Morgunblaðið - 07.07.2005, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Á
rni Mathiesen sjáv-
arútvegsráðherra
undirritaði fyrir rúmri
viku reglugerð um
leyfilegan heildarafla
á fiskveiðiárinu 2005/2006. Í frétt
um málið á vef sjávarútvegsráðu-
neytisins segir: „Leyfileg veiði
verður í öllum aðalatriðum í sam-
ræmi við ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar. Þannig verður
heildarafli í þorski 198 þús. tonn, í
ýsu 105 þús. tonn …“
Þegar rýnt er í síðustu ástands-
skýrslu Hafrannsóknastofnunar,
sem kom út núna í júní og sjávar-
útvegsráðherra miðar aflamarkið
við, sést að leyfilegur heildarafli í
þorski er ekki í samræmi við ráð-
gjöf Hafrannsóknastofnunar.
Ráðgjöf og aflaregla
Aflamark í þorski er ákveðið skv.
svokallaðri aflareglu sem tekin var
upp árið 1994. Skv. aflareglunni er
aflamark ákveðið þannig að reikn-
aður er ákveðinn viðmiðunarstofn
og leyfileg veiði er svo 25% af
þeim stofni með 30 þús. tonna
sveiflujöfnun milli ára. Hafrann-
sóknastofnun skilar því ekki bein-
um tillögum um aflamark í þorski
heldur leggur fram útreikninga á
viðmiðunarstofni sem aflareglan
miðar við.
Í ástandsskýrslu Hafrann-
sóknastofnunar er ráðlagt að 25%
veiðihlutfall aflareglunnar verði
lækkað. Ráðgjöfin vísar til skýrslu
sem nefnd, skipuð af sjávarútvegs-
ráðherra 2001, um langtímanýt-
ingu fiskstofna skilaði af sér í júní
2004. Í skýrslunni er lagt til að
tekið verði upp 22% veiðihlutfall.
25% fram úr ráðgjöf
Í ástandsskýrslunni segir að ráð-
legt sé að lækka prósentuna meira
en nefndin lagði til í fyrra. Þá seg-
ir ennfremur í skýrslunni:
„… samkvæmt núgildandi afla-
reglu eru verulegar líkur á að
stofninn minnki á tímabilinu, en
með veiðihlutfalli 20% og lægra
eru yfirgnæfandi líkur á að hrygn-
ingarstofninn stækki.“ Björn Æv-
arr Steinarsson, sviðstjóri yfir ráð-
gjafarsviði
Hafrannsóknastofnunar, segir
áhættuna sem sjávar-
útvegsráðherra taki með núver-
andi aflareglu óásættanlega. „Ef
núverandi aflareglu er fylgt eru
40% líkur á því að hrygningar-
stofninn verði minni árið 2009. Til
að tryggja með 90% líkum að
stofninn muni stækka verður
a.m.k. að lækka aflaregluprósent-
una niður í 20%,“ segir Björn.
Töluverður munur er á afla-
markinu sem fæst með því að
beita aflareglunni sem Hafrann-
sóknastofnun leggur til og núver-
andi aflamarki sem sjávarútvegs-
ráðherra hefur ákveðið. Núverandi
aflamark verður 198 þús. tonn.
Aflamarkið sem fæst með að því
að beita 20% aflareglunni er 158
þús. tonn. Leyfilegur hámarksafli
sem sjávarútvegsráðherra hefur
ákveðið fer því 25% fram úr ráð-
gjöf Hafrannsóknastofnunar.
Þess ber að geta að hér er 30
þús. tonna sveiflujöfnunarákvæði
aflareglunnar ekki tekið með í út-
reikninginn. Ákvæði reglunnar
kveður á um að hvorki megi lækka
né hækka aflamarkið á milli ára
um meira en 30 þús. Friðrik Már
Baldursson stærðfræðingur var
formaður nefndar um langtíma-
nýtingu fiskstofna, sem skipuð var
af sjávarútvegráðherra. Hann seg-
ir að hagfræðilegar forsendur liggi
sveiflujöfnunarákvæðinu til grund-
vallar en ekki fiskifræði.
Vakið máls á gamalli umræðu
Bág staða þorskstofnsins hefur
verið lengi í umræðunni hér á
landi. Aðspurður svarar Björn
Ævarr því að ástæðan fyrir slöku
ástandi þorsksins í dag sé of mikil
sókn á undanförnum árum. „Frá
því að aflareglan var tekin upp
hefur veiðihlutfallið verið að jafn-
aði 30%, ekki 25% eins og reglan
kveður á um.
