Morgunblaðið - 07.07.2005, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.07.2005, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN M ér er ekki alltaf ljóst hvað Pétri Péturssyni þul gengur til með hástemmdum lýs- ingum sínum á því hversu mjög ís- lenskri þjóðtungu hafi hnignað. Hann skrifaði grein um þetta efni í Morgunblaðið þjóðhátíðardaginn 17. júní en hefur margoft áður lýst stöðunni í þessum efnum, fordæmt þá sem hann telur ekki vera að standa sína plikt og lýst veru- leikanum eins og hann horfir við honum, nöturlegum í meira lagi. Samt eru dæmin sem Pétur til- tekur ekki alltaf þess eðlis, að manni finnist þau sanna mál hans. Hann tekur nú síðast fyrir þá til- hneigingu vátryggingafélaga að „sýna íslensku þjóðinni þá lítils- virðingu að ávarpa hana á ensku í söngvum sem félögin tengja sjón- varpsauglýsingum sínum“. Fer Pétur mikinn í vandlætingu sinni á þessum glæp. Segir unga mark- aðsfræðinga, sem veljist til starfa hjá auglýsingaskrifstofum og út- rásarfyrirtækjum, „líta niður á móðurmál og feðratungu“. Notar síðan orð eins og „und- anvillingar“, rifjar upp að Baldvin Einarsson hafi kallað þá „rene- gata“ sem „villtust af vegi þjóð- ernis og nudduðu sér upp við höfð- ingja í Höfn“. Hér er hátt reitt til höggs, alltof hátt, umvöndunartónninn í máli Péturs virkar nánast sem svipa. Spurningin er sú hvort svipuhögg eru til þess fallin að kenna ungu fólki að elska íslenska tungu og varðveita. Spurningin er sú hvort svipuhögg eru ekki einmitt fallin til hins gagnstæða, að skapa andúð og skeytingarleysi. Þeir sem eru sakaðir um að van- rækja tungumálið, og um að vera þess vegna óþjóðhollir, eru varla líklegir til að vilja veg íslenskunnar sem mestan. Vert er að muna að tungan nærist á ást okkar og um- hyggju en ekki boðum og bönnum. Þessu ætti Pétur Pétursson þul- ur að velta fyrir sér. Tilefnið í dæmunum sem Pétur tiltekur í grein sinni virðist aukin- heldur fátæklegt. Að minnsta kosti á ég erfitt með að sjá að það sé til marks um hnignun íslenskrar þjóðtungu þó sungið sé á ensku í auglýsingum. Jújú, auðvitað er það þannig að erlend áhrif umlykja okkur, hnatt- væðingin hefur hafið innreið sína í allri sinni mynd. Og þetta þýðir að menn verða að vera á verði. En er- lend áhrif eru samt jákvæð og þeim ber að fagna jafnvel þegar kemur að tungumálinu. Tungumál verða alltaf fyrir alls kyns áhrifum, ef tungumál þróast ekki og breyt- ist er það ekki lifandi tungumál heldur dáið. Ég er að reyna að færa rök fyrir því að það sé alls ekki sama hvern- ig staðið er að varðstöðunni um ís- lenskuna; málvernd má ekki byggjast á svipuhöggum. Í þeim efnum má taka undir orð Davids Crystals, prófessors frá Bretlandi sem flutti erindi á ráðstefnu í til- efni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur í apríl. Hann sagði að ekki væri nóg að taka ákvörðun um gildi tungumáls gagnvart öðr- um tungumálum og tryggja ytri varnir þess með lögum eða sam- þykktum, heldur yrði að gæta þess að það þróaðist sem lifandi tæki – ef menn væru með of miklar kröf- ur um hreinleika og settu of strangt bann við tökuorðum, kynnu þeir að kæfa tungumálið í fæðingu, þótt ytri umgjörð þess væri tryggð (þessi endursögn er tekin orðrétt úr pistli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra 16. apríl á heimasíðu hans, www.bjorn.is). Þetta er kjarni málsins. Ég tek jafnan dæmi um þetta sem eru örlög gelískunnar á Ír- landi. Eftir að Írland fékk fullveldi frá Bretlandi 1920 reyndu írsk stjórnvöld að „bjarga“ írskunni (næstum allir íbúar Írlands töluðu gelísku við upphaf sextándu aldar, eftir það tók hún hins vegar að hopa fyrir enskri tungu, sú var notuð sem tungumál stjórnsýsl- unnar og í viðskiptum) með því að veita henni „formlega“ stöðu, kröf- ur um írskukunnáttu hjá hinu opinbera og í skólum voru hertar og hún var líka sett skör hærra en enska í stjórnarskránni frá 1937. Þó hafði enskan, þegar þarna var komið sögu, tekið við af írsku sem hið daglega tjáningartæki fólks. Árangurinn af baráttu stjórn- valda, sem segja má að hafi ein- kennst af svipuhöggum, var