Morgunblaðið - 03.07.2005, Page 55
JENNIFER LOPEZ JANE FONDA
Sýnd kl. 3, 6 og 8
553 2075☎
- BARA LÚXUS
Sýnd kl. 10 B.i 14 ára
Bourne Identity
„Þrælgóð skemmtun“
Ó.Ö.H - DV
Blaðið
Blaðið
ÞÞ - FBL
Frá leikstjóra Bourne Identity
Ó.Ö.H. DV
MBL
kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i 14 ára
Blaðið
ÞÞ - FBL
Miðasala opnar kl. 14.30
Hinn eini rétti
hefur aldrei verið
eins rangur!
Frábær
gamanmynd
sem fór beint á
toppinn í USA.
Sýnd kl. kl. 3.45, 6, 8.30 og 10.40
„Þrælgóð skemmtun“
Ó.Ö.H - DV
Missið ekki af
svölustu mynd
sumarsins með
heitasta pari heims!
AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINSyfir 38.000 gestir
SJ. blaðið
MORGUNBLAÐIÐ
x-fm
Sýnd kl. 3, 6 og 9 B.i 10 ÁRA kl. 3.20, 5.40 og 8 B.i 16 ÁRA
Frá framleiðendum
Lock Stock & Snatch
r fr l i
t t
kl. 10.10 B.i 16 ÁRA
Orlando Bloom, Liam Neeson
og Jeremy Irons fara á kostum
í epískri stórmynd.
Missið ekki af þessari
kl. 3, 5.30, 8 og 10.20
T O M C R U I S E
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20-POWER
Síðustu sýningar
Síðustu sýningar
POWERSÝNINgá stærsta thxtjaldi landsins
kl. 10.20
I N N R Á S I N
E R
H A F I N
Ó.Ö.H - DV
Ó.Ö.H - DV
Ó.Ö.H - DV
YFIR 29.0
00 GESTIR
MYND EFTIR Steven spielberg
TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR.
ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU
YFIR 29.0
00 GESTIR
„Innrásin er girnileg
sumarskemmtun,
poppkornsmynd
af bestu gerð!“
-S.V, MBL
„EKTA STÓRSLYSAMYND“
-Ó.Ö.H, DV
-KVIKMYNDIR.IS
-Ó.H.T, RÁS 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 55
Hróarskelda. Morgunblaðið. | Tveir
fulltrúar frá Íslandi prýða Hróars-
kelduhátíðina í ár. Í dag klukkan 13
leikur Mugison í Paviliontjaldinu en
á miðvikudaginn lék Brúðarbandið í
sama tjaldi – sem þá hét reyndar
Pavilion Junior. Undanfarin ár hef-
ur nefnilega verið rekið eitt tjald á
meðan fólk er að streyma inn á
svæðið, frá sunnudegi til miðviku-
dags. Þetta er í fyrsta skipti sem
tjald sem tilheyrir hinni formlegu
hátíð er notað en áður var sett upp
sérstakt svið á tjaldsvæðinu, kallað
„camping stage“. Þessi tilfærsla
hefur verið til mikilla bóta og gefur
þessum forhátíðartónleikum aukið
vægi.
Brúðarbandið tók yfir sviðið
klukkan 15.15 og lék til 16. Bandið
átti sviðið allan tímann, tjaldið og
alla þá sem í því voru líka. Hljóm-
sveitin var hress og kæruleysislega
grínaktug; meðlimir töluðu til
áhorfenda á ýktri dönsku, hrópuðu
skál, sveifluðu Tuborgflöskum og
hvöttu fólk áfram á milli laga.
Tjaldið var því vel með á nótunum
allt til enda og það var gaman að
sjá svipinn á fólkinu sem sagði:
„Hvað er þetta eiginlega?“ um leið
og maður merkti „Ég er að fíla
þetta!“ blik í augum. Blátt áfram,
pönkleg nálgun Brúðarbandsins við
rokkið, að kýla á þetta frekar en að
vera að hafa áhyggjur af þessum
eða hinum gítarhljómum, var að
svínvirka í þessu samhengi. Stuðið
varð reyndar það mikið að sveitin
var klöppuð upp, eitthvað sem ger-
ist sjaldan á „camping stage“ tón-
leikum. Fólk vildi „meira“, rétt eins
og hljómsveitin sjálf lýsti yfir á
fyrstu plötu sinni sem út kom í
fyrra.
Eftir tónleika hitti blaðamaður á
meðlimi baksviðs. Spennufall var
merkjanlegt – en um leið ofsagleði.
Þetta gekk upp! Á þessum tón-
leikum sá Óli úr Skátum (var áður í
Graveslime) um trommuslátt og
leysti þar með Dísu af (sem sjálf
var að leysa Sunnu, trommara
Brúðarbandsins, af). Aðrir meðlimir
voru þó allir á staðnum, þær Mel-
korka (söngur), Sigga (gítar), Eygló
(gítar), Kata (harmonikka), Unnur
(bassi) og Guðbjörg (hljómborð).
