Morgunblaðið - 07.07.2005, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
Tjöld
-landsins mesta úrval
í Tjaldalandi við Glæsibæ
Simex Coho
2ja manna
Einfalt og skemmtilegt
göngutjald.
Þyngd 2,6 kg
Verð 12.990 kr.
FRÆNDUR okkur Norðmenn horfa til Ís-
lands og íslenska módelsins svokallaða þegar
kemur að aðgerðum við offitu. Á umliðnum
árum hafa aðeins verið framkvæmdar um
fimmtíu offituaðgerðir á ári þar í landi og eru
nú um 1.400 manns í bráðri þörf eftir aðgerð
á biðlista. Hafa Norðmenn leitað til Hjartar
Gíslasonar, skurðlæknis á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi, um að hann aðstoði þá við
uppbyggingu starfsins úti og mun hann frá og
með haustinu dvelja í Osló í alla vega hálft ár
til þess að koma starfinu á legg, stjórna því
og kenna þarlendum læknum að framkvæma
umræddar aðgerðir.
„Hingað til hafa Norðmenn notað það sem
kallast sultarólaraðgerðir við offitu sem hafa
nú verið lagðar af vegna lélegs langtíma-
árangurs þó skammtímaárangur hafi verið
ágætur. Við hættum að framkvæma slíkar að-
gerðir hérlendis árið 1998. Í staðinn fram-
kvæmum við hjáveituaðgerðir á maga sem
farið var af stað með sem speglunaraðgerð
árið 1997, en fram að því höfðu slíkar aðgerð-
ir verið framkvæmdar í opinni aðgerð, sem
gaf ekki eins góða raun þar sem því fylgdi
mikil sýkingarhætta. Speglunaraðferðin hefur
hins vegar gefið afar góða raun og er besta
aðgerðin sem í boði er í dag. Þannig má
reikna með að 80% þeirra sjúklinga sem fara í
slíka aðgerð séu lausir við 80% af yfirþyngd-
inni 5–10 árum eftir aðgerðina og er þetta
árangur sem helst til frambúðar.“
Spurður hvað valdi því að Norðmenn horfi
til Íslands segir Hjörtur Íslendinga hafa farið
snemma af stað og árangur verið góður.
Áætla að framkvæma
þúsund aðgerðir á ári
Að sögn Hjartar hefur „íslenska módelið“
gefist afar vel. „Í því felst að sjúklingurinn er
undirbúinn afar vel í einhverjar vikur áður en
hann fer í aðgerð,“ segir Hjörtur og segir
miklu skipta að bæði velja réttu sjúklingana
sem og að tímasetja aðgerðina á réttum stað í
lækningaferlinu. Hluti undirbúningsins felst,
að sögn Hjartar, í atferlismeðferð og er þá
notast við Reykjalundarmódelið. „Aðgerðin
sjálf er bara hjálpartæki, sem er mjög gott ef
fólk hefur gæfu og þroska til að nýta sér það.
Hafi viðkomandi ekki skilning og „mótíva-
sjónina“ verður langtímaárangurinn lélegur,“
segir Hjörtur og bendir á að skurðaðgerðin sé
ekki hugsuð sem auðveld lausn, enda virki
hún ekki nema sjúklingurinn leggi sitt að
mörkum og breyti jafnframt lífsstíl sínum og
mataræði.
Segist hann reikna með að frá og með
haustinu verði hægt að afgreiða um þúsund
sjúklinga á ári í atferlismeðferðinni og síðan
megi gera ráð fyrir að 50–75% þess hóps fari í
skurðaðgerðina sjálfa. „Þeir reikna með að
framkvæma um 200 aðgerðir fram að áramót-
um, 500–700 á næsta ári og síðan þúsund að-
gerðir á ári eftir það ef öll plön standast,“
segir Hjörtur. Gerir hann ráð fyrir að þörf-
inni fyrir offituaðgerðir í Noregi verði að
mestu leyti svarað á næstu fimm árum. „Þeg-
ar búið er að afgreiða heimamarkaðinn er síð-
an ekkert því til fyrirstöðu að bjóða erlendum
sjúklingum að koma til Noregs í slíkar að-
gerðir, enda er alþjóðamarkaðurinn óendan-
legur. Þó við vitum ekki hver þróunin varð-
andi offitu verður þá bendir allt til þess að
offita verði vaxandi vandamál í framtíðinni,“
segir Hjörtur að síðustu.