ekkert til að hrópa húrra fyrir, talað var um það á fimmta áratugnum að yf- irvöld væru með málstefnu sinni að skaða írska tungu meir en bresk- um stjórnvöldum hefði tekist alla nítjándu öldina. Börnum væri kennt að hata írsku og sjá hana sem nokkurs konar pyntingu. Þetta má auðvitað aldrei verða á Íslandi, svipuhöggin mega aldrei verða svo sársaukafull að börnin okkar fari að hatast við íslenskuna. Þá er voðinn vís. Umgjörð tungumála þarf samt vissulega að vera góð. Hún er mik- ilvæg fari hún saman við um- hyggju alls almennings gagnvart tungumálinu. Nýverið var tilkynnt að Evrópu- sambandið hefði samþykkt að írsk- an yrði tekin í hóp opinberra tungumála ESB. Éamon Ó Cuiv, ráðherra sem ábyrgur er fyrir þjóðararfleifðinni írsku, sagði við þetta tækifæri að formleg staða tungumála skipti sköpum fyrir þau. Breytingin á vettvangi ESB væri því afar mikilvæg og gæfi írskunni færi á að vaxa og dafna sem nútímatungumál. Írskan verður varla aftur hið daglega tjáningartæki íbúa eyj- unnar grænu en ákvörðun ESB nýverið er samt eftirtektarverð því að hún fer þrátt fyrir allt saman við þá staðreynd að áhugi hefur al- mennt aukist meðal Íra að hlúa að tungu sinni. Þetta er lykilatriði; sá hugur sem við berum til tungu- máls. Hann verður að vera já- kvæður, ekki neikvæður. Þess vegna er ekki vel til fundið hjá Pétri Péturssyni að hafa svipuna sífellt á lofti. Með svip- una á lofti […] umvöndunartónninn í máli Pét- urs virkar nánast sem svipa. Spurn- ingin er sú hvort svipuhögg eru til þess fallin að kenna ungu fólki að elska ís- lenska tungu og varðveita. VIÐHORF Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is ÞAÐ VAR fyrir tuttugu árum að Alþingi samþykkti ályktun um markmið Sameinuðu þjóðanna að 0,7% af vergri þjóðarframleiðslu skyldu renna til þró- unarsamvinnu. Árið var 1985 og mark- miðinu átti að ná á sjö árum. Sjö árum síðar voru Íslend- ingar jafn langt frá settu marki og áður og þingsályktunin flestum gleymd. Tveimur áratugum síðar gefur ýmislegt tilefni til þess að líta um öxl og meta frammistöðu Íslands í samvinnu við fátæk ríki. Nokkuð hefur miðað og ríkisstjórnin m.a. sett sér það markmið að auka framlög til þróunarsamvinnu í 0,35% af VÞF árið 2009. En lítil umræða fer fram um það hvernig sé best að verja þessum fjármunum og enn sem komið er þykir það góð pólitík við Rauðarárstíginn að verja um helmingi upphæðarinnar til íslensku friðargæslunnar svo- kölluðu. Það var líka fyrir tuttugu árum að Bob Geldof riggaði upp Live- Aid-tónleikunum til þess að vekja athygli á hungursneyðinni í Eþí- ópíu. Síðustu vikur hefur Geldof endurlífgað tónleika- haldið undir formerkj- um Live8 og náð að setja kröfuna um mannsæmandi líf öll- um til handa í brenni- depil stjórnmála- og fjölmiðlaumræðunnar. Leiðtogar G8-ríkjanna hafa ekki farið var- hluta af kröfugerðinni við fundahald í Glen- eagles í Skotlandi. Um leið og miklu máli skiptir að valda- miklir menn hittist og ræði nauðsyn þess að fella niður skuldir fátækustu ríkjanna og tvöfalda framlög til þróunarsamvinnu, þá er ekki síður mikilvægt að ríkisstjórnir um all- an heim noti tækifærið til þess að fara yfir stefnu sína í samskiptum við fátækar þjóðir. Af því tilefni er rétt að minna á að vorið 2005 fluttu þingmenn úr öllum stjórn- málaflokkum sem sæti eiga á Al- þingi tillögu til þingsályktunar um þróunarsamvinnu Íslands við önn- ur ríki. Í greinargerð tillögunnar er sérstaklega tekið fram að flutn- ingsmönnum þyki skynsamlegt að stjórnvöld setji sér það markmið að ná 0,7% markmiði SÞ eigi síðar en árið 2015, þ.e. á næstu tíu ár- um. Það er von mín, sem fyrsta flutningsmanns tillögunnar, að löggjafinn reki af sér slyðruorðið um leið og þing kemur saman í haust og endurnýi áratuga gömul heit um framlög til þróunarsam- vinnu og skyldur okkar við þann fimmtung jarðarbúa sem býr við örbirgð. 