ó.Ö.H, DV  -KVIKMYNDIR.IS  -Ó.H.T, RÁS 2  „Innrásin er girnileg sumarskemmtun, poppkornsmynd af bestu gerð!“ -S.V, MBL  „EKTA STÓRSLYSAMYND“ -Ó.Ö.H, DV  -KVIKMYNDIR.IS  -Ó.H.T, RÁS 2  Menn skiptast gjarnan ítvö horn þegar tónlistbandarísku hljómsveit-arinnar Decemberists er annars vegar – ýmist hæla þeir sveitinni í hástert fyrir snilldar laga- smíðar og skemmtilega leikræna texta, eða þeir finna henni allt til for- áttu fyrir uppskrúfaðaðar útsetn- ingar og tilgerðarlegt málskrúð. Víst binda þeir Colin Meloy og félagar hans í Decemberists bagga sína öðr- um hnútum en samferðasveitir og skiljanlegt að galgopahátturinn sem oft má finna í textum Meloys fari í taugarnar á þeim sem taka hlutina full alvarlega, en þeir sem gaman hafa af liprum lagasmíðum með gríp- andi laglínum og hugvitssamlegum frágangi kunna jafnan vel að meta Decemberists. Eins og mörgum er eflaust kunnug heitir sveitin eftir rússneskri klíku mennta- og hermanna, December- ists, sem lentu upp á kant við Rússa- keisara fyrir tæpri öld og enduðu flestir í Síberíu. Það segir sitt um sveitina og hugmyndafræðina á bak við hana ekki síður en gamansemina sem gegnsýrir verk hennar því þó oft syngi sveitin um sorglega viðburði þá er líka gaman að vera alvara. Textar Meloys eru oftar en ekki ævintýra- legir, gerast gjarnan á ótilgreindum tíma sem gæti verið seinni hluti átjándu eða fyrri hluti nítjándu aldar, oft eins og maður sé að lesa ástarsögu frá þeim tíma, píkaresku eða hrakn- ingasögu. Í viðtali fyrir skemmstu sagðist hann snemma hafa misst áhuga á því að semja lög um ástarlíf sitt, þó vissulega geti það falið í sér rómantíska og ljóðræna upplifun. Fjölhæfur piltur og músíkalskur Colin Meloy hefur fengist við mús- ík frá blautu barnsbeini, fjölhæfur piltur og músíkalskur, en hann heill- aðist snemma af sveitatónlist, enda alinn upp í Montana. Hann stofnaði fyrstu hljómsveitina í barnaskóla, The B-Sides hét sú, og fyrsta útgáfan var einmitt með þeirri sveit, „The Mellow Bluesmen Die: A Spiritual Progression“ sem gefin var út á snældu í tveimur eintökum. Sú sveit breyttist í Figurehead, síðan Happy Cactus og loks Tarkio sem gaf út eina stuttskífu samnefnda sveitinni. Meloy lagði stund á ensk fræði í háskóla, en meðfram námi og tónlist- ariðkan tók hann þátt í starfi leik- félags skólans sem hann lærði við og hefur látið þau orð falla að þá hafi hann fyrst fundið sjálfan sig, orðinn leiður á íþróttum og vissi ekki hvert ætti að stefna. Segja má að leiklistin hafi fylgt honum síðan eins og þeir þekkja sem hlýtt hafa á tónlist sveit- arinnar. Decemberists verða til Að loknu náminu 1999 lagði Meloy Tarkio niður og fluttist til Portland í Oregonríki það sem hann stofnaði þegar nýja hljómsveit, Decemberists. Meloy samdi, og semur enn, lög og texta, lék á gítar og söng. Frá fyrsta degi voru í sveitinni með Meloy og eru enn Jenny Conlee, sem leikur á harmonikku og hljómborð og Chris Funk, gítar- og slagverksleikari. Í upphafi lék Jesse Emerson á bassa en Nate Query skipar það sæti í dag, og lengst af lék Rachel Blumberg á trommur, meðal annars á síðustu skífu sveitarinnar, en hún er víst ný- hætt. Staðgengill hennar er John Moen. Þegar Decemberists varð til var Meloy þegar með nokkuð af tónlist í fórum sínum og það leið því ekki á löngu að sveitin sendi frá sér fimm laga stuttskífu, 5 Songs, til að kynna sig og dugði til að koma sveitinni á samning við Hush-útgáfuna sem gaf út fyrstu breiðskífuna í kjölfarið, Castaways and Cutouts, sem kom út 2002. Ári síðar endurútgaf Hush stuttskífuna 5 Songs með einu lagi til, skeytti sjötta laginu aftan við þau fimm sem komu út 2001. 