Þrír starfsmenn Hafrann-
sóknastofnunar skrifuðu grein í
Morgunblaðið sl. þriðjudag þar
sem þeir ítreka mikilvægi þess að
dregið sé úr sókn í þorsk. Greinar-
höfundunum, þeim Ólafi Karvel
Pálssyni og Einari Hjörleifssyni
fiskifræðingum og Höskuldi
Björnssyni verkfræðingi kemur
framúrkeyrsla sjávarútvegs-
ráðherra þó ekki á óvart.
Í greininni segir: „Þessi munur
á tillögum vísindamanna og endan-
legum afla markaði þá stefnu sem
síðan [1975] hefur verið eins konar
leiðarljós í stjórn þorskveiðanna. Í
reynd hafa stjórnvöld aldr
sér til að fylgja til fulls till
Hafrannsóknastofnunarinn
þorskaflamark, þrátt fyrir
mikil fræðileg rök til stuðn
lögum á hverjum tíma.“
Titill greinarinnar er „H
ingarstofn og nýliðun þors
og aftur“ og vísar hann, að
Einars Hjörleifssonar, til
um fiskifræði þorskstofnsi
staðið hefur yfir frá því að
rannsóknastofnun hóf að v
leggingar sínar á áttunda
um. Eitt helsta bitbein þei
umræðu hefur verið samb
hrygningarstofns og nýlið
Umræðan í mótun
Tumi Tómasson, fiskifræð
forstöðumaður Sjávarútve
Háskóla Sameinuðu þjóða
samdi skýrslu að beiðni sj
útvegsráðherra 2001, sem
antekt og greining á fagle
gagnrýni á stofnmat og ve
gjöf Hafrannsóknastofnun
skýrslunni vekur Tumi ath
að leiðirnar sem Hafrann-
sóknastofnun hefur lagt ti
verði farnar við uppbyggin
þorskstofnsins séu í „öllum
atriðum“ þær sömu og lag
í „svörtu skýrslunni“ svok
sem kom út árið 1975.
Í „svörtu skýrslunni“ va
áhersla á mikilvægi þess a
ingarstofni þorsks væri ha
tölulega stórum“ og leiðin
marki fælist í eftirfarandi
– „Að minnka núverand
Hafrannsóknastofnun leggur til að veiðihlutfall aflare
Aflamark í þors
25% fram úr rá
Hafrannsóknas
Hafrannsóknastofnun segir ástæðu bágs ástands þorskstofnsins
Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar vöktu máls á sögu fiskveiða
Morgunblaðinu þriðjudaginn 28. júní síðastliðinn. Ýmis mál eru t
þorskstofnsins í kjölfar of mikillar sóknar og samband hrygninga
Kristján Torfi Einarsson las greinina, kynnti sér söguna og athu
AÐSTÆÐUR GEÐSJÚKRA
Geðfatlaðir eru einfaldlegahópur, sem hefur orðið út-undan í okkar samfélagi,“
segir Erna Indriðadóttir, sem
berst fyrir auknum réttindum geð-
fatlaðra ásamt öðrum aðstandend-
um og hitti nýlega félagsmálaráð-
herra að máli til að hvetja til
úrbóta, í viðtali við Morgunblaðið í
gær. Þetta eru orð að sönnu. Geð-
sjúkir eru ekki öflugur þrýstihópur
í þjóðfélaginu og oft hafa þeir gold-
ið þess. Eins og Erna bendir á
mæta geðsjúkir iðulega fordómum
þegar þeir veikjast, missa jafnvel
vinnuna og missa sambandið við
umheiminn. Aftur á móti er reynt
að hagræða fyrir þá sem veikjast
líkamlega á vinnustöðum og afstaða
þjóðfélagsins til þeirra af allt öðr-
um toga.
„Til viðbótar því að vera fárveik/
ur af geðsjúkdómi ertu líka rekinn
úr vinnunni. Ég held að umburð-
arlyndi gagnvart líkamlegum sjúk-
dómum sé meira,“ segir hún í sam-
talinu og bætir við að hún telji að
fordómar haldi geðfötluðum niðri:
„Það hlýtur að vera mjög erfitt að
fá þau viðbrögð að maður geti ekki
verið með. Ég held að margir finni
fyrir því ef einhver veikist og lendir
á geðdeild, að þá hringir allt í einu
enginn til að spyrja um líðanina eða
sendir blóm.“
Þótt mörgu sé áfátt í málum geð-
sjúkra hafa miklar framfarir orðið
á undanförnum árum og einnig hef-
ur dregið úr fordómum. Krafan um
að geðsjúkir fái að njóta sömu rétt-
inda og aðrir er ekki gagnrýni á það
sem vel er gert heldur ákall um að
lagt verði meira af mörkum, til
dæmis í búsetumálum þeirra.
