Morgunblaðið - 07.07.2005, Síða 16

Morgunblaðið - 07.07.2005, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ LANDIÐ Reykjavík | Sextán íþróttafélög í Reykjavík munu njóta alls 4,4 millj- arða króna stuðnings frá Reykjavík- urborg, Íþrótta, og tímstundaráði (ÍTR) og Íþróttabandalagi Reykja- víkur (ÍBR) á næstu fjórum árum samkvæmt samstarfssamningum sem voru undirritaðir á dögunum. Samningarnir eru vegna áranna 2005-2008 og taka til stuðnings við ráðningar íþróttafulltrúa hjá fé- lögum, ferðastyrkja, húsaleigu- og æfingastyrkja, vallarstyrkja og upp- gjörs styrkja vegna framkvæmda og styrkja vegna skrifstofu og þjónustu íþróttafélaganna. Þau félög sem gerður var samningur við eru: ÍBR, KR, Valur, Fram, Ármann, Þróttur, Víkingur, ÍR, Leiknir, Fylkir, Fjöln- ir, TBR, Skautafélagið Björninn, Skautafélag Reykjavíkur, Júdófélag Reykjavíkur og Sundfélagið Ægir. Samningarnir kveða á um sam- starf Reykjavíkurborgar, ÍBR og viðkomandi íþróttafélaga þar sem m.a. koma fram þau verkefni sem fé- lögin taka að sér að sinna. Þá er skil- greint hvað Reykjavíkurborg leggur til vegna samstarfsins. Íbúum tryggð þjónusta Að sögn borgaryfirvalda er mark- miðið með þessum samningum að koma í fastara form öllum sam- skiptum íþróttahreyfingarinnar í borginni við borgaryfirvöld og skil- greina betur hlutverk hvers aðila. Þá er þess vænst að samningarnir skapi íþróttafélögunum sem bestar aðstæður til að reka starfsemi sem tryggir íbúum hverfanna fyrsta flokks þjónustu með hliðsjón af íþróttanámskrá félaganna bæði hvað varðar þjálfun barna, unglinga og af- reksfólks og þjónustu vegna al- menningsíþrótta og félagsstarfs. Rúmur milljarður til íþróttafélaganna á hverju ári „ÉG HEF verið lengi úti í Noregi og stundað þar rannsóknir á hreyfingu og heilsu. Hluti af mínu starfi er að koma þekkingunni á framfæri og mér finnst gaman að geta gert það hér á Ís- landi,“ segir dr. Hermundur Sigmundsson, pró- fessor við Tækni- og vísindaháskólann í Noregi (NTNU). Hann fer um allt land í sumar og heldur fræðslufyrirlestra um gildi hreyfingar fyrir börn og unglinga á vegum Ungmenna- félags Íslands. Hermundur hefur meðal annars rannsakað börn með hreyfivandamál, lesblindu og stærðfræðierfiðleika og birt niðurstöður sínar í alþjóðlegum vísindatímaritum. Í fyrirlestra- ferðinni heldur hann tvo fyrirlestra á hverjum stað. Sá fyrri er um hreyfiþroska og heilsu og er hann ætlaður kennurum, leikskólakennurum, foreldrum og öðrum sem áhuga hafa á málefn- inu. Sá síðari er meira hugsaður fyrir íþrótta- þjálfara og forystumenn í íþróttafélögum en í honum kynnir Hermundur nýjar aðferðir við að prófa líkamlegt ástand barna. Prófið er unnt að nota á börn allt frá fjögurra ára aldri. Hermundur telur að of litlar rannsóknir séu stundaðar á hreyfivandamálum barna hér á landi. Vonast hann til að umræða hefjist eftir að hann hefur miðlað af þekkingu sinni og reynslu. Það verði síðan að koma í ljós hver áhuginn sé. Verða útundan Hermundur fjallar um hreyfingu og heilsu í fyrirlestri sínum. Hann segir að vegna breyttra lifnaðarhátta, hreyfingarleysis, rangs matar- æðis og offitu hafi heilbrigðisvandamál aukist. Nefnir hann sérstaklega að rannsóknir sýni að börn sem eru of þung eigi gjarnan við offitu- vandamál að stríða sem fullorðið fólk. Telur hann að offita barna stafi mest af hreyfing- arleysi en einnig af röngu mataræði. Vekur hann athygli á þeim mun sem er á milli barna og fari sífellt vaxandi. Hermundur segir að börn sem stundi íþróttir hreyfi sig mikið, ekki aðeins á íþróttaæfingum heldur einnig