Íslensk þekking á sviði
offituskurðaðgerða flutt út
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
HJÖRTUR Gíslason skurðlæknir er annar
tveggja lækna á Íslandi sem framkvæma hjá-
veituaðgerðir gegn offitu, en allar aðgerð-
irnar eru framkvæmdar í samvinnu við Björn
Geir Leifsson skurðlækni. Að sögn Hjartar
gera þeir að jafnaði um þrjár aðgerðir á viku,
en síðustu ár hafa samtals verið framkvæmdar
um áttatíu aðgerðir á ári. Segir Hjörtur að-
gerðafjöldann taka mið af því fjármagni sem
sett er í málaflokkinn, því um er að ræða „rán-
dýrar aðgerðir“ að sögn Hjartar. Hann segir
að dvöl hans í Noregi eigi ekki eftir að koma
niður á offituaðgerðum á íslenskum sjúkling-
um, því hann ráðgeri að koma reglulega heim
til að framkvæma aðgerðir hérlendis.
Samkvæmt upplýsingum Lúðvíks Guð-
mundssonar, yfirlæknis á Reykjalundi, bíða nú
um 380 Íslendingar eftir að komast að í megr-
unarprógramminu á Reykjalundi, en reynslan
sýnir að 75% þeirra sem fara í gegnum pró-
grammið fara síðar í skurðaðgerð við offitu.
Segir hann teymið á Reykjalundi á umliðnum
árum hafa sinnt um 60 einstaklingum á ári.
„Við myndum vilja geta sinnt allavega 100–
110 manns árlega,“ segir Lúðvík og bendir á
að árið 2003 hafi Reykjalundi borist 340 beiðn-
ir vegna megrunarprógrammsins, í fyrra voru
þær 240 og það sem af er þessu ári hafa borist
um 100 beiðnir.
380 bíða eftir að
komast í megr-
unaraðgerð
SAMANBURÐUR á vörukörfu með
neysluvörum til heimilisins sýnir að
karfan hefur hækkað um rúmlega 8%
í verslunum Bónuss, 6% í Krónunni
og rúm 3% í Kaskó frá því í maí sl.
Samkeppnin hefur verið hörð á
matvörumarkaði frá því snemma á
árinu. Mikil lækkun varð á verði mat-
og drykkjarvöru skv. vísitölu neyslu-
verðs frá mars og fram í maí en nokk-
ur hækkun hafði orðið við síðustu
mælingu vísitölunnar í júní.
Henný Hinz, verkefnisstjóri hjá
verðlagseftirliti ASÍ, segir að ef
bornar séu saman síðustu verðkann-
anir verðlagseftirlits ASÍ í matvöru-
verslunum, sem gerðar voru þann 11.
maí og 2. júlí sl., hafi nokkur hækkun
orðið á verði í Bónus, Krónunni og
Kaskó en verð hins vegar lækkað í
öðrum verslunum.
Samanburður á vörukörfu með al-
mennum neysluvörum til heimilisins
sýnir að karfan hefur hækkað um
rúmlega 8% í verslunum Bónuss, 6%
í Krónunni og rúm 3% í Kaskó. Í öðr-
um verslunum hafði verð körfunnar
lækkað. Lækkunin var rúm 12% í
Gripið og greitt, 8,5% í Nettó, tæp
7% í Samkaupum, rúm 4% í Nóatúni
og Hagkaupum og 1,5% í Fjarðar-
kaupum milli þessara tveggja mæl-
inga.
Munur á hæsta og lægsta verði
vörukörfunnar hefur minnkað nokk-
uð síðan í könnuninni í maí. Þá var
munurinn á dýrustu og ódýrustu
vörukörfunni tæplega 100% en nú í
júlí var þessi munur rúm 76%. Aftur
hefur því dregið nokkuð saman með
lágvöruverðsverslunum og öðrum
stórmörkuðum þó enn sé mjög mikill
munur á vöruverði milli einstakra
verslana.
Verðlækkanir í Bónus og
Krónunni ganga til baka
!"
# $ %
" &
" $%
'
"
) % )% %
*+,-
*.+ -
*/+0-
*,+ - *,+-
*+ -
12+-
1/+-
1.+,-
TVÍTUGUR Reykvíkingur, Leifur Leifsson, mun í dag
gera tilraun til þess að komast upp á topp Esjunnar í hjóla-
stól. Esjuferð Leifs er liður í verkefni sem ungliðahreyfing
Sjálfsbjargar, Ný-ung, stendur fyrir og nefnist „Öryrkinn
ósigrandi“. Leifur hefur verið í hjólastól allt sitt líf en hann
segir þetta vera í fyrsta sinn sem maður í hjólastól fer upp
á Esjuna. Leifur leggur af stað kl. 17 í dag og eru áhuga-
samir hvattir til þess að mæta og fylgjast með.