0,7% árið 2015? Þórunn Sveinbjarnardóttir fjallar um aðstoð við þurfandi ’Leiðtogar G8-ríkjannahafa ekki farið varhluta af kröfugerðinni við fundahald í Gleneagles í Skotlandi. ‘ Þórunn Sveinbjarnardóttir Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar. KRISTÓFER Már Kristinsson leiðsögumaður skrifar í Morgun- blaðið 30. júní sl. Greinin ber yfir- skriftina ,,Menningartengd ferða- þjónusta“. Þar kvartar hann réttilega um vondan veg milli Þing- valla og Laugarvatns sem hann vill fremur kalla Bláskógaheiði en Lyngdalsheiði. Í Sam- gönguáætlun er hins vegar nafnið Lyng- dalsheiði notað. Kristófer þessi er væntanlega sá hinn sami og hefur gefið sig til þeirra verka að sitja þætti Egils Helgason- ar, Silfur Egils, og gefa stjórnmálamönn- um þjóðarinnar leið- beiningar um það hvernig landinu skuli stjórnað, auk þess að hafa skoðun á flestum hlutum. Fyrir nokkr- um árum gaf umræddur Kristófer kost á sér til að verða þingmaður Vestlendinga. Þá bauð hann sig fram fyrir Bandalag jafnaðarmanna. Það ágæta fólk ætlaði sér stóra hluti í íslensku samfélagi en hafði ekki er- indi sem erfiði. Þar lauk stjórn- málaþátttöku Kristófers Más ef ég man rétt. Í greinarkorninu nefnir Kristófer Már það sem skýringu á vondum vegi um Bláskógaheiði að hann sé ekki í kjördæmi samgönguráherra. Hann bætir um betur, eins og Gróa á Leiti hefði gert, þar sem hann seg- ir ,,Einhver sagði mér að það vant- aði suðvesturhornið á kort sam- gönguráðuneytis, kannski er það satt, að minnsta kosti skýrir það ým- islegt í gerð og framkvæmd vega- áætlunar“. Svo mörg voru þau orð! Kristófer Már hefur dvalið lang- dvölum erlendis og verður því að virða honum það til vorkunnar að þekkja lítt til þess sem hefur verið að gerast í samgöngumálum síðustu sex árin eða svo. Hefði Kristófer Már kannað stöðu mála hefði hann geta fengið þær upplýsingar að sam- gönguráðherrann hefur lagt til að nýr vegur verði lagður um Blá- skógaheiði. Fjármunir eru tryggðir og vega- gerðin hefur unnið sitt verk við undirbúning í samræmi við vilja ráð- herrans. Framkvæmdir hafa hins vegar ekki hlotið framgang. Ástæðan er sú að til- lögur um legu vegarins, sem sveitarstjórn Blá- skógabyggðar hefur fallist á, hefur ekki ver- ið samþykkt enn sem komið er af til þess bærum aðilum. Ástæðan er að skipulag vegarins og samþykki Skipulagstofnunar var kært. Hefur ákvörðun Skipulagstofnunar verið felld úr gildi af umhverfisráðuneyti. Það er því ekki samgönguráðherra sem stöðvar framkvæmdir heldur liggur ekki fyrir heimild skipulags- yfirvalda til að hefja framkvæmdir og til eru þeir sem vilja ekki að veg- urinn verði lagður eins og kröfur eru gerðar um í dag þar sem umferðar- öryggi er haft að leiðarljósi við hönnun vega. Um stöðu mála hefði Kristófer Már geta fengið upplýs- ingar hefði hann lesið nýlega grein mína í Morgunblaðinu þar sem ég skýrði gang mála eða ef hann hefði haft samband við Vegagerðina og fengið skýringar. En það virðist ekki henta leiðsögumanninum að hafa það sem sannara reynist. Ég vona bara að þeir ferðamenn sem hann leiðir um landið fái traustari lýsingu á hlutunum en lesendur greina hans í Morgunblaðinu fá. Til fróðleiks fyr- ir Kristófer Má Kristinsson Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra svarar grein Kristó- fers Más Kristinssonar leið- sögumanns ’Hefði Kristófer Márkannað stöðu mála hefði hann getað fengið þær upplýsingar að sam- gönguráðherrann hefur lagt til að nýr vegur verði lagður um Blá- skógaheiði. ‘ Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. Sturla Kristjánsson: Bráð- ger börn í búrum eða á af- girtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líf- fræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofn- ana, sem heyra undir sam- keppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heimilisofbeldi og kortleggj- um þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrir- byggja að það gerist. For- varnir gerast með fræðslu al- mennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýð- ræðisþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrir- myndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmunds- son: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu samræmi við áður gefnar yfirlýsingar fram- kvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.