í húsagarðinum heima. Þau séu sífellt að þróa nýjar hreyfingar og bæta þær sem þau hafa. Þau börn sem eigi við hreyfivandamál að stríða dragist hins vegar aftur úr að líkamlegu at- gervi. Þau hætti fljótt í íþróttum og verði út- undan í leikjunum í húsagörðunum og á skóla- lóðinni. Mælt er með því að fólk hreyfi sig á hverjum degi, gangi til dæmis rösklega í 45 til 60 mín- útur, til að halda við heilsunni. Þetta segir hann að eigi einnig við um börn og þau þurfi jafnvel að hreyfa sig heldur meira en fullorðnir. Legg- ur Hermundur áherslu á að börnin fái fjöl- breytta hreyfingu. Öll börn ættu að fá að kynn- ast og taka virkan þátt í fleiri en einni grein íþrótta og hann segir að ekki sé síður mikilvægt að þau fái að leika sér frjálst heima og taka þátt í skipulagðri hreyfingu í leikskóla og grunn- skóla enda sýni rannsóknir í Noregi að börn reyni jafnvel meira á sig í frjálsum leik í litlum hópi en á æfingum í stórum hópi undir stjórn þjálfara. Keðjuverkandi áhrif Hann gagnrýnir afreksstefnu við þjálfun barna sem hann segist verða var við hér á landi. Pressan á börnin sé of mikil. Nefnir hann sem dæmi að það sé ekki gott að láta 8 til 9 ára börn æfa knattspyrnu fjórum sinnum í viku yfir sum- arið og þrisvar sinnum yfir veturinn. Hámarkið ætti að vera tvisvar sinnum í viku þar til þau verða tólf ára, og leyfa þeim frekar að leika sér frjálst heima. „Við verðum að leyfa börnunum að vera börn,“ segir Hermundur. Sömuleiðis sé slæmt að skipta börnunum í flokka eftir getu á unga aldri. Allir ættu að fá að taka jafnan þátt í leiknum. Það gefi þeim sem eiga við hreyfi- vandamál að stríða tækifæri til að taka lengur þátt í íþróttum. Hermundur er sjálfur íþrótta- maður og þekkir þessa hluti af eigin raun. Hann æfði og keppti í sundi og frjálsum íþróttum í Borgarfirði þegar hann var barn og unglingur og varð síðar keppnismaður í handknattleik og þjálfari yngri flokka hjá Stjörnunni í Garðabæ. Hann stundaði nám við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni áður en hann fór til framhalds- náms í íþróttafræðum, uppeldisfræði og sál- fræði í Noregi. Rannsóknir sýna að 10 til 15% barna eiga við hreyfivanda að etja, annaðhvort við fínhreyf- ingar eða grófhreyfingar – eða bæði. Þessir krakkar dragast fljótt aftur úr jafnöldrum sín- um að hreysti, vegna minni hreyfingar. Og Her- mundur segir að hreyfingarleysið hafi keðju- verkandi áhrif. Félagsþroski þeirra verði minni. Þau séu meira ein á skólalóðinni. Ástandið bitni einnig á málþroska þeirra. Þá verði þessi börn óvinsæl og verði frekar fyrir einelti í skólanum. Rannsóknir sýni að sjálfsmynd þeirra barna sem eru ekki í góðu líkamlegu ástandi skerðist og þau eigi við fleiri félagsleg vandamál að stríða en jafnaldrarnir. „Við þurfum virkilega að sinna þessum hópi barna betur,“ segir Her- mundur. Meiri hreyfing er lausnarorðið, að hans mati. Telur hann æskilegt að veita þeim meiri stuðn- ing strax í leikskóla og fá þau til að hreyfa sig meira. Mikilvægt sé að börnum finnist gaman að hreyfa sig, þá verði allt auðveldara. Vill vera meira á Íslandi Hermundur fer með fjölskyldu sinni í fyrir- lestraferðirnar um Ísland og segist hafa gaman af því að skoða landið og kynnast fólkinu í ung- mennafélögunum. Það sé áhugasamt um þessa hluti. Eftir langa útiveru langar hann til að vera meira á Íslandi. Það varð til þess að hann ákvað að þiggja boð um prófessorsstöðu í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Þar mun hann hefja störf haustið 2006. Heldur fræðslufyrirlestra um allt land um gildi hreyfingar