„Við teljum mannréttindamál að
geðsjúkir eigi heimili, það er bein-
línis í mannréttindasáttmálum að
fólk skuli eiga heimili og ekkert
öðruvísi með geðfatlaða,“ segir
Erna. „Auðvitað eru til sambýli og
fjöldi fólks vinnur óeigingjarnt
starf í þágu geðsjúkra. Það eru
einnig til vernduð heimili, en þetta
er bara hvergi nærri nóg og brýnt
að bæta þar úr. Okkur sýnist af því
sem við höfum kynnt okkur, að hér
á landi séum við 20–25 árum á eftir
því sem best gerist í nágrannalönd-
unum.“
Ein ástæðan fyrir þessu gæti
verið sú staðreynd hvað mál geð-
sjúkra eru á mörgum höndum. Eins
og Erna segir virðast málefni geð-
sjúkra hér heyra undir heilbrigð-
isráðuneytið, félagsmálaráðu-
neytið, félagsþjónustu sveitar-
félaga og fleiri. Þegar málum er
þannig háttað er hætt við að
ábyrgðin sé bæði alls staðar og
hvergi.
Aðstandendur geðsjúkra hyggj-
ast nú stofna þrýstihóp til að berj-
ast fyrir réttindum þeirra. Eins og
Erna segir þekkja flestir geðsjúk-
dóma úr sínu nánasta umhverfi og
það er kominn tími til að mál geð-
sjúkra verði rædd á opinn og for-
dómalausan hátt, aðbúnaður þeirra
verði bættur og réttindi þeirra
tryggð, hvort sem það er í þjóð-
félaginu almennt eða heilbrigðis-
og félagskerfinu.
ORKUVERÐ TIL STÓRIÐJU
Í Morgunblaðinu í gær birtistfrétt, sem upphaflega mátti
finna í svonefndum hálffimm-frétt-
um Kaupþings banka og byggðist á
fréttaþjónustu Bloombergs, þar
sem því var haldið fram, að orku-
verð til álvera hér væri 30% lægra
en í Evrópu. Talsmenn Landsvirkj-
unar, Orkuveitu Reykjavíkur og
Hitaveitu Suðurnesja staðfestu að
orkuverðið væri lægra, þótt þeir
staðfestu ekki tölu Bloombergs.
Frá því að samið var um álverið í
Straumsvík fyrir fjórum áratugum
hefur alltaf verið farið með orku-
verð til stóriðju sem trúnaðarmál.
Fyrir því hafa verið skiljanleg og
skynsamleg rök. Með því að gefa
upp umsamið orkuverð til annarra
erum við að skaða okkar eigin
hagsmuni í samningum við hugs-
anlega nýja aðila. Þess vegna hefur
orkuverð til stóriðju alltaf verið
sennilega bezt varðveitta leyndar-
mál á Íslandi.
Nú heldur virtur erlendur frétta-
miðill á fjármálasviði því fram, að
orkuverðið hér hjá okkur sé 30%
lægra en í Evrópu. Að vísu má
velta því fyrir sér, hvort Evrópu-
lönd séu eðlileg viðmiðun. Ósenni-
legt er að ný álver verði reist í
vesturhluta Evrópu og hvaða til-
gangi þjónar þá svona samanburð-
ur? Álver í Evrópu eru mörg hver
gömul og úr sér gengin og rekin
með dýrum orkugjöfum, sem til-
heyra liðnum tíma. Er eitthvert vit
í svona samanburði? Hingað til
hefur verið talið að við ættum í
samkeppni við lönd í öðrum heims-
hlutum um stóriðjufyrirtæki.
Engu að síður vekja fréttir af
þessu tagi upp þá spurningu, hvort
of langt hafi verið gengið í að bjóða
orkuverð á sem lægsta verði. Er
eitthvert vit í því að fara mjög
langt niður til þess að ná samn-
ingum?
Þriðja álverið er nú í byggingu
fyrir austan, stækkun stendur yfir
á Grundartanga, stækkun er til
umræðu í Straumsvík og rætt er
um álver í námunda við Húsavík.
Er þetta ekki að verða nóg?
Orkuverin eru umdeild og hafa
valdið miklum ágreiningi meðal
þjóðarinnar, ekki sízt Kárahnjúka-
virkjun. Það getur varla verið til-
gangur í því að fara of langt niður
með orkuverð við þær aðstæður,
sem við nú búum við. Og alla vega
hljótum við að treysta því í ljósi
vaxandi samkeppni í orkugeiran-
um, að álfyrirtækjunum sé ekki að
takast að ná fram lægra orkuverði
vegna einhvers konar samkeppni á
milli orkufyrirtækja okkar.