Morgunblaðið - 07.07.2005, Síða 15

Morgunblaðið - 07.07.2005, Síða 15
18.–29. júlí Heyrnar- og talmeinastöð Íslands verður lokuð vegna sumarleyfis dagana 18.–29. júlí nk. Opnum aftur þriðjudaginn 2. ágúst. Fram að sumarleyfi og að því loknu er tekið við tímapöntunum alla virka daga kl. 9–16 í síma 581 3855. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum www.hti.is. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars. Starfsfólk Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Akureyri | Útilífssmiðstöðin á Hömrum iðaði af lífi í gær en þar voru samankomin um 500 ungmenni úr unglingavinnunni á Akureyri, ásamt flokks- stjórum sínum. Breytt var út af vananum og í stað þess að vinna við fegrun bæjarins, eins og krakkarnir hafa verið að gera undanfarnar vikur, léku þeir sér í ýmsum leikjum víðs vegar um svæðið og var ekki annað að sjá en allir skemmtu sér vel. Krakkarnir léku m.a. bandí á segldúk sem hafði verið bleyttur með sápuvatni og áttu nokkuð erfitt með að fóta sig á vellinum. Í gærkvöldi var svo dansleikur í Sjallanum og þá bættust vinnu- skólakrakkar m.a. frá Dalvík og Ólafsfirði í hópinn. Morgunblaðið/Kristján Líf og fjör á Hömrum Unglingar Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Endurskoða reglur um hunda | Bæjar- ráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að skipa starfshóp til að endurskoða í heild sinni núgildandi sam- þykkt um hundahald í Ísafjarðarbæ. Í starfs- hópnum munu eiga sæti fulltrúi hundaeig- enda, fulltrúi sýslu- manns og fulltrúi Ísa- fjarðarbæjar. Fram kemur í frétt á vef Bæjarins besta á Ísafirði að bæjarráð ákvað þetta í kjölfar umræðu um tillögur sem Þorleifur Pálsson bæjarritari og Svan- laug Guðnadóttir bæjarfulltrúi lögðu fram fyrir skömmu og fólu meðal annars í sér að bannað yrði með öllu að fara með hunda um miðbæ Ísafjarðar. Tillögurnar hafa mætt töluverðri andstöðu, meðal annars á þeirri forsendu að vandséð væri með hvaða hætti ætti að framfylgja banninu.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Viðhald í stoppinu | FISK-Seafood á Sauðárkróki stöðvar útgerð ísfisktogara og vinnslu í nokkrar vikur yfir hásumarið, eins og undanfarin ár. Tækifærið er notað til viðhalds og endurbóta á skipum, hús- um, tækjum og öðrum búnaði. Fram kemur á heimasíðu Kaupfélags Skagfirðinga, www.ks.is, að meðal þess sem unnið er að nú er uppsetning á nýjum lausfrysti í vinnslunni á Sauðárkróki en hann stóreykur afköst vinnslunnar. Segir að eftir að bolfiskvinnsla á vegum félags- ins hófst á Skagaströnd hafi eldri laus- frystir varla annað framleiðslunni. Engin sérstök stórverkefni eru um borð í togurunum utan þess að ljósavél um borði í Klakki SH er gerð upp. Haft er eftir Gísla Svan Einarssyni útgerðarstjóra að reynt sé að vinna viðhaldið sem mest á heimaslóð.    Tveir nýir bátar | Tveir nýir bátar komu til Drangsness síðastliðinn laugardag og leið aðeins klukkustund á milli þeirra. Ann- ar báturinn kom frá Stykkishólmi og hinn frá Norðfirði. Báðir verða gerðir út frá Drangsnesi. Kemur þetta fram á fréttavefnum strandir.is. Jafnframt segir frá því að af þessu tilefni hafi Halldór Ármannsson, eig- andi annars bátsins, boðið fréttaritara strandir.is í siglingu til að skoða borgar- ísjakann sem dvalið hefur á Steingrímsfirði síðustu vikur. Jakinn er sagður tilkomu- mikill. Freyja sér til sunds og hlaut blóm fyrir að laun- um. Síðan var boðið upp á tónlist þar sem hljóm- sveit ungra drengja spil- Haldið var upp á60 ára afmælisundlaugarinnar í Ólafsfirði í síðustu viku. Af því tilefni bauð bærinn til veislu í Íþróttamiðstöðinni. Hófst dagskráin með því að forstöðumað- urinn, Haukur Sigurðs- son, rifjaði upp bygg- ingu laugarinnar, sem var ein allra fyrsta laug- in með heitu vatni á landinu. Það kostaði mikið átak að byggja þessa laug á erfiðum tímum. Laugin var vígð 1. júlí 1945 og þá vígði hana 10 ára stúlka, Freyja Bernharðsdóttir. Á 60 ára afmælinu stakk aði, gestir gæddu sér á kaffi og tertu inni í íþróttamiðstöð og allir sem vildu máttu spreyta sig á vatnsrennibraut á gamla stökkpallinum. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Afmæli Freyja Bernharðsdóttir í sundlauginni en gamlir sundfélagar hennar fylgjast með á bakkanum. Sundlaug- in orðin sextug Þingeyskar konurhafa um aldir ortmikið og helst til heimabrúks, þótt talsvert hafi komið út eftir þær. Á hagyrðingakvöldum er loftið í Þingeyingum vin- sælt yrkisefni. Ósk Þor- kelsdóttir orti um hrafn- inn: Glettinn fugl með góðlegt háð gáfaður og slyngur. Með ögn af monti og ótal ráð eflaust Þingeyingur. Ólína Arnkelsdóttir, Hraunkoti orti um vorið: Verpa fuglar fagnandi, ferð á skýjum leikandi, ærnar kara kumrandi, kátur sérhver búandi. Bergljót Benedikts- dóttir, Garði, Aðaldal orti um konuna á útnesinu: Þú hefur horft á hafrótið, hlustað á brim og vinda. Samt hefur blessað sólskinið svip þinn náð að mynda. Með hagmælsk- una í blóðinu pebl@mbl.is Suðurnes | Starfsmannafélag Suðurnesja mun á næstu dögum undirbúa trúnaðar- mannafund og afla verkfallsheimilda, en fé- lagið hefur vísað kjaradeilu sinni við Launa- nefnd sveitarfélaga til ríkissáttasemjara. Fram kemur á vef Starfsmannafélagsins að þrátt fyrir ítrekaðar bréfaskriftir hefur Launanefnd sveitarfélaga ekki svarað félag- inu um að setjast niður til að ræða gerð á nýjum kjarasamningi. Kjarasamningur fé- lagsins við LN rann út 31. mars síðastliðinn og hefur enginn fundur verið haldinn. Samráðsnefnd STFS og LN hefur haldið tvo fundi til að ræða starfsmatið og á seinni fundinum sem haldinn var 13. júní sl. var LN tilkynnt að STFS myndi ekki taka upp hið nýja starfsmatskerfi. Krefst félagið þess að fá 4% til að laga flokka. Nýlega átti Ragnar Örn Pétursson, for- maður félagsins, fund með Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, sem er stærsta bæjarfélagið, ásamt starfsþróunar- stjóra bæjarins þar sem þeim var gerð grein fyrir stöðu mála. Fram kemur á vefnum að óskað var eftir því að bæjarstjóri myndi beita sér fyrir því að fá LN að samninga- borðinu. Undirbúa öfl- un verkfalls- heimildar Akranes | Systkinin Donna og Joe McCaul, sem tóku þátt í Evrópusöngva- keppninni í maí síðastliðnum fyrir hönd Írlands, munu koma fram á Írskum dög- um sem haldnir verða á Akranesi um helgina. Þau eru vinsæl í heimalandi sínu eftir að hafa unnið söngvarakeppni, að því er segir á vef Akraneskaupstaðar. Systkinin koma fram á Lopapeysunni í sementsskemmunni og taka lag sitt úr Eurovision, Love? Írskir dagar hefjast í dag og standa fram á sunnudag. Er þetta í sjötta skipti sem fjölskylduhátið með þessu heiti er haldin á Akranesi. Fjölbreytt dagskrá er á Írskum dög- um. Nefna má Skagamótið, sem þúsund ungir og efnilegir knattspyrnumenn mæta á. Á morgun verður götugrill og síðan kvöldvaka og varðeldur við þyrlu- pallinn. Maggi Eiríks og KK stjórna þar brekkusöng. Fjölskyldudagskrá verður á laugardag og þar fer fram keppnin um rauðhærðasta Íslendinginn. Útihátíðin Lopapeysan verður á hafnarsvæðinu á laugardagskvöld og þar koma m.a. fram Paparnir, Sálin og Raggi Bjarna. Fjöldi annarra atriða er á dagskránni, sem finna má á heimasíðu Akraneskaupstað- ar, akranes.is. Írskar stjörnur koma fram á Írskum dögum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.