Morgunblaðið - 07.07.2005, Síða 20

Morgunblaðið - 07.07.2005, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF DANSKUR maður að nafni Steff- en Möller er á leið til Íslands í sumar og hann langar þessi ósköp til að fá í þeirri för að berja aug- um málverk eftir Júlíönu Sveins- dóttur sem hann seldi Íslendingi fyrir margt löngu í Danmörku. Hann hefur ekki hug á að kaupa eða eignast þetta málverk, heldur langar hann aðeins til að fá að sjá það og hann vill einnig svo gjarn- an skála í Bollinger-kampavíni við eigandann, hvort sem hann er sá hinn sami og keypti af honum forðum eður ei. Sagan á bak við það hvernig málverkið komst á sínum tíma í hans hendur og hvers vegna hann seldi það er nokkuð skemmtileg. Þannig var að frænka hans í móð- urætt, sem ævinlega var kölluð frænka Túborg í fjölskyldunni, hóf störf hjá Túborg-ölframleiðendum árið 1912, sem einkaritari stofn- andans Philips Heymann. Seinna meir varð hún einkaritari Einars Dessau og Herberts Jerichow. Herbert var af gyðingaættum og þegar heimsstyrjöldin skall á varð hann að flýja til Svíþjóðar og neyddist til að dvelja þar alveg þar til stríðinu lauk. Herbert fól frænku Túborg að gæta allra eigna sinna í fjarverunni, og þar á meðal var málverkasafn hans. Gamla frænkan passaði einnig húsið hans og gæsluna alla innti hún af hendi af mikilli sam- viskusemi. Þegar Herbert loks sneri aftur til Danmerkur mátti frænka Túborg velja sér þrjár myndir úr málverkasafni hans, í þakklætisskyni fyrir tryggðina. Eitt af þeim reyndist vera eftir Júlíönu Sveins- dóttur og þegar ævi frænku Tú- borg lauk árið 1981 kom þetta málverk í hlut Steffens af því að enginn annar kærði sig um það. Málverkið geymdi Steffen í kjallara sínum í nokkur ár, en þegar hann dag einn sá auglýs- ingu í Berlingske Tidende þar sem óskað var eftir málverkum eftir ís- lenska listamenn hafði hann sam- band því hann var á þessum tíma blankur námsmaður í við- skiptafræði og sá þarna tækifæri til að eignast einhverja peninga. Sá sem hafði auglýst reyndist vera Íslendingur og það varð úr að Steffen seldi honum málverkið eft- ir Júlíönu fyrir 15.000 danskar krónur. Steffen hefur í seinni tíð kynnt sér verkin hennar Júlíönu og lesið sig til um þessa íslensku listakonu og nú vantar ekkert upp á nema að ná fundum núverandi eiganda og fá að skoða gömlu myndina og skála fyrir henni og sögunni á bak við hana.  HEIMSÓKN | Danskur maður leitar að eig- anda málverks eftir Júlíönu Sveinsdóttur Langar að skála við eigandann í kampavíni Umrætt málverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur. Myndin er sennilega máluð í kringum árið 1938. Stærð málverksins er 67x54cm. Steffen Möller hinn danski, sem bíður spenntur með kampavínið. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málverkið og/eða eiganda þess eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Árna Þór Árnason í síma 897-0531 eða senda tölvupóst á arnithor@austurbakki.is. HANN Guðmundur Árnason, 78 ára gamall íbúi á Skagaströnd til fjölda ára, gengur allra sinna ferða og læt- ur veður aldrei stoppa sig. „Ég fer út hvernig sem viðrar og oft á dag. Það þýðir þá ekkert annað en að klæða sig vel ef það gustar eða hríðar,“ segir Guðmundur, sem ekki hefur átt bíla í tíu ár eftir að sonur hans tók þá suður. „Ég sagði honum að keyra þá út og henda þeim síðan þegar þeir væru búnir að þjóna sínu hlutverki.“ Göngutúrarnir gefa Guðmundi heilmikinn kraft, en hann segist byrja hvern dag á teygjuæfingum, en haldi svo út í lengstu göngu- túrana að afloknum morgunsop- anum. Guðmundur greindist með krabbamein í þvagblöðru fyrir níu árum, nokkrum mánuðum eftir að hann missti eiginkonu sína, Hildi- gunni Jóhannsdóttur, úr krabba- meini eftir tuttugu ára sjúkdómsbar- áttu, en hún lést aðeins 56 ára að aldri. Guðmundur, sem er þrettán árum eldri en Hildigunnur heitin, fór í skurðaðgerð á sínum tíma, en hafði svo sannarlega ekki búist við því að verða gamall maður. „Því miður er það staðreynd að þótt margir góðir læknar séu til, dúkkar krabbamein oft upp á nýjum stað ef það tekst að nema það í burtu af öðrum stað,“ segir Guðmundur, sem nú fer tvisvar á ári í speglun og rannsóknir án þess að meinið hafi látið á sér kræla á ný. „Fyrir mig hefur birkiaska reynst undralyf og ég tel að ég hafi læknað sjálfan mig með því í bland við holla hreyfingu,“ segir Guðmundur. „Fyr- ir tilviljun rakst ég á bækling um birkiösku, pantaði vöruna frá Reykjavík og tók átta hylki á dag í mörg ár. Nú er ég búinn að minnka dagskammtinn um helming og ætla að halda mig við fjögur hylki á dag á meðan ég stend í lappirnar. Fyrir ut- an það að hafa haldið meininu frá, fæ ég nú orðið hvorki kvef né aðrar um- gangspestir.