fyrir börn og unglinga Hreyfingarleysi dregur úr félagsþroska barna Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Fræðsla Hermundur Sigmundsson heldur í sumar á þriðja tug fræðslufyrirlestra um hreyf- ingu og heilsu og nýjar aðferðir við að prófa líkamlegt ástand barna og fullorðinna. Reykjavík | Alls bárust á níunda hundrað um- sóknir um félagslegt leiguhúsnæði til Félagsþjón- ustu Reykjavíkur á síðasta ári, en úthlutanir voru um 200. Algengt er að bíða þurfi hátt í tvö ár eftir að fá úthlutað íbúð úr kerfinu, og voru tæplega 800 umsækjendur á biðlista eftir íbúð í árslok 2004. Þetta kemur fram í ársskýrslu Félagsþjónust- unnar í Reykjavík fyrir árið 2004. Umsóknir á bið- lista eftir félagslegu leiguhúsnæði voru 789 í árs- lok 2004, og eru það 23% færri umsóknir en í árslok 2003. Skýrist fækkunin að mestu leyti af til- komu sérstakra húsaleigubóta, að því er segir í skýrslunni. Úthlutað var 209 íbúðum á árinu 2004, sem er einni íbúð meira en árið áður. Lengst beðið í 4–41⁄2 ár Þeir sem sækja um íbúð í félagslega kerfinu hjá Reykjavíkurborg mega eiga von á því að þurfa að bíða í að meðaltali á bilinu 21 mánuð til 2 ár, eftir því hversu margra herbergja íbúð viðkomandi þurfa. Skemmstur var biðtíminn um eða undir ein- um mánuði á árinu 2004, en þeir sem lengst höfðu beðið höfðu verið á bilinu 4–41⁄2 ár á biðlista. Umsóknir um þjónustuíbúðir fyrir aldraða voru 149 á síðasta ári, en úthlutanir 73, og því rétt rúm- lega tvöfalt fleiri umsóknir en úthlutanir á árinu. Í lok árs 2004 voru 326 á biðlista eftir þjónustuíbúð- um fyrir aldraða, og mega þeir eiga von á því að bíða í að meðaltali 22 mánuði eftir því að fá út- hlutað. Einstaklingum og fjölskyldum sem fengu fjár- hagsaðstoð frá Reykjavíkurborg á síðasta ári fækkaði um 7% frá árinu 2003, aðstoð var veitt í 3.111 tilvikum samanborið við 3.354 tilvik árið 2003. Fjölgun synjana var 15% frá árinu áður, 358 var synjað árið 2003, en 413 árið 2004. Um 2.400 framfærslustyrkir Þegar skoðað er hvers konar fjárhagsaðstoð var veitt á síðasta ári sést að langalgengast er að veitt- ur sé framfærslustyrkur, og fengu 2.378 einstak- lingar slíkan styrk á árinu. Næstflestir fengu styrk vegna sérstakra erfiðleika, eða um 600. Alls fengu 5.507 heimili í borginni húsaleigu- bætur, heimaþjónusta var veitt um 3.400 heimilum og um 850 heimili fengu heimsendan mat á árinu 2004. Á níunda hundrað einstaklinga sóttu um um félagslegt leiguhúsnæði Bið eftir hús- næði tæp tvö ár að meðaltali Morgunblaðið/Eyþór BARNAFÓLK í Reykjavík býr helst í Grafarvog- inum, Árbæ og Breiðholti, en mest er um ein- hleypa og barnlausa í miðborginni og Vestur- bænum þar sem rúmur helmingur heimila hýsir barnlausa einstaklinga, að því er fram kemur í ársskýrslu Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Börn eru á tæpum helmingi heimila Grafar- vogs, 46%, þar af reka einstæð foreldri 8% heim- ilanna í hverfinu. Hlutfallið er öllu lægra í Breið- holti og Árbæ, þar sem 34% íbúa eru með börn á sínu framfæri, þar af 7% einstæð foreldri. Ein- ungis 32% heimila í Grafarvogi eru rekin af barn- lausum einhleypingum, og 39% í Breiðholti og Árbæ. Þegar þessi hlutföll eru borin saman við sam- bærilegar tölur frá miðborginni, vesturbæ og austurbæ sést að þar er hlutfall barnafólks lægra, samtals 26%, en þar eru einhleypir og barnlausir einstaklingar á samtals 53% heimila. Í öðrum hverfum borgarinnar er hlutfall barna- fólks tæp 30%, en einhleypir og barnlausir um 43%. Barnafólk í úthverfum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.