Allir segja já
Kata rifjar upp að þegar þær
höfðu verið starfandi í um þrjár vik-
ur hafi þær farið í viðtal á Rás 2.
Þar hafi Melkorka sagt að þær ætl-
uðu að spila á Airwaves, gefa út
plötu og spila svo á Hróarskeldu.
Svo hafi þær sprungið úr hlátri. En
allt hefur þetta ræst. Það er
kannski ekki svo mikið mál að vera
rokkari eftir allt saman?
„Ekki svo,“ segir Melkorka og
brosir. „Maður þarf að kunna lít-
illega á hljóðfæri en svo er þetta
bara talsverð vinna auk þess sem
mannleg samskipti hafa mikið að
segja. Stundum held ég að við
þyrftum að fá svona sálfræðing til
okkar líkt og Metallica!“
Hún klykkir út með því að segja
að næst sé það South by South-
West-hátíðin í Austin.
„Það sem okkur finnst vera svo
skemmtilegt er að nú erum við
mjög langt frá því að vera heimsins
bestu hljóðfæraleikarar,“ segir
Sigga. „Þannig að allir geta gert
þetta ef þeir vilja. Þú þarft bara að
vera í stuði, þá reddast þetta.“
Þetta hefur sannarlega verið mik-
ið ævintýri hjá Brúðarbandinu og á
stuttum ferli hafa þær framkvæmt
hluti sem aðrar sveitir aðeins
dreymir um.
„Það er eins og margir séu reiðir
út í okkur. Nei, það eru margir
reiðir út í okkur,“ segir Melkorka.
„Og við sem höfum litið á þetta sem
hvetjandi. Fólk segir að allt sé
þetta undir brúðarkjólum og kyn-
ferði komið og það er auðvitað bull.
Við erum búnar að vinna eins og
skepnur að þessu. Fólk segir að
þetta sé bara flipp. Og þess má geta
að við erum einmitt mjög flippaðar
(hlær).“
Þær segja að þessi tilteknu tón-
leikar hafi kannski ekki verið bestu
tónleikarnir þeirra út frá spil-
unarlegu sjónarmiði. Þeir hafi hins
vegar verið mjög skemmtilegir og
þær hafi aldrei spilað fyrir svona
mikið af fólki.
„Þetta var bara svo súrrealískt,“
segir Eygló. „Og það var mjög
gaman að spila. Við vorum að fara
yfir um rétt fyrir tónleika af stressi.
Það var skjálfti, ælutilfinning, allt.
Melkorka var sú rólegasta en svo
fraus hún í öðru lagi – en kom sem
betur fer aftur. Þetta fór hægt af
stað en í endann var þetta blússandi
stuð.“ Melkorka segir að snúnings-
punkturinn hafi verið þegar Eygló
hrópaði „scream for me Roskilde!“
að hætti meistara Bruce Dickinson.
Það þýðir lítið að spyrja um
framtíðaráætlanir hjá Brúðarband-
inu, því þær eru engar.
„Næst eru það Margaritur í boði
12 tóna og svo Sonic Youth. Meira
vitum við ekki.“
Eftir þetta rauk sveitin í næsta
viðtal en töluvert af blaðaviðtölum
var framundan svo og sjónvarps-
viðtal. Svo virðist sem allir séu að
segja já við bónorði brúðanna sjö
um þessar mundir.
Hróarskelduhátíðin | Brúðarbandið hleypti upp miklu stuði
Tryllingsleg brúðkaupsveisla
Morgunblaðið/Arnar Eggert
Brúðarbandið slakar á eftir vel heppnaða Hróarskeldutónleika.
arnart@mbl.is
Þeir sem hafa í gríni kallað ParisHilton prinsessu eru nú allt í
einu ekki svo langt frá hinu rétta því
nú vill stúlkan
annaðhvort
gifta sig í kirkju
heilags Páls í
London eða í
Westminster
Abbey þegar
hún gengur í
það heilaga með
unnusta sínum
og nafna Paris
Latsis seinna á þessu ári. Sá böggull
fylgir hins vegar skammrifi að kirkj-
urnar tvær leyfa aðeins giftingar
kóngafólks.
Báðar kirkjurnar leyfa þó aðeins
giftingar innan bresku kóngafjöl-
skyldunnar.
„Ég verð að skrifa prinsinum bréf
og fá undantekningu en ég er nú
einu sinni sú sem kemst næst því að
vera konungsættar í Bandaríkj-
unum. Ég hef augastað á kirkju heil-
ags Páls og svo Westminster en ef
ég fæ ekki leyfi læt ég mér nægja
sýslumannsskrifstofuna í Windsor.
Windsor er mjög góður aukakostur.
Karl Bretaprins gifti sig nú einu
sinni þar.“
Fólk folk@mbl.is