“ Hér er gott að búa Guðmundur segist hafa haft nóg fyrir stafni um dagana og m.a. starf- að við sjósókn, bifreiðaakstur og þungavinnuvélar svo eitthvað sé nefnt. Hann er alinn upp á Vatns- nesi, en hefur búið á Skagaströnd allt frá árinu 1960. „Nú er ég alveg stálsleginn því krabbameinið háir mér ekki lengur. Ég væri örugglega á jarðýtu eða úti á sjó ef ég mætti bara gera eitthvað. Ráðamennirnir okkar hafa á hinn bóginn verið svo klókir að tvískatta ellilífeyrinn auk þess sem hann kæmi til með að rýrna enn frekar ef maður sýndi ein- hverjar tekjur. Þótt landsbyggðin sé öll komin á hvolf, er mannlífið hér gott og vinna næg, eins og er, en mér skilst þó að búið sé að veiða alla rækjuna sem var hér fyrir norðan land. Það er hins vegar enginn fólksflótti í íbúun- um því hér vill fólk vera.“  HREYFING|Fer um allt á tveimur jafnfljótum Fær hvorki kvef né umgangspestir Ljósmynd/Ólafur B. Guðmundur Árnason í einum af sínum daglegu göngutúrum. join@mbl.is NUTU eða Nordisk Ungdoms teater udvalg er sumarskóli fyrir ungt fólk á Norðurlöndunum. Í skólanum er kennd leiklist og er hann haldinn einu sinni á ári á einhverju af Norð- urlöndunum. Í ár verður hann í Fær- eyjum 10. til 22. júlí næstkomandi. „Þetta er fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára frá öllum Norðurlandaþjóð- unum. Skólinn byggist á því að það eru um tíu námskeið í boði, hver nemi velur sér tvö af þeim, sem hann situr svo á eina viku í senn,“ segir Árni Grétar Jóhannsson sem fer fyr- ir íslenska hópnum í ár. NUTU-sumarskólinn hefur starf- að síðan árið 1993 og komu Íslend- ingar aftur inn í þetta skólasamstarf í fyrra eftir nokkurra ára hlé. „Ég var einn sendur af Bandalagi íslenskra leikfélaga til Noregs í fyrra til að kynna mér skólann. Það gekk vel og var svo gaman að ákveðið var að kýla á það í ár að safna saman hópi til Færeyja.“ Hóp- urinn sem fer frá Íslandi telur sjö manns á aldrinum 18 til 23 ára af öllu landinu. Árni Grétar er sjálfur 22 ára, hefur lengi verið virkur í leiklist og er núna fulltrúi Íslands í stjórn NUTU. „Ég var mjög mikið í leikfélaginu í framhaldsskóla, en ég var í Fjölbrautaskóla Suðurlands, svo hef ég starfað með Leikfélagi Selfoss í sex ár og setið í stjórn þess.“ Árni segir skólann í fyrra hafa komið sér að miklu gagni við að þroska leiklistarhæfileikana. „Það eru mjög færir kennarar í skólanum og námskeiðin eru fjölbreytt. Í ár er einn íslenskur kennari en það er Ágústa Skúladóttir leikstjóri. Í heildina eru sextíu ungmenni sem komast inn í þennan sumarskóla.“ Álfa- og huldufólksþema Skólinn endar á því að afrakstur hvers námskeiðs er sýndur og svo er sett upp lítil leiksýning í lokin sem er opin áhorfendum og tengd þema hvers árs. „Þemað í ár eru álfar og huldufólk en í fyrra var það goða- fræði. Þemað núna kom út frá því að það var mikil umræða í fyrra á nám- skeiðinu um hvað álfatrú Íslendinga er skrítin,“ segir Árni. „Ég tók eftir því í skólanum í fyrra að Færeyingar og Finnar eru líkastir Íslendingum. Annars tala allir sama tungumálið í leikhúsinu og fólk binst góðum böndum þótt það sé frá ólíkum löndum.“ Í skólanum er töluð skandinav- íska eða „sambræðingur af tungu- málum með enskuslettum“ eins og Árni Grétar orðar það. Grænland er með í leiklistarskólanum í ár en hef- ur ekki verið með undanfarin ár. „Flestir sem koma í skólann hafa mikinn áhuga á leiklist og hafa starfað eitthvað við hana. Skólinn kennir manni líka ólíka tækni og að- ferðir sem nýtist vel í áframhald- andi leiklistarnámi.“  MENNTUN|Sumarskóli fyrir ungt fólk með leiklistaráhuga Skandinavískur sambræð- ingur með enskuslettum Morgunblaðið/Sverrir Árni Grétar Jóhannsson fer fyrir íslensku ungmennunum sem fara í NUTU-leiklistarskólann í Færeyjum nú í sumar. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.