„Það er reiknað með því að maður í lélegu gönguformi
sé þrjár klukkustundir að ganga upp á topp en við gerum
ráð fyrir því að ferðin muni taka um sjö til átta klukku-
stundir,“ segir Leifur og bætir við: „Esjan er ekkert sér-
staklega hjólastólavæn.“
Hjálparsveit skáta í Reykjavík mun sjá um öryggisatriði
í Esjuferðinni auk þess sem fólk úr öllum áttum mun að-
stoða við að bera stólinn upp á topp.
Ósigrandi í heyskap
Auk Esjuferðarinnar mun Leifur fara í fallhlífarstökk,
jeppaferð og vélhjólaferð með Sniglunum.
„Þá mun ég einnig sinna almennum sveitastörfum á
Flúðum og sýna fram á að ég er ósigrandi í heyskap.“
Gerð verður heimildarmynd um verkefnið en að sögn
Leifs mun hún fjalla um öryrkja sem er að yfirstíga nátt-
úrulegar og persónulegar hindranir. „Tilgangur hennar
er sá að sýna fólki fram á að þó að maður sé í hjólastól geti
maður gert hvað sem maður vill – ef maður fer rétt að
því,“ segir Leifur.
Tvítugur Reykvíkingur ætlar upp Esjuna í hjólastól
Morgunblaðið/Þorkell
Leifur er bjartsýnn fyrir Esjuferðina sem hann segir
að geti tekið allt að átta klukkustundir.
„Öryrkinn
ósigrandi“
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
ÞRJÁR hrefnur veiddust í gær
en þeir þrír bátar sem nú eru á
veiðum fengu sína hrefnuna
hver. Eins og fram hefur komið
í Morgunblaðinu hefur verið
ákveðið að veiða 39 hrefnur í júlí
og ágúst vegna yfirstandandi
hrefnurannsókna.
Njörður KÓ veiddi karldýr
snemma í gær sem fór um borð í
Dröfn RE til mælingar og
reyndist það vera 7,3 metrar að
lengd. Dröfn RE veiddi einnig
karldýr sem var rúmlega sjö
metrar að lengd.
Hrefnurnar enn styggar
Þegar Morgunblaðið hafði
samband við Davíð Gíslason,
leiðangursstjóra Hafrann-
sóknastofnunar um borð í Nirði
KÓ, voru þeir staddir út af
Reykjaneshrygg. Davíð sagði
að töluvert hefði sést af hrefnu
en þær hafi verið nokkuð stygg-
ar.
Sverrir Daníel Halldórsson,
leiðangursstjóri Hafrannsókna-
stofnunar um borð í Halldóri
Sigurðssyni Ís, sagði að veiðst
hefði kvendýr sem hefði verið
7,5 metrar að lengd en þeir voru
að veiðum út af Vestfjörðum.
Þrjár
hrefnur
veiddust
ÍSLANDSBANKI hefur fest kaup á
10% hlut í norska bankanum
Bank2. Þetta kemur fram í til-
kynningu til Kauphallar Íslands.
Um er að ræða nýstofnaðan við-
skiptabanka sem sérhæfir sig í
endurfjármögnun skulda ein-
staklinga og lítilla og meðalstórra
fyrirtækja. Samkvæmt hálffimm-
fréttum KB banka er rekstur
bankans ekki hafinn en hann fékk
bankaleyfi fyrr í þessari viku og
stefnt er að opnun eftir tvo mán-
uði.
Andvirði eignarhlutar Íslands-
banka er um 250 milljónir króna
samkvæmt hálffimmfréttum.
Íslandsbanki í
sókn í Noregi
HEITUR vökvi helltist yfir þriggja
ára gamla telpu í gær með þeim
afleiðingum að hún brenndist lít-
illega á bringu og höndum. Lög-
reglan í Reykjavík veitti aðstoð
sína vegna atviksins en samkvæmt
upplýsingum hennar var um te að
ræða.
Þá fangaði lögreglan grænlitan
páfagauk um hádegið í gær en sá
flaug um á víðavangi. Samkvæmt
upplýsingum lögreglu var um
karlfugl að ræða og var hann
mjög gæfur. Farið var með gauk-
inn í Dýraríkið og getur eigandi
hans vitjað hans þar.
Heitt te helltist
yfir litla telpu