2003 sömdu Meloy og félagar í Decemberists síðan við útgáfuna góð- kunnu Kill Rock Stars, en samstarfið byrjaði með því að Castaways and Cutouts var gefin út aftur. Síðar það ár kom svo út breiðskífan Her Maj- esty the Decemberists, sem vakti mikla athygli og rataði á marga árs- lista poppfróðra – mikill gæðagripur. Tvær langar og ein stutt Þrjár plötur komu því út á einu ári, tvær langar og ein stutt, en ekki þótti mönnum nóg að gert því í ágúst það ár fór sveitin í hljóðver að taka upp nýja plötu, að vísu aðeins með einu lagi, The Tain, en það lag var átján mínútur að lengd. Að loknum upptökum á The Tains hélt hinn ofvirki Meloy í tónleikaferð einn með kassagítarinn og seldi á þeirri ferð sex laga disk þar sem hann syngur lög eftir Morrissey. Han tók sér einnig tíma til að skrifa bók um plötu Replacements Let It Be, en í henni er hann ekki síst að skrifa um æsku sína og uppvöxt í Helena í Montana og hvernig hann áttaði sig smám saman á því að hann átti frekar samleið með fríkunum. Írskt söguljóð Eins og getið er var aðeins eitt lag á disknum, The Tain, en reyndar í fimm hlutum, útgáfa sveitarinnar á írska söguljóðinu Tain Bo Cuailnge frá áttundu öld sem segir meðal ann- ars frá átökum um nautið mikla frá Cuailnge en hetja ljóðsins er Cuchulainn sem hrindir innrás hers manna í Ulster. Spænska útgáfan Acuarela Discos gaf plötuna út sem er víst ófáanleg sem stendur. Tain varð ákveðinn vendipunktur í sögu sveitarinnar að því Meloy hefur sagt. Sveitin tók plötuna upp með Chris Walla, sem þekktur er fyrir það meðal annars að leika á gítar og hljómborð með þeirri ágætu hljóm- sveit Death Cab for Cutie. Meloy hef- ur meðal annars látið þau orð falla að Walla hafi hagað vinnu við þá plötu svo að hljómsveitin gat unnið útsetn- ingar algerlega eftir eigin höfði vel studd af upptökustjóranum. Kemur því ekki á óvart að þau hafi ákveðið að grípa til samskonar vinnubragða þeg- ar kom að því að taka upp nýja plötu. Upptökur í gamalli kirkju Upptökur á Picaresque hófust fyrir rétt rúmu ári í gamalli kirkju í Port- land. Obbinn af plötunni var tekinn upp þar á þremur vikum, en síðan lögðu þeir Meloy og Walla lokahönd á plötuna í hefðbundnu hljóðveri. Meira er í útsetningar á Picaresque lagt en á fyrri verkum Decemberist og er þá miklu til jafnað. Gestahljóðfæra- leikarar eru líka fjölmargir, ellefu alls, og leika á fjölbreytilegustu hljóðfæri. Yrkisefni á skífunni er áþekkt því sem Meloy hefur áður samið, ýmisleg æv- intýri, en bregður svo við að á plötunni er eitt lag, 16 Military Wives, sem fjallar um innrásina í Írak og hvernig hún féll nánast saman við óskarsverð- launahátíðina. Annað lag merkilegt á plötunni er næstsíðasta lagið, The Mariner’s Revenge Song, sem er tæpar níu mínútur – bráðskemmtileg smásaga um svik og grimmilega hefnd. Til að tryggja að það lag yrði sem leik- húslegast stillti sveitin sér upp fyrir framan einn hljóðnema og tók lagið upp í einni lotu til að stemmningin yrði sem leikhúslegust. Gildir einu þó fyrir vikið sé ekki allt hreint og tempóið ekki alltaf rétt – andrúms- loftið skiptir meira máli en listaspila- mennska að mati Meloys. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Leikhúsleg tónlist Bandaríska hljómsveitin The Decemberists sendi nýverið frá sér breiðskífu sem undirstrikar að hún er með skemmtilegustu hljómsveitum vestan hafs nú um stundir. Algengt er að sveitin sviðsetji lög sín, ef svo má segja — hér er lagið The Sport- ing Life af Picaresque með Colin Meloy í hlutverki ungs íþróttamanns sem átt- ar sig skyndilega á því að hann hefur í raun engan áhuga á íþróttum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.